Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 27

Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 27
asei tzúda ei wjDAamaim taioAjaííuaaoM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 8£ 27 Einbeitingin og áhugsemin leynir sér ekki í svip ungmcnnanna, sem stýra hér litlum bátum með fjarstýringu á Reykjavíkurhöfn í smækkaðri mynd. Sýningargestir skoða líkan af Borgarspítalanum eins og hann mun líta út í framtíð- inni. Skipstjórar framtíðarinnar spreyta sig á smábátum á líkani af Reykjavíkurhöfn. Skeggrætt VÍð vélmenni. Montunbladið/Einar Falur Morgunblaðið/Ámi Sæberg Borgarleikhúsið var opnað almenningi fyrsta sinni á sunnudag er sett var tæknisýning, sem haldin er í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. reyndar ekki hægt að setja upp stærstu og mannfrekustu óperurn- ar. Reynt hefur verið að gæta þess að hljómburður verði góður í saln- um. Stefán Einarsson, verkfræðing- ur og sérfræðingur í hljómburði, sem nú starfar í Svíþjóð, kom og hafði umsjón með því verki. Sér- stakir skermar verða festir upp í loft salarins og verður hægt að stilla þá eftir því hvort þeir eiga að gleypa í sig hljóð eða varpa því frá sér. Eg hef því engar áhyggjur af þessu atriði.“ Aðspurður um hvort aðrir leik- hópar en Leikfélag Reykjavíkur fái afnot af húsnæðinu svaraði Þor- steinn því til að í verklýsingunni væri aðeins gert ráð fyrir að LR notaði báða sali. „En á teikningum að Borgarleikhúsinu er ekkert, sem hamlar því að aðrir leikhópar setji hér upp leiksýningar. í þessu sam- bandi má geta þess að í ráði er að nota húsið á ýmsa vegu. Þar verða á daginn og yfir sumartímann haldnar ýmsai- uppákomur og sýn- ingar auk þess sem borgaiyfii-völd fá aðgang að húsinu til að halda ráðstefnur og taka á móti gestum sínum." Lyftistöng leikhúslífi — Víkjum að íjárhagshliðinni. Hvernig hafa framkvæmdir gengið og hefur tekist að halda fjárhags- áætlun? „Samkvæmt fjárhagsáætlun frá 1. janúar á húsið að kosta 540 milljónir og eftir þessum mörkum verður farið. Þetta gæti orðið til þess að sleppa verður einhveijum tækniatriðum og má þar nefna færanlegt, hallandi svið í stóra saln- um. Margir kostnaðarsömustu þættir byggingarinnar eru þegar frágengnir. Aftur á móti á til dæm- is eftir að koma fyrir ýmsum tæknibúnaði, sem auðvitað er dýr liður. Við gerum ráð fyrir að húsið verði fullbúið í september 1988 og hefur borgarstjóri reyndar lagt áherslu á að sú áætlun standist. Ég held að við getum verið sam- mála um að framkvæmdum við húsið miðaði mjög vel á síðasta kjörtímabili. Það, sem áður var fjar- lægur draumur, er nú knýjandi nálægð. Ég vona að þetta verði góður vinnustaður og leikhúsið verði leiklist á íslandi lyftistöng,“ sagði Þorsteinn að lokum. KB/VI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.