Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Hart barist í sólarbreyskjunni á 15. útiskákmótinu. M°rKunbiadið/Júl(us Raufarhöfn, Selfoss og Þórshöfn sigruðu á 15. útiskákmótinu „Það er nú býsna erfitt að gera sér grein fyrir því á þessari stundu. Eg er hræddur um að ýmis ljón yrðu á veginum ef Pólvetjar fengju nú allt í einu tækifæri til að byggja upp eitthvað nýtt. Einræðisfyrir- komulag er lélegur æfingaskóli fyrir lýðræði. Leiðtogar andstöð- unnar sitja að sumu leyti sjálfir fastir í sama farinu. Þeir eru kreddufastir og einstefnumenn. Þeir hafa ekki lært að leysa úr ágreiningsmálum og fyrirbyggja átök. Því miður skortir viðurkennd- ar reglur til að takast á við ágrein- ingsmálin og komast að málamiðl- un. Málin eru sjaldan skoðuð ofan í lqolinn og stjómarandstaðan fær ekki tækifæri til að reyna hug- myndir sínar í framkvæmd. Báðir aðilar eru því fyrirfram sannfærðir um að þeir séu þeir einu sem hafi lausnir á öllum málum, og þetta er hættulegt. — Stórveldi hafa löngum sóst eftir því að leggja Pólland undir sig til þess að tryggja valdastöðu sína í Evrópu. Er ekki óeðlilegt með legu Póllands í huga að hægt sé að minnka spennuna í Evrópu án þess að einhver lausn verði fundin á „pólska vandamálinu"? „Þetta er nú eiginlega fræðileg spuming. Hræsnin er hvarvetna á næsta leiti þegar um alþjóðastjóm- mál er að ræða. Þegar maður hefur það sjálfur gott er auðvelt að loka augunum fyrir neyð annarra og hinum flóknu vandamálum sem þeir eru fastir í og benda á ein- hveija einfalda lausn. Það er ekki nóg að fara út á götu og hrópa á frið. En ég held að viljinn til að gægjast ofúriítið nánar ofan í hin flóknu mál sé að aukast. Pólland hefur verið mikið í sviðsljósinu þó það hafi minnkað seinustu árin. Hve margir hugsa um það hvar Úkraína sé og hve margir búa þar? Eða Litháen, Eistland. Það má nefna Ungveijaland, Tékkóslóvakíu og fleiri lönd. Pólland er ekki eitt í þessari stöðu. Ég mundi orða þetta þannig að það væri ekki hægt að leysa vandamál Evrópu nema leysa „vandamálið Austur-Evrópa". Þið í Vestur-Evrópu sættið ykkur við þetta ástand á einn eða annan hátt. Stjómmálamenn á Vesturlöndum leitast nú við að koma samskiptun- um við Pólland í svokallað „eðlilegt horf“. Það hefur verið tekið á móti Jarúselski í Frakklandi og síðan í Vestur-Þýskalandi og nú em uppi ráðagerðir um að hann fari til It- alíu. Fólk á Vesturlöndum rejmir nú almennt að hugsa sem minnst um hina hræðilegu einræðisstjóm í Póllandi. í raun og veru er Rússland heimsveldi og hin löndin nýlendur." — Menning og þjóðemisvitund eru hugtök eigi alls ótengd þegar um er að ræða þjóðfrelsishreyfing- ar, það vitum við íslendingar af sögu okkar. En hvemig má það vera að sveitastrákar, sem fóru í pylsustríð árið 1970, em nú orðnir samviska þjóðarinnar? „Það er ótrúlegt hve mikil gróska er í pólskri alþýðumenningu í dag. Hún nærist á þeirri andstöðu sem Samstaða er, og hún hefur verið þvinguð í útlegð í eigin landi, þetta er eins konar neðanjarðarhreyfing. Það er gefinn út ótrúlegur fjöldi ólöglegra blaða og tímarita og ég skil ekki hvemig öll þessi fram- leiðsla er möguleg. Ég fæ sumt af þessu hingað heim til mín og les það. Fólk les og fylgist vel með. Allir tala um það sem er að gerast í þessum óleyfilega neðanjarðar- heimi. Það er þess vegna óhjá- kvæmilegt að hann hafi áhrif á samfélagið, vaxi inn í það og iifi þar eigin lífi. Kirkjurnar em menn- ingarmiðstöðvar þar sem oft er talað bemm orðum um hlutina eins og þeir em. Kirkjan einokar predik- unarstólinn eins og við segjum í Póllandi og hún berst fyrir því sjálf- stæði sínu og það er mikilvægt. Leikhús og kvikmyndir tjá reynslu okkar og koma boðskapnum á framfæri. Það má jafnvel lesa hann milli iínanna í opinbemm máigögn- um stjómarinnar. Allt em þetta iifandi greinar á stofni pólskrar þjóðmenningar í útlegð. Að vissu leyti em aðstæður nú öðmvísi en þegar ég átti heima í Póllandi. Þá var þetta andrúmsloft ríkjandi við heimspekideild háskól- ans, en nú leikur það einnig um kaffistofur verksmiðjanna. Þetta er mikil breyting. En þetta er í raun og vera ekk- ert nýtt í pólskri menningu og sögu. Allt frá því að Pólland var hlutað í sundur árið 1772 hafa komið upp tímar þar sem menningin er ólög- leg. Helmingur pólskra bókmennta hefur orðið til við þessar aðstæður, í andstöðu við fjandsamlegt ríkis- vald. Og það er ekki hægt að halda þeim utan við skólana. Þær hafa mnnið Pólveijum í merg og bein frá kynslóð til kynslóðar. Hver fjöl- skylda getur sagt þessa sögu. Afi minn var t.d. dæmdur í útlegð í Síberíu, amma dvaldi hjá honum og á leiðinni heim til Póllands fædd- ist móðir mín. Faðir minn barðist í seinna stríðinu, fyrst gegn Þjóðveij; um og síðan Rauða hemum. í þrengingum eins og pólska þjóðin gengur í gegnum nú er sagan átak- anlega lifandi. Ástandinu í dag má lýsa með líkingu af skógareldi sem hefur geysað. Það er aska yfir öllu, en undir henni er glóðin falin ótrúlega heit. Það rís alltaf einhver upp og blæs í hana, og þá birtir yfir skamma stund. En það er ekki nóg, því það er skortur á eldivið." Höfundur starfar við guðfræði- deild háskóians í Lundi og er fréttamaður Morgunblaðsins í Svíþjóð.-Fyrri hluti samtals hans við Andrezes Koraszewski birtist 7. ágúst sl. Á fimmtánda útiskákmótinu, sem lauk á föstudaginn, tefldu fulltrúar 40 sveitarfélaga og kaupstaða. Mikill fjöldi áhorf- enda var á mótinu, enda veðrið með albesta móti. Efstir og jafnir á mótinu urðu Hilmar Karlsson (Raufarhöfn), Ágúst Karlsson (Selfossi) og Jó- hann Þórir Jónsson (Þórshöfn), allir með sex vinninga af sjö möguleg- um. Sævar Bjarnason (Grindavík) fékk 5 lh vinning. Með 5 vinninga vom þeir Kristinn P. Magnússon (Garðabæ), Jóhannes Ágústsson c-23 (Gerðahreppi), Uros Ivanovic (Sauðárkróki) og Hannes Hlífar Stefánsson (Hafnarfirði). Hannes er nú áttundi stigahæsti skákmað- urinn okkar, aðeins fjórtán ára gamall. 41/2 vinning fengu Jón Þór Jó- hannsson (Akranesi), Guðni Harðarson (Gmndarfirði), Pétur Kristbergsson (Kópavogi), Pálmi Pétursson (Ölfúshreppi) og Sigurð- ur Daði Sigfússon (Seltjamarnesi), en Sigurður varð í öðm sæti á heimsmeistaramóti unglinga 16 ára og yngri, sem haldið var i Noregi í sumar. REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.