Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR'1'9. ÁGÚST'lð86 Laxeldi á íslandi Hugleiðingar um markaðsmál eftir Vilhjálm Guðmundsson Þessi grein, auk annarar sem mun birtast í næstu viku, lýsir vangaveltum mínum um markaðs- mál laxeldis í heiminum, og stöðu okkar íslendinga í þeim efnum. Það ber að taka fram að hér er um mjög yfirgripsmikið málefni að ræða sem engan veginn verður hægt að gera fyllilega skil í tveimur stuttum greinum. í þessari grein mun ég, auk inn- gangs, stuttlega fjalla um laxinn sem söluafurð og helstu samkeppn- isafurðir hans. Einnig mun ég velta fyrir mér markaðsmöguleikum og samkeppni í framtíðinni. Mikíar tæknilegar framfarir hafa átt sér stað í fískeldismálum á síðustu árum. Hér á landi eru marg- ir óánægðir vegna seinagangs okkar íslendinga, og er okkur í því sambandi tíðrætt um nágranna okkar Norðmenn og velgengni þeirra á þessum vettvangi. Skúla í Laxalóni og Jón Sveinsson í Lárós- um er óhætt að kalla brautryðjend- ur í fiskirækt hér á íslandi. Það er ekki ofsögum sagt þegar litið er til baka að hugmyndir þessara fram- sýnu manna hafa hlotið lítinn hljómgrunn og/eða skilning manna. k Vangaveltur manna eru miklar um það hvort okkur íslendingum takist að byggja upp arðbæran at- vinnuveg í fískeldi eða ekki. Því er gjaman slegið fram að skilyrði og aðstæður hér á Islandi séu síst verri en t.d. í N-Noregi og jafnvel betri á vissum stigum fiskeldis t.d. seiða- eldis. Þó hafa skoðanir manna verið misjafnar þegar rætt er um mat- fiskeldi hér á íslandi. Þeir sem fara varlega í þessum efnum bera gjarn- an við reynsluleysi okkar, og benda á að norskar forsendur hafi oft verið notaðar í áætlunargerðum um arðsemimat fiskeldis hér á landi, sem ekki er raunhæft sé tekið tillit til kynþroska og vaxtarhraða ís- lenska laxastofnsins. Eitt er þó Ijóst, við erum ennþá að fikra okkur áfram á bemskuskeiði þessarar at- vinnugreinar, og víst er að fjöldi „barnasjúkdóma“ á eftir að heija á okkur í nánustu framtíð. 1 dag er þó ýmislegt sem bendir til að þessi nýja atvinnugrein eigi eftir að þró- ast og dafna hér á landi á ýmsum sviðum fiskeldis. Rökin fyrir því hins vegar að fisk- eldi almennt muni vaxa og þróast í heiminum em sterk. Homsteinn- inn í þeim rökum felst í því, að hinar hefðbundnu veiðiaðferðir muni ekki geta mætt eftirspum sjávarmat- væla í framtíðinni. Ennþá notum við veiðiaðferðina til að ná matvælum úr hafínu, með- an við ræktum jörðina og það sem lifír á landi á skipulegan hátt. Þess má geta að hafíð hylur Vi hluta plánetunnar en aðeins */* er þurrt land. Talið er að frumframleiðsla næringarefna, sem svo allt annað líf byggist á, sé jafnmikil á landi sem og í vatni, en samt fáum við aðeins 1-3% af matvælum úr haf- inu. Með nútíma þekkingu í líftækni er talið að hægt sé að byggja upp áhugaverðan iðnað á skömmum tíma innan hinnaýmsu eldisgreina. Þrátt fyrir gífurlega þróun í físk- eldi lifum við ennþá á steinaldarsigi á þeim vettvangi, en því er ein- göngu slegið fram hér til að leggja áherslu á það, að þróunin í framtíð- inni verður að öllum líkindum ævintýri líkust bæði hvað varðar framleiðsluhliðina sem og markaðs- hliðina. Hvað varðar fískeldi á íslandi er það ekki ofsögum sagt að óhemju bjartsýni ríkir, og mikil vinna er lögð í að leysa vandamál sem lúta að framleiðslunni. Þetta eru vanda- mál sem tengjast sjúkdómum, þróun framleiðsluaðferða og/eða tækni. Ekki ætla ég að gera lítið úr þessu, þvert á móti, en kapp er best með forsjá ef bjartsýni og von- ir manna eiga að geta orðið að veruleika. Hingað til hefur lítil sem engin áhersla verið lögð á markaðs- setningu. Ef bjartsýni um vöxt fískeldis á íslandi á að verða að raunveruleika verður að byija strax á skipulögðum markaðsaðgerðum framleiðenda. Það er ekki nóg að geta framleitt fískinn, ef svo ekki verður hægt að selja hann á því verði sem viðunandi er. Verðið m.ö.o. verður að standa undir út- lögðum kostnaði auk þess sem það verður að skila inn arði til áfram- haldandi uppbyggingar. Ég er ekki með þessu að fullyrða að ekkert hafí verið gert. Menn eru að pukra hver í sínu homi með tilviljunar- kenndri sölu hér og þar og stjómast af skammtímasjónarmiðum þar sem hátt verð ræður ferðinni, fremur en langtímasjónarmiðum. Það er ef til vill ekkert óeðlilegt við að menn stundi útflutning tilviljunar- kennt þegar tekið er tillit til þess að framleiðslan á Islandi er enn ekki meiri en ea 200 tonn á ári. En það er skoðun mín að tímabært sé að huga að skipulögðum mark- aðsaðgerðum ef tekið er tillit til þess að framleiðslan á eftir að margfaldast á næstu fímm ámm, og ekki síst vegna þess að sam- keppni á heimsmarkaði á eftir að harðna mikið ekki aðeins frá Norð- mönnum heldur og frá öðrum þjóðum. Það er einnig skoðun mín að stór fyrirtæki, sem nú eru með áætlanir um 500 tonna ársfram- leiðslu og/eða meira, hætti að hugsa um eigin einka markaðssetn- ingu og geri sér grein fyrir gildi þess að fara út á markaðinn með meiri krafti sameinaðir öðrum minni framleiðendum. Umræður manna hingað til hafa snúist um það að markaður væri nægjanlegur og að ekki þurfi að hafa áhyggjur o.s.frv. Víst er það rétt, markaðurinn stækkar ár frá ári, sem orsakast af ýmsum ástæð- um. En til að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki einir um hit- una þá er rétt að skoða áætlanir annarra þjóða. Framleiðsla Norð- manna mun nær ljórfaldast á næstu 5 árum úr ca 26.000 tonnum í ca 100.000 tonn. Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru að hefja eldi á Atlantshafslaxinum í samvinnu við Norðmenn. Chile, Tansanía og Nýja Sjáland eru einnig með áætlanir um stórfellt átak í þessum málum en þeir hafa ekki síður góðar aðstæður eins og við íslendingar. Ekki má gleyma nágrönnum okkar Færey- ingum, Skotum og írlendingum þar sem fískeldi hefur nú þegar náð fótfestu. í þessu sambandi er ágætt að spyija sig spurningar: Hvað höf- um við Islendingar framyfír aðrar þjóðir til að mæta aukinni eftir- spum, og hvemig verður sam- keppnishæfni okkar t.d. hvað varðar verð, flutning á markaðs- svæði, gæði o.s.frv. Munum við hafa yfir- burði á einhverju sviði? Áður en hugað er að markaðs- möguleikum og öðrum atriðum í markaðssetningu, er gott að skoða lítillega laxinn og laxafurðir ásamt samkeppnistegundum. Venjulega er rætt um þær laxa- ættir í heiminum, Atlantshafslaxinn og Kyrrahafslaxinn. Sá síðarnefndi telur 5 tegundir, sem em pink, sock- eye, chum, choho og king. Gerður er greinarmunur á þessum tegund- um hvað verð oggæði snertir. Innan Kyrrahafsstofnsins er king talinn bera af enda er hann í hæsta verð- flokki þessara fimm tegunda. Fyrir pink fæst hins vegar lágt verð en sú tegund er mikið notuð til niður- suðu. Af Kyrrahafslaxinum er veitt árlega ca 600-700 þús. tonn saman- borið við aðeins 10.000 þús. tonn af Atlantshafslaxinum. Framboð af Atlantshafslaxinum vex hins vegar mikið vegna vaxandi framleiðslu Norðmanna og annarra þjóða á eld- islaxi. Þeir sem telja sig hafa vit og þekkingu á laxi og laxafúrðum vilja helst ekki líkja þessum tveim laxa- ættum saman og bera við yfírburði Atlantshafslaxsins hvað varðar tignarleika og gæði. Gæði em hins vegar mjög vítt hugtak og ekki em ailir ásáttir um skilgreiningu á mik- ilvæg hinna ýmsu þátta þessa hugtaks. Ég ætla þó að láta nægja að nefna annars vegar, þætti eins og útlit, lit á kjöti og bragð, og Vilhjálmur Guðmundsson „Ef bjartsýni um vöxt f iskeldis á Islandi á að verða að raunveruleika verður að byrja strax á skipulögðum markaðs- aðgerðum framieið- enda. Það er ekki nóg að geta framleitt fisk- inn, ef svo ekki verður hægt að selja hann á því verði sem viðunandi er.“ hins vegar þá þætti er lúta að með- höndlun og vinnslu á hráefni. Öll meðhöndlun eftir að físki hefur ver- ið slátrað hefur mikil áhrif á gæði þ.e. útlit og ferskleika, en það em einmitt þeir þættir sem maðurinn hefur getað haft áhrif á og stjórn- að. Með fiskeidi getur maðurinn nú í ríkari mæli haft áhrif og stjórnað þáttum eins og lit, bragði og fítu. Hægt er að halda áfram lengi og rita um gæðamál. Ég vil þó enda hér, og segja að það er endanlega smekksatriði neytandans sem skipt- ir máli og sem ræður úrslitum. Til skýringar t.d. má nefna að Japanir geta haft allt aðrar áherslur og skilgreiningu á gæðum en t.d. Bandaríkjamenn. I Bandaríkjunum skiptir litur kannski höfuðmáli á meðan útlit físksins er höfuðatriði Japana o.s.frv. I dag em afurðir laxsins fáar og einnig að sama skapi hugmyndir neytenda um matreiðsluaðferðir. Laxinn er að langmestu leyti seldur í heilu lagi frosinn eða ferskur og/eða skorinn í „kótilettur". Unnar afurðir úr laxinum em einnig fáar og telja nær eingöngu reyktan lax og grafinn. Kyrrahafslaxinn er hins vegar mikið notaður í niðursuðu. Hér er því ljóst að mikið á eftir að gera í markaðsmálum, sem m.a. er fólgið í því að gera hinn almenna neytanda meðvitaðan um laxinn og hvernig má matreiða hann. Þó svo allflestir neytendur á íslandi þekki laxinn sem matvöm, er það langt í frá raunin hvað varðar neytendur á erlendum mörkuðum. Vömþróun er viðurkennd aðferð í markaðs- setningu, en hún er í þessu samhengi ekki aðeins fólgin í því að koma með nýjar neytendaafurðir á markaðinn, heldur einnig að koma fram með nýjar hugmyndir um matreiðsluaðferðir til neytenda og með því fá þá til að kaupa afurð- ina. Hvað varðar ísland og hinn skandinaviska markað þá er það aðeins örlítið brot af kaupendum sem matreiðir laxinn á annan hátt en að „sjóðann", en það er einmitt sú matreiðsluaðferð sem neytand- inn þekkir best í dag. Grafinn lax er góður matur en dýr og því ekki á allra færi að veita sér þann mun- að, en hvað mælir á móti því að neytendur sjálfir grafi laxinn? Það er í raun einföld aðferð, en vegna þekkingarleysis er graflaxinn keyptur tilbúinn í flökum eða sneið- um og þá í mörgum tilfellum helmingi dýrari en ferskur eða fros- inn lax. Ég er ekki með þessu að segja að vinnsla og neytendaþjón- usta eigi að hverfa, heldur að benda á, að hægt væri að ná til mun stærri neytendahóps sem ekki leyf- ir sér að kaupa grafínn lax helmingi dýrari en frosinn lax. Þegar hugað er að markaðs- möguleikum er gott að ganga út frá módeli Philips Kotler sem allir markaðsmenn þekkja. Til að skýra þetta módel, er rétt að skilgreina fjóra hluti þess lítillega. Fyrsti hlut- inn fjallar um söluaukningu á núverandi markaði með sömu af- urðum. Ef við göngum út frá væntanlegri og/eða mögulegri sölu innan ákveðins sölusvæðis, þá skoð- um við fyrst núverandi neytendur og hvort möguleiki sé að fá þá til að neyta meira og í öðru lagi hve stór hluti neytenda hefur aldrei keypt afurðina og hvort hægt sé að fá þann hluta til að kaupa afurð- ina í framtíðinni. Þeir þættir sem hafa áhrif á eftirspum í þessu sam- bandi er m.a. betri dreifing innan ákveðins svæðis og bætt þekking neytenda vörunni. Annar hluti mód- elsins fjallar um aukna sölumögu- leika sem fólgnir eru í vöruþróun. í stað þess að reyna að seija meira með núverandi afurðum er hér lögð áhersla á nýjar afurðir og/eða aukna vitund neytenda um hvernig megi neyta afurðarinnar eins og minnst var á hér að framan. Þriðji hlutinn fjallar um markaðsþróun en þá er átt við sölu á núverandi afurðum á nýjum markaðssvæðum. Þess ber að geta að þetta er ein- mitt sú leið sem Norðmenn hafa farið til að selja aukna framleiðslu á cldislaxi. Árið 1981 fluttu Norð- menn lítið sem ekkert til Banda- ríkjanna. í fyrra fluttu þeir út ca 6.000 tonn sem gerir þann markað stærstan í útflutningi þeirra. Fjórði og síðasti hlutinn fjallar svo um þann möguleika að auka sölu á nýjum mörkuðum með nýjum afurð- um. Hér hefur verið minnst á fjórar leiðir sem oft eru hafðar til hliðsjón- ar þegar rætt er um aukna sölu- möguleika. Aðferðirnar eru hins vegar margar til að virkja þessa möguleika. Fyrir okkur íslendinga er hollt að átta sig á í byijun hvar við eigum mesta möguleikana mið- að við okkar aðstæður, hæfíleika og getu til að keppa við aðra fram- leiðendur. í framhaldi af fyrsta hluta mód- elsins sem fólginn er í auknum sölumöguleikum á núverandi mörk- uðum með sömu afurðum „penetr- ation" er gaman að glöggva sig á neysluhlutfalli kjöts og físks. Þeir þættir sem ég geng út frá varðandi aukna neyslu eru: a) aukin neysla á hágæðafiski á kostnað minni neyslu kjöts. b) aukin neysla lúxusmatar (þar á meðal á fiski) sem afleiðing auk- inna ráðstöfunartekna. Til að fyrri möguleikinn geti orð- 1986 HAPPDRÆTTI 1. VINNINGUR: - fc m m im glViS 3. Greiösla upp í íbúð .... kr. 350.000,- 4. Greiðsla upp í íbúð .... kr. 200.000,- U HJARTAVERNDAR 2. VINNINGUR: Dregið 1 . , 10. október 1986 ff 'lllllllllil iJ, J.-k ■■ - AUDI, árgerð 1987 með vökvastýri, lituð rúðugler. Verð kr. 850 þúsund. 5.-10. 6 ferðavinningar á kr. 100 þús. hver ........ kr. 600 11.-15. 5 tölvur að eigin vali á kr. 75 þús. hver ... kr. 375 16.-20. 5 ferðavinningar á kr. 75 þús. hver ......... kr. 375 000,- 000,- 000,- Samtals 20 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 3 millj. 750 þús. krónur ■jrn 4 C/l Upplýsingasími 83947 IfD 4 CA IVni 1 wUj* Vinninga ber að vitja innan árs. VxKb I Owj*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.