Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 63 Þessir hringdu . . Illa farið með ungabarn Kona við Mímisveg hringdi. „Ég hélt að það tilheyrði liðinni tíð að börn væru látin gráta klukkutímum saman án þess að þeim væri sinnt í vögnunum sínum. Því finnst mér sárgrætilegt að hérna við Mímisveginn og nær- liggjandi götur heyrist skerandi grátur barns daglega á milli klukkan hálfellefu og tólf. Það er ekki farið svona með dýr, sérstaklega ekki nú á dögum þegar friðunarmál eru svo mjög til umræðu og því finnst mér skjóta skökku við að enginn segi neitt við þessu. Barninu líður greinilega mjög illa og það hrygg- ir mig að heyra það.“ Veiðistengur töpuðust við Þingvallavatn Þóra hringdi: „Miðvikudaginn 13. ágúst varð ég fyrir því óláni að tapa tveimur veiðistöngum við Þingvallavatn. Stengumar eru í gráum hólki og er finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 37263.“ Úr týndist í Artúni Herdís hringdi. Hún hafði týnt kvengullúri af Farve-Leuba-gerð í Ártúni 5. júlí sl. Finnandi er vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 34508 (heima) eða síma 14810 (vinna). Hvalir eru í útrýmingarhættu Hvalavinur hringdi: „Hvalir eru í útrýmingarhættu, það er málið. Hinn siðaði heimur vill ekki útrýma dýrum sem hafa lifað með manninum frá alda öðli en íslenskir ráðamenn hafa orðið þjóð sinni til skammar í þessum málum. Þeir ættu að biðja þjóðina fyrirgefningar á mistökum sínum og hætta að skipta sér af þjóðmál- um sem ábyrgðarmenn." Þakkir til Hreyfilsmanna Kristján Jónsson hringdi: „Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til bílstjóra á leigubílastöðinni Hreyfli. Sérstak- lega til þeiira sem annast Garðabæ og Hafnarfjörð, ég þarf oft að ferðast þarna á milli og þeir eru mjög liprir og fljótir á staðinn." Regnhlíf varð viðskiia við eiganda sinn Lydia hringdi: „Eg er hrædd um að regnhlífín mín hafí orðið viðskila við eiganda sinn. Ég varð fyrst vör við þetta nýlega en þetta getur hafa gerst fyrir nokkru. Regnhlífin er óvenju stór kvenregnhlíf, brún og ljós- drapplituð. Mér þætti vænt um ef fínnandi myndi hringja í síma 18643 því að þetta var óvenju stór og góð regnhlíf." Hver tók dökkblá sólgleraugu? Kona hringdi: „Síðastliðið fímmtudagskvöld varð lítill drengur fyrir því að dökkblá sólgleraugu sem hann hafði lagt frá sér voru tekin. Þetta gerðist rétt fyrir austan Huldu- land á nokkurs konar barnaleik- velli sem þar er. Hann lagði sólgleraugun sín í grasið og þegar hann vitjaði þeirra síðar voru þau horfín. Að vonum ber drengurinn sig hálfílla vegna þessa og því þætti mér vænt um ef sá sem hefur sólgleraugun undir höndum hringdi annaðhvort í síma 18748 eða 83838.“ Sagan „Katrín“ góð og vel lesin Kona á Sauðárkróki hringdi og vildi þakka fyrir söguna „Katrínu" sem lesin hefur verið í útvarpinu undanfarið. Hún sagði söguna bæði vel lesna og góða. Það væri sífellt verið að kvarta og kveina en alltof sjaldan vakin athygli á því sem vel er gert. Sjálf sagðist hún hlusta mikið á rás eitt og þar væri margt sem gam- an væri að hlusta á. Sendum Reagan póstkort Áhugamaður um áframhald- andi líf á íslandi hringdi: „Tími er kominn til að við Is- lendingar förum að svara fyrir okkur vegna átroðnings Banda- ríkjamanna á rétti okkar og freklegrar íhlutunar í það hvemig við förum með auðlindir okkar. Ég legg til að allir Islendingar sendi Reagan Bandaríkjaforseta póstkort þar sem við mótmælum harðlega framkomu Bandaríkja- manna. Ég er þess fullviss að í máli sem þessu myndu fáir skor- ast undan enda allir búnir að fá sig fullsadda af frekjunni í þeim fyrir vestan. Með þessu myndum við sýna þeim að við getum barist með sömu vopnum og hvalafriðunar- menn og gaman verður að sjá hvemig upplitið verður á Reagan þegar honum berast 200.000 póstkort reiðra bandamanna hans. Bandaríkjamenn hafa nóg af vandamálum heima fyrir, spilling, glæpir og mengun eru hlutir sem allir Bandaríkjamenn verða að búa við. Þeir ættu að snúa sér að eiginn kálgarði og láta íslend- inga um sínar auðlindir." Það er ekki hægt að kenna sauðkindinni um allt Hulda skrifar: „Mig langar til að vekja athygli á því að það eru fleiri en sauðkind- in sem skemma gróðurinn í Þórsmörk. Ég var þar eina nótt fyrir stuttu síðan og mér blöskraði traðkið í Húsadal. Moldargötur eru að blása upp vegna ágangs fólks og svo hefur einn berserkurinn vaðið á sum trén og skorið börkinn af þeim og stórskemmt. Annars er ekki verandi í Mörk- inni um helgar vegna fyllerís og ónæðis. Að lokum finnst mér kosta allt of mikið að dvelja þama eða 100 kr. á mann. Væri ekki nóg að hafa það 100 kr. á tjald ?“ KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu veröi. SpmÐ pENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Ifið erum í Borgartúni 28 ASEA GYLIIXIDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slUnar ekki né hleypur i þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- innl. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðartil að endast, og i búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni i stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna betri endingar. /rOnix HÁTÚNI 6A SlMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.