Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 félk í fréttum Kjólarmr verða áfram í kompunni Eitt vonlausasta verk, sem menn taka sér fyrir hendur, er tiltekt í geymslum, þessum kössum, sem ýmist eru geymdir uppi á háalofti eða niðri í lqallara. I þeim er nefni- lega yfírleitt að fínna samansafn minninga, eða réttara sagt hluta, sem minna okkur á staði, stundir eða einhvem samferðarmanninn. Venjulega endar með því að við eyðum fleiri klukkustundum í að fletta í gegnum gamlar dagbækur, lesa bréf frá æskuárunum eða skoða myndir sem farnar eru að gulna lítið eitt. Hugurinn reikar fram og til baka og endurminning- arnar hrannast upp. Eftir allan þann tíma, sem þetta tekur, getum við talist heppin ef við treystum okkur til að henda á haugana einum plastpoka af drasli — hitt hefur allt of mikið tilfinningalegt gildi. Minjagripir geta verið af öllum stærðum og gerðum, allt frá eld- spýtustokk til risastórra bangsa. Um daginn tók leikarinn Dustin Hoffmann sig til og ætlaði aldeilis að hreinsa út úr kompu sinni. Þeg- ar ekkert hafði heyrst til hans í 8 klukkutíma klifraði konan hans nið- ur í kjallara og kom þar að bónda sínum, sitjandi á gólflnu með kjóla- hrúgu í fanginu og var hann æði dreyminn á svip. „Ég fann þama kjólana sem ég klæddist í myndinni Tootsie," upplýsti Hoffmann „og það eitt varð þess valdandi að ég endurupplifði allar upptökumar í huganum. Ég bara gersamlega gleymdi mér. Hlutverk Tootsie er eitt erfiðasta hlutverk sem ég hef fengist við á ferli mínum og minn- ingarnar frá þessum tíma em bæði sárar og sætar, svo mikið er víst. Það varð lítið úr tiltektinni þann daginn, en ég gerði mér þó grein fyrir því að trúlega mun ég aldrei geta hent þessum hallærislegu kjól- um, hversu hjákátlegt sem það kann að virðast. Mér þykir nefni- lega svolítið vænt um Tootsie kerlingargreyið," sagði hann. Með jarðsambandið í góðu lagi Skyndileg frægð getur verið al- veg hreint stórhættuleg — svo mikið er víst. Hún á það nefnilega til að stíga fólki mjög til höfuðs, eyði- leggja skapgerð þess og gera það bókstaflega óþolandi í allri um- gengni. Whitney Houston er ein þeirra sem vissi nákvæmlega út í hvað hún var að fara, þegar hún tók Whitney Houston og leikkonan Julianne Phillips til við að syngja opinberlega. Ná- frænka hennar, Dionne Warrwick, hafði nefnilega lagt henni lífsreglum- ar, varað hana við og hefur ávallt verið henni innan handar, að öllu leyti. „Sjái ég fram á að hún sé að fara á eitthvert flug — er ég fljót að kippa henni niður á jörðina aftur," segir Dionne, „eða í það minnsta að útvega henni fallhlíf." Whitney Ho- uston er frænku sinni líka afskaplega þakklát. „Ég veit að hver einasta stjama mun hrapa, fyrr eða síðar," segir hún „svo það hreinlega tekur því ekki að reisa sér einhveijar skýja- borgir.“ — En það er ekki nóg með að Houston hafi sitt jarðsamband í góðu lagi, heldur reynir hún einnig að veija þá vini sína, sem skyndilega frægð hljóta, frá vonbrigðum og sárs- aukafullum skipbrotum. Meðal þeirra er Julianne Phillips, eiginkona söngv- arans Bmce Springsteen. Ekki alls fyrir löngu var Julianne valin úr hópi hundmða umsækjenda til að fara með hlutverk í væntanlegri kvik- mynd, sem ber heitið „Sweet Life“. Aðspurð hvort hún væri ekki alsæl með þann heiður svaraði hún: „Auð- vitað er ég ánægð, en eins og vinkona mín Whitney Houston segir: Þetta er eitt — núíl, fyrir mér. Við skulum bara vona að það verði ekki jafntefli, í leikslok. „Við erum mjög hrif- næmir ungir sveitalubbar“ Upp’ á palli, inn' í tjaldi, út’ í fljóti vonandi skemmtið’ ykkur illa drukkin, inn’ í skógi, hvar er tjaldið? Vonandi skemmtið’ ykkur vel. Það var sama hvert maður lagði leið sína nú um verslunar- mannahelgina — alls staðar heyrði maður fólk raula þessar línur fyrir munni sér, um leið og það maulaði nesti sitt eða ráfaði um móana. Þetta var lagið, sem skaust upp í fyrsta sæti vinsældalista hlustenda rásar 2 á fimmtudeginum fyrir þá helgi, um það bil þegar ferðafiðring- urinn fór að gera vart við sig meðal fólks. Flytjendur þessa ágæta lags kalla sig Greifana og hafa þeir á undanförnum mánuðum orðið æ meira áberandi í tónlistarlífi lands- manna. En hveijir eru þeir? Hvaðan koma þeir? — Og hvert stefna þeir? Forvitni er fjölmiðlanna fag — og því mæltum við okkur mót við þá félaga kvöld eitt fyrir skömmu, fengum okkur kaffísopa og spjöll- uðum við þá um heima og geima og urðum bara þó nokkurs vísari. „Við komum allir frá Húsavík, nema Felix, söngvarinn okkar,“ upplýsti gítarleikarinn, Sveinbjörn Grétarsson. „Fyrir norðan vorum við meira að segja í hljómsveit sam- an, erum búnir að dunda við þetta í nokkur ár. Hljómsveitin hét „Spec- ial Treatment“ og þá sungum við bara á ensku. Við ætluðum nefni- lega að taka enska markaðinn alveg með trompi, en það klikkaði nú, einhverra hluta vegna," bætir hann við og brosir út í annað. „Já, það var dálítið skrítið," skýtur Kristján Viðar inn í og hlær, „við fengum svo fjári litla spilun þarna úti.“ „Það var svo ekki fyrr en við ákváð- um að taka þátt í músíktilraunun- um, sem við fórum að leita að svona alvöru-söngvara. Kunningi okkar benti okkur þá á Felix og hann kom í prufu til okkar," segir hann. „Já, — og hvað heldurðu að þeir hafi iátið mig syngja, ræflarnir?" spyr Felix. „Lagið „Turn me loose“ með Loverboy. Það er eitthvert það erf- iðasta lag, sem ég hef sungið." Nú ætla félagar hans alveg að verða vitlausir úr hlátri. „Það var nú al- veg spreng-hlægilegt að hlusta á það,“ veina þeir. „En við virtum viðleitnina og réðum drenginn," segir Gunnar, „viku áður en við tróðum svo upp á músíktilraunum og sigruðum að sjálfsögðu. Við vor- um nefnilega búnir að ákveða að ef við myndum ekki vinna þær, þá myndum við hætta þessu basli," bætir hann við. Nú eru liðnir þrír mánuðir og rúmlega það síðan músíktilraunirnar voru haldnar og velgengni Greifanna og vinsældir fara sívaxandi. „Já, þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ viður- kenna þeir allir. „Eiginlega gerðist þetta allt of fljótt, maður er ekki almennilega búinn að átta sig á þessu ennþá,“ segir Sveinbjöm. „Tíminn flýgur áfram og við höfum ekki haft tíma til að sinna neinu öðru, enda eru öll okkar persónu- legu mál, að maður tali nú ekki um fjármálin, komin í rúst. En það stendur allt til bóta. Við höfum verið mjög heppnir, en það hefur líka kostað mikla vinnu." - Hvemig líkar ykkur að vera orðnir svona poppstjömur? „Ágætlega, þakka þér fyrir,“ svarar Kristján Viðar að bragði, en félagar hans líta á hann stómm augum og eiga bágt með að leyna undrun sinni á þessu svari hans. „Nei, svona í alvöru talað, þá erum við sko engar stjörnur, bara ósköp hrifnæmir sveitalubbar," leiðréttir hann í skyndi. „Sennilega er Bjössi mesta stjarnan," segir Felix og hlær. „Það var alveg magnað að sjá viðbrögðin hjá stelpunum þegar hann tók gítarsólóið í Galtalæk um verslunarmannahelgina." „Della," fussar Sveinbjöm og við sjáum ekki betur en hann roðni lítið eitt. „Við fengum bara æðislega góðar mót- tökur þar, allir sem einn. Stemmn- ingin var rosaleg. Enda seldum við hvorki meira né inna en 90 plötur og 20 spólur á aðeins 10 mínút- um.“ „Og misstum þar af leiðandi af flugeldasýningunni," segir Gunn- ar í tregablendnum tón. „Þegar við Sannkallaðir „sjentilmenn", bæði í fasi og framkomu. Greifarnir — talið frá vinstri: Kristján Viðar Haraldsson, hljómborðsleikari, Felix Bergsson, söngv- ari, Jón Ingi Valdimarsson, bassaleikari, Gunnar H. Gunnarsson, trymbill og Sveinbjörn Grétarsson, gítarleikari. vorum að spila í Galtalæk fór raf- magnið skyndilega," upplýsir Kristján, „en við héldum samt áfram að spila á trommurnar óg fengum fólkið til að syngja hástöf- um. Það korter var alveg bijálæðis- legt. Stemmningin var svo geggjuð. En við misstum líka raddirnar og fjórir okkar veiktust hreinlega. Við vorum því ekki nema hálfir menn þegar við komum að Laugum, þar sem við spiluðum líka,“ bætir hann við. — Er von á annarri plötu á þessu ári? „Ah“ stynja þeir allir og líta hver á annan. „Það verður eiginlega bara að ráðast,“ segir bassaleikar- inn, Jón Ingi. „Við eigum svo sem nóg efni, það vantar ekki, fullt af rómantískum ballöðum. En hvort þeim verður þrykkt á plast fyrir jól, er enn óvíst. Þessi fyrsta plata hefur selst vel, enda vorum við ofsa- lega heppnir aó komast á samning hjá Steinum, en þetta er engu að síður kostnaðarsamt. Við erum núna að fjárfesta í hljóðfærum meira og minna og það er sko ekk- ert grín. En ef við komum með plötu, þá verður hún vandaðri en þessi fyrsta — „soundið” verður að vera miklu betra," bætir hann við. „Mér fínnst dálítið gaman að því hvað rómantísku lögin virðast vera í mikilli uppsveiflu þessa dagana," segir Felix, „og á næstu plötu verð- ur ábyggilega að finna einhver svoleiðis lög. En við ætlum samt ekki út í svo þungar pælingar að fólk hætti að skilja okkur, langt frá því. Tilgangurinn með tónlistinni ér að skemmta fólki, en ef einhver finnur boðskap í því sem við erum að gera, þá er það vissulega mjög gott. Til dæmis eru skiptar skoðan- ir um það hvort við séum að hæðast að fólki í textanum um útihátíðina, eða hvort við séum bara að lýsa því, sem fram fer af slíkum sam- komum — og eiginlega gerum við okkur enga grein fyrir því sjálfíf hvort heldur .er,“ segir hann. Það er eftirtektarvert hversu snyrtilegir Greifarnir eru, þegar þeir koma fram. Leggið þið mikið upp úr útlitinu? „Já, í rauninni ger- um við það,“ segir Sveinbjörn. „Ástæðan er einfaldlega sú, að okk- ur líður mun betur þegar við erum vel til hafðir. Nú, og svo býður nafnið eiginlega upp á það. Maður getur ekki kallað sig greifa og litið síðan út eins og öskuhaugur — það einfaldlega passar ekki. Það er líka staðreynd að fólk sem kemur á tón- leika í fyrsta sinn verður mun jákvæðara í okkar garð ef við erum vel til fara.“ — „En svo eyðileggjum við allt, um leið og við byijum að spila," skýtur Kristján Viðar inn í og setur upp bráðfyndinn vonleysis- svip. „Við erum komnir á kaf í þetta núna, munum æfa stíft í vetur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.