Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 65

Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 65 Árni Jónsson og Skúli Egilsson „Mjög rausnarlegt“ í Lækjargötunni voru einnig á röltinu Ámi Jónsson og Skúli Egils- son, báðir 15 ára. „Þetta er mjög rausnarlegt allt saman," sögðu þeir félagar. „Það er bara vonandi að borgin fari ekki á hausinn af þessu," sagði Ámi. Hann var nýkominn úr sveit og bíður eftir því að skólinn heQist aftur í haust, en hann er í Réttar- holtsskóla. Skúli er í Hlíðaskóla, en vinnur í blikksmiðju í sumar. Hann tók sér þó frí í gær til að taka þátt í hátíðahöldunum. Ámi og Skúli sögðust báðir ætla að mæta á útihátíðina í miðborginni um kvöldið og spáðu því að þar yrði margt um manninn og „ömgg- lega eitthvað fyllerí" á mannskapn- um. Þetta væri bara eins 17. júní endurtekinn. „Betra að búa hér en á Akureyri“ Skammt frá lyftingabásnum varð á vegi blaðamanns norðlensk snót, nánar tiltekið frá Akureyri, að nafni Ingibjörg Amardóttir. Ingibjörgu leist vel á hátíðarhöldin og bað hún fyrir bestu kveðju til Davíðs. Að- spurð kvaðst hún hafa eftir megni rejmt að krækja sér í sneið af af- mælistertunni, en það ekki tekist, hins vegar væri hún á leiðinni á grillið að fá sér pylsu, enda glorsolt- in. Ingibjörg Amarsdóttir Ingibjörg, sem er frá Akurejnri, kvað betra að búa í Reykjavík en á Akureyri, ef veðurlagið væri un- danskilið, en það væri mun betra á Akureyri, þrátt fyrir góða veðrið á afmælisdaginn. „Tertan vargóð“ Tveir tólf ára strákar úr Breið- holtinu, þeir Júlfus Axelsson og Bjöm Bjömsson vom að fylgjast með íþróttakeppni í Hljómskála- garðinum. „Okkur finnst bara gaman. Við unnum plötur í happ- drætti og svo fengum við okkur tertusneið, hún var góð. Nú ætlum við að fara og skoða meira. Kannski komum við svo aftur í kvöld." „Mætti hækka laun borgarstarfsmanna í tilefni dagsins“ „Ég er ekta Reykvíkingur," sagði Margrét Kristín Sigurðardóttir, 23 ára Reykjavíkurmær, sem blaða- maður Morgunblaðins hitti að máli í Hljómskálagarðinum, „hér vil ég búa og hvergi annars staðar.“ Margrét er borgarstarfsmaður og vinnur á einu dagheimila borgar- innar og fannst henni viðeigandi að hækka laun borgarstarfsmanna í tilefni afmælisins. Að öðm leyti fannst henni afmælishátíðin vera vel heppnuð, að því undanskildu að viðtalið hafði leitt til þess að hún týndi samferðafólki sínu. — sjá bls. 67. Margrét Krístín Sigurðardóttir Björn Björnsson og Júlíus Axelsson Kannski jafnvægi í byggð lands- ins verði eftir eina öld af því að róbótarnir em orðnir svo flínkir í öllum mögulegum störfum, að fólk- ið verður að flykkjast út í eyðifírð- ina. Kannski laxaframleiðslan verði svo geigvænleg, að böm verði sett í þegnskylduvinnu í tvær vikur á hveiju ári til að slátra Iaxi í Elliða- ánum og flytja hann í laxapillu- ★ Ég fínn húsið mitt í líkani af Reykjavíkurborg frá 1886 á Kjar- valsstöðum. Skyldi það enn standa eftir hundrað ár? Myndimar á sýn- ingunni em óborganlegar, en sem ég skoða þessar frábæm gömlu bæjarmyndir fírin ég að okkur áhorfendum er ekki aðeins ætlað að skoða liðnar stundir, horfa á söguna. Við eigum líka að anda að okkur þungri og þjóðlegri baðstofu- lyktinni. Ég eigra inn í krambúðina, þar sem búðarsveinar og búðardöm- ur afgreiða btjóstsykur og fíkjur í kramarhús. Lítil stelpa horfír stór- eyg í kringum sig: — Hvað er þetta, segir hún við mömmu sína. — Þetta em nú verzlanir eins og þær vora fyrir hundrað ámm, elskan mín, segir mamman í uppeld- islegum fræðslutón. Telpan heldur áfram að skima í kringum sig, seg- ir svo: — Af hverju vom þeir að hafa svona búðir þá? Af hverju ekki bara venjulegar? ★ Það er byrjað að raða upp þess- ari meiriháttar tertu. Ég hef tyllt mér á Menntaskólatröppumar og bærinn er smátt og smátt að fyll- ast af fólki, það rennur í fyrstu fram eins og bunulækur en svo þyngist straumurinn og þetta er ekki lengur iðandi mannhaf, við emm orðin að síldum í tunnu, kom- umst hvorki aftur né áfram. Hvemig ætli fólkið verði, sem gengur hér um götumar eftir hundrað ár? Hvað ætli það hugsi? Skrítið að varla nokkrir aðrir hér en komaböm í vögnum verða til þá. Skrítinn þessi tími. „Já, tlminn, hugsaðu þér,“ segir Guðbjörg úr Garðinum, næstum jafnaldra öld- inni og kom til Reykjavíkur til að vinna við saumaskap árið 1921. „Það mætti segja mér að brqyting- amar í Reykjavík næstu hundrað árin verði ekki jafnmiklar og þessa síðustu öld. Þetta hafa ekki verið breytingar. Ég kalla það kollsteypu. Og nú hafa allir það svo gott. Og vilja prýða í kringum sig og hafa allt snyrtilegt. Samt em menn allt- af að kvarta. En það er víst mannlegt eðli. Ég vona að það breytist ekki þrátt fyrir alla þessa tækni. Já, veiztu ég gæti hugsað mér að fólkið yrði hlessa sem var hér á þessum stað 1886. Ef það gæti fylgzt með okkur í dag. Ætli það héldi ekki að það hefði villzt inn á vitlausa stjömu ..." Alveg er mér hulin ráðgáta hvað- an allt þetta fólk getur komið. Það heldur áfram að streyma hingað og það þokar sér æ nær tertunni löngu. Gefur yfírlýsingar og veltir henni fyrir sér. „Samtökin hafa bent okkur á að við ættum ekki að smakka á henni," segir ungur mað- ur við konuna sína og horfir djúpt í augun á henni. Hún kinkar kolli. Sonur þeirra bregður við: „Ef er brennivín í henni vil ég ekki sjá hana,“ hreytir hann angistarlega út úr sér. Svo er sagt að böm skilji aldrei neitt. ★ í hátalaranum er tilkynnt að það verði klukkutíma bið unz byijað verður að borða tertuna. Það fer léttur vonbrigðakliður um þá sem hafa þegar beðið við kaðlana í tvo tíma. „Það er nú helzt okkur vanti tertubitann," segir Sigurgeir frá Óseyrarholti. „Engu líkara að við höfum ekki fengið mat í mánuð. Við ættum að vera feitari ..." Úti í Hljómskálagarðinum er allt að komast á fleygiferð. Það er búið að skera af tertunni og langt kom- ið að sporðrenna henni. „Þá em það pylsumar,“ segir andstuttur maður og hnippir I fé- laga sinn. Þeir bijóta sér braut gegnum göngin og vita ekki að þeir eiga langa og stranga leið fyr- ir höndum. En það er eins og venjulega. Við þurfum helzt að gera öll allt samtímis. í Hljómskálagarðinum er spen- dýragarður, dansgarður, hænsna- garður og ég veit ekki hvað. Ég sezt niður í grasið og sötra afmælis- drykkinn og velti fyrir mér hvað séu mörg hlutföll af hinu og þessu í honum. Tvær rosknar dömur í gráum drögtum og með hatta og instamatik taka andköf: „Almátt- ugur, þau em barasta þama ... ég verð að taka mjmd. Almáttug- ur.“ Svo missir hún myndavélina í fátinu. Ég lít skelfíngu lostin um öxl. En þetta er þá allt í lagi. Þau em þama á röltinu, forsetinn og borg- arstjórahjónin og brosa í allar áttir og fara að dansgarðinum að horfa á litlar stelpur í bleikum tjultpilsum dansa af stakri leikni. „Hún er bara í bláum kjól,“ segir önnur daman. „Og með bláan hatt,“ segir hin. „Það er lfklega til heiðurs Davíð.“ Svo taka þær myndir, forsetinn stoppar og brosir og borgarstjórinn brosir. Slðan er haldið í áttina að spendýragarðinum og vonandi bæði dömumar og heiðursgestimir hafi komizt að grillinu og fengið pulsu. ★ Krakkamir era komnir með blöðmr og flautur og hatta og við emm öll búin að ganga hring eftir hring og anda að okkur afmælinu og sólinni. í kvöld verður Austur- völlur, þetta hjartahólf Reykjavík- ur, baðaður í blómum og ljósum. Vonandi að ljósin verði áfram í beðunum eftir að blómin em fölnuð og minni okkur á að við áttum öll afmæli og vomm öll saman. Og svo eftir hundrað ár . . . verður þá bökuð önnur terta? Ætli Ifkan af þessari verði á söguminja- sýningunni? Til minningar um það sem var núna — eftir hundrað ár. Kannski þykir þeim það skrítin uppátekt þá. Eða þeim verður alveg sama? Mér er ekki sama. Ég er fegin að fá að vera til núna. Þegar við Reykjavík eigum afmæli í sólskin- inu. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir stöðvamar? Morgunblaðið/Börkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.