Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 41 AKUREYRI Halldór Asgrimsson ræðir við fulltrúa á fiskimálaráðstefnunni. hefði það ekki gerst sem gerðist á Grænlandi. Næst getur slíkt snert aðra, eins og íbúa Islands, Færeyja, Norður-Noregs og svo framvegis. Fámennar þjóðir mega síns lítils í áróðursstríði stórveldanna." f Þá ræddi Halldór möguleika á stóraukinni samvinnu á sviði haf- rannsókna og tækni í sjávarútvegi sem hann taldi geta eflt Norður- löndin meira sem heild en annars myndi verða. Hann vænti þess því að á ráðstefnunni yrðu stigin-mikil- væg skref til að efla heildarhags- muni Norðurlandanna og binda þau enn traustari böndum í því sam- starfi sem hófst fyrir 35 árum. Að lokum þakkaði hann undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar fyrir gott starf og þakkaði heimamönnum á Akuts eyri hlýjar móttökur. Á ráðstefnunni í gær var meðal annars fjallað um fiskeldi og haf- rannsóknir við ísland. í dag fara ráðstefnugestir í Mývatnssveit en fundarhöldum lýkur á morgun með umræðum mesta mögulega nýtingu fískmarkaða. Ahugi á vísindahval- veiðum Islendinga HVALVEIÐAR íslendinga var meðal þess sem rætt vai- á fyrsta formlega fundi sjávarútvegsráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var hér á Akureyri á mánudag. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra, sagði að loknum fundinum að hann hefði gefið starfsbræðrum sínum frá hinum Norðurlöndunum upplýsingar um vísindaveiðar íslendinga og hvernig þeim yrði háttað á næsta ári. Hann sagðist vonast eftir samvinnu við hin Norðurlöndin í þessum málum, en því miður félli hvalveiði ekki undir sjávarútvegsráðuneytin í öllum lönd- unum. Bjame Mörk Eidem sjávarút- þessu sviði. Hann myndi kynna vegsráðherra Noregs sagði Norð- áætlanir og aðferðir íslendinga þeg- menn hafa áhuga á samvinnu á ar hann kæmi heim til Noregs og þá kæmi í ljós hvert framhaldið yrði. Atli Dam lögmaður Færeyja sagði Færeyinga hafa áhuga á gangi hvalarannsókna íslendinga og lýsti jafnframt áhuga á rann- sóknum á hvalastofnum, einkum grindhval, við Færeyjar. Færeying- ar ætluðu sér að halda áfram hefðbundnum grindhvalaveiðum og frekari rannsóknir hlytu að styrlq'a þá ætlan. Sjávarútvegsráðherrar Danmerkur, Grænlands og Svíþjóð- ar lýstu einnig áhuga á þessum málum og sögðu alla upplýsinga- miðlum og rannsóknir á hvölum til góðs. Meðal umræðuefna á fundinum voru hugsanlegir samningar um skiptingu norsk-íslenska síldar- stofnins sem nú fer ört vaxandi. Halldór Ásgrímsson sagði að því miður væru Norðmenn ekki tilbúnir til að ræða skiptingu þessa síldar- stofns sem fyrr á árum hefði verið sameiginlegur þessum þjóðum en hrygnir nú aðeins við Noreg. Hann sagði íslendinga og Færeyinga hafa mikinn áhuga á samkomulagi um nýtingu síldarinnar sem fyrst, en það vildu Norðmenn ekki fyrr en ljóst væri í hve miklum mæli hún gengi inn í fískveiðilögsögu íslands og Færeyja. Raðstefnugestir að störfum á 20. norrænu fiskimálaráðstefnunni sem nú er haldin á Akureyri. Skuttogarinn Sléttbakur Sjávarútvegsráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, setti 20. nor- rænu fiskimálaráðstefnuna Hér á Akureyri í gærmorgun. hann ræddi þá um samvinnu Norður- landanna á sviði sjávarútvegs, meðal annars með tilliti til bar- áttu náttúruverndarsamtaka víða um heim gegn hval- og sel- veiðum norrænna þjóða. Auk Halldórs ávörpuðu Arni Kol- beinsson ráðuneytisstjóri sjávar- útvegsráðuneytisins og Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri ráðstefnugesti og buðu þá vel- komna. Halldór Ásgrímsson sagði meðal annars að hafsvæðin væru hluti af lífi okkar sjálfra, svæði sem við vildum vernda fyrir ofnýtingu og mengun. Þá sagði hann: „Fólk, sem byggir þennan hluta heimsins, hef- ur umgengist umhverfí sitt með virðingu fyrir náttúruöflunum, enda er það háð þeim miklu kröftum, sem í náttúrunni leynast. Þegar fólk frá öðrum heimsálfum kemur til okkar og þykist geta kennt okkur með hvaða hætti við eigum að umgang- ast okkar eigið umhverfí, þá spyr maður sjálfan sig oft, hvað fái þetta fólk til að láta sem það viti betur en við. Er það ef til vill sú stað- reynd að mengunin er orðin svo mikil víða meðal iðnaðarþjóða heimsins, að stór hluti íbúanna fínn- ur til sektarkenndar vegna þess, sei.j þar hefur viðgengist og vill reyna að bjarga því, sem er ósnor- tið í öðrum hlutum heimsins? Vill það gleymast að á norðurslóð býr fólk, sem veit hvað hefur gerst annarsstaðar og er ákveðið í að Slettbaki breytt í frystitogara Nú stendur til að breyta tog- aranum Sléttbaki í frystitog- ara. Endanleg ákvörðun um breytinguna hefur enn ekki verið tekin, en viðræður við Slippstöðina vegna þessa eru hafnar. Vilhelm Þorsteinsson, annar framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessu hyrfí eitt skip úr hráefnisöflun fyrir frystihúsið, og því yrði enn brýnni ástæða enn áður á að fá nýtt skip í stað Sólbaks, sem fór í úreldingu fyrir nokkrum misser- um. Þróun útgerðar væri I þá átt að vinna aflann um borð og því væri þessi breyting fyrirhuguð. Sléttbakur er 740 lestir að stærð, 62 metrar að lengd og keyptur frá Færeyjum árið 1973, og var þá útbúinn sem verk- smiðjuskip. Auk þess að breyta skipinu í fiystitogara er fyrir- hugað að skipta um aðalvél í því, en Sléttbakur er nú 18 ára gamall. láta það sama ekki koma fyrir á þessum svæðum. Við sem hér búum erum staðráðin í því að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að aðrir þvingi fram breytingar á okkar atvinnu- háttum. Við erum full fær um það sjálf. Norðurlöndin hafa ekki staðið nægilega vel saman í þessum mál- um. Trúlega er það vegna þess að við höfum ekki talað nægilega sam- an um þau. Samkenndin er samt það mikil að með réttri upplýsinga- miðlum getum við náð sameigin- legri stefnu og það er full ástæða til að ætla að svo verði. Eg vil í því sambandi nefna, að okkur sem búum á Norðulöndum, þykir sjálf- sagt að móta sameiginlega stefnu í málefnum Suður-Afríku, þar sem einstaklingar eru meðhöndlaðir með tilliti til litarháttar. Slíkt siðferði getum við sem hér búum ekki fall- ist á. Þegar Grænlendingar urðu fyrir herferð af hálfu náttúruvemd- arsamtaka vegna hefðbundinna selveiða í landinu kom engin sam- eiginleg stefna frá Norðurlöndun- um. Grænlendingar máttu beijast í því máli meira og minna sjálfir, að vísu með góðum stuðningi þeirra, sem lifa við svipuð skilyrði vestan við þá. Ef við náum fram sameigin- legum skilningi á milli Norðurland- anna um þessi mál, stöndum við miklu sterkari. Ef svo hefði verið 20. norræna fiskimálaráðstefnan sett á Akureyri; Ahersla lögð á aukna samvinnu Norðurlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.