Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 19 var líka deilt um afstæðiskenningu Einsteins á sínum tíma. Og enn þann dag í dag eru ýmsir hlutir óleystir. Hins vegar má segja að það sé einkennandi fyrir félagsvís- indin að þar gerir maður ekki tilraunir, eins og til dæmis við eðl- is- og efnafræðirannsóknir, það liggur í augum uppi.“ Eru félagsfræðingar nauðsynlegir? Spurningin kemur fræðimannin- um pínulítið á óvart, svona í miðri ræðu, en slær hann þó síður en svo út af laginu. „Já, ég get ekki sagt annað, seg- ir hann og hlær sínum hógværa hlátri. Það væri mjög erfítt fyrir mig að segja annað. En ég veit að það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þeir séu nauðsynlegir. Áður fyrr hefði mér sjálfum ekki dottið í hug að fara í félagsfræðinám. Meðan ég var enn heima á íslandi. Sennilega vegna þess hve lítið ég vissi um fagið og byggði það litla sem ég vissi á fordómum. Félags- fræði var ekki mikils metin grein og ef til vill er hún það ekki enn. Það er ósköp eðlilegt í landi sem er að byggja upp iðnað og velferð á ýmsan hátt, að þar sé ríkt í fólki að það sem það tekur sér fyrir hend- ur, hvort sem það er vísindastarf eða eitthvað annað, eigi að gefa eitthvað í aðra hönd. Þess vegna eru ýmsir hlutir sem ekki eiga upp á pallborðið. Sem dæmi viss sálar- fræði og félagsfræði og meira að segja læknavísindin eiga ekki upp á pallborðið vegna þess að það er of dýrt. Eitt af því sen læknis- fræðin hefur reynt að stuðla að er fyrirbyggjandi starf, h' að varðar vinnuskilyrði, næringu ‘ig ýmislegt annað. Þar á læknií ræðin mun erfíðara uppdráttar hf .dur en þegar um hefðbundndar lyfiækningar eða skurðlækningar er að ræða. Það er nokkuð augljós framtíðarhagur að fyrirbyggjandi starfí en það þyk- ir kosta of mikið. Hvað varðar félagsfræðina, get ég sagt þér að ég efast um að bóndi úti á landi, sem hefur lifað í sátt og samlyndi við sig og sitt án þess endilega að vera einangraður, að hann fínni eins greinilega fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað, eins og það fólk sem neyðist til að flytja úr dreifbýlinu og til Reykjavíkur. Það fólk kemst oft í ýmsan vanda og megni það ekki að ráða fram úr honum af sjálfs- dáðum álítur það gjarnan að vandamálin séu persónuleg. Frá félagsfræðilegu sjónarmiði er aftur á móti um mjög almenn vandamál að ræða, sem eru afleiðing breyt- inganna. Ég hugsa að fyrir svona hundrað árum hefðu félagsfræðingar verið alger óþarfi á íslandi. Af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta var fé- lagsfræðileg þekking ekki mjög langt komin á félagslegum fyrir- bærum sem augljós eru í dag. Fyrirbærum sem hafa skapast vegna breytinga. Annað er það að ísland breytist í markaðsþjóðfélag tiltölulega seint, jafnvel miðað við hin Norðurlöndin. Það var ekki fyrr en milli 1920 til 1930 að búsetu- flutningar á íslandi voru orðnir þess eðlis að það bjó fleira fólk í þéttbýli en dreifbýli. Um aldamótin bjuggu aðeins 15% þjóðarinnar á Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu ef miðað er við árið 1901. Þá búa 12,5% á Norðurlandi eystra, 13,6% á Austurlandi og 17,0% á Suður- landi. Á þessu var upphaflega byggt þegar skipting milli landshluta var ákveðin hvað varðar þingmenn. Á þeim tíma sem 73% af íslensku þjóð- inni bjuggu úti á landsbyggðinni og 27% í minni og stærri bæjum. Ef við kíkjum á tölur frá 1976, þá búa aðeins 12% í dreifbýlinu en 88% í þéttbýli. Síðan hefur þróunin hald- ið áfram í sömu átt. Þannig að skiptingin hvað varðar þingmenn er eitt af fjölmörgum vandamáium sem hafa skapast af búsetuþróun- inni. Annað sem mikið er rætt og ritað um eru skólamál, sem hafa verið og eru enn mismunandi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Bilið milli kynslóða verður allt annars eðlis en áður, þar sem skólakerfíð miðast að sjálfsögðu við kröfur þjóðfélags- ins og þá fjölbreyttu verkaskiptingu sem nú er orðin. Fólksflutningur úr dreifbýli í þéttbýli hefur gerst mismunandi ört í ólíkum landshlutum. Hver byggð á sína eigin þróun og ég álít það verðugt verkefni að rannsaka þá þróun. Það eru óteljandi breytingar sem hafa átt sér stað og frá félags- legu sjónarmiði hefur bakgrunnur- inn vissulega mikla þýðingu. I þessu tilviki bakgrunnur þess fólks sem byggir höfuðborgarsvæðið. Reykvíkingar eru vissulega af bændafólki komnir, bara misjafn- lega langt aftur í tímann. Eitt af hlutverkum félagsfræðinga er að hafa yfírsýn, kynna sér þessi mál, skrifa um þau og kenna þannig ákveðna vitneskju, sem annars gleymdist og hyrfí. Hefur manneskjan breyst? Án efa. Manneskjan sem lifír í iðnaðar- og markaðssamfélagi hef- ur til dæmis allt annað tímaskyn en manneskja sem lifír í bændasam- félagi. Skynjar tímann öðruvísi. Hún hefur líka annað gildismat. Sumir sagnfræðingar og félags- fræðingar tala um að í allri þeirri fjölbreytni, sem er ein afleiðing iðn- væðingar, verði til það sem við nú köllum einstakling. Sem slíkur var hann ekki til í bændasamfélaginu. Ekki nema sem hluti af heild sem var skýrt afmörkuð. Hann var hluti af fjölskyldunni, sem oft samanstóð af þrem kynslóðum undir sama þaki. Og fjölskyldan var hluti af honum. Og ekki bara það, sveitin þín var líka hluti af þér. Þú til- heyrðir þessu umhverfí og það þér. Þá voru engin mörk dregin milli manneskjunnar og þess umhverfis sem hún lifði í og var hluti af. í bændasamfélaginu er þörfín fyrir að skilgreina sjálfan sig, það að vita hvað maður er, ekki eins sterk, vegna þess að í því umhverfi er svo margt sem segir þér hvað þú ert. Þú þekkir þinn punkt í tilverunni ef svo má segja. I því samfélagi þekkja allir þau störf sem unnin eru. Læra það sem böm hvers vegna þú gerir þetta og hvers vegna þú gerir hitt. í markaðs- og iðnaðar- samfélagi nútímans er einstakling- urinn vissulega hluti af fjölskyldu í flestum tilvikum en yfírleitt sam- anstendur fjölskyldan aðeins af tveim kynslóðum, eða foreldrum og börnum þeirra. Og fjölskyldubiind og ættartengsl hafa reyndar löng- um verið mjög sterk á íslandi. En burtséð frá fjölskyldunni, þá byggir nútímamanneskjan ekki sitt „ident- itet" eða sína sjálfsmynd á neinu afmörkuðu umhverfi sem hún er hluti af. Þau mörk fyrirfínnast ekki á malbikinu. Manneskjan verður meira „abstrakt", upplifir sjálfa sig miklu sterkar sem einstakling en ekki sem hluta af umhverfí sínu. Félagsfræðingar í Bandaríkjun- um hafa skrifað um sérstaka „karaktera" sem verða til í stór- borgarsamfélagi. Fólk sem lifír ef til vill meira í núinu en manneskjan gerði áður, en þá oft á tíðum þann- ig að persónan verður innhverf, spáir lítið í framtíðina og á jafnvel enga fyrirsjáanlega framtíð. I bændasamfélagi er talað um hringrás tímans, sem fólk upplifír þá í samræmi við hringrás náttúr- unnar. Störf fólks fylgja þessari hringrás. Hlutir endurtaka sig ár eftir ár og fólk þekkir þessa hring- rás. í markaðssamfélagi aftur á móti, þar sem verkaskipting er þró- uð, þá er tæplega hægt að tala um hringrás. I fyrsta lagi vinnur maður ekki í tengslum við náttúruna á sama hátt. Og endurtekningin er oftast fólgin í endurtekningu af- markaðs vinnudags, sem er minna háður veðrum og vindum, til dæmis ef þú vinnur við skrifstofustörf eða framleiðslustörf af einhveiju tagi. Tími borgarbúans líkist því meira beinni línu og þá gerist í fyrsta lagi það að framtíðin verður óljós og í öðru lagi spilar fortíðin ekki eins stórt hlutverk í lífi fólks. Þetta ólíka tímaskyn fólks í þétt- býli og dreifbýli er eitt af því sem skapar að vissu leyti þá tvo héima sem talað er um að Islendingar lifi í. Vorum að taka upp nýjar vörur Jogging gallar barna allar stærðir Margir litir. Verð 950.- Háskólabolir. Verð 550.- Gallabuxur stærðir 30-36. Verð 995.- Kvenbuxur stærðir 25-32. Verð 1050.- íþróttasokkar. Verð 69.- Herrasokkar. Verð 97.- Dömujakkar. Verð 1990.- Lakaléreft. Breidd 240. Verð 222.- Lakaléreft. Breidd 140. Verð 140.- Sængurveraléreft. Breidd 140. Verð 155. Stuttermaherraskyrtur. Verð 750.- Herranáttföt. Verð 750.- Pijónagarn 50 gr. Verð 45.- Pijónagarn 100 gr. Verð 85.- Stígvél. Verð 585.- Greiðsiukortaþjónusta Opið frá 10.00-18.00 . Föstudaga 10.00-19.00 Laugardaga 10.00-14.00 Vöruloftið SIGTÚNI 3, SÍMI 83075. V/SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.