Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 VEIÐIÞÁTTUR Umsjón Guðmundur Guðjónsson Stubbar Einhveiju sinni á dögunum voru menn að veiðum í Elliðaán- um og gekk illa við stygga laxana. Einn var í Fossinum, annar fyrir neðan brú, við „Steininn". Sá í fossinum ein- beitti sér sem mest hann mátti að ormi sínum sem slóst til og frá í hvítfyssinu. Allt { einu kom fótboltí siglandi fram af foss- brúninni og datt ofan í hylinn, þar sem hann hentist til og frá í iðunni. „Á eftir bolta kemur barn,“ segir máltækið, en á eft- ir þessum komu tveir fullvaxnir karlmenn hlaupandi og var ann- ar vopnaður kústi til að veiða tuðruna upp úr, því ekki vildu þeir bleyta skó sína. Eftir að hafa styggt fossbúa um hríð skaut knötturinn sér niður flúð- imar og boltamönnum tókst loks að hremma eign sína rétt fyrir ofan brú. Leið nú og beið, boltamenn voru á brottu farnir, en ekki gaf laxinn sig. Veiðimaðurinn í foss- inum hafði fært sig niður í Miðkvörn, en hinn stóð sem fastast við „Steininn“ og lét sig hvergi. Skyndilega hrökk sá í kvöminni illa við, helv. boltinn kom aftur og enn á ný siglandi niður ána og í gegn um veiði- staðinn og sömu menn á harðahlaupum á eftir, enn vopn- aðir kústi og báðir í þurrum skóm. Að þessu sinni flaut bolt- inn niður fyrir brýrnar, niður Breiðuna og flúðirnar og að „Steininum". Nú var komið að hinum veiðimanninum að bregða illilega í brún við hina óvæntu og óvelkomnu heimsókn og byrsti hann sig og skaut upp herðunum. Mælti til þeirra með þjósti, að það væri ekki von að það veiddist neitt þegar veiði- menn þyrftu að lynda við aðra eins menn við ána. Boltamenn voru alvöruleysið uppmálað og svöruðu um hæl: „Hva, hefurðu eitthvað á móti því að í ánni séu rosa „boltar“? Voru það síðustu orðin, boltamenn létu af leik sínum og veiðimenn veiddu í friði og spekt til hádegis . .. O O O Það getur verið gott að vera athugull við veiðistað og fylgir þeim kosti að gott getur verið að hafa fluguhnýtingartólin eigi langt undan, því veiðimenn geta átt til að uppgötva fyrirvara- laust hvað bráðin er að háma í sig þá stundina, sem ekkert hefur gengið upp þótt flest hafí verið reynt. Geir Guðgeirsson, sem lengi hefur verið í eldlín- unni, var einu sinni í Geldingaey í Laxá í Mývatnssveit og i marga klukkutíma höfðu árbúar af skynsemi sneitt hjá öllum kosta- og kynjaboðum Geirs. Þó vissi hann að fiskur var undir og hann var eitthvað að éta, ójú. Svo fékk Geir högg, ekki bar á öðru, en það var þá bara slý- hrúga. Er hann var að losa gumsið af flugunni sá hann sér til undrunar, að allmikið var af einhveíjum Ijótum, græn- og hvítröndóttum ormum í slý- grautnum. Eftir að hafa skoðað kvikindin og flugubox sín einnig sá hann ekki betur en að búkur- inn á Green Highlander líktist ormum þessum töluvert. Nú voru fluguhnýtingartækin víðs §arri þannig að þessu varð að bjarga með öðrum leiðum. Geir fómaði hálendingnum, skar af honum vængi og skegg og stél, skar og skar uns ekkert var eftir nema búkurinn. Þessu kastaði hann og nú stóðust urriðamir ekki lengur mátið og Geir tók þama sex 4—5 punda urriða og „bjargaði deginum" eins og komast mætti að orði... Þá eru það fyrst veiðistaðirnir sjálfír. Auðvitað er hægt að ruglast á stöðum, sérstaklega ef einhverjir hyljir eru líkir, eða hvor við annan. Nefna mætti Oddahyl og Eyrarhyl í Gljúfurá. Þegar þeim er lýst á við þá báða, að siki koma út í þá efst. Þá eru þeir hvor á eftir öðmm í ánni. Umsjónarmaður þessa þáttar hefur svo oft heyrt menn vera að rugla þessum tveimur stöðum sam- an, að með ólíkindum má heita. Það er því aldrei hægt að ganga út frá því sem gefnu, að lax bókaður í Eyrarhyl sé í raun veiddur þar. Undirritaður vissi til, að veiði- maður einn átti nokkurs konar leynistað í á einni á Vesturlandi. Leynistaður er varla orðið yfir það, því hylurinn, eða hyljimir (því þeir eru tveir), eru skráðir á veiðikort af ánni og heita sínum ágætu nöfn- um. En það sækja fáir í þá vegna gjöfullra staða neðar í ánni. Þama er þó oft lax og veiðimaður sá, sem hér um ræðir, fer þangað alltaf og fær venjulega þetta 1—4 laxa. Aldr- ei skráir hann þá í veiðibókina í rétta hylji, heldur einhveija aðra vel þekkta. Segist vera að vemda að geta þess að hann var í raun 22 libs, en ekki 22 íslensk pund, sem er jú sá mælikvarði sem íslenskir veiðimenn nota, eða eiga að nota að minnsta kosti til þess að samræmi sé í þessu. Umræddur lax var 20 pund. Annars staðar er vandlega fylgst með vigtun allra laxa, stórra og smárra. Þá vitum við það með ofan- gi'eindan iax. En svo eru það minni laxarnir sem miklu meira er af. Margir í 3—6 punda klassanum fara aldi'ei á vigt áður en þeir eni bókaðir. Undirrituðum er alltaf í fersku minni er hann veiddi í Gljúf- urá tvisvar á sumri í ein 5—6 ár hér fyrir fáum áram. Við fórum alltaf fyrst í miðjum ágúst og svo aftur rétt fyrir vertíðarlok og létum það vera síðasta veiðitúr sumarsins. Er við komum í hús í fyrri ferðinni gat að líta á síðum veiðibókarinnar afrek næstu veiðimanna á undan, allt sumarið fram að því. 80—90 prósent af veiðinni var samkvæmt bókinni lax á bilinu 5—7 pund. Svo fórum við af stað og veiddum oft vel. En allt var það 2,5 til 4,5 punda lax. Við veiddum upp í 30 laxa í Það jafnast fátt á við að glíma við lax í fallegu umhverfi segja þeir sem reynt hafa. í Kálfhagahyl í Stóru Laxá ... Laxi landað á Kleifsásbreiðu í Langá. Skyldi hann vera skjaifestur á þeim stað í veiðibókinni??? Er ekkert að marka veiðibækumar eða hvað? Oft hefur umsjónarmaður þessa þáttar hugsað með sér er í veiði- hús er komið, hvort eitthvað sé raunverulega að marka veiðibókina. Er tala veiddra laxa rétt? Þyngd þeirra, veiðistaður og agn? Reynsl- an sýnir að þetta má ekki taka of bókstaflega og stafar það af tregðu margp-a vciðimanna til að bóka rétt, hvort heldur að það stafar af trassaskap veiðimanna eða sérvisku, hégóma og e.t.v. fleiri sérkennum og kenndum manna. Rétt færð veiðibók hefur talsvert gildi. Veiðiréttareigendur hafa bækurnar stundum til hliðsjónar er arðskrár eru gerðar eða endurskoð- aðar. Veiðimálastofnun og áhuga- menn geta af þeim séð meðalþunga heildaraflans milli ára og dreifingu laxins í ánni ár frá ári, svo ekki sé minnst á heildarveiði á svæðinu, en allt fer þetta í mikið skýrslusafn stofnunarinnar. Þá eiga veiðimenn sjálfir að geta haft mikið gagn af rétt færðri veiðibók og gildir þá einu hvort viðkomandi séu kunnug- ir ánni eða ekki, þeir kunnugu sjá hvort gömlu góðu staðirnir séu það enn og þeir ókunnugu fá hugmynd um á hvaða stöðum sé heppilegast að renna. En því miður eru mikil brögð að því að bækurnar séu óná- kvæmar. En í hveiju er ónákvæmnin fólg- in? Þar er af mörgu að taka og skulum við renna yfir nokkur atriði og reyna að ana ekki úr einu í ann- að. Svo má örugglega bæta ein- hveiju við það sem hér verður getið. þessa fáu fiska sem þarna ganga upp fyrir of miklum ágangi. Þessi sérviska, að bóka rangan veiðistað, er áreiðanlega nokkuð útbreidd, einn góðþekktur veiði- maður lýsir þessu á þennan veg: „Þetta er það sem gerir þessa menn að góðum veiðimönnum, þ.e.a.s. fisknum veiðimönnum.“ Hann bætir við einni sögu til að krydda mál sitt: „Einu sinni var vinur minn í Norðurá og hollið fékk 40 laxa. Þar af fékk hann 22. Það var lítið vatn, en nóg af laxi sem tók illa, enda var mikið staðið yfir laxamestu stöðunum og þeir lamdir myrkranna á milli. Vinurinn var á ferð með ánni efst, fyrir ofan Króksbrú og þar skömmu fyrir neðan beygjuna fyrir neðan Króksfoss fann hann ofurlitla kvörn sem reyndist vera full af laxi. Hann laumaðist í stell- ingar, sakkaði rétt og tíndi upp 9 laxa á tæpum tveimur tímum. Það urðu allir undrandi þegar hann kom í hús og spurðu hvar hann hefði veitt þetta. Hann hugsaði sinn gang, hugsaði sem svo að litla kvörnin hans myndi nú aldeilis ekki þola stanslausan ágang og sagði því að hann hefði fengið laxana í Feijuhyl sem er þarna rétt fyrir neðan. Næst þegar hann átti þetta svæði fór hann rakleiðis að kvörn- inni og dró úr henni vel hvíldri 8 laxa til viðbótar." I tilvikum sem þessum er aftur komið vandamál sem er fólgið í því, að viðkomandi veiðistaður ber ekkert nafn og þó veiðimaður tæki upp á því að skíra staðinn myndu næstu menn varla hafa hugmynd um hvar sá staður væri. Af þessum sökum og raunar öðr- um einnig er svo tekið til orða hér að framan, að maður geti ALDREI verið viss um að bókaður lax sé í raun veiddur á skráðum veiðistað. Undirritaður hefur staðið ótrúleg- ustu menn að því að fara í felur með veiðistaði og forsendurnar hafa stundum verið jafn ótrúlegar. Þá er það þetta með þyngdina á löxunum. í einni á á Vesturlandi hefur verið frá því greint í blöðum, að stærsti lax sumarsins til þessa hafi vegið 22 pund. Þegar Qölmiðl- um var gi-eint frá laxinum láðist ferð og það var meira og minna smælki af þeirri stærð sem hér greinir frá. Við bókuðum skilmerki- lega og spáðum í það hvers vegna við hvorki veiddum né sáum neina 5—7 punda laxa. Svo komum við aftur í september og kíktum auðvit- að í bókina. Og sjá: Aftur var nær allur aflinn sem bæst hafði við 5—7 pund. Fóru nú að renna á okkur tvær grímur. Með tímanum fór maður svo að taka eftir því, að menn eru afar gjarnir á að „tippa“ á hvað nýveiddur lax sé stór. Eru það aðallega smæri'i laxarnir sem þannig eru „vigtaðir", en einnig brögð að því að stærri fái sömu meðferð, sérstaklega ef það munar litlu að lax nái í þyngd sinni tveggja stafa tölu. Margir 10 punda laxar í veiðibókunum eru i raun 9 pund. 7 punda laxar 6 pund, 6 punda lax- ar 5 pund og 5 punda laxar 4 pund. Margir veiðimenn fá ALDREI 2,5 til 4 punda laxa. Þetta er margslungið mál og endarnir jafn margir og veiðimenn- irnir eru sjálfir. Mjög margir og vonandi flestir bóka skilmerkilega og rétt, en það eru mikil brögð að hinu. Það væri í raun endalaust hægt að segja sögur um svona mál, en nú er mál að linni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.