Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 44

Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Ævintýríð um Fríðu fiskiflugu Það var einu sinni feit og fögur * fiskifluga, sem hét Fríða. Hún var fædd í Keflavík og var komin af góðum og göfugum fluguættum. Gat hún rakið þær alla leið til Magn- úsar hins bláa, maðkaflugu, en hann starfaði við skreiðarhjalla Hörmangaraverzlunarinnar á miðri 18. öldinni. Ein formóðir hennar, Ingiríður Ihaldsfluga, hafði orðið landsfræg, þá er hún hleypti upp fundi Alþýðubandalagsmanna í samkomuhúsinu fyrir kosningar 1960. Fyrst hafði hún sezt á hljóð- nemann og suðað af öllum krafti, x en síðan flogið upp undir pilsið á konu frambjóðandans. Eftir langan eltingarleik tókst varaformanninum að rota hana með samanrúlluðum Þjóðvilja, en síðan var hún lamin til dauðs með fundarhamrinum. Ingiríður var langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-amma Fríðu. Fríða leit dagsins ljós á fögrum degi í júní, þá er hún skreiddist út úr rifu bak við eitt af saltfiskverk- unarhúsum Keflavíkur. Þá var feikilega gaman að vera til. Hún flögraði um með öðrum ungum fiskiflugum, og þær nutu þess að . suða í sólskininu. Allt var svo nýtt ^ og forvitnilegt. Niður við sjóinn var bezt að vera, því þar var sjávar- og fiskiilmur. Eldri flugurnar leið- beindu þeim yngri og vísuðu þeim á úldna þorskhausa. Brátt varð vinkona hennar full- vaxta, og var hún þá ein glæsileg- asta fiskifluga á öllum Suðumesjum og þótt víðar væri leitað. Hún var umsetin eða réttar sagt umflogin af efnilegum, ungum karlflugum, og valdi hún sér Sigga Suðara að sambýlisflugu. Hann gat suðað fal- .. legar og lengur en nokkur önnur ? fluga, sem hún hafði hitt. Fljótlega eignuðust þau saman nokkra tugi þúsunda eggja, og bar Fríða þær víur í þorskhausa og öskutunnur, eins og bezt hún gat. En ekki undi hún húsmóðurhlutverkinu og gat ekki séð tilganginn í því að vinna að frekari fjölgun á fiskifluguþjóð- inni. Yfirgaf hún því sambýlisflug- uná. Hún slóst í hóp nokkurra annarra flugna, sem líkt voru hugs- andi og hún sjálf, og þar eignaðist hún góða vini. Þetta voru hálfgerð- ar ævintýraflugur og þeim var ferðalöngun í blóð borin. Þær flögr- uðu um bæinn og nágrenni, inn í Njarðvíkur og einu sinni alla leið til Grindavíkur. Þar fengu þær ekki blíðar móttökur, því heimaflugurn- ar veittust að þeim, og sögðu þeim að snauta til síns heima. Þær sögðu æti vera af skornum skammti og vart nægilegt fyrir þær sjálfar. Svipað gerðist einnig annars stað- ar, þar sem þær komu við á ferðum sínum. Oft ræddu þær stöllur um lífið og tilveruna, og þá einkum með tilliti til framboðs af fiski, sem far- ið var að slá í, og öðru góðgæti. Margan daginn kúrðu þær undir þakskeggi eða í öðru skjóli, þegar úti var rigning og stundum rok. Eldri flugurnar kunnu sögur að segja af lífi forfeðranna. Sögur þessar höfðu lifað í munnmælum og gengið flugu fram af flugu. Fríða naut þess að heyra fræðaþulina segja frá. Orlög hins stolta, íslenzka fiski- flugu-ættstafns höfðu verið tengd lífi íslenzkrar þjóðar óijúfandi bönd- um. Þegar hún átti við bág kjör að búa, hafði það sama verið upp á teningnum hjá fiskiflugunum. Bætt lífskjör og góðæri höfðu einnig ver- ið þeim til góðs. Mikið farsældartímabil hafði haf- ist upp úr seinni heimsstyijöldinni. Allt var fullt af fiski, og alls staðar var verið að hengja, salta og fyrsta hann. Aflanum var landað úr togur- um með krönum, og fiskinum síðan dempt á vörubíla, sem óku honum í fiskverkunarstöðvamar, sem stundum voru í öðrum þorpum. Iðu- lega datt fískur af bílunum og var hann að finna út um allar götur. Alls staðar var rotnandi fiskur, gaman, gaman! Á þeim árum byij- uðu Islandsmenn líka að veiða hval og varð stöðin í Hvalfirði mikið gósenland fyrir fískiflugurnar, sem ekki lifa eingöngu af fiski, sem kunnugt er. Settu þær þar á stofn blómlega nýlendu. Þetta hafði verið mikið góðæri til lands og sjávar, og fiskiflugu- stofninn hafði vaxið og eflst. Fræðaþulurinn sagðist ekki vita, hvemig farið hefði fyrir hinni íslenzku þjóð, ef ekki hefðu verið til taks hinar ólötu og óeigingjörnu fiskiflugur, alltaf reiðubúnar til að þefa upp rotnandi fisk, kjöt eða matarleifar, og eyða þeim á hag- kvæman og öruggan hátt. Fiski- flugurnar unnu þannig fyrir þjóðarheill um leið og þær tryggðu það, að nýjar kynslóðir fiskiflugna yxu úr grasi og héldu áfram starf- inu. Hinn aldni flugu-fræðaþulur næstum klökknaði eftir upprifjun gullaldartímabilsins. En svo and- varpaði hann og bytjaði að rekja erfiðleika og þrengingar nútímans. Fiskur væri nú af skornum skammti og aflinn sem á landi kæmi, væri dyggilega ísaður ofan í kassa. ísinn væri mesti óvinur fískiflugunnar og þar næst kæmi kassinn. Til að bíta höfuðið af skömminni, fæm sum fískiskip á haf út, veiddu físk og frystu hann um borð og kæmu síðan að landi með hann beingaddaðan. Það væri eins og þeir menn, sem svona höguðu málum sínum, hefðu aldrei heyrt um íslenzkar fískiflug- ur. Alla vega virtust þeir ekki bera mikla virðingu fyrir þeim. Þróun allra síðustu ára væri samt alvarlegust, og ógnaði beinlínis til- veru ísíenzka fiskiflugustofnsins. Hér sagðist frásögumaður eiga við gámaútflutninginn svokallaða. Fiskurinn væri fluttur í gámum til útlanda og seldur þar á markað, en síðan verkaður á ýmsa vegu. Erlendar fískiflugur fengju að gramsa þar í öllu, éta og bera í það víumar. Og í útlöndum væru tækin- færin fleiri fyrir flugur, því þar væri oft hiti og sólskin, og allt rotn- aði fyrr heldur en á ísa köldu landi. Ekki væru íslenzkar húsmæður heldur hjálplegar. Fiskiflugur hefðu aldrei sýnt þeim neitt nema kurt- eisi og tillitssemi. Aldrei verið ágengar og frekar eins og hús- flugurnar, aldrei dvalið í húsum, aldrei sezt í sykurmolakarið eða á kleinurnar. Nú launuðu konur landsins kurteisina með því að eyða matarleifum í sorpkvörnum eða inn- sigla úrgang í plastpokum til að vera nú alveg vissar um, að ekkert ætt fari í öskutunnuna. Til að kóróna þetta allt, væru Islendingar nú að kikna undan er- lendri gagnrýni og myndu líklega hætta hvalveiðum. Að öllum líkind- um myndi flugunýlendan í Hvalfírði deyja út. Og hvað yrði svo fram- haldið? Ætluðustu Islandsmenn ef til vill til þess, að fiskiflugur lands- ins lifðu á áli og járnblendi? Fríða var oft döpur og ringluð eftrir þess- ar umræður og frásagnir. Hún hafði stórar áhyggjur af framtíðinni í heimalandinu. Einn dag í lok ágúst var hún með féiögum sínum að snapa við öskutunnur á Keflavíkurflugvelli. Hittu þær þá fyrir flugu nokkra all sérkennilega. Var hún búkmikil og bústin, með gular rendur og stutta vængi. Suð hennar var af allt ann- arri og hærri tíðni en suð fískiflugn- anna. Það var af henni dregið og hún skalf úr kulda en samt var þetta hlýr og góður íslenzkur sum- ardagur. Stöllurnar gáfu sig á tal við hina ókunnu flugu og hjálpuðu henni að komast í sólargeisla, og fór hún þá hægt og sígandi að braggast. Hér var komin Bonnie Býfluga alla leið frá Flórída í henni Ameríku. Sagðist hún hafa slysast inn í hús eitt á Miami. Kallinn á bænum hefði slegið til sín með dagblaði, og hefði hún vankast og fallið ofan í ferða- tösku. Hún var næstum köfnuð og mörgum tímum seinna hefði hún skriðið út úr töskunni í íbúð í Keflavík. Eigandi ferðatöskunnar hefði sem sagt farið með hana alla leið til íslands. Á þessu kalda landi sagðist Bonnie ekki geta lifað lengi, og væri það sín eina vona að komast aftur til Ameríku. Sér hefði skilist, að fólkið frá Miami væri í nokkurra vikna heimsókn, en myndi svo fara til baka. Hún sagðist vakta íbúðina til að missa ekki af þessu eina tæki- færi sínu. Á næstu dögum og vikum sagði hún íslenzku fískiflugunum marga skemmtilega og fróðlega hluti frá Flórída. Þar virtist sannkölluð Paradís skordýranna. Þar væri allt- af hlýtt og gott veður, en aldrei kuldi og snjór. Nóg að bíta og brenna fyrir alla. Fríða var yfír sig hrifin. Hún beið með Bonnie, vinkonu sinni, í marga daga við gluggana í íbúðinni, þar sem dvaldi fólkið frá NY tegund af ávaxtaís, „Vitari“, er fyrir nokkru komin á markað hér. Hann hefur þá sérstöðu að i honum er engin dýrafita, sykur eða kemísk efni, aðalefnið er hreinn ávaxtasafi, auk þess dálít- ið af eggjahvítu úr sojabaunum. Sætan í ísnum kemur aðeins úr Flórída, en á því virtist ekkert farar- snið. Með degi hveijum fór af Bonnie og einn morgun, eftir kalsa- rigningarnótt, fann Fríða hana með fæturna upp í loft á gluggakis- tunni. Hún var dáin og líklega komin til guðs. Fríða saknaði vinkonu sinnar og harmaði hennar dapurlegu örlög. Nú fóru í hönd daufír dagar og fátt um fína drætti. Farið var að kólna á nóttunni, og framundan ekkert nema dvali í allan vetur og ef til vill dauði. Hún hugsaði um frásagnir Bonnie af ævintýralandinu Flórída, og ákvað að halda áfram að standa vakt við gluggann. Einn dag sá hún ferðat- öskur teknar fram og fólkið fór að pakka. Án þess að mikið bæri á, laumaðist hún inn um opin glugga og skreið niður í homið á stærstu ferðatöskunni. I næsta þætti ljúkum við ævintýr- inu um Fríðu Fiskiflugu. Höfundur er ræúismaður Islands í Flórída og framkvæmdastjóri hjá fisksöiufyrirtæki á Miami. ávöxtunum. Hitaeiningarnar eru langtum færri en í venjulegum ís, einnig hentar ísinn prýðilega sykursjúkum og fólki, sem hefur ofnæmi fyrir mjólkurvörum. Hafin er kynningarsala á ísnum í tveim ísbúðum í Reykjavík. Lauritz Jorgensen og Sigtryggur Eyþórsson kynna megrunarísinn fyrir blaðamönnum. Megrunarís á markaðinn K.E.W. HOBBY Háþrýstihreinsitækið, nauðsynlegt hjálpartæki fyrir nútímaheimili og smærri fyrirtæki Með K.E.W. HOBBY ganga öll þrif fyrir sig á mettíma og erfið verk verða leikur einn. Þú getur sand-vatnsblásið - t.d. gamla málningu og ryð, hreinsað klóök og losað stíflur, þvegið bílinn, bátinn, rúðurnar, já sjálft húsið og giröingarna og hvað eina sem þarf að þrífa. Þú getur blandað hreinsiefnum í með sérstökum innbyggðum jektor og þú getur ráðið bæði þrýstingi og dreifingu vatnsins. Með K.E.W. getur þú gert hlutina betur, jafnframt því sem þú sparar tfma og minnkar allt erfiði. Nokkrar tæknilegar upplýsingar: Þyngd: 17.5 kg, straumnotkun: 9.1 A orkunotkun: 2.0 kW, þrýstingur: 66 kg (bör). REKSTRARVORUR Póstnólf 4184, 124 Reykjavík Símar: 31956 & 685554 Allt á sama staft: Hreinsiefm • Pappír • Vélar • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráógjöf • O.fl. o.fl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.