Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Rýmingar sala Matar- og kaffistell , á gjafverði -Ýmsir keramikmunir með30-40% AFSLÆTTI! Höfðabakka 9 Opið frá kl. 9-18 opid í hádeginu. Afmæliskveðja: Eiríkur J. Eiríks- son fv. prófastur Hálfáttræður varð 22. júlí sl. — á Maríumessu — einn mætasti kennimaður þjóðarinnar, það sem af er þessari öld: sr. Eiríkur J. Eiríksson, síðasti þjóðgarðsvörður og Þingvallaprestur, einnig prófast- ur Ámesprófastsdæmis — sannur „aldamótamaður" í beztu merkingu orðsins. Eg hefi oft undrast kraft og kynngi þessa magnaða gáfu- manns, og hrifízt af mælsku hans og voldugri rödd, sem notið hefur sín hvað bezt, þegar hún ómaði frá Lögbergi út yfir Þingvelli — jafnvel stormurinn hindraði hana ekki, því ræðumaður færðist jafnan í auk- ana, því hæn-a sem lét í kringum hann, þennan sérstæða garp, sem alla sína tíð hefur verið að gefa af sjálfum sér þrek og þor; aldrei veill né hálfur, alltaf „á fullu" í sér- hverri tiltekt. Það var vel við hæfí og var sr. Eiríki líkt, að stíga í stólinn, þótt á erlendri grund væri, þegar næsta sunnudag eftir afmæli sitt. Það skeði í skt. Pálskirkju í Kaup- mannahöfn 27. júlí. Þar hefði ég viljað vera. Áreiðanlega hefur sr. Eiríki „tekizt upp“ og ég á ekki von á því, að neinn hafí dottað! Frú Guðrún Lára Ágústsdóttir segir í Morgunblaðspistlinum sínum góða 7. þ.m. að hann hafí prédikað „af þrótti og dirfð fijálslyndrar skoðun- ar Grundtvigsstefnunnar“. Um það efast ég sannarlega ekki, svo mjög sem sr. Eiríkur í orði og verki, í skóla og á stóli, hefur sýnt aðdáun sína á þessu undraverða stórmenni og andans jöfri: Nikolai Frederik Severin Grundtvig, sem trúlega hefur verið meiri áhrifavaldur í andlegu lífi norrænna þjóða en nokkur annar mennskur maður. Okkur, sem höfum taugar til hins nokkuð sérstæða Núpsskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar var og er það mikið gleði- og þakkarefni, að einmitt sr. Eiríkur J. Eiríksson fyr- ir rás viðburðanna skyldi svo fljótt veljast sem eftirmaður hans, bæði sem prestur og skólastjóri og halda þar um stjómvöl um tuttugu ára skeið. Ég trúi því staðfastlega, að hinn hæsti höfuðsmiður hljóti að hafa haft þar fíngur í spili. Þá má ungmennafélagshreyfingin í landinu muna meira en tveggja ára- tuga forystu sr. Eiríks í þeim merka og íjölmenna félagsskap. Ég leyfi mér að nefna aðeins þetta tvennt af margþættum for- ystuhlutverkum sr. Eiríks, af því mér er það kærast og efst í huga. Um aðra þætti í embættis- og starfsferli hans má lesa í hvers konar æviskrám, svo að ekki verður vikið hér í þessari stuttu afmælis- kveðju, enda maðurinn auk þess frá unga aldri landskunnur af þátttöku sinni og forystu í þjóðlífí Islendinga. Ég er einn af þeim mörgu, sem persónulega á sr. Eiríki margt gott að unna, bæði vestra og hér syðra. Fyrir allt það vil ég nú af heilum hug þakka honum og gleymi heldur ekki hans glæstu og góðu konu, frú Kristínu Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði, sem á fáa sína líka að sönnum mannkostum. Hún hefur alla tíð „með elskunnar ægishjálm“ staðið honum þétt við hlið, óbrigðul í blíðu og stríðu. Það veit sr. Eirík- dl ur bezt sjálfur og viðurkennir að hennar vegna varð hann vissulega „meiri en hann sjálfur". Og bömin þeirra 10, sem bera uppeldi sínu fagurt vitni. Þeir eru orðnir margir, sem um dagana hafa notið góðra stunda á rausnarheimili þeirra hjóna, frú Kristínar og sr. Eiríks, og muna hlýju þeirra og höfðingsskap. Ég veit fýrir víst, að þeir eru því ófáir, sem nú senda þeim hjónum hug- heilar ámaðaróskir og þakka liðna tíð. En öll þjóðin stendur í ómældri þakkarskuld fyrir dáðríkt og fóm- fúst ævistarf sr. Eiríks, þessa eftirminnilega hugsjóna- og at- hafnamanns. Ég samgleðst Eiríki J. Eiríks- syni, að mega nú með konu sinni á þessum tímamótum í lífi hans slaka nokkuð á um stund, þótt ekki unni hann sér algerrar hvfldar. Ég vona, að honum í friði og ró takist að sökkva sér niður í hugstætt við- fangsefni — Grundtvig — í húsi þess sem kallaður var „sómi Is- lands, sverð og skjöldur". Uppskeru þess arfs mun, ef Guð lofar, þjóðin fá að njóta — til viðbótar öllu hinu. Baldvin Þ. Kristjánsson Loksins eru fáanlegar á íslandi hinar viðurkenndu <IAX bílskúrshurðir. <lAXbílskúrshurðirnar eru búnar mörgum kostum og eru auðveldar j uppsetningu, og umfram allt ódýrar og fallegar. <IAX bílskúrshurðirnar eru ekta fulninga- einingahurðir og eru fáanlegar úr Grenij Krossvið, Furu, og Reedwood. <IAX bílskúrshurðir eru norsk gæðavara. Erum að setja upp hurðir að Birkihlíð 40,42, og 44 R.vík. ÖÍ Norsk gæðaframleiðsla 0 Opnast upp, ekki út [vj Léttar í opnun SJ Þægilegar í uppsetningu Allt í einum pakka [vj Odýrar og fallegar Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála í síma 39423 Einar Þór Ingvason Birkihlíð 42 Reykjavík s.39423
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.