Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 40 kr. eintakiö. Reykjavíkurhátíðin að er fagnaðarefni, hve almenn þátttaka var í hin- um viðamiklu hátíðarhöldum vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur í gær. Veðrið var borgarbúum og gestum þeirra einstaklega hliðhollt. Blíðviðrið átti stóran þátt í því að gera fjölskylduskemmtunina í mið- bænum að einni eftirminnileg- ustu útihátíð, sem hér hefur verið haldin. Sennilega hefur aldrei meira fjölmenni verið saman komið í miðborginni en síðdegis í gær. Að umfangi og þátttöku er Reykjavíkurhátíðin sambærileg við Alþingishátíð- ina 1930, lýðveldishátíðina 1944, komu handritanna 1971 og þjóðhátíðina 1974. Hátíðardagskráin í gær hófst með opinberri heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til höfuðborg- arinnar. Með því var enn einu sinni minnt á, að Reykjavík er borg allra landsmanna og tákn um sjálfstæði okkar. Forsetinn sat hátíðarfund borgarstjórnar og flutti þar ávarp. Hún sagði þá m.a.: „Vöxtur og viðgangur höfuðstaðar Islands, borgar- innar við sundin ber þess ljóslega vitni að draumar og hugsjónir brautryðjenda henn- ar hafa í ríkum mæli ræst, og vel það. Aldrei hefur fennt svo í spor þeirra að þeim hafí ekki lánast að blása arftökum sínum anda í brjóst og metnað til að bæta við það sem fyrir var og byggja svo vel sem hagur hefur leyft hveiju sinni. Aldamótakynslóð íslands, sem með sanni má segja að hafi myndað homstein þess borgar- samfélags, sem tók að þróast á íslandi í öllum landshlutum með nýrri öld, flutt úr sveit frá lífi við landbúnað á möl til út- gerðar og verslunar við sjáv- arsíðu, varð sjónarvottur að því að höfuðstaðurinn breyttist úr bæ í borg. Við lýðveldiskynslóð höfum síðan horft á þessa borg teygja sig í iangar áttir og taka á sig mynd stórborgar með flestu af því sem slíkar borgir hafa á boðstólum. Sem höfuðborg okkar er hún sam- einingarafl, því hvar sem við búum, í kaupstað eða sveit um landið vítt og breitt, er hún á sinn hátt talsmaður okkar allra og segir dtjúga sögu um það hvemig við höfum hafist úr örbirgð til velsældar. Hún er spegilmynd samfélagsins, myndin af sjálfum okkur." Dagskrá hátíðarhaldanna hefur af eðlilegum ástæðum snúist um sögu höfuðborgar- innar, s.s, sýningamar „Reykjavík í 200 ár“ á Kjar- valsstöðum og Tæknisýningin í Borgarleikhúsinu eru til vitn- is um. Astæða er til að hrósa skipulagi og allri umgjörð þess- ara sýninga, en hvort tveggja er Reykjavíkurborg til mikils sóma. Til marks um ræktar- semi yngstu kynslóðarinnar við sögu höfuðborgarinnar má nefna hið mikla starf grunn- skólanema í vor vegna af- mælisins, en sýnishom af því mátti sjá á sjálfum Austurvelli í gær, þar sem sérstökum „sögugarði“ hafði verið komið fyrir. Annars verður ekki gert upp á milli einstakra atriða dagskrárinnar, því hvarvetna blasir við að vandvirkni og lif- andi áhugi hefur setið í fyrir- rúmi. Á sunnudaginn afhenti menntamálaráðherra Reykja- víkurborg hlut ríkisins í Viðey og eignir þess þar, Viðeýjar- stofu og Viðeyjarkirkjú, að gjöf. Hér hefur rausnarskapur ráðið ferðinni og ánægjulegt að allir flokkar og samtök í borgarstjóm skuli hafa sam- einast um það, að þakka þessa gjöf með því að heija þegar viðgerðir á þessúm sögufrægu húsum svo þau verði hinum nýja eiganda og þjóðinni allri til sóma. Afmælishátíð Reykjavíkur var í algleymingi síðdegis í gær og í gærkvöldi með þátttöku tug þúsunda manna. Hátíðinni er þó ekki lokið, því í dag verð- ur Reykjavíkurkvikmyndin frumsýnd í Háskólabíói og í kvöld verður efnt til rokkhátíð- ar á Arnarhóli, þar sem flestar vinsælustu hljómsveitir unga fólksins koma fram. Á morgun verða svo jasstónleikar á Arn- arhóli. Enginn vafi leikur á því, að þessi hátíðarhöld skilja eftir sig skemmtilegar minn- ingar í hugum allra, er þeirra nutu. En Reykjavíkurhátíðin hefur líka minnt á, að við ís- lendingar eigum höfuðborg með ríkan söguleg arf, sem við getum verið stolt af. Höfuð- borg sem sameinar þjóðina og veitir henni þann þrótt, sem er forsenda sjálfstæðis hennar. Með þeim orðum ítrekar Morg- unblaðið afmæliskveðjur sínar til borgarbúa og landsmanna allra. REYKJAVÍK 200 ÁRA Reykjavík samein- ingarafl hvar sem við búum um landið Ávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, á hátíðarfundi borgarstjórnar 18. ágúst Borgarstjóri Reykjavíkur, borg- arstjóm, góðir gestir. Ég færi Reykjavíkurborg ein- lægar ámaðaróskir á merkum afmælisdegi í sögu höfuðstaðar- ins. Fyrir hönd embættis forseta íslands, sem aðsetur hefur á Bessastöðum, þar sem sagan er svo samtvinnuð sögu Reykjavíkur, þakka ég jafnframt opinbert heimboð með viðburðaríkri kynn- ingardagskrá til höfuðborgarinnar á hátíðardegi sem snertir okkur Islendinga alla. Þá um leið get ég ekki látið hjá líða að minnast þess að þetta mun vera í annað sinn í sögu lýðveldisins, sem for- seta landsins er boðið að koma úr nágrannasveitinni til stórrar afmælishátíðar í Reykjavík. Herra Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti lýðveldisins og frú Dóra Þórhalls- dóttir kona hans voru opinberir gestir borgarinnar á 175 ára af- mælisdegi hennar árið 1961. Allar heimildir um þann dag bera vott um hátíðarblæ og þá rausn og reisn, sem sæmir höfuðborg þjóð- ar, sem lætur sér annt um afkomu og orðstír og stefnir á hæðir í framtíð. Vöxtur og viðgangur höfuð- staðar Islands, borgarinnar við sundin, ber þess ljóslega vitni að draumar og hugsjónir brautryðj- enda hennar hafa í ríkum mæli ræst, og vel það. Aldrei hefur fennt svo í spor þeirra að þeim hafí ekki lánast að blása arftökum sínum anda í bijóst og metnað til að bæta við það sem fyrir var að byggja svo vel sem hagur hefur leyft hverju sinni. Aldamótakyn- slóð íslands, sem með sanni má segja að hafi myndað homstein þess borgarsamfélags, sem tók að þróast á Islandi í öllum lands- hlutum með nýrri öld, flutt úr sveit frá iífí við landbúnað á möl til útgerðar og verslunar við sjáv- arsíðu, varð sjónarvottur að því að höfuðstaðurinn breyttist úr bæ í borg. Við lýðveldiskynslóð höfum síðan horft á þessa borg teygja sig í langar áttir og taka á sig mynd stórborgar með flestu því sem slíkar borgir hafa á boðstól- um. Sem höfuðborg okkar er hún sameiningarafl, því hvar sem við búum, í kaupstað eða sveit um landið vítt og breitt, er hún á sinn hátt talsmaður okkar allra og seg- ir dijúga sögu um hvemig við höfum hafíst úr örbirgð til vel- sældar. Hún er spegilmynd samfélagsins, myndin af okkur sjálfum. Á þessum afmælisdegi votta íslendingar allir, hvar í sveit sem þeir eru settir, Reykjavík vináttu sína. Þjóðin hefur af rausn afhent höfuðborginni til umsjár og varð- veislu hluta sinn í hinni sögufrægu Viðey og þær þjóðargersemar sem þar eru. Hringnum hefur verið lokað á ný í innsta kjama land- náms frumheijans Ingólfs Arnar- sonar. Um aldir stóð Reykjavík á Seltjamarnesi sem milli steins og sleggju, milli konungsvalds á Bessastöðum og kirkjuvalds í Við- ey. Ábúendur í Vík á nesinu lifðu í skugga beggja og höfðu ekki kraft til að njóta þeirra jarðar- gæða, sem þar virðist svo óþijót- andi. Nú er öldin önnur. Vinarþel streymir í senn frá eynni í Kolla- firði og frá höfuðbólinu á nesinu handan við Skerjaúörðinn. — En æ sér gjöf til gjalda sögðu vitrir menn forðum svo góð vinátta mætti haldast milli manna. Það er því gott til þess að vita á þess- Á fjalli Guðs Predikun biskups íslands, herra Péturs Signrgeirssonar, í Dómkirkjunni 17. ágiist í tilefni afmælis Reykjavíkur Texti: Þér eru ljós heimsins. Borg, sem á fjatli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæli- ker, heldur á Ijósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi Ijós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum. Matth. 5:14—16. Oft má lesa orðið „borg“ á blaðsíðum Biblíunnar. Venjulega er átt við borgina Jerúsalem, eins og í þessum texta fjallræðunnar. Jerú- salem er háborg Israelsmanna. Hún geymir sögur þeirra og guðsdýrkun, trú á Jahve um aldaraðir. Fyrir 7 árum átti ég þess kost að sjá þessa margumtöluðu borg með sín stóru gylltu hvolfþök, rammgerðu múra, hús og tuma. Það var hrífandi sjón að koma til ísraels og aka veginn upp til Jerú- salem. Sú borg er eigi síður kristn- um mönnum kær. Þar gerðust stærstu atburðir í lífi Krists, er hann var þar krossfestur og uppris- inn. Þó að talað sé um að Jerúsalem sé uppi á fjalli, þá er naumast um fjall að tala eftir okkar mælikvarða, heldur hæð. En fjallið má sjá á líkingamáli. Þannig er oft á það minnst í Davíðssálmum. Vel hæfir Jerúsalem, að vitnað sé þar til orð- anna: „Réttlæti þitt sem er fjöll guðs, dómar þinir sem reginhaf. (Davíðs sálm. 36:7) Þannig hefur Jerúsalem skipt sköpum í lífi kyn- slóða og árþúsunda. Að þessu sinni ætla ég ekki að fjalla frekar um Jerúsalem. Nú er það önnur borg, sem er mér nær og gefur mér tilefni til umræðu — út frá orðum Fjallræðunnar. Sú borg er Reykjavík. Við hugsum til morgundagsins, þegar 200 ára af- mæli borgarinnar rennur upp með morgunsólinni. Við skynjum, að Reykjavík rís hátt. Hún er byggð á fjalli Guðs, bjarginu, sem hefur upp menn og þjóðir. Það var hér í Dóm- kirkjunni, sem þjóðsöngurinn: Ó, Guð vors lands var sungijin í fyrsta sinn fyrir 112 árum. Mætti sá lof- söngur minna okkur á þann guð, sem er „hvern morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut.“ Saga Reykjavíkur er tengd trúnni frá upphafi vega. Við rekjum þá sögu aftur fyrir kristnitöku. Við vitum hvers sinnis Ingólfur Amar- son var, sem fyrstur byggði bæinn Reykjavík. Hann var trúmaður mik- ill að sið þeirra tíma. Eftir að Ingólfur fann öndvegis- súlur sínar, var hann ekki í vafa um, hvar bærinn skyldi byggður. Það breytti engu, sem Karli þræll tjáði honum: „Til ills fórum vér um góð héruð, að vér skulum byggja útnes þetta.“ Annað og meira var hér á meta- skálum. Ingólfur leitaði æðri for- sjónar til heilla örlögum sínum. Þegar hann hafði byggt bæ sinn kom hann öndvegissúlunum fyrir í eldahúsinu, sem var staðurinn, er allir máttu þær augum líta. Ekki Biskup íslands, herra Pétur Sigu Til hægri er biskupsfrúin, Sólvei mun Ingólf né nokkurn annan hafa grunað, að hér var „trúmaðurinn" að velja stað fyrir höfuðborg ís- lands, aldir alda fram í tímann. Um súlur Ingólfs má segja hið sama og Páll postuli sagði um alt- ari Grikkja. Hann sagðist hafa séð, að á það var ritað: „Ókunnugum Guði". (Post. 17:23) Páll kvað Aþenumenn mikla trúmenn. Á Ar- esar-hæð boðar hann þeim Guð, þann er skóp heiminn og allt sem í honum er, að dagurinn sé kominn til að taka sinnaskiptum, því að Guð muni senda mann, er hann hafi fyrirhugað, til að dæma heims- byggðina með réttvísi. (Post. 17) Þessi maður er Jesús Kristur. „Þeg- ar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn“. (Gal. 4:4a)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.