Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 24

Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PHILIP TAUBMAN Gorbachev yf irtekur utanríkismálin: Dobrynin maðurinn bak við aukinn sveigjanleika UNDANFARIÐ hafa Sovétmenn yfirfarið og- endurbætt stefnu sína í utanríkismálum og hafa farið fram mestu breytingar í þeim hluta sovésks stjórnkerfis, sem lýtur að utanrikismálum, í manna minnum, að þvi er haft eftir sovéskum stjórnarerindrekum og vestrænum stjórnarerindrekum. Nýir menn hafa verið skipaðir í embætti og uppbyggingu hefur verið breytt þannig að valdið hefur færst frá utanríkisráðuneytinu til miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Anatoli F. Dobrynin hefur átt mestan þátt í þessum breyt- ingum og mótað stefnuna. Hann var sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum um langt skeið. I febrúar var Dobrynin skipaður einn af ritui-um miðstjórnar Kommún- istaflokksins og yfirmaður alþjóða- deildai- hans. Þar komst hann inn í innsta hring sovésks valdakerfis. Sveigjanleiki í stað bókstafstrúar Þessar breytingar eru í samræmi við þá stefnu Mikhails Gorbaehevs, leiðtoga Sovétríkjanna, að draga úr kreddum í stefnu Sovétmanna í utanríkismálum og gera hana sveigjanlegri. Vestrænir stjómarerindrekar hafa bent á ýmis nýmæli í samskipt- um Sovétmanna við Kínveija og ísraela. Einnig segja þeir bætt sam- skipti við Bandaríkjamenn bera því vitni að utanríkisstefna Sovét- manna mótast ekki af hugmynda- fræði og bókstafstrú að sama skapi og áður. „Viss stimamýkt, sem áður var ekki fyrir hendi, er komin fram hjá Sovétmönnum," sagði vestrænn stjórnarerindreki. Sú hreyfmg, sem komin er á af- vopnunai-viðræður risaveldanna, er að hluta runnin undan riíjum Sovét- manna. Tillögfur þeirra bera þess merki að Dobrynin hafi þar verið að verki, segja kunnugir. Kremlarbændur báru fram mála- miðlunartillögu um meðaldrægar eldflaugar og buðust til að draga úr langdrægum eldflaugum ef sam- komulagið um gagneldflaugakerfi frá 1972 yrði framlengt. Það hefði í för með sér að Bandaríkjamenn yrðu að fresta geimvarnaráætlun sinni. Vestrænn stjórnarerindreki spáði því að Bandaríkjamenn myndu að lokum verða að endurskoða stefnu sína vegna sóknar Sovétmanna í afvopnunarmálum. Það hefur komið stjórnarerind- rekum mest á óvart að Gorbachev skyldi Ijúka lofsorði á Kínveija- í ræðu, sem hann hélt í Vladivostok fyrir skömmu. Þar hvatti leiðtoginn til viðræðna um breytingar á við- skiptum ríkjanna. Sovéska stjóniin tilkynnti í síðustu viku að sovéskir og ísraelsk- ir embættismenn kæmu saman í þessum mánuði. Rætt verður um UAS& Eduard Shevardnadse, utanríkisráðherra, og Anatoli Dobrynin, rit- ari Kommúnistaflokksins og yfirmaður alþjóðadeildarinnar. að opna ræðismannsskrifstofur í n'kjunum og er það fyrsta vísbend- ingin um bætt samskipti síðan Sovétmenn slitu stjórnmálasam- bandi við ísraela meðan á sex daga stríðinu stóð 1967. Sovéskir embættismenn segja aftur á móti að hér sé ekki um að ræða grundvallarbreytingu á stefnu Sovétmanna í málefnum ísraels. Ekki sé þar með sagt að stjórn- málasamband verði tekið upp milli ríkjanna, þótt ræðismenn verði skipaðir. Áhrif Dobrynins Stjórnarerindrekar hafa eignað Dobrynin og áhrifum hans margar þessara breytinga á stefnu Sovét- stjómarinnar. Hann hefur í hinu nýja embætti sínu reynst Gorbachev ráðgjafi í utanríkismálum og virðist hafa mótað stefnuna. Undir stjórn Dobrynins hefur alþjóðadeild mið- stjómarinnar breyst. Þar em nú allir kostir vegnir og metnir þegar stefnan í utanríkismálum er mótuð. Georgi M. Korniyenko er æðsti undirmaður Dobrynins. Hann lét af stöðu aðstoðarmanns utanríkis- ráðherra til þess að fá stöðu í alþjóðadeildinni. Komiyenko var aðstoðarmaður Dobiynins í Wash- ington snemma á sjöunda áratugn- um. Embættismaður utanríkisráðú- neytisins hefur staðfest að mikil- vægar ákvarðanir í utanríkismálum séu nú teknar í miðstjórn Kommún- istaflokksins. Fyrir þessar breytingar var meg- inhlutverk alþjóðadeildarinnar að sjá um samskipti við kommúnista- flokka annarra ríkja og afskipti hennar af almennum utanríkismál- um voru lítil, að því er sovéskir embættismenn segja. Dobrynin hefur borist mikið á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.