Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 I Rússland er heimsveldi og hin löndin nýlendur Rætt við Andrezej Koraszewski fulltrúa Samstöðu í Svíþjóð Andrezej Koraszewski Andrezej Koraszewski flýði frá Póllandi til Svíþjóðar fyrir 15 árum. Hann er félagsfræðing- ur að mennt og starfaði sem kennari við háskólann í Varsjá áður en hann flúði land. Hann starfaði um skeið við félags- fræðideild háskólans í Lundi en sinnir nú ritstörfum og blaða- mennsku. Hér birtist síðari hluti viðtals, sem Pétur Pétursson átti við hann fyrir nokkru. — Ég hef stundum velt því fyrir mér hvemig á því stendur að Sam- staða stekkur eins og alsköpuð úr höfði hins kommúníska þurs, vel skipulögð og án hugmyndafræði- legra tengsla við alræði öreiganna. Er það ekki með verkföllunum í Gdansk árið 1970 sem Samstaða verður raunverulega til? „Það má ef til vill segja svo, en þó verður hún ekki til á svipstundu. Þetta verður að skoðast í sögulegu samhengi. Fyrir fyrra heimsstríð var það aðeins í þýska hluta Pól- lands sem verkamenn voru í skipulegum samtökum til að vinna að hagsmunum sínum. Þar voru þeir skipulagðir og meðvitaðir til jaftis við þýska verkamenn. í rússn- eska hluta Póllands var verkalýðs- hreyfingin aftur á móti mjög veik og þar réðu anarkistar lögum og lofum ef svo mætti segja. í aust- uríska hlutanum var vart hægt að tala um verkalýðshreyfingu. Þetta mynstur var enn við lýði árið 1956 þegar hin víðtæku verkföll urðu í hinu sósíalíska Póllandi í borginni Poznan, þ.e.a.s. þar sem bækistöðv- ar hinnar gömlu og grónu verka- lýðshreyfingar voru. En þegar þetta er að gerast vex ný kynslóð verka- manna upp sem hafði flutt úr sveitunum. Hún var algjörlega án tengsla við félög verkamanna og verkalýðshreyfingu yfirleitt. Kerfið gaf ekkert svigrúm til þess að hefð- ir og reynsla verkalýðshreyfingar- innar gengju í erfðir milli kynslóða. Poznan var tengd gömlu verka- lýðshreyfingunni en Gdansk þeirri nýju. Walesa og félagar hans til- heyra nýju hreyfingunni, þeir hafa ekki vaxið upp í þeirri gömlu. Það var litið niður á þessa menn í upp- hafi, þeir voru álitnir ómenntaðir, heimskir sveitastrákar og þeir höfð- ust við á ömurlegum verkamanna- hótelum. Það var sagt að þeir hefðu engar hugsjónir og hugsuðu ein- göngu um efnaleg gæði, peninga og pylsur eins og við segjum í Pól- landi. Fulltrúar verkamanna litu niður á þá, embættismennimir og allur almenningur. En það voru þessir menn sem gerðu uppreisn árið 1970 í Gdansk og þeir gerðu hana á sama hátt og þrælarnir í Rómarríkinu gamla. Þeir voru óundirbúnir, óskipulagðir og ómeð- vitaðir, höfðu enga stéttarvitund og uppreisnin rann út í sandinn. Menntamennimir kölluðu þessa uppreisn „pylsustríðið" í háði og sögðu þá best geymda í sveitasæl- unni, en þessir sömu menntamenn höfðu borið mikla virðingu fyrir verkfallinu í Poznan 1956. Þá vom það hinir svokölluðu „sönnu" verka- menn sem áttu í hlut. Það var fyrst um 1976 að hinir róttæku mennta- menn vöknuðu til vitundar um að gamla verkalýðshreyfingin og hefð- ir hennar vom ekki lengur til og nýr verkalýður hafði orðið til í landinu sem þeir urðu að ná til og kynnast með einhveiju móti. Það er þá sem KOR verður til og upp úr þessu þróast Samstaða. Nýja verkalýðsstéttin gat ekki byggt á hefð sem henni var framandi og verkfallið árið 1970 verður einskon- ar tákn sem hún miðar upphaf sitt við og hefur þess vegna mikilvægt gildi. Ef þú talar við pólskan verka- mann núna þá segir hann: „Mín verkalýðshreyfing hófst árið 1970.“ — Hvaða augum lítur þessi nýja verkalýðsstétt á marxismann? „Frá því 1970 em orðin „sosíal- ismi“ og „marxismi" nánast skammaryrði meðal pólskra verka- manna og ég held að meirihluti pólsku þjóðarinnar sjái ekkert já- kvætt í þessum stefnum. En ég og félagar mínir, við sem uxum upp og náðum þroska kringum 1956— 60, leituðum að betri leið til sósíal- ismans, hinum „rétta“ sósíalisma, sósíalisma sem átti að vera and- stæða kommúnismans. En í augum yngri kynslóðarinnar er vart nokk- uð til sem er ömurlegra og vonlaus- ara en sósíalismi, hvernig sem hann er skilgreindur. Hún sér ekkert gott við kerfið og hugmyndafræð- ina, hvorki austrænan kommún- isma eða vestrænan sósíaldemó- kratisma. Þetta á bæði við um verkafólk og menntamenn. Félags- fræðileg könnun á viðhorfum námsmanna við háskólann í Varsjá styður þetta. Árið 1976 voru þeir spurðir um hvaða þjóð Pólland gæti helst tekið sér til fyrirmyndar. Þá var Júgóslavía í fyrsta sæti og Svíþjóð í öðru. Fyrir tveimur árum var svo gerð svipuð könnun en þá kom í ljós að stúdentamir voru svo ruglaðir í ríminu að þeir gátu ekki nefnt neitt land öðru fremur. Flest- ir sögðu að við yrðum að finna okkar eigin leið. Þetta er skýrt dæmi um ástandið í Póllandi þessar mundir. Það er ekkert módel til fyrir okkur, engin hefðbundin leið er lengur til, sem við getum örugg- ir fetað okkur eftir. Við verðum að skapa eitthvað nýtt frá grunni." — Er þetta ekki í raun og veru það sama og segja að allt sitji fast, hafi hlaupið í baklás og að ástandið sé vonlaust? „Nei, það held ég ekki. Vitundin um það, að aðstæður okkar eru ein- stakar, er í sjalfu sér jákvæð og uppbyggjandi. Við verðum að vega og meta það sem frá öðrum kem- ur, en byggja á okkar eigin forsend- um.“ — Heldurðu þá að það verði að bijóta niður gamla kerfið eins og það leggur sig, til þess að byggja það þjóðfélag sem þig og félaga þína dreymir um? Vorum að taka heim þýsk LEÐURSÓFASETT IHAUM GÆÐAFLOKKI Aðeins eitt sett af hverri gerð! Auk þess úrval af glæsilegum sófasettum og húsgögnum, svo sem mjög vönduð og falleg gler- og marmaraborð framleidd af listamönnum sem leggja feril sinn að veði. Komið og skoðið boRG/nmúseöGn Hreyfilshúsinu á horni Grensáavegar og Miklubrautar. Sími: 686070. „Er af hinu góða ef borðað er meira smjöru Segfir Óskar H. Gunnars- son forstjóri „ÉG HELD að það sé bara af hinu góða ef menn borða meira smjör til sveita og venjast aftur á að borða smjör,“ sagði Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, er hann var spurð- ur að því hvort heimaframleiðsla á smjöri úr umframmjólk skerti ekki sölumöguleika fyrirtækisins. Óskar sagðist ekki telja að þetta væri gert á svo mörgum bæjum, enda talsvert verk. Hann taldi að bögglasmjörið væri ekki verslunar- vara, enda afar mismunandi að gæðum. Helst taldi hann að það væri gefið ættingjum og bjóst við að það væri nánast eingöngu eldra fólkið, sem hefði vanist böggla- smjöri, sem sækti í það. Bændur hafa getað lagt bögglasmjör inn í Osta- og smjörsöluna en Óskar sagð- ist ekki hafa orðið var við aukningu á því núna. Nesjahreppur: Gerir úttekt á orkunýtingu SVEITARSTJÓRNIN í Nesja- hreppi hefur beðið fyrirtækið Raf á Akureyri um að gera úttekt á orkunotkun f hreppnum. Starfs- maður Raf og fulltrúi orkusparn- aðarnefndar heimsækja nú bæi i sveitinni. Úttektin er bændum að kostnaðarlausu og greidd af sveit- arfélaginu með styrk iðnaðarráðu- neytisins. Hallgrímur Guðmundsson sveitar- stjóri sagði að þegar úttekt væri lokið myndi Raf gera bændum tilboð í lag- færingar og tæki til orkuspamaðar. Bændur eru hæstánægðir með þetta átak. Tekur yfirgnæfandi meirihluti þeirra þátt í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.