Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 18
18_________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986_ Þá verður framtíðin óljós Hermann Óskarsson er félags- fræðingur að mennt, lauk fil.eand.- prófi árið 1980 eftir fjögurra ára nám við háskólann í Gautaborg. Hann er fæddur og uppalinn á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann byrjaði í læknis- fræði við Háskóla Islands en hætti við það nám og vann nokkur ár hin ýmsu störf, svo sem við kennslu, við mælingar fyrir húsgrunnum og götum og á Kieppsspítala. Eftir fil.cand.próf í félagsfræðum hefur Hermann ekki slitið sig frá þeim fræðum, fór í framhaldsnám og er nú að Ijúka doktorsritgerð sem fjallar um vissa þætti þjóðfélags- breytinga og áhrif þeirra á sam- skipti fólks. Um hvernig hefðbundið bændasamfélag breytist í iðnaðar- og markaðssamfélag og það sem þeim breytingum fylgir. Hann ekur um á ævafomum Saab milli heimilis og vinnustaðar og við að skaffa og skoða þegar svo ber undir. Vinnustaðurinn er háskólabókasafn Gautaborgar, þar sem hann grúfir sig yfir áður skráð- an fróðleik og eigin rit. Heimilið er lítil þriggja herbergja íbúð við Jóhanneberg og fjölskyldan er eig- inkonan, Ingibjörg Jónsdóttir, og sonurinn, Amar Freyr, á öðm ári. Helstu áhugamál em knattspymu- leikir, sem og flest mannleg samskipti í nútíð, þátíð og framtíð. „Viðtal? Já, jú, þú segir mér þá bara hvemig þú vilt hafa það.“ - Sem best. „Eg meina, viltu að ég tali mikið um fátt eða lítið um margt?" - Sem mest um sem flest, svar- aði ég um hæl og áttaði mig ekki á því fyrr en á hólminn var komið að Hermann er þeim hæfileikum gæddur að geta talað viðstöðulaust um sama efni svo klukkutímum skiftir. Ég byija á því að spyija hann um aldur og fyrri störf, ætt og uppruna og allthvað eina, — og hér birtist brot úr svarinu. „Já, það er ekki svo langt síðan ég fór að hafa áhuga á bakgrunni foreidra minna og allri þeirri sögu. Mínum eigin uppmna. Þau eru bæði fædd og uppalin í sveit. Pabbi kom af Ijórsárbökkum, gerðist íþróttakennari og var búinn að kenna víða á landinu þegar hann hafnaði á Laugum, aðeins 24 ára gamall og settist þar að. Móðir mín kom þangað upphaflega sem nem- andi. Þar kynntust þau og leiddi sá kunningsskapur síðar til hjóna- bands. Þá var móðir mín búin að mennta sig sem húsmæðrakennari Kristín Bjarnadóttir ræðir við Hermann Oskarsson félagsfræðing og kom aftur að Laugum sem kenn- ari. Þarna fæddist ég, árið 1951, og er einn af fjórum systkinum. Það var oft íjölmennt heima, pabbi tók mikinn þátt í félagslífinu, var til dæmis lengi formaður Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga. Maður vandist því sem krakki að koma heim og mæta kannski 30 manns fyrir innan dyrnar. Við lifð- um síður en svo í einangrun." - Erfðir þú ekkert af íþrótta- áhuganum? „Jú, svoleiðis. Ég tók mikinn þátt í íþróttum sem unglingur. Ég keppti í sundi og var með í fijálsum íþróttum svona til sextán ára ald- urs. Svo hætti égþessu, fór snemma að heiman, var reyndar í alls kyns vinnu á sumrin frá því ég var innan við fermingu. Vann við húsbygging- ar, sveitastörf..." - „Afdalabam" og félagsfræð- ingur, hvemig fer það saman? „Ég hef alltaf velt hlutunum fyr- ir mér, finnst ekkert sjálfsagt, bara af því að það er svona. Auðvitað gerir maður sér svolítið erfiðara fyrir með þessum hugsanagangi, en hann samræmist ágætlega við- fangsefnum félagsfræðinnar. Aðrir láta sér kannski nægja að lýsa því sem er, án þess að kryfja það frek- ar, en sem félagsfræðingur fæ ég aldrei nein svör án þess að setja spumingarmerki við það sem er.“ Hvað er félagsfræði? „Félagsfræðin er tiltölulega ung sem slík. Fyrsti prófessor í félags- fræði í Evrópu var settur árið 1913. Áhugi manna fyrir félagsfræðinni óx einkum upp úr þjóðfélagsbreyt- ingum, sem áttu sér stað í byijun síðustu aldar, þegar iðnvæðingin kemur til sögunnar í löndum eins og Bretlandi, Frakklandi og Þýska- landi. Og þessi fyrsti prófessor sem hét Emile Durkheim, hann var sett- ur í París. I dag telst hann einn af sígildum höfundum félagsfræð- innar. Síðan hefur þróunin, ekki bara í Evrópu heldur líka í Banda- ríkjunum og víðar, verið sú að félagsfræðin er gerð að sérstakri grein við hina ýmsu háskóla og þá oftast tengd fögum eins og þjóðhag- fræði og hagnýtri heimspeki. Það má segja að upphaf félags- fræðinnar hafi verið vangaveltur vísindamanna um hluti sem áður höfðu ekki uppgötvast sem vísinda- legir. Það er í sjálfu sér ekkert einkennilegt því með tilkomu iðn- væðingarinnar, þegar borgir og bæir vaxa upp, þá eykst verkaskipt- ing jafnframt því að atvinnulífið verður fjölbreyttara með nýjum iðn- greinum og þá eykst að sama skapi mismunur milli starfssviða og þekk- ingarsviða fólks. í þessari fjöl- breytni koma síðan upp vandamál sem áður voru engin vandamál. Þegar vísindamenn og heimspek- ingar fóru að velta fyrir sér ástæðum og eðli þessara þátta í mannlífinu, þá óx út úr því heil fræðigrein sem síðan hefur verið kölluð félagsfræði. Það má segja að þessi þróun sé ekkert frábrugðin allri þeirri vísindaþróun, sem átt hefur sér stað á Vesturlöndum, því hér í eina tíð var ekkert til nema heimspeki. Úr heimspekinni óx síðar bæði læknis- fræði, lögfræði og fleiri greinar. Þannig er félagsfræðin bara ein grein á þessum meiði, sem má rekja til baka til gömlu Grikkjanna. Þeirra heimspeki greinist eftir því sem tíminn líður og allt fram á þennan dag hafa verið að koma fram nýjar greinar. Það hefur tekið félagsvísindin dágóðan tíma að verða viðurkennd, sem sérstök grein innan háskólanna og það er ekki svo ýkja langt síðan félagsfræðideild var stofnuð við Háskóla íslands, eða árið 1970. Og svona til gamans má kannski geta þess að Olafur Ragnar Grímsson var settúr prófessor við þá deild nákvæmlega 60 árum eftir að Em- ile Durkheim var settur í París, sem sagt 1973. Innan fræðigreina eins og félags- fræðinnar og tengdra faga svo sem sálfræðinnar, heimspekinnar og jafnvel sögu, þá eru ekki allir á eitt sáttir hvað það er sem greinir eitt fag frá öðru. Þetta er eins og með deilur á milli bæja í sveitum að það er auðvitað deilt um hvað tilheyrir hveijum, hvað er mitt og hvað er þitt. Sem félagsfræðingur álít ég til dæmis að sálfræðingar séu að fást við sálarlíf fólks fyrst og fremst en að verksvið félags- fræðinnar sé aftur á móti það sem fer fram á milli einstaklinga og það sem á sér stað í hópnum, fremur en í sálarlífi hvers og eins. Síðan má víkka þessa skilgreiningu, því vitan- lega er vonlaust að meðhöndla sálarlíf manneskju án þess að taka tillit til þess umhverfis sem hún lif- ir í. Það er samtímis vonlaust fyrir félagsfræðing að rannsaka „hóp- inn“ hvernig hann er og hvemig hann bregst við án þess að gefa einstaklingnum nokkurn gaum. Það er langt mál að fara út í ólíkar stefnur innan félagsfræðinn- ar. Gegnum tíðina hafa komið fram margskonar sjónarmið og skilgrein- ingar á samfélagi. Sem dæmi þá byggir ein af þeim stefnum, sem hafa verið ríkjandi, á þeim hug- myndum að samfélagið sé hópur af einstaklingum sem lifir í harm- óní við hvem annan, náttúmna og þjóðskipulagið. Að mótsetningar milli fólks séu óeðlilegir hlutir. Þær • em vissulega fyrir hendi, en þá taldar merki þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Út frá þessu er ein- staklingur stimplaður afbrigðilegur ef hann fellur ekki inn í sina deild í sátt og samræmi við heildina. Önnur fræðistefna, sem kölluð er gagnrýnin félagsfræði, byggir á því gagnstæða, nefnilega að sam- félag hljóti alltaf að vera fullt af mótsögnum og eingöngu rannsókn- arefni þegar svo er ekki. Þama hvolfir maður fyrri stefnunni og spyr sig hvers vegna aðiagast ein- staklingurinn svona vel. Þá verða svörin öll önnur og leiða meðal ann- ars til spuminga um valdbeitingu af ýmsu tagi. Oft er raunin sú að einstaklingurinn er í góðu jafnvægi út á við en hið gagnstæða inn á við. Annars er það ekkert einkenn- andi fyrir félagsfræði að deilt sé um stefnur, aðferðir og markmið. Ef þú lítur á náttúruvísindin, þá er deilt um sjónarmið og stefnur. Það Hermann Óskarsson fyrir framan innganginn í Háskólabókasafnið. Kjarnagrautar eru tilbúnir á diskinn, beint úr fernunni. Hollir og bragðgóðir grautar unnir úr ferskum ávöxtum. Henta vel í ferðalög, sumarbústaðinn eða hvar sem er... Þú getur tekið 8 tegundir með þér! Ljúffengur Kjarnagrautur daglega. Kjarnavörur Eiitiöfða 14 < Taktu Kjarnagrautinn með íferðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.