Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 54
3«cr tsúoá <?r HrjoAnrjr.rnaír orn/>jfrniTOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 „Sýndu mér hvernig þið keyrið á íslandi“ Gunnlaug'ur Rögnvaldsson segir frá keppni með liði Chemopetrol í Tékkóslóvakíu í síðasta mánuði náði Gunnlaug- ur Rögnvaldsson samningi við tékkneska rallkeppnisliðið Chemop- etrol, eftir að hafa lokið Bohemia rallinu í Tékkóslvakía. Ók Gunn- laugur Skoda 130 L ásamt tékk- neska aðstoðarökumanninum Pavel Sedivy og náðu þeir 39. sæti, en 170 keppendur lögðu af stað. Munu þeir félagar aka saman í framtí- ðinni í alþjóðlegum keppnum í Tékkóslóvakíu. Segir Gunnlaugur hér frá því helsta sem gerðist í keppninni í júlí. „Hvað ert þú að gera héma?“ voru fyrstu orð þegar ég hitti hann að máli fyrir keppni, af tilviljun fyrir utan stjómstöð rallkeppninnar í Mlada Boleslav í Tékkóslóvakíu. Ég var mættur á staðinn Qórum dögum of seint og hafði ekki náð sambandi við neinn hjá Chemopet- rol-keppnisliðinu, sem ég átti að aka hjá. Keppnin átti að hefjast daginn eftir og venjan er að skoða allar keppnisleiðir 6—7 sinnum, en tími til siíks yrði enginn og ólóst hvort ég fengi nokkuð að keppa. Eftir sannfærandi ræðu Sedivy við keppnistjóra Chemopetrol var ákveðið að við kepptum. Flestir töldu okkur bijálaða að byrja. Að aka án þess að skoða leiðir þekkist ekki í svona keppni. Þama voru saman komnir margir af bestu öku- mönnum Evrópu, en keppnin var liður í Evrópumeistarakeppninni í rallakstri. Sedivy var talinn sérstak- lega hugrakkur. Við höfðum einu sinni hist áður, fyrir ári. Ég hafði aldrei prófað keppnisbflinn og Sedivy aldrei setið í bfl hjá mér! Málið leit því ekki vænlega út. Viðgerðarmennirnir voru ekki of hrifnir af þessu uppátæki, en sóttu þó bílinn til Litvinov í sem er 100 km fjarlægð frá keppnisstaðnum. Á meðan kíktum við Sedivy á fyrstu leiðirnar svo ég hefði einhveija hug- mynd um ástand sérleiðanna, sem voru 28 talsins eða 300 kílómetrar. Sedivy þekkti sumar leiðimar á fyrsta degi keppninnar, sem skiptist í tvo daga, föstudag og laugardag. Við ákváðum að skrá hjá okkur allar beygjur og hæðir á þeim leið- um sem við náðum að aka, fimm talsins. Þetta þýddi að Sedivy gat lesið upp beygjumar þegar í keppni kæmi, nokkuð sem þarfnast mikill- ar samæfingar, því ef aðstoðaröku- maður les vitlaust upp getur bfllinn endað útaf eða í tijánum. Ökumað- ur ekur nánast blint eftir upplestri aðstoðarökumannsins, kannski á 100—160 km hraða. Þegar rökkva tók hættum við akstrinum og biðum spenntir morgundagsins. Um sexleytið morguninn eftir vöknuðum við til að prófa bílinn og ljúka undirbúningi. Ég þurftii að fá allskyns leyfi og stimpla, því ég var að aka tékkneskum bíl og út- lendingar gera slíkt ekki daglega í keppni. Klukkutíma áður en við fórum með bflinn í sérstaka skoðun hjá keppnisstjóm var allt klárt, ég mátti aka bílnum. í skoðuninni var vélin merkt með sérstakri máln- ingu, svo ekki væri hægt að skipta um vél í miðri keppni, ef hún bil- aði. Öryggisatriði voru yfirfarin, veltibúrið, fjögurra punkta öryggis- belti og athugað hvort smíði bílsins væri samkvæmt staðli flokksins sem bíllinn var skráður í. Um 50 bílar voru í sama flokki, og við, rúmlega helmingur góðir ökumenn að mati Sedivy. Þeir vom öllum hnútum kunnugir, flestir tékkneskir og gjörþekktu aðstæður og bíla sína. Von á árangri var því engin, málið að ljúka keppni eins og 170 aðrir keppendur vonuðust til að gera, en þessi fjöldi lagði af stað í keppnina. Það er lítið um að vera í Tékkó- slóvakíu og því voru þúsundir manna við rásmarkið. Krakkar sár- bændu erlenda ökumenn um límmiða, blöð eða plastpoka og var slegist um hvert stykki sem hafði vestræna áletrun. Gjaldeyri vildu menn líka kaupa á háu verði, því það er eina leiðin til að geta keypt munaðarvaming í landinu. Svarta- markaðsbrask er því mikið í kring- um rallkeppni þama, en tæplega 40 keppendur komu frá Vestur- Evrópu. Hugur minn var þó fjarri slíku á ráspallinum, málið var að Ijúka keppninni. Ári áður hafði ég ásamt Birgi Viðari Halldórssyni fallið úr sömu keppni, þegar bolti í framfjöðrun losnaði og framhjól hmndi undan. Í næstu keppni setti skítugt bensín okkur úr leik á Opel og í þriðju tilraun þegar ég hugðist fara með frönskum aðstoðaröku- manni í keppni brákaðist hann á hálsi stuttu fyrir keppni! Allt er þegar þrennt er, það skyndi sann- ast núna. Fyrsta sérleiðin, þar sem kepp- endur aka eins hratt og þeir komast á vegum lokuðum almenningi, var tíu kílómetra löng. Hluti hennar var á möl, en megnið þó á þröngum malbiksvegi innan um hús. Það var mikil spenna við upphaf leiðarinnar í Skoda-bfl okkar. Báðir vomm við með hnút í maganum, en þegar flaggið féll og bíllinn komst á skrið gleymdist slíkt, og að halda bílnum á veginum á sæmilegum hraða varð aðalatriðið. Mikið var um áhorfendur og mun um hálf milljón áhorfenda hafa fylgst með keppninni þessa helgi. Þegar fyrsta sérleiðin var að baki létti okkur báðum, þetta reyndist hægt og Sedivy treysti mér við stýr- ið. Það var ekki seinna vænna fyrir hann að átta sig á því að 600 km akstur var fyrir höndum, helmingur á raunverulegum keppnisleiðum. Miðað við aðra sambærilega bíla var tími okkar slakur á fyrstu leið- unum, þar gátu hinir látið vaða gegnum blindbeygjur og yfir blind- hæðir, vitneskja aðstoðarökumann- anna sá fyrir því. Þegar keppnin var hálfnuð á föstudag kom langt hlé, því keppn- isbíll hafði velt illa á miðri leiðinni. Mér varð hugsað til fjölmargra al- varlegra slysa, sem höfðu orðið á undanfömum mánuðum í rall- keppnum í Evrópu. Margir öku- menn höfðu slasast eða látist, allir á 4—500 hestafla fjórhjóladrifs- bílum, sem nú hafa verið bannaðir í heimsmeistarakeppninni. Okkar bíll var mun einfaldari að allri gerð, tæp hundrað hestöfl og því vék ég þessari hugsun frá mér. Stöðvunin varð í miðju sumarbústaðalandi og Sedivy þekkti eiganda eins bústað- anna, sem var eins og óðal að stærð. Við spiluðum borðtennis í rólegheitunum og ég tapaði naum- lega, lofaði sigri, ef hann kæmi til íslands. Allt Chemopetrol-liðið, tæplega 20 manns með fjóra bíla hefur áhuga. á Ljómarallinu, en möguleikar á komu þeirra byggjast á vilja yfirvalda til að hleypa þeim úr landi. Slíkt tekur tæpt ár að leysa. Keppnin var ræst að nýju og hver malbiksleiðin af annarri ekin grimmt. Sumar leiðir þekkti Sedivy, sem kom að notum yfir hæðir, en flestar leiðanna ók ég samkvæmt því sem ég sá. Tímamir skánuðu þó í samanburði við aðra bfla, eftir því sem ég lærði betur á hegðun bflsins. Þegar nær dró kvöldi var ég far- in að þreytast, hugsaði með skelf- ingu til þess að akstur fram á nótt myndi svæfa mig undir stýri. Þegar kom að viðgerðarhléi í Mlada Bol- eslav, kvaðst ég ætla að leggja mig í klukkutíma. Sedivy tilkynnti mér þá að ekki yrði meira ekið fyrr en næsta dag. Keppnin hafði verið stytt nokkram vikum áður, en ég hafði ekki hugmynd um það! Bíllinn var yfirfarinn af viðgerðarmönnum, ekkert reyndist að. En ein steikin endaði í kviðnum á veitingahúsi í nágrenninu. Það var eitt af því fáa sem er sæmilega matreitt í Tékkó- slóvakíu. Flestir drykkir era bragðvondir og íslenskur Svali var meðferðis til öryggis. Ekki ætlaði ég að falla úr keppni á magaveiki. Á fyrstu leið sunnudagsins bætt- um við aksturstímann um heila mínútu frá fyrra degi, þó leiðin væri aðeins 10 kflómetrar. Sama gerðist á næstu leiðum og hægt en sígandi klifraðum við upp listann. Ég breytti aksturtækni í gegnum vinkilbeygjur, eins og við Sedivy höfðu talað um fyrir svefninn kvöld- ið áður. Dýrmætar sekúndur unnust á því. „Sýndu mér hvernig þið keyr- ið á íslandi," sagði Sedivy, þegar fjórar leiðir vora eftir, eða 40 km á sérleiðum. Þjóðarrembingurinn kom upp, þó ég vildi fara varlega í lokin og á mjög grófri malarleið náðum við 12. besta tíma, en 80 bílar vora enn í keppninni. Það munaði litlu að við færam á malar- dekkjum á malbiksleið, þegar viðgerðarmennirnir mættu ekki á tilsettum tíma við enda leiðarinnar. Að aka malbiksleið á slíkum dekkj- um er eins og að vera með skauta undir bílnum. Við sluppum við slíkar æfingar, nema þar sem sérleiðir vora blanda af möl og malbiki. Þá hefði verið hægt að dansa vals á bílnum, gripið var það lítið á mal- bikinu. Þtjátíu kílómetrar vora enn eftir. „Hægri beygja eftir 100 metra. Hægri beygja eftir 50 metra,“ sagði Sedivy í talkerfíð. Gatnamót birtust og ég beygði með tilþrifum til vinstri! Áhorfendur hlupu í allar áttir, ég áttaði mig á mistökunum, keyrði í kringum ljósastaur og bíllinn vísaði í rétta átt að nýju. Síðan var allt gefið í botn og leiðin klárað. Áhorfendur stóðu hlæjandi eftir, vafalaust hlæjandi _að þessum dæmalausa íslendingi. Á næstsíð- ustu leiðinni var ég orðinn viss um að ljúka keppninni, sveiflaði bílnum létt í gegnum beygjur og sönglaði jafnvel með. Sedivy hló en minnti mig á að keppnin væri ekki búin enn. Ifyrir síðustu leiðina fór mag- inn í hnút, aðeins átta kílómetrar vora eftir. Ég hugsaði um það hvort ég gerði nú einhver klaufamistök. Leiðin var öll í möl, hlykkjótt Einar Guðmundsson skrifar frá Amsterdam: > Islendingur í Miinchen Á leið minni frá hinum einu og sönnu Feneyjum til Feneyja norð- ursins, sem Amsterdam er oft kölluð, gerði ég stanz í Múnchen. Sló þar á þráð til Rudolfs Weissau- ers; mæltum við okkur mót daginn eftir í hjarta borgarinnar, á Marien- platz. Að móti loknu hurfum við að svo búnu oní Ráðhúskjallarann til að spjalla saman í rólegheitum. Rudolf Weissauer þekkja fjöl- margir íslendingar. Myndir eftir hann er að finna á næstum þriðja hveiju heimili í landinu. í áraraðir var hann reglulegur gestur á ís- I landi, oftast í skammdeginu — oft kom hann jafnvel tvisvar á ári til Iandsins. Ferðaðist gjarnan með strandferðaskipunum, Esju og Heklu, umhverfis landið og gerði pastelmyndir frá næstum öllum við- I komustöðum; fyrir utan að kynnast fólki frá viðkomandi plássum. Helzti áfangastaður hans á ís- landi var þó alltaf innrömmunar- verkstæði Guðmundar Ámasonar á Bergstaðastræti. Þau salarkynni skilst mér að nú sé búið að jafna við jörðu. Þama sýndi Weissauer , grafík og pastelmyndir, sem Guð- mundur, impresario, seldi og rammaði jafnframt inn. Þama var ekkert verið að skafa utan af heims- frægðinni. Stundum gat það hent að sama myndin seldist tvisvar sinn- um! Nú er víst komið á þriðja ár síðan Weissauer var síðast á Islandi, og . þess vegna datt mér í hug, að ýmsa fýsti að frétta eitthvað lítilsháttar af karlinum. Til að byija með sagði ég honum ekki, að ætlunin væri hjá mér að pumpa hann, en svo næmur var hann, að engu líktist meira en hann hefði skynjað ásetninginn. Og hóf hann strax að leysa frá skjóðunni eins og um blaðaviðtal væri að ræða. Seinna kom okkur saman um að hafa þetta ekki í samtalsformi, heldur skyldi ég einungis rekja nokkra helztu punkta úr samtali okkar. „Listamaður er þeirrar þjóðar, þar sem myndir hans er að finna. Eiginlega er ég meiri íslendingur en Þjóðveiji, vegna þess _að flestar lx>ztu myndir mínar era á Islandi." Það er frekar óvenjulegt að Þjóð- veijar af kynslóð Weissaures hlæi innilega, en hann gat ekki stillt sig um slíka hlátra, á jafnmiklu þýzku almannafæri og við nú reyndar vor- um á, er hann minntist Ásu, Guðmundar og Orlygs, og fleiri ónefndra höfðingja að sjálfsögðu. „Þetta fólk kemur mér alltaf í gott skap, verði mér hugsað til þess.“ Skilst mér samt, að íslenzku vinim- ir hafi gert allt öfugt við það, sem hann var vanur frá hinu stífa Þýzkalandi. Segðu mér Rúdí, sagði ég: af hveiju komstu alltaf í svartasta skammdeginu til íslands? „Loftslagið á svo vel við mig. í Múnchen á þessum tíma fer frostið oní þijátíu stig mínus. ísland er í mínum augum hitaelement." Ástæðan fyrir því, að hann hefur ekki komið í seinni tíð er heilsufar hans. Ferðalag til íslands er of mikið álag fyrir gamla skrokka — og svo má ekki gleyma því að Þjóð- vetjar era eini sinni þannig gerðir, að þeir vilja vera sem mest í nám- unda við eigin lækna þegar eitthvað bjátar á. Til skilnings á Þjóðvetjum má aldrei undir neinum kringum- stæðum gleyma viðkvæmni þeirra. — En samt er Weissauer ekki alveg steinhættur ferðalögum. Sem sönn- um listamanni finnst honum gott að nota hvert tækifæri sem gefst til að yfirgefa Munchen; er við hitt- umst t.d. var hann nýkominn úr nokkurra mánaða reisu, sem einnig hefur verið fastur liður í mörg ár eins og íslandsferðalögin. í bókstaflegri miðju Frakklands, í smáþorpi sem tekur Hjalteyri ekki fram í öllu, Massive Central, vinnur Weissauer að flestum sínum grafík- myndum. Þaðan heldur hann svo áfram ferðinni til Burg auf Feh- maren, sem er nálægt dönsku landamærunum. Norður-Þýzkaland — loftslagið minnir ögn á ísland. Þarna kennir hann tæknibrögð í grafík. Þessum ferðum hans tengj- ast svo sýningarhöld að sjálfsögðu. En það er á íslandi sem stóra viðtökumar voru. „Kannski var ég alltof mikið í burtu frá Múnchen til að rækta mín sambönd þar.“ Að loknum „erfiðum vinnudegi" á verkstæðinu, laumaðist impresar- io oft í símann eftir kvöldmatinn hjá .Ásu Guðmundar og hringdi í ráðamenn þjóðarinnatj biskupa og nóbelsverðlaunahafa. Á meðan hall- aði Weissauer sér aftur í stofusóf- anum, búinn að segja mörgum sinnum: „Hvílíkur dagur, hvílíkur dagur!“ Verkstæðið var á sínum tíma segull er dró að sér ótrúlegan hóp manna, sem komu þangað til að sækja sér vítamín; það vora fylgi- fiskar. Og stöðugt var verið að bera vín oní saklausa karlana. í flugvéla- sætunum fengu ýktar sögur byr undir alla vængi. Oft kom Örlygur „blaskellandi" inn úr dyranum til að sækja Weissauer í bíltúr um borgina, eða þeir bragðu sér í bíó saman. Á meðan þurfti Guðmundur gjarnan að bregða sér frá — inn- kaupaleiðangrar — og vora þá miðar á hurðinni: „Kem eftir fimm mínútur.“ Þetta vora ávallt um- burðarlyndar fimminútur. Það sem heillaði Weissauer á íslandi var sú nána snerting, sem hann komst í við þá sem keyptu myndirnar. Slíkt er óhugsandi að gerist í Þýzkalandi. Þýzkur almenn- ingur veit ekkert hvað er að gerast á myndlistarsvæðinu og hefur sára- lítinn áhuga á menningu. í Reykjavík var t.d. óbreyttur hafnar- verkamaður (Kalli í Hausthúsum), sem safnaði myndum eftir Weissau- er. Hvar annars staðar í veröldinni getur slíkt gerzt? Margir vinir hafa horfið af sjón- arsviðinu í millitíðinni. „Þetta vitum við um tímann, að hann leiðir í ljós.“ Samt er ekki hjartaloku fyrir það skotið, að Weissauer komi eina ferð- ina enn til íslands. Þangað stefnir hugur hans, þar sem er obbinn af lífsstarfinu. Þar hefur Þjóðveijan- um í honum verið einna mest ofboðið, eða skemmt. »Á Islandi upplifði ég það, að veita einstöku fólki gleði,“ sagði Weissauer. Hann bætti engri setn- ingu við þessa setningu. Báðir voram við hræðilega tíma- bundnir og þurftum að slútta okkar fundi eftir þijá tíma og þijú bjórglös hvor. I lokin bað Weissauer mig fyrir sérstakar kveðjur til Myndlist- arklúbbsins á Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.