Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 62
a8er t&úoá er srjriAcnnanM aiG/.jey'KMOt/. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGÚST 1986 L 0 i S 1 , /_3£JCn'i ri nn seQ\r&x5 þú komish úé> ollurn. Lík’mdum. i hdmsmetabókiria..1' ást er___ .. .nð sýna af sér kæti, en cnfrin læti TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Ég verð að taka byssurnar mínar með mér í kirkjuna til að vernda okkur gegn djöflinum? Þú ert enn bara heima? r HÖGNI HREKKVlSI Dauðinn, síðasti áfanginn David skrifar: „Síðasti áfangi í lífí mannsins á jörðinni er dauðinn. Það er eitt helzta lögmál þessarar plánetu, að allt það, sem hér lifir, verður ein- hvern tímann að deyja. Dauðinn sækir unga sem gamla, fátæka sem ríka, og gerir engan greinarmun. Dauðinn kemur yfir allt og alla á þessum hnetti, sem við búum á, en maðurinn virðist vera sá eini sem er hræddur við að deyja. Hann er ævinlega að leita að einhveiju undralyfi sem gæti framlengt líf hans hér á jörðinni. En líf okkar er fyrir marga --píslarganga frá vöggu til grafar. Af hverju fram- lengja það? Margir halda að þegar maður deyr þurrkist hann algjörlega út í eilífu myrkri. Þess vegna forðast hann að hugsa um dauðann, og allt líf hans virðist vera eilíf hlaup frá dauðanum. Hann gerir allt mögulegt til að ná ódauðleika í verkum sínum, því að hann þolir ekki tilhugsunina um að vera graf- inn og gleymdur fyrir fullt og allt, og hvergi koma við sögu aftur. En dauðinn er ekki til fyrir Guðs börn, því að það sem við köllum dauðann er aðeins áfangastaður eftir ferðalag okkar á jörðinni. Að- eins hinn annar dauði sem mun henda allt illgresið á jörðinni, er hinn raunverulegi dauði. Flest vestrænt fólk hefur óljósa hugmynd um það sem kemur eftir dauðann og hvert það fer. Prestam- ir predika um himnaríki eftir líkamsdauðann, en Biblían talar um paradís, og fólk skilur hvorugt, því að lögvitringar og biblíusérfræðing- ar hafa tekið burt lykil þekkingar- innar. En meira en helmingur allra jarð- arbúa trúir á líf eftir dauðann og á annað líf eftir þetta líf eða endur- fæðingu. Jesús sagði: „Yður ber að endur- fæðast! Ef maður endurfæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komist inn í guðsríkið." Og áfram sagði hann: „Enginn hefir stigið upp til himins, nema sá er niður sté af himni - sonur Guðs." En dvalarstað fyrir börn Guðs kallaði hann Paradís. En kirkjan hafnaði þessari kenn- ingu, og lokaði með því himnaríki fyrir mönnum. í bókinni „Líf og Dauði“ eftir Gunnar Dal segir m.a.: „í Matt- heusarguðspjalli segir ennfremur um Jóhannes skírara: Og ef þér viljið veita því viðtöku, þá er hann sá Elías, sem koma á. Og aftur í sama guðspjalli: En ég segi yður að Elías er nú þegar kominn, en þeir þekktu hann eigi, heldur gjörðu við hann allt, er þá lysti; þannig á manns-sonurinn að þola þjáningar ef hendi þeirra. Þá skildu lærisvein- arnir, að hann talaði við þá um Jóhannes skírara." Hér virðist sagt með ljósum orð- um, að Jóhannes skírari sé Elías endurborinn. Og í orðunum liggur að spámannshæfíleikar Jóhannesar séu þroskaðir áður en hann kemur til jarðarinnar. (Sjálfur talar Jesús um fortilveru sína sem sjálfsagðan hlut: „Til þess var ég sendur", seg- ir hann. Sendur hvaðan?) Óhætt er að fullyrða að þessari kenningu um fortilveru sálarinnar er hvergi neitað í Nýja Testament- inu. Það virðist einnig staðreynd að hinn kristni heimur trúir á fortil- veru og endurfæðingu til jarðarinn- ar ekki aðeins í frumkristninni, heldur fyrstu fímm til sex aldimar eftir að Kristur boðaði fagnaðarer- indi sitt. Origen, heilagur Agustinus og heilagur Franz von Assisi játuðu allir þessa trú. Fyrst á kirkjuþingi í Konstantinopel árið 553 e.K. var þessari kenningu hafnað og var þar þó um þriðjungur atkvæði gegn hinu nýja valdboði, um að trú á fortilveru skyldi dæmast villutrú. Sú staðreynd, að hinn kristni heimur er í dag yfírleitt mótfallinn þessari kenningu Jesú á því rætur sínar augljóslega fyrst og fremst að rekja til valdabaráttu innan kirkjunnar á 6. öld e. Kr. en bygg- ist ekki á nokkur hátt á kenningum Krists.“ Líf eftir dauðann hefur verið rannsakað í meira en hundrað ár, bæði vísindalega og læknisfræði- lega, og það eru til ótal mörg dæmi sem sanna það að maður heldur áfram að lifa og þroskast eftir líkamsdauðann, þó það sé á öðru tilverustigi. „Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?“ I. Korintubréf 15:55.“. Enga sameiningu Reykvíkingur skrifar: „Vegna bollalegginga um hvað gera skal í fjárhagsvandræðum Utvegsbankans, vil ég láta þess getið, að ég hefí í langan tíma ein- göngu lagt sparifé mitt inn í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og mun halda því áfram. Ef svo útrúlega vildi til að hann yrði á einn eða annan hátt samein- aður Útvegsbankanum, mun ég taka út það sem ég á þar inni, og svo veit ég að fleiri munu gera.“ Víkverji skrifar Sjónin úr glugga Víkveija í rit- stjómarskrifstofum Morgun- blaðsins við Aðalstræti og vesturenda Austurstrætis í gær verður honum ógleymanleg. Aust- urstræti var iðandi mannhaf. í stað hins daglega umferðaniðs heyrðist stöðugur kliður frá fólki í hátíðar- skapi, sem gekk léttklætt og glaðlegt um götur borgarinnar. A Hallærisplanið hafði verið raðað borðum og stólum og þar sátu menn og einbeittu sér að tafli; í Fógetagarðinum (sem nú er farið að kalla Víkurgarð af ástæðum, sem Víkveiji þekkir ekki) var leik- inn djass, á bílaplaninu við Happ- dætti Háskólans voru böm að leika sér á tívolíbílum og á Austurvelli skoðaði Víkveiji sér til mikillar ánægju ýmislegt af því, sem grunn- skólanemendur gerðu á liðnum vetri, þegar þeir rifjuðu upp sögu borgar sinnar. Menn báru saman bækur sínar um, hve margir væru á götum bæjarins. Sumir sögðu 60 þúsund, aðrir 70 og enn aðrir voru þeirrar skoðunar, að talan væri nær 100 þúsundum. Víkveiji leggur ekki dóm á fjöldann; kannski dreymir einhvem lesanda hans réttu töluna. XXX Víkveija þótti það ljóst strax og hann hóf hátíðargönguna frá styttu Leifs Eiríkssonar á Skóla- vörðuholti á slaginu 13.30, að mikill fjöldi fólks yrði til þess að fagna tveggja alda afmæli höfuð- borgarinnar í miðbænum. A ör- skammri stundu fylltist Skólavörðu- stígurinn af fólki og þegar komið var niður í mitt Bankastræti blasti Lækjargatan við; full af fólki um- hverfis tertuna frægu. Víkveiji hvarf af vettvangi áður en farið var að skera hana. Hann var þó svo frægur að ganga meðfram tertunni handan við kaðalgirðinguna, sem hafði verið sett upp henni til vam- ar. Þeir vom vígalegir Lionsmenn- imir, sem bjuggu sig undir að afgreiða kökuna og biðu eftir, að forsetinn fengi sér fyrsta bitann. Eftir að það gerðist hafði Víkveiji reglulega fréttir af því frá sam- starfsmönnum, hvemig þeim hefði gengið að ná sér í kökubita. Honum heyrðist, að nokkuð margir hefðu orðið frá að hverfa án þess að smakka á hinni frægu köku. Þeir, sem fengu bita, voru sigurglaðir og létu ekki aðeins vel af eigin dugn- aði heldur einnig bragðinu. Glöggur gestur Víkveija gat þess, að sér hefði fundist miður, að þar sem hann fór hafí kakan aðeins verið afgreidd öðmm megin. Þegar Víkveija gafst aftur tæki- færi að fara út í Lækjargötu rúmlega 16.30 var kakan horfín og þeir, sem vildu fínna bragðið af henni, urðu að sætta sig við að tína mola af auðum borðunum. í kring- um þau var tekið til við að safna tómum gosflöskum en innihaldið notuðu afmælisgestimir til að kyngja tertunni miklu. XXX egar Víkveiji gekk um götum- ar varð honum að orði, að sér þætti bragurinn að einhveiju leyti annar en 17. júní. Þá var honum bent á, að nú gengi enginn um götur með ýluflautur. Þetta vom orð að sönnu og skortur á þessum flautum skapaði þögulan virðuleika í mannQöldanum. Mættu þeir, sem skipuleggja hátíðahöldin 17. júní taka mið af þessu þegar á næsta ári og sjá til þess, að dregið verði úr flautu-hávaðanum og látunum, sem honum fylgir. Þessi afmælisdagur höfuðborg- arinnar verður öllum ógleymanleg- ur, sem áttu þess kost að taka þátt í honum. Enn einu sinni hefur sann- ast, að okkur fínnst ánægjulegt að fá tækifæri til þess að lyfta okkur upp og halda hátíð, þegar tækifæri gefst. Það hefði heldur betur sett strik í reikningin fyrir okkur öll, ef veðurguðirnir hefðu bmgðist í gær. Þeir gerðu það þó ekki frekar en þeir guðir, sem bentu Ingólfi Arnarsyni á það forðum daga að taka sér bólfestu hér á horninu á Aðalstræti og Túngötu, aðeins steinsnar frá þeim stað, þar sem Víkveiji stóð í gær og horfði fullur hrifningar yfir mannhafið í Austur- stræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.