Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 13

Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 13 Stubbar Þórður Pétursson veiðikló á Húsavík var að renna fyrir neðan Æðarfossa síðastliðið haust. Kastaði hann devon á dálítinn lygnublett þar sem hann vissi að iaxar lágu undir. Um hríð gerðist ekkert, en Doddi gafst ekki upp. Athyglin hvarfl- aði hins vegar, þannig að honum krossbrá, er stór sporðbiaðka jós miklum vatnselg yfir hann allan er devoninn var kominn á grunnt vatn fyrir neðan hann og skammt frá honum. Áður en hann gat deplað auga, varð hann þess áskynja að fiskurinn var í beinu sambandi við stöng hans, línu og gervisíli, hann þaut niður alla á svo það söng og hvein í hjólinu. Eftir mikinn eltingarleik náði Doddi laxinum, sem var 13 punda hængur og var þríkrækj- an á devoninum föst í sporði laxins. Laxinn féll því á eigin bragði, hann hafði elt gerivsílið bókstaflega upp í landsteina og hvort heldur hann hafi ætlað að slá það með sporðinum að skiln- aði eða hann hafi rekið sporðinn í það er hann hugðist leita til árinnar aftur, þá féll hann á bragðinu, festi öngulinn í sporð- inum og varð þannig undir í baráttunni. OOO Þá er hér að lokum saga af ónefndum veiðimanni sem var fyrir því óhappi í Stórafossi í Laxá, að festa öngul sinn í bakinu á stórum laxi. Slíkt vill henda þarna, því laxinn á það til að liggja þétt á litlu svæði. Eftir harða glímu var laxinum landað og sjá, við hlið öngulsins sem kræktist fyrir slysni í bak laxins, sat risavaxin þríkrækja sem ólíklegt er að hafí fests þar fyrir slysni. Auðvitað átti þessi lax skilið að vera sleppt aftur í ána, svo fremi sem sár hans hafi ekki verið þeim mun alvar- legri, en það fylgdi ekki sögunni hvemig þau mál voru ... Lag eftir Jóhann G. í úrslit í alþióðakeppni NYTT lag eftir Jóhann G. Jó- hannsson hefur komist í tíu laga úrslit í alþjóðlegu söngva- keppninni í Castlebar á írlandi, sem haldin verður í byijun október næstkomandi. Björg- vin Halldórsson söngvari og tónlistarmaður mun syngja lag- ið í keppninni en þetta verður í þriðja sinn, sem hann tekur þátt i keppninni í Castlebar. Björgvin tók fyrst þátt í írsku keppninni árið 1980, þegar hann söng eigið lag, „Skýið", og hafn- aði í þriðja sæti. Tveimur árum síðar tóku þeir Björgvin og Jóhann Helgason þátt í keppninni með lag eftir Jóhann, „Sail On“, og höfn- uðu í öðru sæti. Það sama lag komst einnig í annað sæti í al- þjóðlegri keppni í Bratislava í Tékkóslóvakíu vorið 1984. Sungið af Björgvin Halldórssyni í Castlebar- söngvakeppninni í október Lag Jóhanns G. Jóhannssonar, sem komst í tíu laga úrslit í Castlebar Intemational Song Contest, heitir „I Write a Lonely Song“ og hefur ekki heyrst hér- lendis. Þetta verður í 21. skipti, sem alþjóðleg söngvakeppni er haldin í Castlebar og nema verð- launin alls 20 þúsund írskum pundum, eða sem svarar til rúm- lega einnar milljónar íslenskra króna. Dómnefnd keppninnar valdi úrslitalögin tíu úr tugum laga frá nærri þtjátíu þjóðlöndum en í úr- slitakeppninni taka þátt söngvar- ar frá Bandaríkjunum, Englandi, Hollandi, írlandi, íslandi, Ítalíu, Svíþjóð og Tékkóslóvakíu. Úr- slitakeppninni, sem fer fram laugardagskvöldið 4. október, verður sjónvarpað um írland og hluta Skotlands og Englands. Björgvin Halldórsson hefur þegar hljóðritað keppnislag Jó- hanns G. Jóhannssonar fyrir fjórðu sólóplötu sína, hina fyrstu í fjögur ár. Hann hefur unnið að gerð þeirrar plötu undanfamar vikur ásamt Eyþóri Gunnarssyni, hljómborðsleikara og lagasmið úr Mezzoforte, og er ætlunin að plat- an komi á markað skömmu fyrir jól. Björgvin sagði að upptaka plöt- unnar væri tvöföld - þ.e. að hann syngi bæði á íslensku og ensku, því hugmyndin væri að bjóða plöt- una til sölu „á erlendum markað- storgum", eins og hann orðaði það. „Þama eru lög eftir mig sjálf- an og marga okkar bestu höfunda, svo sem Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Þórðarson og fleiri,“ sagði hann. Það er Skífan sem gefur plötu Björgvins Halldórssonar út. NORÐURLANDAFR UMS ÝNING Á GRÍNMYNDINNI FYNDIÐ FÓLK í BÍÓ (YOU ARE IN THE MOVIES) ,V Hér kemur stórgrín- myndin „Fyndið fólk í bíó“. Fyndið fólk 1 og2vorugóð- ar, en nú kemur sú þriðjaogbætirum beturenda sú besta. Falda mynda vélin kemurmörgumí opna skjöldu. Aðalhlutverk: Fólkáfömumvegi. Sýnd kl. 5, 7,9og11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.