Morgunblaðið - 26.08.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
Slæmt kvef
að ganga
Hef sjálfur feng-
ið að reyna
kvefpestina
- segir borgar-
læknir
„Ég- HEF heyrt um slæma kvef-
pest og hef reyndar fengið að
reyna það sjálfur," sagði Skúli
G. Johnsen borgarlæknir en und-
anfarnar vikur hefur orðið vart
við kvefpest i borginni.
Skúli sagði að samkvæmt þeim
skýrslum sem hann hefði undir
höndum væri ekki um faraldur að
ræða og útköllum á læknavaktinni
hefur ekki fjölgað að undanfömu.
„Enda sjaldnast sem fólk kallar á
íækni vegna kvefpestar, jafnvel
þótt um slæmt kvef sé að ræða,“
sagði Skúli.
Skólastarf víðast
hvar að hefjast:
Skólar í
Reykjavík
byrja4.
september
Grunnskólar í þéttbýli hefjast
viðast hvar um og uppúr næstu
mánaðamótum. í Reykjavík byija
skólarnir 4. september og sömu-
leiðis í Kópavogi. Á Akureyri
verður byrjað 8. september en á
Seifossi og víðast hvar á Suður-
landi 3. september.
Um 13.500 nemendur verða í tíu
árgöngum í grunnskólum Reykja-
víkur í vetur og mun það vera
eitthvað fleira en í fýrra. Bæði er
þar um aðflutt böm að ræða og
eins mun vera einhver fjölgun í
árgöngum um þessar mundir.
I þeim skólum sem starfa níu
mánuði á ári mæta kennarar til
starfa 1. september og undirbúa
skólastarfíð.
Gmnnskólar á landsbyggðinni
starfa mjög mislangan tíma, allt frá
sjö mánuðum á ári. Átta og hálfs
mánaðar skólar heQast yfirleitt um
10. september en átta mánaða skól-
ar nokkm seinna og þeir síðustu
ekki fyrr en 1. október.
Sú þróun hefur orðið að skólar
hefjast yfirleitt fyrr á haustin og
lýkur þá fyrr a vorin. Þykir það
henta betur þeim unglingum sem
taka þátt í atvinnulífi til sjávar og
sveita.
Þokkalega hefur gengið að fá
kennara á höfuðborgarsvæðinu en
úti á landsbyggðinni hefur víða
gengið illa að ráða í kennarastöður
og gæti það einhversstaðar tafið
fyrir því að skólastarf heflist.
Vörubíllinn lokaði alveg fyrir umferð um Suður-
landsveg og tók það um 8 tima að losa bílinn.
Utafkeyrsla við
Kaldaklif sárbrú
Holti.
Á SUNNUDAGSKVÖLD klukkan átta keyrði flutn-
ingabíU út af Kaldaklifsárbrú.
Flutningabíllinn, sem var með tengivagn, var að
koma frá Höfn í Homafirði með fullan bíl af frystum
fiski þegar hann mætti rauðri Subam-bifreið við brúna.
Fann bílstjóri flutningabílsins sig tilneyddan að beygja
til þess að vama árekstri við hinn bílinn, sem honum
sýndist, í bjartri kvöldsólinni, hann vera í þann veginn
að keyra á.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli
munu bifreiðimar tvær hafa verið álíka langt frá brúnni
þegar þær mættust og ætluðu báðir ökumenn að stöðva
bifreið sína. Bílstjóri vömbílsins missti við þetta stjóm
á bílnum. Framhluti bílsins fór fram af brúnni og er
bíllinn gjörónýtur. Bílstjórinn slapp hins vegar ómeidd-
ur, sem verður að teljast mikil mildi. Subam-bifreiðin
hélt áfram yfir brúna og tókst með naumindum að
smeygja sér fram hjá vörubílnum áður en hann skall
á brúnni og fór fram af henni. Vom bflamir því aðeins
hársbreidd frá því að skella saman.
Vömbíllinn lokaði brúnni og skemmdi hana nokkuð.
í fyrstu varð umferðartöf á Suðurlandsvegi, sem leyst
var með því að ferja bíla yfir Kaldaklifsá með aðstoð
flugbjörgunasveitar Austur-Eyfellinga.
Fljótlega var gengið í að losa vömbflinn af slysstað
og vom til þess notaðir kranabíll og vömbíll með spili.
Tók það verk u.þ.b. 8 klukkustundir.
Fréttaritari
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Það má teljast einstök mildi að ökumaður bifreiðar þessarar skuli hafa sloppið
ómeiddur, en eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.
Greiðsla ríkisins vegna skólaaksturs:
Ráðherra segir að hræra
þurfi upp í þessu kerfi
Deilt um tillögur hans í málinu
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur í hyggju að leggja það til við
Alþingi, að við gerð næstu fjárlaga verði framlag ríkisins til
skólaaksturs, gæslu og mötuneyti lækkað úr 230 milljónum í 25
milljónir.
„Velflest sveitarfélaganna geta
séð um þetta sjálf," sagði Sverrir
Hermannsson menntamálaráðherra
í samtali við Morgunblaðið í gær,
„vitaskuld er það ætlunin, að hugsa
fyrir stijálbýlli hémðunum, sem
minna hafa umleikis, og er það hug-
mynd mín, að það verði gert með
því að auka tekjustofna viðkomandi
sveitarfélaga, t.d. með fjárframlagi
úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta
kerfi er allt saman meira og minna
gengið úr skorðum; vel stæð sveitar-
félög eins og Reykjavík og ýmis
sveitarfélög á Reykjanesi hljóta
þama styrk frá ríkinu, auk þess sem
Strandferðaskipið Hekla veldur skemmdum á bryggju á Fáskrúðsfirði:
„Verðum að bjarga málum
fyrir komandi síldarvertíð“
- segir Sigurður Gunnarsson sveitarstjóri
Strandferðaskipið Hekla sigldi klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun
á fiskiskipið Sólborgu SU í Fá- þegar óhappið varð. Skutur Hekl-
skrúðsfjarðarhöfn á sunnudags-
morgun með þeim afleiðingum að
Sólborgin skemmdist töluvert og
miklar skemmdir urðu á svokall-
aðri Bæjarbryggju þar sem
báturinn lá. Bryggjan er mest
notuð af vertíðarbátunum og er
aðal síldarbryggja staðarins.
Hafnamefnd Fáskrúðsfjarðar
kom saman til fundar í gærkvöldi
til að ákveða hvemig við skuli
bmgðist, sérstaklega vegna kom-
andi síldarvertíðar.
Heklan var að koma að bryggju
á Fáskrúðsfirði í svartaþoku um
unnar slóst utan í miðja bakborðs-
síðu Sólborgar og ýtti henni upp í
bryggjuna sem hún lá við. Bæjar-
bryggjan er úr tré og svignaði hún
undan Sólborginni þannig að í henni
er nú skarð sem samsvarar lengd
bátsins. Dekk bryggjunnar er nýtt
og er það nokkuð heillegt en talið
er að undirstöður hennar séu ónýtar
á þessum kafla. Sólborg skemmdist
nokkuð en litlar skemmdir urðu á
Heklu og hélt hún áfram ferð sinni
um hádegisbilið þegar búið var að
taka skýrslur af skipveijum. Sljóm-
endur strandferðaskipsins sögðust
hafa misreiknað sig í þokunni, að
sögn Steinþórs Kristjánssonar lög-
reglumanns á Fáskruðsfírði.
Sigurður Gunnarsson sveitarstjóri
á Fáskrúðsfírði sagði í gær að ekki
væri búið að meta tjónið á hafnar-
mannvirkjunum. Hann sagði þó vitað
að þetta væri stórtjón. Taidi hann
að allir staurar undir bryggjunni á
þeim stað sem höggið kom væru
ónýtir og væri mikið verk að gera
við þá. Sigurður sagði að hafnar-
nefndin tæki málið fyrir á sérstökum
fundi í gærkvöldi. Bryggjan er ónot-
hæf á stórum kafla og sagði Sigurð-
ur að nauðsynlegt væri að bjarga
máium fyrir komandi sfldarvertíð
með einhveijum hætti.
margs konar spilling og misnotkun
þrífst innan þessa kerfis. Ég ætla
ekki að búa lengur við þetta; það
þarf að hræra upp í þessu.“ Sverrir
kvaðst og vera þeirrar skoðunar, að
þar sem sveitarfélög sæju um fram-
kvæmdina, ættu þau einnig að sjá
um að fjármagna. „Fjarlægðar-
stjómun kemur ekki lengur til
greina," sagði Sverrir og sagðist
skjóta upp þessu tungli til þess að
koma af stað umræðu.
Um ályktun þingflokks Fram-
sóknarflokksins sagði Sverrir að
hann hefði í raun ekkert um hana
að segja annað en það, að þeir hefðu
greinilega ekki haft fyrir því að
kynna sér málið.
Rothögg á dreifbýlið
í samtali við Morgunblaðið sagði
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, að ljóst væri að hér
væri um ráðstöfun að ræða, sem
fyrst og fremst kæmi niður á hinum
fámennu sveitarfélögum, sem lítið
fé hefðu umleikis. Mörg sveitarfélög
væru alls ekki í stakk búin til þess
að taka á sig slíka byrði sem mennta-
málaráðherra legði til að lögð yrði
á þau. „Þetta er kerfi, sem ríkið
hefur komið á, þess vegna ber því
að sjá til þess að það gangi upp, án
þess að það ríði sveitarfélögunum
að fullu," sagði Magnús, „þessar til-
lögur, ef fram ná að ganga, eru
hreint kjaftshögg á dreifbýlið".
Höfuðið hefur ekki
hugmynd um hvað
limirnir dansa
Til að gefa hugmynd um það
hvaða áhrif þessar tillögur koma til
með hafa, skal tekið sem dæmi
rekstur Húnavallaskóla í Austur-
Húnavatnssýslu, sem rekinn er í
sameiningu af sjö hreppum. Val-
garður Hilmarsson, formað.ur odd-
vitanefndar hreppanna, tók sem
dæmi árið 1983. Heildarkostnaður
við skólahald það árið var um 9,2
milljónir. Ríkið greiddi þar af
6.585.000 en hreppamir 2.687.000.
Heildarkostnaður við skólaakstur
var þá 3,2 milljónir og hlutur ríkis-
ins þar af 2.726.000. Hlutur ríkisins
í mötuneytiskostnaði var þá
448.000. Ef ríkið hefði ekki tekið
þátt í kostnaðinum þetta árið, hefði
kostnaður hreppanna sjö við skóla-
hald verið 5.761.000. Heildarskatt-
tekjur hreppanna sjö það árið voru
hins vegar 6,3 milljónir, „þannig að
sjá má að það kæmi hreppunum
ákaflega illa ef ríkið hætti þátttöku
sinni í kostnaðinum," sagði Valgarð-
ur, sem taldi að tvöfaida mætti
þessar tölur á núvirði. „Margir
hreppar eru verr staddir en við, þ.a.
hvað endast 25 milljónir?“ spurði
Valgarður. Valgarður gat þess einn-
ig, að hann sæti í nefnd, sem
menntamálaráðherra skipaði til þess
að endurskoða grunnskólalögin, en
í þeim lögum væri einmitt Qallað
um skólaakstur. „Höfuðið hefur, að
því er virðist, ekki hugmynd um
hvað limimir dansa og gerir hægri
hönd eitt meðan sú vinstri gerir
annað. Frá mínum bæjardyrum séð,
er hér verið að setja menntakerfí
landsins verulega niður og óskiljan-
legt að þessar tillögur komi fram
án nokkurrar umræðu."