Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1986 23 Assad Sýrlandsforseti. Assad heitir Líbýu stuðningi í stríði Nikósíu, Kýpur. HAFEZ ASSAD Sýrlandsforseti hefur heitið því að berjast við hlið Líbýumanna ef Bandaríkja- menn gera árás á Líbýu. Assad gaf út þessa yfirlýsingu við komu sýna til Trípolí, höfuð- borgar Líbýu, á sunnudag. Assad, sem er helsti bandamaður Sovét- manna í arabalöndunum, og Gadhafi eru nánir bandamenn. Fréttastofan JANA hafði eftir Assad að Sýrlendingar og Líbýu- menn væru á sama báti í baráttunni gegn ráðabruggi heimsvaldasinna, sem beinist ekki aðeins gegn Líbýu heldur öllum arabaríkjum. Krabbameinsþingið í Búdapest: „80—90% krabbameina stafa af ytri orsökum“ Snorri Ingimarsson læknir í viðtali við Morgunblaðið NÚ STENDUR yfir í Búdapest, höfuðborg Ungveijalands, 14. Alþjóðlega krabbameinsþingið. Á því sitja nokkrir fulltrúar Krabbameinsfélags íslands og hafði Morgunblaðið samband við einn þeirra, Snorra Ingimarsson framkvæmdastjóra félagsins, og spurði hann fregna af þinginu. Snorri sagði að rúmlega 7.000 manns væru á þinginu, þar af væru fjórir frá íslandi og eru þeir allir í stjóm Krabbameinsfélags íslands. Þeir eru, auk Snorra, læknamir Gunnlaugur Snædal, sem er formaður félagsins, Tómas Ámi Jónasson varaformaður og Sigurður Bjömsson ritari. Á þing- inu hefur mest verið rætt um orsakir krabbameins og sagði Snorri að um 80-90% krabba- meins stöfuðu af ytri orsökum sem hægt væri að vinna bug á. Ber þar hæst reykingar, mengun ýmiss konar og mataræði, en gildi þess verður mönnum æ Ijósara. Mikill hugur er í mönnum á þinginu og sagði Snorri að menn væm farnir að sjá árangur áróð- urs gegn reykingum. Hefðu bandarískir læknar m.a. skýrt frá því að nú hætti árlega um ein milljón manna að reykja í Banda- ríkjunum, en því miður væri það svo að þar létist árlega um hálf milljón manna vegna reykinga. Snorri var spurður um þær nið- urstöður sem breski læknirinn Dr. Richard Doll hefði kynnt, en þar kemur m.a. fram að í þeim löndum þar sem sem svokallaðar „lights“-sígarettur nytu vinsælda hefði tíðni lungnakrabba minnk- að. Snorri sagði að líklega væri rétt að lungnakrabbi hefði minnk- að í réttu hlutfalli við minna tjörumagn. „En við megum ekki gleyma því að reykingar valda fleiri sjúkdómum en lungna- krabba, bæði hjarta- og æðasjúk- dómum og margvíslegum lungnasjúkdómum. Lausnin er því ekki að reykja „léttari" sígarettur Snorri Ingimarsson læknir. heldur að reykja alls ekki og að forðast að vera á stöðum þar sem reykt er.“ Um orsakir krabbameins sagði Snorri að læknum sárnaði eðlilega að þorri krabbameina stafaði af umhverfisþáttum sem tiltölulega lítið mál væri að draga úr eða hefta. Eru reykingar að sjálfsögöu efstar á blaði, en fullyrða má að enginn einn þáttur valdi jafn- miklum skaða. Þá sagði Snorri að menn væru að gera sér betri og betri grein fyrir áhrifum mat- aræðis. „Verst eru sum efni sem myndast þegar matur er varinn skemmdum, bæði með salti og eins þegar hann er reyktur. Þá má nefna að dýrafita tengist ákveðnum krabbameinum, en ef til vill er þó merkilegast að vissar fæðutegundir virðast hreinlega varna því að krabbamein myndist og eru það helst fæðutegundir úr jurtaríkinu". Snorri sagði að á ráðstefnunni ríkti nokkur bjartsýni um að tak- ast megi að fínna mótefni gegn hlutum af þeirri veirutegund, sem veldur alnæmi. Takist það verður hægt að bólusetja fólk við þessum skæða sjúkdómi. Að lokum sagði Snorri að þátt- taka á þingum sem þessu væri íslenskum læknum ómetanleg, því þarna gæfíst þeim tækifæri til þess að bera saman bækur sínar við aðra lækna sem glímdu við sama óvin. Kjarnorkuvígbúnaður: Stórveldin hyggjast miðla upplýsingum Washington, AP. ÞEIR Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, munu ræða leiðir til að draga úr hættu á að kjarnorkustyrjöld skelli á ef af fyrirhuguðum fundi þeirra verður. Hugmyndin er sú að selja á stofn miðstöðvar í Moskvu og Wash- ington sem skiptist á upplýsingum varðandi kjarnorkutilraunir, liðsflutninga og tilraunir með flugskeyti. Sendinefndir stórveldanna í Genf september á síðasta ári þegar nefnd hófu í gær að ræða um slíkar mið- stöðvar og hvemig draga megi úr hættunni á kjamorkustyijöld. Þessi hugmynd kom fyrst fram árið 1983 en Sovétmenn gátu þá ekki sætt sig við hana og sögðu að hér væri um áróðursbragð að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Sam Nunn, þingmaður demó- krata, sem situr í hermálanefnd Bandaríkjaþings, sagði í viðtali í síðustu viku að Sovétmenn hefðu breytt afstöðu sinni til hugmyndar- innar um að setja á stofn sérstakar „kjarnorkumiðstöðvar" og að þeir teldu nú að þær gætu leitt til víðtækara samkomulags milli stór- veldanna um afvopnun. Þingmennirnir Sam Nunn og John Wamer komu þessari hug- mynd á framfæri við Gorbachev í bandarískra þingmanna fór í heim- sókn til Sovétríkjanna. Þeir Reagan og Gorbachev ræddu um miðstöðv- amar tveimur mánuðum síðar og urðu ásáttir um að vinna að frekari útfærslu hennar. I næsta mánuði munu samninga- menn Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna koma saman til fundar í Washington til frekari viðræðna um málið. X-Jöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Til leigu í Kópavogi Bakhlið hússins Nýtt og glæsilegt 950 m2 versl- unar- og iðnaðarhús við Kársnesbraut í Kópavogi til leigu. Húsið er á tveimur hæð- um, verslunarhúsnæði uppi með góðum innkeyrsludyrum hússins við Kársnesbraut og iðnaðarhúsnæði eða vörulager niðri. Stór lóð sem hægt er að loka af er við bakhlið hússins. Leigist í einu lagi eða í hlutum. Upplýsingar í síma 641144 á skrifstofu- tíma. 2 ) dagar tilfyrstu útsendingar Y L GJA Ni ——1 NYTT UTVARP 28.AGUST 989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.