Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 20

Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 íslendinffur gengur frá stærsta flugvéla- sölusamningi sem gerður hefur verið Viðtal við Borge Boeskov framkvæmdastjóra hjá Boeing en hann er fæddur og uppalinn í Mosfellssveitinni HÉR Á landi er nú staddur Borge Boeskov, framkvæmda- stjóri hjá Boeing-flugvélasmiðj- unum, en undir hann heyrir öll sala Boeing farþegaflugvéla í Evrópu. Borge Boeskov er af islenskum ættum, fæddur i Mosfellssveit og þar sleit hann barnsskónum. Hann talar íslensku mjög vel. Um siðustu helgi sat hann ættarmót afkom- enda Guðmundar Jónssonar Ottesen og Ásu Þorkelsdóttur frá Miðfelli i Þingvallasveit, en þau voru afi hans og amma í móðurætt. í gær átti hann fund með forráðamönnum Flugleiða þar sem hann kynnti þeim það nýjasta á döfinni hjá Boeing. Blaðamaður ræddi stuttlega við Borge Boeskov að loknum fundi hans í aðalstöðvum Flug- leiða og það kom ekki annað til greina en að viðtalið færi fram á íslensku, þó svo að hann hefði ekki haft tækifæri nema 5 sinnum i 40 ár til að tala hana. Borge Boeskov er 50 ára, fædd- ur í Mosfellssveit, sonur hjónanna Jakobínu Ottesen Guðmundsdótt- ur og Lárusar Boeskov sem ráku um árabil garðyrkjustöð að Blóm- vangi í Mosfellssveit. Jakobína, móðir hans var frá Miðfelli í Þing- vallasveit en faðir hans var danskur garðyrkjumaður sem kom hingað til lands og tók við garðyrkjustöð bróður síns að hon- um látnum. Borge Boeskov kom hingað til lands fyrst og fremst til að vera á ættannóti afkomenda Guðmundar og Ásu frá Miðfelli sem haldið var að Valhöll á Þing- völlum um sl. helgi. „Það var mjög gaman að hitta alla Qöl- skylduna á ættarmótinu," sagði hann á sinni góðu íslensku. „Þama voru um 200 ættingjar samankomnir og ég hafði tæki- færi til að heilsa fólki sem ég hafði ekki hitt síðan ég var 10 ára. Afi og amma á Miðfelli áttu 16 börn svo Jjölskyldan er stór og mér skilst að hún sé mjög sam- heldin. Þó að faðir minn hafi starfað við garðyrkju var hann mikill áhugamaður um flug og segja má að ég hafi smitast af honum. Ég man að þegar ég var 4 eða 5 ára fórum við til svifflug- mannanna á Sandskeiði. Faðir minn var einn af stofnendum Flugfélags íslands og Loftleiða og sat reyndar í fyrstu varastjóm Loftleiða. Hann lést fyrir 8 árum en móðir mín sem er 78 ára er við góða heilsu og býr í Dan- mörku. Við erum 6 systkinin og býr ein systirin hér á íslandi, Jó- hanna Boeskov Lárusdóttir, hjúkrunarkona á röntgendeild Borgarspítalans. Sjálfur á ég 3 böm og mér líst svo vel á Island að ég er ákveðinn að taka elsta son minn með mér til íslands þeg- ar ég kem hingað í haust." Árið 1946 fluttist Borge ásamt foreldrum og systkinum til Dan- merkur, þá 10 ára. Þaðan lá leiðin í stærðfræðinám við Háskólann í Minnesota. Árin 1957—61 var hann flugmaður á C 124-flutn- ingaflugvél í bandaríska flug- hemum. Þaðan lá leiðin aftur í háskólann í Minnesota, þar sem hann lauk prófi sem flugvélaverk- fræðingur. Árið 1965 hóf hann störf hjá Boeing og hefur starfað þar síðan, ef frá eru talin 3 ár þegar hann vann hjá Mitsubishi- stórfyrirtækinu. Þar vann hann í sölu- og þjónustudeild þeirri er sá um smíði Diamond-forstjóraþot- unnar. Reyndar sá hann, ásamt tveimur kollegum sínum frá Bo- eing, um endurbætur á þeirri vél, sem síðar var framleidd undir heitinu Diamond II. Það var lá- deyða í sölu forstjóravéla á þessum árum svo Borge réð sig aftur til Boeing á sl. ári. „Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég hóf störf sem verk- fræðingur hjá Boeing hafði Flugfélag Islands undirritað kaupsamning á fyrstu þotu ís- lendinga, Gullfaxa, og fékk ég það verkefni m.a. að undirbúa komu hennar. Síðan kom ég með vélinni til íslands og þú getur rétt ímyn- dað þér hvort það hafi ekki verið ánægjulegt fyrir mig, strákinn úr Mosfellssveitinni," sagði Borge Boeskov. „Ég vann í verkfræði- deild Boeing í nokkur ár. Þaðan fluttist ég yfir í deildina sem ann- aðist Boeing 737-þotumar og sá ég um sölumálin frá tæknilegu hliðinni. Síðar fór ég að selja þessa flugvélagerð beint, og sá um við- skiptin við United Airlines, stærsta flugfélag heims, og nokk- ur smærri flugfélög í Banda- ríkjunum. Ég hóf síðan störf hjá Boeing-fyrirtækinu á nýjan leik á sl. ári eftir þriggja ára fjarveru," sgði Borge Boeskov. í apríl sl. tók hann við starfi framkvæmdasjóra Evrópusölu- svæðis Boeing verksmiðjanna og fyrir rúmri viku gekk hans deild frá stærsta samningi sem gerður hefur verið um kaup á farþega- flugvélum. British Airways keypti 16 Boeing 747-400-risaþotur og „Þetta er gaman að sjá,“ sagði Borge Boeskov þegar Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða sýndi honum fyrstu fundar- gerðabók Loftleiða. Faðir Borge, Lárus Boeskov garðyrkjubóndi, var ejnn af stofnendum Loftleiða og sat í fyrstu varastjórn félags- ins. í fundargerðabókinni sá Borge Boeskov undirskrift föður síns eftir stofnfund Loftleiða. lagði auk þess inn óstaðfesta pöntun á 5 vélum til viðbótar. Samningur þessi er metinn á 4,2 milljarða dollara. Til samanburðar má geta þess að stærsti samning- ur Boeing fram til þessa var að andvirði rúmra tveggja milljarða dollara, þegar bandaríska Un- ited-félagið keypti 110 þotur af gerðinni Boeing 737. Gífurleg sala hefur verið á Boeing-far- þegaflugvélum það sem af er árinu og stefnir í metár, að sögn Borge. Hann sagðist hafa kynnt Flug- leiðamönnum það nýjasta sem væri á döfinni hjá Boeing en það væri viðtekin venja að sölumenn fyrirtækisins gerðu slíkt reglu- lega. Hann taldi Boeing 757- og 767-vélamar mjög hentugar fyrir Flugleiðir í framtíðinni. Þær eru að vísu tveggja hreyfla en Borge taldi að þrátt fyrir það myndi það ekki hindra útbreiðslu þeirra í framtíðinni til flugfélaga sem flygju yfir úthaf. „Það tekur sinn tíma að vinna tveggja hreyfla þotum tryggan sess í úthafsflugi en sá dagur rennur upp fyrr en síðar að þær verða almennt viður- kenndar á úthafsleiðum." Borge sagðist bjartsýnn á frek- ari sölu Boeing-véla í Evrópu. „Fargjöld innan Evrópu munu lækka og þá eykst farþegafjöldinn sem aftur þýðir fleiri flugvélar. ' Það hefur sýnt sig að lækkun fargjalda þýðir Qölgun farþega," sagði Borge Boeskov að lokum. - G.Þ. íslenzk ull í útlöndum eftir Bergþóru Signrðardóttur „ENN EIN pijónastofan hefur lagt upp laupana og útflutningur á ullar- vörum minnkaði um 5% milli ára. Ég get ekki lengur orða bundizt um ullarviðskipti okkar íslendinga þótt ég hafi enga sérþekkingu á þessu sviði, veit aðeins að renn- blautur lopavettlingar geta haldið höndunum heitum og hef miklar maetur á íslenzkri ull. Ég get ekki gert að því að ég fæ ónotakennd, þegar ég rekst á útlend verksmiðjumerki á flíkum úr íslenzkum lopa. Þetta hefur gerst nokkrum sinn- um á mínum vetrarferðum erlendis. í fyrra til dæmis sá ég í einni og sömu gjafa- og pijónavöruverslun í Sviss fatnað úr íslenzkri ull frá Qórum þjóðlöndum; V-Þýskalandi, Noregi, Danmörku og reyndar líka héðan. Þama voru þessir sígildu lopatreflar — ég gat ekki stillt mig um að snerta þá, en hrökk illa við: þeir voru þá hálf-danskir — úr íslenzkum lopa en unnir í Dan- mörku. Við Prinsess-stræti í Edinborg voru ullarvesti sem virt- ust mjög áþekk en með mismunandi hálsmáli. Sum voru framleidd í Skotlandi en önnur á íslandi. Veturinn ’80—’81 ætlaði ég að kaupa mér gæruskinnsjakka hér heima. Þá var mér sagt að verk- smiðjan væri að hætta, hún fengi ekki gærur til vinnslu á sama verði og þær væru seldar á til útlanda, greiða yrði hærra verð. Ekki veit ég hvort þessu er eins varið með lopann eða hvort Danir eru famir að selja Rússum lopatrefla eins og Svisslendingum. Á Homströndum eru gómaðir refír, sem hafa sérlega falleg skinn og seldir úr landi til eldis, á sama tíma og verið er að efla lóðdýrarækt í landinu." Þetta setti ég á blað síðla á liðn- um vetri. Síðan er ég búin að koma til Kaupmannahafnar, en þar tók ég fyrst eftir erlendum vorum úr íslenskri ull fyrir sjö eða átta árum. Hengu þar á sitt hvorri slánni á Kastrup-flugvelli, áþekkar kápur, aðrar danskar en hinar íslenskar. I sumar nefndu Danir lopa ekki á nafn heldur var um að ræða „nor- ræna ull með löngum hárum" og á einu vörumerkjanna var eldfjall. Nú vitum við líka að Rússar kaupa ekki lopatrefla í ár og Júgó- slavar pijóna vinsælli lopapeysur á Bandaríkjamarkað en við. Því fleiri íslenskar pijónastofur sem hætta getum við væntanlega selt meiri ull til erlendra verksmiðja í ár en áður og eignast enn fleiri keppinauta erlendis. Þetta er ekki alveg í þeim anda sem faðir Reykjavíkur hugsaði sér fyrir 200 árum. Dúnninn, sem við seljum til Taiwan, kaupum við hann kannski aftur í skíðalúffum og úlpum? Varla sofa þeir undir heitum sængum þar í landi. Til gamans má geta þess að kunningjakona mín frá Nýja-Sjá- landi sendir þangað gærur og lopapeysur sem gera lukku í sauð- Qárræktarlandinu. Getum við ekki reynt að vinna meira í anda Skúla landfógeta? Höfundur er heilsugæslu- læknir á ísafirði. Eimskip gefur Tjarn- arskóla bækur og tæki EIMSKIPAFÉLAG íslands hf. hefur fært Tjarnarskóla bóka- og tækjagjöf. Tjamarskóli, sem var stofnaður vorið 1985, hefur annað starfsár sitt fímmtudaginn 4. september kl. 17, með skólasetningu í sal Kvenna- skólans í Reykjavík. 75 nemendur verða í skólanum í vetur, í þremur bekkjardeildum. í fréttatilkynningu frá skólanum segir að eitt megin- markmið skólans sé að skapa tengsl milli skóla og atvinnulífs, og hafi ljölmörg fyrirtæki tekið þátt í því, þ. á m. Eimskipafélagið. Það hafi sýnt skólanum mikinn áhuga og tekið þátt í að móta atvinnulífs- fræðsluna, sem er skyldunámsgrein í 9. bekk. Skólastjórar Tjarnarskóla, Margrét Theodórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir, taka við bóka- og tækjagjöfinni frá Eimskipafélags- mönnunum Þórði Sverrissyni fulltrúa framkvæmdastjóra og Jóni B. Stefánssyni starfsmannastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.