Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Nauðgun kærð: Manns leitað ínótt TILKYNNT var um nauðgun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti laust fyrir klukkan 23 í gser- kvöldi. Læknir og hjúkrunar- fræðingur komu með sjúkrabO á staðinn en konan var ekki flutt í sjúkrahús. Lögreglan leitaði manns sem var eftirlýstur vegna þessa máls, meðal annars í Qölbýlishúsinu, þar sem grunur lék á að hann leyndist í ákveðinni íbúð, en hann hafði ekki náðst þegar Morgunblaðið hafði síðast spumir af í nótt. Almennir fctögreglumenn og rannsóknarlög- reglumenn vom þá enn í húsinu. Rannsókn málsins fer fram á vegum Rannsóknarlögreglu ríkisins og var unnið að henni fram á nótt. Boeing-verk- smiðjurnar: Islending- "ur gekk frá 170 milljarða samningi BORGE Boeskov, fram- kvæmdastjóri Evrópusölu- svæðis Boeing-flugvélaverk- smiðjanna, er staddur hér á landi til viðræðna við Flug- leiðir. Hann fæddist í Mosfellssveit og ólst upp á Islandi til 10 ára aldurs. ^ Nýlega gekk Borge Boeskov irá stærsta flugvélasölusamningi á farþegaflugvélum sem gerður hefur verið til þessa. Hans deild seldi brezka ríkisflugfélaginu, British Airways, 21 Boeing 747- 400 risaþotur og er andvirði samningsins um 4,2 milljarðar dollara eða jafnvirði nærri 10 milljarða íslenskra króna. Sjá viðtal við Borge Boeskov á bls. 20. Morgunblaðið/Rafn Ólafsson Borgarís á Dohrnbanka Myndarlegir borgarísjakar hafa verið á reki norður af landinu | Líkist hann helst mikilli súlnabyggingu. Hæðin á jakanum var í sumar. Skipveijar á Bjarna Sæmundssyni sigldu nálægt þess- 40—50 metrar. um óvenjulega borgarísjaka á Dohrnbanka fyrir skömmu. I Mjög góð loðnuveiði á Vestfjarðamiðum 20 skip hafa fengið rúm 13 þúsund tonn síðan á föstudag LOÐNUFLOTINN er nú nær all- ur kominn á miðin út af Vest- fjörðum og voru aflabrögð nú um helgina með betra móti. Um hádegi í gær, mánudag, höfðu 20 bátar tilkynnt um afla frá því á föstudag með samtals rúmlega 13 þúsund tonn. Samkvæmt upp- lýsingum frá Loðnunefnd hefur Vestfjarðaloðnan ekki enn verið fitumæld, en hún er sögð stór og falleg. Alls eru nú 21 skip á loðnuveiðum og eru flest á svæði sem er utan og norðan við Halann. Hér er um að ræða mun skemmri leið en áður var á miðin við Jan Mayen, en dæmi voru um að bátar væru um 40 tíma á leið til lands þaðan. Frá miðunum nú er skemmst til Bolung- arvíkur, um 10 tíma sigling. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver Vantrú á að bankar lækki útlánsvexti: „Gengi kjarabréfa snarhækkar“ - segir Gunnar Óskarsson hjá Fjárfestingarfélaginu SÉRFRÆÐINGUM á sviði vaxtamála sem Morgunblaðið ræddi við i gær ber saman um að líklega muni vextir á almenn- um verðbréfamarkaði lækka í kjölfar ákvörðunar fjármála- ráðherra að hætta sölu spari- skírteina ríkissjóðs. Hins vegar eru menn ekki eins vissir um að bankar og sparisjóðir muni lækka sína vexti, nema þá helst af innlánsreikningum á sérkjör- um. Eiríkur Guðnason hagfræðingur Seðlabankans sagði að ef ásókn ríkissjóðs í lánsfé minnkaði mætti fljótlega búast við vaxtalækkun í almennum verðbréfaviðskiptum á þeim bréfum sem fyrirtæki og ein- staklingar selja. „En um banka- vextina er ég ekki eins viss. Þeir eru enn að hluta til undir stjórn Seðlabankans - til dæmis mega verðtryggðu útlánin ekki bera hærri en 5% vexti. í fljótu bragði sé ég ekki tilefni til lækkunar þeirra vaxta. Það er frekar að þeir hækki þegar nýju bankalögin taka gildi 1. nóvember, því þeir eru enn undir því sem ríkið býður, eða 6,5%. Einu bankavextimir sem ég held að gætu lækkað ei-u á háum sérkjarareikningum, sem bankamir hafa boðið í beinni sam- keppni við spariskírteini rfkis- sjóðs,“ sagði Eiríkur Guðnason. Helgi Bergs bankastjóri í Lands- bankanum var sama sinnis. „Þetta hefur ekki verið rætt í bankanum ennþá, en mér sýnist að það sé ástæða til að lækka vexti sérkjara- reikninga. Hins vegar er vafasamt að breyta vöxtum á verðtryggðum innlánum, því þeir eru mjög lágir, eða 1-3%,“ sagði hann. Gunnar Óskarsson hjá Fjárfest- ingarfélaginu sagði þessa ákvörð- un fjármálaráðherra góð tíðindi fyrir eigendur kjarabréfa sem fé- lagið býður. „Gengi þeirra mun snarhækka. Þau eru að þriðjungi til byggð á ríkisskuldabréfum sem bera 9% vexti. Við munum nú selja stóran hluta þeiira á verði sem gefur 6,8-7% ársávöxtun og ná þannig í gengishagnað," sagði Gunnar. Davíð Björnsson hjá Kaupþingi, sem selur svokölluð einingabréf, sagðist búast við mikilli eftirspurn eftir þeim á komandi vikum og mánuðum. „Fólk hættir auðvitað ekki að spara þótt ríkið bjóði ekki lengur spariskírteini. Við komum til með að fá inn mikið af pening- um sem getur orðið ærið verk að koma í verðmæt bréf. Við eigum ekki mikið af ríkisskuldabréfum og munum ekki selja þau, nema ljóst sé að betri ávöxtun sé að fá. Sem ég tel að sé alls ekki sjálfgef- ið,“ sagði hann. spamaður verður af þessum breyttu aðstæðum fyrir loðnuskipin, en ljóst er að hann verður verulegur, mis- mikill að vísu eftir því hvar skipin landa. Löndunarbið hefur verið á Siglu- firði að undanförnu og að sögn Jóns Reynis Magnússonar, forstjóra Síldarverksmiðja ríkisins, hefur það stafað af takmörkun á hráefnis- töku, þar sem loðnan frá Jan Mayen reyndist hafa lítið geymsluþol. Taldi Jón Reynir ekki ólíklegt að á því kynni að verða breyting er Vest- fjarðaloðnan færi að berast, enda væri hún sögð falleg. Ekki er búsist við að.Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti í Reykjavík taki til starfa fyrr en einhvem tíma í september. Að sögn Jónasar Jónssonar, forstjóra, er nú unnið að breytingum á aðalpressu verksmiðjunnar og von á sérfræð- ingi frá Noregi um næstu helgi vegna þeirra framkvæmda. Jónas sagði að ekki hefði verið búist við framboði á loðnu í verksmiðjuna á þessum tíma og því hefði verið ráð- ist í þessar framkvæmdir nú. Hann sagði að loðnan væri nú mun fyrr á ferðinni en í fyrra, þegar fyrsta loðnan barst í verksmiðjuna á Kletti um miðjan október. Kvaðst hann vona að breytingar á pressunni gengju fljótt og vel fyrir sig svo að verksmiðjan gæti tekið til stafa sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.