Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 Hugmyndir um fækkun sláturhúsa: „Hægt að lækka sláturkostnað um allt að 30%u - seg'ir Matthías Gíslason fulltrúi forstjóra SS NEFND sem landbúnaðarráð- herra skipaði á síðasta ári til að athuga rekstur sláturhúsa lands- ins mun leggja til að gerð verði „allróttæk skipulagsbreyting" til að lækka kostnað við slátrun, að því er fram kom í ávarpi Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal um helgina. Það kom fram hjá fulltrúa Slát- urfélags Suðurlands á fundinum að hægt væri að lækka slátur- kostnað um allt að 30% með því að fækka sláturhúsum þar í 3-4. Ráðherra sagði að nefndin væri búin að vinna mikið undirbúnings- starf, en hefði ekki skilað loka- skýrslu. Hann skýrði ekki nákvæmlega frá væntanlegum til- lögum nefndarinnar en það mátti ráða af orðum hans að skipulags- breytingamar fælust einkum í fækkun sláturhúsa. „Árangurinn á vitanlega að vera sá að þama geti orðið um verulega hagræðingu að ræða. Sláturhúsin em dýr mann- virki sem ekki em notuð nema lítinn hluta ársins og skiptir því mjög miklu máli að nýting þeirra geti orðið sem best,“ sagði Jón Helga- son. Matthías Gíslason fulltrúi for- stjóra Sláturfélags Suðurlands sagði í ávarpi sínu á fundi sauðfjár- bændanna að nauðsynlegt væri oiðið að bæta nýtingu sláturhús- anna. „Mér hefur verið sagt að ef sláturhúsum á Suðurlandi yrði fækkað í 3-4 væri hægt að lækka Jökulflóð í Kreppu Kverkfjallaleið ófær Kverkfjallaleið er ófær fyrir alla bíla við ána Kreppu vegna jökulhlaups sem gert hefur stórt skarð í veginn við brúna. Að sögn Sigurðar Haukssonar vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerð ríkisins verður gert við veginn strax og flóðið rénar og aðstæður batna. Ferðamenn sem kunna að vera staddir í Kverkijöllum eða hyggjast fara þangað em þó ekki í vandræð- um vegna þessa því hægt er að fara af Öskjuleið yfír nýju brúna á Jökulsá á Fjöllum hjá Úpptypping- um. Bláfjalla- vegur end- urbyggður BLÁFJALLAVEGUR verður endurbyggður frá Rauðuhnúk- um að Bláfjallaskála í haust. Lengd vegarins er 4,6 km og á væntanlegur verktaki að ljúka verkinu fyrir 15. október. Verkið var nýlega boðið út og áttu verk- takafyrirtækin Völur hf. og Dalverk sf. lægsta tilboðið, 91,3% af kostnaðaráætlun. Tilboð fyrirtækjanna var 8.226 þúsund krónur, en kostnaðaráætlun var rúmar 9 milljónir. Vegagerðin fékk 8 önnur tilboð, og vom þau allt upp í 12,5 milljónir kr. sláturkostnað um allt að 30%,“ sagði Matthías. Matthías sagði að nýju slátur- húsin hefðu verið dýr í byggingu og nýting þeirra léleg. Það hefði í för með sér mikinn fjármagnskostn- að og erfiðan rekstur. „Ein leiðin til að leysa þessi mál er fækkun sláturhúsa og er það orðið mjög brýnt gagnvart neytendum að hin- um svokölluðu undanþáguslátur- húsum verði lokað þar sem þess er kostur, þannig að þær dým vinnslu- stöðvar sem nú er búið að koma upp, til dæmis á Suðurlandi, fái betri nýtingu," sagði Matthías. Guðmundur J. mætti ekki á miðstjórnarfund: „Eyði ekki mikl- um tíma í nefnd- arstúss hjá Al- þýðubandalaginu“ „ÉG EYÐI ekki miklum tíma í nefndarstúss hjá Alþýðubandalag- inu. Ég hef í nógu að atast í trúnaðarstörfum hjá Dagsbrún og læt það ganga fyrir,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og alþingismaður Al- þýðubandalagsins, vera ástæðu þess að hann mætti ekki á mið- stjómarfund Alþýðubandalagsins á sunnudag og gaf ekki kost á sér í verkalýðsmálaráð. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns Alþýðubandalags- ins, var miðstjómarfundurinn frekar fámennur og var helsta málið að kjósa í verkalýðsmálaráð. Nýjar reglur hafa verið settar um ráðið og fulltrúum fækkað veru- lega, eða úr 200-300 í rúmlega 100. Verkalýðsmálaráð mun kjósa sér formann á fyrsta fundi sínum. Guðrún sagði það vissulega óvenjulegt að formaður Dagsbrúnar skyldi ekki gefa kost á sér í verka- lýðsmálaráð, en sagði fjarveru Guðmundar ekki hafa komið sér á óvart. Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar ríkis og lífeyrissjóða á fundinum í gær. Viðræður ríkis og lífeyrissjóða um vexti; Starfshópur skipaður til að leggja fram tillögur ÁKVEÐIÐ var á fundi fulltrúa ríkisvaldsins og lífeyrissjóð- anna í gærdag að skipa starfs- hóp til að gera tillögur um vaxtakjör lífeyrissjóðanna vegna kaupa þeirra á skulda- bréfum Húsnæðisstofnunar. Hópurinn var þegar skipaður og tók til starfa í gærkvöldi. Sig- urður Þórðarson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu fer fyrir hópnum fyrir hönd ríkisins, en Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyr- issjóða, fer fyrir lífeyrissjóðs- mönnum. Ennfremur eru í hópnum fulltrúar Húsæðisstofn- unar og Landssambands lífeyris- sjóða. Er búist við að reynt verði að keyra í gegn samkomulag í dag eða á morgun, að minnsta kosti hvað varðar tímabilið til ára- móta. Hafnar samningaviðræður um nýjan búvörusamning ríkis og bænda: „Samningsstaða okk- ar mætti vera betri“ - segir Ingi Tryggrason formaður Stéttarsambands bænda FULLTRÚAR ríkissljórnarinnar og Stéttarsambands bænda eru byrjaðir að funda um búvöru- samning fjrrir verðlagsárið 1987-88. „Samningsstaða okkar mætti vera betri,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambandsins, á aðalfundi Lands- samtaka sauðfjárbænda sem haldinn var á Hólum i Hjaltadal um helgina. Vísaði Ingi í þessu sambandi til þess að sala sauð- fjárafurða hefði ekki gengið nógu vel á þessu ári. í búvörulögunum segir að land- búnaðarráðherra sé rétt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkis- stjómarinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauð- fjárafurða sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum. í fyrra tókust samningar fyrir tvö verðlagsár, 1985-86 og 1986-87 og var fram- leiðsluréttinum fyrra árið skipt á milli héraða og bænda með reglu- gerðum, en skiptingu á framleiðslu- rétti fyrir síðara verðlagsárið, sem Blönduvirkjun: Lengstu lyftugöng landsins Liggja frá stöðvarhúsi 238 metra upp í stjórnstöð LANDSVIRKJUN hefur aug- lýst eftir tilboðum í smiði lyftu í lengstu lyftugöng landsins. Lyftihæð þessara lyftu mun verða einir 238 metrar. Blönduvirkjun er neðanjarð- arvirkjun og er stöðvarhúsið eina 240 metra niðri í jörðu, en eina 120 metra fyrir ofan sjávar- mál. Stjómstöð og aflspennar eru hins vegar ofan jarðar, 360 metra yfír sjávarmáli. Á milli stjómstöðvar og stöðvarhúss liggja göng og eftir þeim kaplar og hringstigi. í miðju ganganna er svo lyftan. Lyftan er ætluð til fólksflutn- inga; 7 manna rafknúin vírlyfta, er fara mun með 4 metra hraða á sekúndu. Er hún aðallega hug- suð fyrir eftirlitsmenn, sem starfa munu við virkjunina, þeg- ar hún er komin í gagnið. Lyftan skal uppsett og frá- Til að gefa fólki hugmynd um lengd lyftuganganna er Hallgríms- kirkja sett inn á uppdráttinn. gengin í Blönduvirkjun fyrir 1. áætlaður af Landsvirkjun u.þ.b. ágúst 1989 og er kostnaður 10 milljónir. hefst 1. september næstkomandi, er ekki að fullu lokið. Samið var um að ríkið tryggði bændum fullt verð fyrir 107 milljónir lítra mjólkur fyrra árið en 106 milljónir lítra það síðara. Á sama hátt er gert ráð fyrir 12.150 tonna framleiðslu af kindakjöti og tilsvarandi af öðrum sauðfjárafurðum á því verðlagsári sem nú er að ljúka og 11.800 tonn á þvi næsta. Búvörusamningamir eru byggðir á spá um innanlandsneyslu og þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru til útflutningsbóta samkvæmt bú- vörulögunum. Forystumenn bænda voru almennt ánægðir með samn- ingana í fyrra en búast má við að nauðsynlegt verði að lækka magn umsaminna afurða töluvert í þeim samningum sem nú fara fram. í því sambandi má geta þess að greiðsla útflutningsbóta lækkar um 1% á ári, og verður 5% árið 1988, en 6% 1987 og 7% 1986. Þá hefur dræm sala á kindakjöti á þessu ári áhrif til hins verra á samningsstöðu bænda. Jóhannes Kristjánsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda sagði í skýrslu sinni til aðalfundar- ins, þegar hann ræddi um stöðu samtakanna í félagskerfí land- búnaðarins, að stjóm LS hefði litlar sem engar upplýsingar um búvöru- samningana, sem þó væri stórmál fyrir samtökin. Ingi Tryggvason sagði að samningaviðræður á milli bænda og ríkis væm að byrja og mál þyrftu að skýrast betur en við þvf mætti búast að síðar þyrfti að hafa víðtækt samstarf um ákvarð- anir varðandi samningana. Það færi þó algerlega eftir því hvemig samningamir gengju. Aðalfundur sauðijárbænda samþykkti að fela stjóm samtakanna að leita eftir því við stjóm Stéttarsambands bænda að fá að fylgjast með samningavið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.