Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 25 Patrick Sherrill. Morðingi þjálfaði breska hermenn London, AP. PATRICK Sherrill, sem skaut 14 manns til bana og loks sjálfan sig fyrr í þessum mán- uði, kenndi breskum her- mönnum meðferð skotvopna, að sögn talsmanna breska hersins. Sherrill annaðist þjálfunina í síðasta mánuði og stóð námskeið hans í tvær vikur. Þjálfun hermannanna fór fram í herstöð skammt frá Cam- bridge á Englandi en Banda- ríkjaher annast rekstur hennar. Sherrill var sérfræðingur í meðferð vopna en söðlaði um og gerðist starfsmaður hjá póst- þjónustunni í Oklahoma i Bandaríkjunum þegar hann sneri aftur frá Bretlandi. Þegar honum var hótað uppsögn þar sturlaðist hann gjörsamlega og skaut 14 samstarfsmenn sína til bana og framdi síðan sjálfs- morð. Samstarfsmönnum hans á Bretlandi ber saman um að Sherrill hafí verið mikill prýðis- maður og urðu því fyrir miklu áfalli þegar þeir fréttu hvílíkt ódæðisverk hann hafði framið. Segja þeir að aldrei hafi borið á nokkru í fari hans sem benti til að hann ætti við geðræn vanda- mál að stríða. Grænland: Maður skotinn til bana Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins á Grænlandi. LÖGREGLAN S Umanak á norð- vestur Grænlandi skaut mann til bana um helgina. Maðurinn hafði verið gripinn brjálsemi og var hann vopnaður tveimur rif flum. Maðurinn, sem var tvítugur að aldri, tók fjóra gísla og hélt þeim inni í verslun í bænum. Hann mið- aði byssunum hvað eftir annað að fólkinu og skaut út í loftið. Þegar lögreglan kom reyndi maðurinn að komast undan á hlaupum. Lög- reglumennimir reyndu að hæfa fótleggi mannsins en skot þeirra höfnuðu í handlegg og bol hans og lést hann á leiðinni á sjúkrahús. í síðustu viku stálu þrír ölvaðir menn um tvítugt byssum og hleyptu af þeim út í loftið. Mennimir vom handteknir og dæmdir í 14 daga fangelsi. Engin slys urðu á mönnum en vopnin, sem mennimir vom með í höndunum, vom mjög öflug. E1 Salvador: Uppreisnarmenn reyna að stöðva alla flutninga San Salvador, AP. VINSTRI sinnaðir uppreisnarmenn í E1 Salvador fyrirskipuðu á sunnudag að umferð yrði stöðvuð um allt landið. Aðeins tókst að stöðva umferð á þjóðvegum í austurhluta landsins. Þetta er í sjötta skipti á þessu ári sem skæmliðar hafa farið fram á að gripið yrði til slíkra aðgerða. Tilkynning uppreisnarmanna barst degi eftir að ríkisstjóm E1 Salvador og uppreisnarmenn féllust á það í Mexikóborg að halda þriðju lotu viðræðna til að binda enda á borgarastyijöldina í E1 Salvador. „Frá og með þessum sunnudegi fyrirskipum við að allir flutningar verði stöðvaðir á öllum þjóðvegum í landinu." Þessi tilskipun var flutt í leyniútvarpi skæmliða, „Vencer- emos“. Engin ástæða var gefin fyrir árásinni. Ókumenn vom varaðir við og sagt að allur akstur væri á eig- in ábyrgð. Kannanir, sem gerðar vom eftir að yfirlýsingin var gefin, sýndu að umferð var með eðlilegum hætti í vesturhluta landsins, enda hafa skæmliðar lítil ítök þar. En umferð minnkaði aftur á móti um 60 pró- sent í austurhluta E1 Salvador. Skæmliðar hafa oft gripið til þess ráðs að lama umferð til þess að grafa undan efnhag landsins síðan átökin hófust við stjómina í október 1979. Oft og tíðum hafa þeir skotið á eða kveikt í ökutækj- um. Uppreisnarmennimir krefjast þess að stjómarskránni verði breytt þannig að þeir sitji að völdum ásamt flokki Napóleons Duarte, forseta, kristilegum demókrötum. Duarte hefur hafnað þessum kröfum og þess í stað farið fram á að uppreisnarmenn leggi niður vopn og taki þátt í lýðræðislegum stjóm- arháttum með því að bjóða fram til kosninga. Hann hefur lofað því að menn sem hafa framið glæpi í stríðinu verði ekki sóttir til saka. ÁNANAUSTUM 15 MÁLASKÓLI RITARASKÖLI Ritaraskólinn tekur til starfa 8. september. Kennt er alla virka daga vikunnar, þrjár klukkustundir í senn, og boðið upp á morgun- og dagtíma. Markmið skólans er að útskrifa sjálfstæða starfskrafta sem hafa tileinkað sér af samviskusemi það námsefni sem skólinn leggur til grund- vallar, en kröfur skólans til sinna nemenda eru ávallt miklar. Til þess að ljúka prófi frá Ritaraskólanum þarf lágmarkseinkunn- ina 7.0 í öllum námsgreinum. *******'*««%*£ ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655 Námsefni á íslenskubraut: □ íslenska................................. 76 klst. □ bókfærsla ............................... 72 klst. □ reikningur .............................. 36 klst. □ tölvur .................................. 39 klst. □ vélritun ................................ 24 klst. □ tollur .................................. 33 klst. □ lög og formálar.......................... 12 klst. □ enska ................................... 21 klst. □ skjalavarsla ............................. 9 klst. □ verðbréfámarkaður......................... 3 klst. Námsefni á enskubraut: □ enska ....................................144 klst. □ verslunar-enska...........................144 klst. □ vélritun ................................ 24 klst. □ tölvur .................................. 39 klst. 331 klukkustunda sérmenntun fyrir nútíma skrifstofufölk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.