Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 42
38er TgúoÁ .as auDAauiaisMjaiaAjamjoaoM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 A * Enn ein söng- glöð systkini Fjölskyldufyrirtæki á borð við systkinasönghópa hafa löngum verið afskaplega vinsæl fyrirbæri vestan hafs. Þessu til sönnunar nægir að nefna Osmond-systkinin sem nutu gífurlegra vinsælda fyrir nokkuð mörgum árum, svo og Jack- son-bræðuma, sem síðar leystust reyndar upp í frumeindir sínar. Ef marka má okkar heimildir virðist nú enn einn systkinahópurinn vera á góðri leið með að slá í gegn þar vestra, söngflokkurinn, The Jets, sem sérhæflr sig í svokallaðri „fönkaðri tyggjókúlu-tónlist". Alls eru systkinin 14 talsins, en enn sem komið er troða aðeins 8 þau elstu upp á söngskemmtunum ýmiss kon- ar. „Við erum ákveðin í að verða eins fræg og Osmond-systkinin og Jackson-bræðumir áður en næsti vetur er á enda," segja þau — og að mati sérfróðra mann er sú full- yrðing ekki eins §arstæðukennd og virst gæti í fyrstu. Lag þeirra „Crush on you“ komst nýlega í fimmta sæti bandaríska smáskífu- listans og plata þeirra, „The Jets“, er á uppleið á Billboard-vinsælda- listanum. Foreldramir, þau Mike og Vake Wolfgramm, fluttu til Banda- ríkjanna fyrir tuttugu árum frá pínulitlu konungsríki í Kyrrahafí, Tonga, þar sem Mike vann sem trésmiður. Þau settust að í Salt Lake City og hófu að hlaða niður bömum. Vake var heimavinnandi húsmóðir en Mike starfaði sem af- greiðslumaður í kjörbúð hverfisins. Tónlistaráhugi og hæflleikar bam- anna komu fljótlega í ljós, enda var móðir þeirra æði söngelsk og kenndi þeim fjöldann allan af bamalögum. Það var þó ekki fyrr en árið 1978, sem sönghópurinn var formlega stofnaður og þá söng ættmóðirin, Vake, aðalröddina. Mike sagði upp stöðu sinni í kjörbúðinni, fjárfesti í sendiferðabíl og ferðaðist með fjöl- skylduna um landið þvert og endi- langt, þar.sem þau tróðu upp við alls kyns tækifæri. „Pabbi sagði alltaf að það væri aðeins einn mað- ur sem kæmi til greina sem umboðsmaður okkar," upplýsti Eugene, sem er 19 ára gamall. „Það var Powell, sem vann eitt sinn fyrir plötufyrirtækið Motown. Hann hafði hinsvegar löngu sagt skilið CPII Væn ykkur sama, þott þið flyttuð ykkur héðan? við þennan skemmtikraftaiðnað, var farinn út í viðskipti og hafði þá engan hug á að skipta sér neitt af tónlistarmönnum meir. En þegar okkur tókst svo loks að fá hann til að hlusta á okkur, þá lét hann til leiðast og skrifaði undir samning við okkur." „Þau voru alveg frá- bær,“ segir Powell. „Ég vann á sfnum tíma mikið með Jackson- bræðrunum og það get ég svarið, að þessir krakkar gefa þeim sko ekkert eftir, eru bara betri, ef eitt- hvað er. Ég vissi það strax eftir fyrsta lagið að þessi sveit ætti eftir að slá í gegn, bíðið þið bara,“ bæt- ir hann við. The Jets — Efri röð frá vinstri: Haini 18 ára, Leroy 20 ára, Eliza- beth 13 ára, Rudy 17 ára. Neðri röð frá vinstri: Kathi 15 ára, Eugene 19 ára, Moana 12 ára og Eddie 20 ára. Skelfilesf stund / 1 ö, • X • 1 Getið þið ímyndað ykkur skelfinguna, sem hlýtur að grípa um sig er maður festist í „rússíbana", á hvolfí, marga metra uppi í loftinu? Þetta henti nefni- iega 24 ungmenni í Tívolíinu í Álaborg, ekki alls fýrir löngu. Lestin snarstöðvaðist á óheppilegasta stað, 38 metra frá jörðu og sátu farþegarnir þar fastir í einar 27 mínútur, eldrauðir í framan, og héldu að nú væri þeirra hinsta stund runnin upp. Það var ekki fyrr en slökkvilið bæjarins kom á vettvang að björgunaraðgerð- ir gátu hafist. Reipi var bundið í fremsta vagninn og lestin dregin niður. Eins og nærri má geta varð léttir- inn mikill er fólkið hafði loks fast land undir fótum sér á ný. „Þetta var alveg hræðilegt," sagði framkvæmda- stjóri skemmtigarðsins. „Svona atburðir eiga ekki að geta átt sér stað, en svo virðist sem einhver farþeg- anna hafi í ógáti ýtt á neyðarbremsuhnapp og hann fest. Tæknibúnaðurinn sem stýrir þessu tæki kostar tugi milljóna króna og á að vera afskaplega fullkom- inn. Þessi bilun var okkur því mikið áfall. Til allrar hamingju voru þó axlarólamar traustar, þær héldu fólkinu föstu í sætum sínum. Það hefði lítið þurft að bera út af til þess að þetta endaði með ósköpum." — En ævintýri eiga að enda vel og það gerði þetta svo sannarlega líka. Farþegarnir komust allir heilu og höldnu niður á jörðina á ný og kenndu sér einskis meins, ef frá er talinn höfuðverkur og svolitið mar á öxlum eftir ólarnar, sem björguðu þó lífí þeirra. Maður fær hnút i magann af tilhugsuninni einni um að festast í fieiri mínútur i þessari stöðu. „Við höfum sko enga þörf fyrir heimilishjálp“ — segja mæðgurnar Astrid og Irma, sem eru 102 og 80 ára gamlar Aldurinn er afstætt hugtak, víst er það. Hugarfar og lífsviðhorf skipta meira máli en árafjöldinn, I sem að baki er. Við þekkjum öll 1 ungt og fullfrískt fólk, sem þó gæti verið á aldur við ömmu okk- ar, andlega séð — höfum heyrt sögur af konum jafnt sem körlum, sem komin eru á níræðisaldur, en geisla þó enn af lífsfjöri, tilhiökkun og kraftmikilli kæti. Þetta er fólkið stingur í stúf við allar skýrslur og skrár um málefni aldraðra. Meðal þeirra sem hundsa allar hindranir hvað aldurinn snertir, fussa og sveia við þess háttar fordómum, eru mæðgumar Astrid Madsen og Irma Hansen. Þær eru báðar ellilífeyris- þegar og það meira að segja í eldri kantinum. Engu að síður hefur hvomg þeirra þörf fyrir heimilis- hjálp, hvað þá heldur hjúkrun. Þær segjast báðar vera fyllilega sjálf- bjarga og kæra sig ekkert um afskipti utanaðkomandi aðila af húsverkum þeirra. „Dóttir mín rétt- ir mér að vísu hjálparhönd," segir Astrid og bendir á Irmu, sem er rúmlega áttræð að aldri. Aðspurð kveður Astrid, sem orðin er nú 102 ára gömul, það ekki koma til greina að þær mæðgur fari að búa saman. „Sko, mamma bjó hér í fímm mán- uði, ekki alls fyrir löngu, meðan hún var að jafna sig eftir beinbrot. Og sú sambúð gekk alveg stór- áfallalaust," bætir Irma við. „Svo auðvitað standa dyr mínar henni ávallt opnar, ef eitthvað amar að. En það er fráleitt að við förum að búa saman báðar fullfrískar.“ „Nei, það gengi aldrei," segir mamma gamla, „ég er svo óttalegur nátt- hrafn, vil helst vaka heilu og hálfu næturnar, horfa á bíómyndir, lesa eða hlusta á útvarp. Irma hefur hinsvegar alltaf verið ægilega kvöldsvæf. Svo það liggur í augum uppi að þeir yrðu ófáir árekstramir á því heimilinu," segir Astrid og hlær. Báðar urðu konurnar ekkjur fyr- ir mörgum árum síðan. Astrid á aðeins þessa einu dóttur en Irma á tvær. „Á hveijum laugardegi hitt- umst við svo allar fjórar, höldum svona kvennakaffíboð," upplýsir Irma. „Þá mætum við með handa- vinnuna, spjöllum um daginn og veginn og segjum hverri annarri sögur. Sambandið milli þessara þriggja ættliða hefur nefnilega ávallt verið mjög gott, sjaldan eða aldrei slettst nokkuð upp á vinskap- inn.“ Því til sönnunar má nefna að Irma heimsækir móður sína á hverj- „Við erum afskaplega góðar vinkonur, en gætum þó aldrei búið saman," segja þær mæðgur. Og ástæðan? — „Mamma gamla er svo mikill nátthrafn, vakir heilu og hálfu næturnar við sjónvarpsgláp og bókalestur." um degi, færir henni hádegismat og leysir erfiðustu húsverkin af hendi. „En aðeins þau erfiðustu,“ segir hún. „Meðan ég ryksuga, þurrkar mamma af og vökvar blóm- in. Það er aðeins eitt, sem við eigum báðar dálítið erfltt með og það er að þvo gluggana. íbúðin hennar er uppi á þriðju hæð og mér líður allt- af heldur illar að hanga þar út um gluggann og pússa rúðurnar, á það til að svima svolítið. — En maður lætur sig samt hafa það,“ segir Irma. Allir vinir Astrid eru löngu horfnir yfir móðuna miklu og því er það ómetanlegur félagsskapur sem hún hefur af dóttur sinni og dótturdætrum. „Það er kannske þess vegna sem ég hef lagt mig fram um að treysta fjölskyldubönd- in svo mjög,“ segir Astrid, „án hennar myndi ég sennilega veslast upp á einni viku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.