Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 Farvegir Þridja heimildarmynd tækni- sýningar Reykjavíkur var á dagskrá sjónvarpsins síðastliðið sunnudagskveld og var lýst svo í dagskrárkynningu: Farvegir — Göt- ur í borg eru farvegir manna og bifreiða en undir malbikinu lejmast farvegir kalds og heits vatns, raf- magns, fjarskipta og úrgangs. Tæknisýning Reykjavíkur lét gera þessa mynd um götur, uppruna þeirra í Malbikunarstöðinni, árlega aðhlynningu og „andlitslyftingu" þeirra þegar þær taka að eldast. Persónulega fannst mér þessi heim- ildarmynd Tæknisýningarinnar takast vel og oft mátti greina þar listamannshandbragð eins og þegar myndaugað rann mjúklega frá opnu svöðusári Laugarvegarins og yfir til hinnar yndisfögru göngugötu er vísar okkur svo sannarlega veginn til framtíðar ef blessaður Lauga- vegurinn lifir af Hagkaupsrisann — en það er nú önnur saga. Líkt og í fyrri myndum Tækni- sýningarinnar fór kvikmyndataka bæði fram að sumri og vetri og veitti ekki af því eins og menn vita eru götur borgar vorrar yfirleitt ljúfar sem lömb á sumri en annað er uppi á teningnum er vetur kon- ungur ríður í hlað eins og glögglega mátti sjá í myndinni. Annars fannst mér frásögnin af malbikunarfram- kvæmdum borgarinnar gleggst en hefði máski mátt greina frekar frá lagnakerfinu undir götunum þótt það hafi alls ekki gleymst. Einn Ijóður var á þessari annars glöggu heimildarmynd, sá að kvikmyndar- gerðarmennimir skiptu ekki nógu lipurlega milli myndsviða en þá á ég við að þegar nýtt myndsvið barst á vængjum fílmunnar kom fyrst smá eyða. Ég hefði kosið að skreyta þessa grámóskulegu eyðu með texta líkt og gert var á tímum þöglu myndanna. Kassinn góÖi Eins og menn vita og ég hef víst áður minnst á hér í þáttarkominu, tíðkast sá siður meðal Breta að labba með kassa niðrá Hyde Park Comer í miðri Lundúnaborg og messa þar yfir vegfarendum. Nú virðist Hyde Park Comer hafa þok- ast í námunda við hljóðnema og myndatökuvélar ljósvakafjölmiðl- anna og inná síður blaðanna. Er jafnvel svo komið málum að flöldi manna hefír orðið atvinnu af að predika af fjölmiðlakassanum há- timbraða. í þætti Páls Heiðars Jónssonan Frá útlöndum er sér stað í dagskrá rásar 1 á laugardags- morgnum, er fjöldi manna kvaddur á kassann góða, hef ég áður minnst þar á einn fastagest, Guðmund Heiðar Frímannsson, er síðastliðinn laugardag flutti prýðilegan pistil um mannréttindabrotin á Kúbu í stjómartíð Kastrós, og nú vil ég minnast á Indriða G. Þorsteinsson er flutti skoðun vikunnar í þætti Páls er var á dagskrá fyrir réttum hálfum mánuði en í þeim ágæta þætti var Páll Heiðar reyndar stadd- ur í London og stjómaði þar þættinum í gegnum símann. Ég er ekki alltaf sammála Ind- riða G., til dæmis um að við eigum að hjálpa hvíta minnihlutanum í S-Afriku í vamarbaráttu hans gegn svertingjunum, en mér finnst Ind- riði hafa bragðist karlmannlega við hótunum Bandaríkjamanna í hval- veiðistríðinu, en um þær hótanir fjallaði einmitt pistill Indriða téðan laugardag. Indriði veit sem er að stórveldi jafnvel þótt það sé vin- veitt ber ekki virðingu fýrir smáþjóð er sýnir undirlægjuhátt eða eins og Indriði komst að orði í helgarblaði DV: Herinn er búinn að vera hér í 36 ár og því lengur sem sú staða varir telja menn það sjálfsagðara að hún breytist ekki. Alþýðubanda- lagsmenn lentu sumir í þeirri villu að verða kokkteilvinir bandaríska sendiherrans en ég veit auðvitað ekkert hvaða upplýsingar hann sendi um herstöðvaandstæðinga á íslandi. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.06 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höf- undur les (14). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miödegissagan: „Fólk á förum" eftir Ragnhildi Ólafs- dóttur. Elisabet Jónasdóttir þýddi úr dönsku. Torfi Jóns- son les (6). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar — Vilhjálmur Vilhjálms- son. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Á hringveginum — Vest- urland. Umsión: •ívar Kjartansson, Ásþór Ragn- arsson og Stefán Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Divertimenti a. Divertimento fyrir ein- leiksflautu eftir Öisten Sommerfeldt. Per Öien leik- ur. b. „Quattro Tempi", diverti- mento fyrir blásarakvintett op. 55 í fimm þáttum eftir Lars-Erik Larsson. Blásara- kvintett Filharmoníusveitar Stokkhólms leikur. c. Divertimento interotto fyrir 13 hljóöfæraleikara eftir Ádam Walacinski. Kammer- sveit frá Vínarborg leikur; Andrej Dobrowolski stjórn- ar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn- 19.00 Dansandi bangsar (Das Tanzbáren Márchen) Þriðji þáttur. Þýskur brúöumyndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.25 Úlmi (Ulme) Fjórði þáttur. Sænskur teiknimyndaflokk- ur um dreng á vikingaöld. Sögumaður ArnarJónsson. Þýðandi Jóhann Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö) 19.60 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður andi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 I loftinu — Hallgrímur Thorsteinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Guðrún Birgisdóttir talar. 20.00 Ekkert mál. Ása Helga Ragnarsdóttir stjórnar þætti fyrir ungt fólk. 20.40 Biskupsefni á banaslóð. Ævar R. Kvaran flytur erindi. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Landsvirkjun Stutt kvikmynd þar sem far- in er einskonar hringferö um virkjanasvæði Landsvirkjun- ar. Myndina lét Landsvirkjun gera f tilefni Tæknisýningar Reykjavíkur. 20.50 Svitnar sól og tárast tungl (Sweat of the Sun, Tears of the Moon) Fjórði þáttur: Kóngar í riki sínu. Ástralskur heimildamynda- flokkur i átta þáttum um Suður-Ameríku ogþjóðirnar sem hana byggja. (þessum 21.05 Perlur. Los Paraguayos og Los Indios Tabajaras syngja og leika. 21.30 Útvarpssagan: „Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. Vilborg Bic- kel-isleifsdóttir þýddi. Guðrún Guðlaugsdóttir les(6). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Ungir norrænir einleik- arar. Tónlistarmenn frá Sviþjóð. a. Lars Jönsson leikur á píanó Fantasiu í C-dúr op. 17 eftir Robert Schumann. b. Thomas Sundquist leik- ur á lágfiðlu og Bengt Forsberg á píanó Sónötu op. 15 eftir Paul Juon. Kynn- þætti verður sjónum beint að hinni frægu kjötkveöju- hátíð í Ríó. Þýöandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.40 Arfur Afródítu (The Aphrodite Inheritance) Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í átta þáttum. Aöalhlutverk: Peter McEn- ery og Alexandra Bastedo. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.25 Framtíö íslenskra flug- mála Umræöuþáttur i umsjón Ómars Ragnarssonar. 23.10 Fréttir i dagskrárlok ir: Guðmundur Jónsson. 23.15 Á tónskáldaþingi. Þor- kell Sigurbjörnsson kynnir. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Én ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 9.00 Morgunþáttur i umsjá Ásgeirs Tómasson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og Sigurðar Þórs Salvars- sonar. Guðriður Haralds- dóttir sér um barnaefni kl. 10.05. '12.00 Hlé 14.00 Skammtað úr hnefa Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 16.00 Hringiöan Þáttur i umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 17.00 I gegnum tíðina Jón Ólafsson stjórnar þætti um íslenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. S VÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Nýr þáttur á rás 2: Skammtað úr hnefa ■■■■■ Skammtað úr 1/1 00 hnefa er heiti á -4 nýjum þætti sem er á dagskrá rásar 2 í dag. Stjórnandi þáttarins er Jónatan Garðarsson og mun hann leika nýja tónlist í bland við eldri gullkom. Eftir fréttir kl. 3 verða leiknar tvær eða þijár upp- tökur af tónleikum og lítil- lega fjallað um viðkomandi listamann eða hljómsveit. Ætlunin er að þetta verði fastur liður í þættinum. Jónatan Garðarsson Fjórði þátturinn um Úlma, sænska drenginn sem var uppi á víkingaöld, er á dagskrá sjónvarps i dag kl. 19.25. Svitnar sól og tárast tungl: Kjötkveðjuhátíð í Ríó ■■■■■ í dag verður 1 H 00 síðasta ferð 1 * ““ Jóns Ólafssonar í gegnum tíðina og reyndar hans síðasta ferð að hljóð- nemanum að sinni því hann er á föram til útlanda og mun verða þar næsta árið. Af þessu tiefni má búast við ýmsum óvæntum uppá- komum í þættinum auk þess sem Jón ætlar að halda áfrarn að ieika bestu íslensku dægurlögin að hans mati. ■H^Hi F'jórði þátturinn OA50 af Svitnar sól og — tárast tungl, ástralska heimildamynda- flokknum um Suður- Ameríku og þjóðimar sem hana byggja, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. í þetta sinn ætlar Jack Pizzey, umsjónarmaður þáttanna, að taka fyrir hin- ar frægu kjötkveðjuhátíðir í Ríó. Hann er vanur gerð heimildamynda, hefur gert yfír 50 slíkar og unnið í öllum heimsálfunum. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. I gegnum tíðina Jack Pizzey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.