Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 9 Tilboð Kodak um innlausn á Kodak skyndimyndavélum Þar sem framleiðslu á KODAK skyndimyndavél- um og filmum í þær hefur verið hætt vegna máls- höfðunar í Bandaríkjunum, býður KODAK fyrir- tækið eigendum KODAK skyndimyndavéla hér á landi að skila vélum sínum í skiptum fyrir aðrar KODAK vörur eða peningaávísun. Tilboð þetta gildir frá 25. ágúst 1986 til 1. júní 1987. Hægt er að koma með KODAK skyndimyndavél- ar í verslanir Hans Petersen hf. í Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Lynghálsi 1 og í Pedró- myndir, Hafnarstræti 85, Akureyri. Einnig má senda skyndimyndavélina í pósti til Hans Petersen hf., Lynghálsi 1, 110 Reykjavík. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar í síma 83233' KODAK fyrirtækið biður þá við- skiptavini sína velvirðingar er orðið hafa fyrir vonbrigðum eða óþægindum vegna þessa, og von- ast til að þetta tilboð verði til þess að þeir hafi áfram ánægju af ljós- myndun. Kodak UMBOÐIÐ * 3 < %«rvá'",s íW kt- ARNARHÓLL “= Bræðiskrif Þjóðviljans í Staksteinum í dag er fjallað um endurteknar árásir Þjóðviljans á listamennina níu sem birtu yfirlýsingu hér í blaðinu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í maí og kváðust ætla að kjósa Davíð Oddsson borgarstjóra. Nú um helgina var minnst á þá með óvenjulegum hætti í Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Skrif Bríetar Bríet Héðinsdóttir, leikkona, er fastur dálka- höfundur i I>jóðviljíuium og skrifar þar um fjöl- miðlun undir því athygl- isverða heiti „Fjöhniðla- vaðall“. Fjölmiðlim er viðtækt umfjöllunarefni og leyfir einatt að farið sé út í aðra sálma. í pistli Bríetar í siðasta Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans víkur hún að predikun Daviðs Oddssonar, borg- arstjóra, í Neskirkju fyrir rúmri viku (en út- dráttur úr henni var birtur i Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag). Um orð borg- arstjóra segir Briet: „Andstyggilegur vald- hroki og mannfyrirUtn- ing var hátíðarboðskap- ur borgarstjóra til Reykvíkinga. Þetta má reyndar líka nefna hrein- skilni. Og hreinskilni má reyndar líka nefna dyggð.“ Astæðulaust er að fara nokkrum orðum um þessa túlkun Bríetar. Þeir sem heyrðu predik- unina flutta eða lásu kafla úr henni í Morgun- blaðinu geta sjálfir dæmt um réttmæti þeirra. En það er ekki borgarsljór- inn sem bræði Ieikkon- unnar beinist fyrst og fremst að, eins og kemur í Ijós þegar haldið er áfram með tilvitnunina hér að ofan. Bríet skrif- ar: „Kannski hérna séu loksins komnir í leitimar þeir „verðleikar" sem knúðu menn til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með frægri hoUustuyfirlýs- ingu við Davíð - menn sem svo mjög voru áber- andi við hátiðarhöldin góðu. Megi þeir vel njóta síns kjöma leiðtoga." Þessum skeytum er að sjálfsögðu beint að mönnum eins og Kjartani Ragnarssyni, Atla Heimi Sveinssyni og Gunnari Þórðarsyni, en líklega einkum að hinum tveirn- ur fyrst nefndu, sem Alþýðubandalagið hefur viljað eigna sér. Fyrir það, að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Davíð Oddsson em þeim eign- aðir eiginleikamir „andstyggilegur vald- hroki“, „mannfyrirlitn- ing“ og „hreinskilni". Og þegar Bríet talar um að þeir hafi verið „svo mjög . . . áberandi við hátíða- höldin" er hún að árétta það sem hún hefur áður komið fram með i Þjóð- viljanum þess efnis að listamennirnir hafi látið hagsmuna- og peninga- sjónarmið ráða ferðinni í stuðningi sínum við borgarstjóra. Þeir hafi m.ö.o. stutt hann til að fá atvinnu í kringum af- mælishald Reykjavíkur- borgar! Hvemig á þá að skýra að einnig vom áberandi á afmælinu listamenn úr öðrum stjómmálaflokkum eða listamenn sem engin af- skipti hafa af pólitík? „Gjaldið“ í Ijósi þess hvemig Þjóðviljanum er ritstýrt má líta svo á að skrif Bríetar í hinum föstu fjölmiðladálkum spegli einnig viðhorf ritstjóra blaðsins. Frekari stað- festing á þvi fæst í tveimur ómérktum klausum i helgarblaði Þjóðviljans, en báðar em að sjálfsögðu birtar á ábyrgð ritstjóranna (ef þær em þá ekki beinlinis skrifaðar af þeim). Ónn- ur er i „visuformi" og hljóðar svo: „Voldugur Dabbi vinur listamanna/ Launar þeim sem launa ber/lætur hina bjarga sér.“ Hin klausan er birt undir fyrirsögninni „Gjaldið" og þar segir orðrétt: „Gárungar hafa gefið kvöldskemmtun þeirri sem flutt var á Amarhóli 18. ágúst á afmæli borgarinnar nafnið „Gjaldið." Eins og allir muna birtu nokkrir listamenn með Hrafn Gunnlaugsson í broddi fylkingar yfirlýsingu daginn fyrir kjördag i vor um að þeir kysu menn en ekki flokka og því styddu þeir Davíð Oddsson. Þótti mörgiun þetta skrýtin og óskiljan- leg yfirlýsing. En nú er komið í ljós hvers vegna. Hrafn Gunnlaugsson og Kjartan Ragnarsson vom yfirstjórar kvölddag- skrárinnar. Leikrit kvöldsins var eftir Kjart- an Ragnarsson, tónlistin i leikritinu eftir Atla Heimi Sveinsson og Gunnar Þórðarson sá um allan tónlistarflutning og var h(jómsveitarstjóri á popptónleikum kvölds- ins. Allir skrifuðu þessir listamenn undir stuðn- ingsyfirlýsingu við Davið.“ Það er að vísu rang- hermi hjá Þjóðviljannm, að Hrafn Gunnlaugsson hafi verið í hópi niu- menninganna sem sendu frá sér stuðningsyfirlýs- ingu við Davíð en það er hins vegar aukaatriði. Hitt er aðalatriðið að hér er að finna rætinn mál- flutning um nafngreinda menn. Og það breytir engu þótt þeir visi áburð- inum á bug þvi hér er um atriði að ræða sem „sönnur" verða aldrei færðar á og fómarlömb- in standa vamarlaus gagnvart. Oneitanleg hlýtur það að vera ógeðfellt fyrir listamennina niu að þurfa að sitja undir áburðinum i Þjóðvijjan- um. Á hitt er þó að líta að skrif af þessu tagi dæma sig sjálf. Þau em fyrst og fremst vottur um siðferði ákveðinna manna („gárunga" Þjóð- viljans) og breyta í rauninni engu þegar til lengri tima er litið. Það er hins vegar engin ástæða til að hafa hljótt um þessi skrif svo fróð- legur vitnisburður sem þau em um hugarheim alþýðubandalagsmanna og skriffinna Þjóðviljans. BQSCH HIA NOTA HVAR SEM ER TSí.^amatkadutlnn •pl&j tattisqótu 12-18 1921 VW Golf C 1984 Skrúfjárnsborvél meö átaksstillingu, stiglausri hraðastillingu í báðar áttir, tveggja gíra, 1. gír: 0-400 snúningar á mín., 2. gír: 0-900 snúningar á mín. Skrúf- járnsendar fyrir stjörnu og venjulegar skrúfur og hleðslutæki fylgja, hleðslutími ca 1 klst. Þyngd ca 1,5 kg. Verð aðeins kr. 11.204,- Grænsans., 2ja dyra, ekinn 45 þ. Mazda 626 1983 Blár, ekinn 65 þ. km. 1600 vél. Útvarp, segulband o.fl. 5 gíra. Verö 375 þús. biuvmarkÁStbinn ^ Gunnar Ásgelrsson hf. Siiöuflandslynul 16 Slfn 9135^X3 Citroén BX GT 1985 Grár, vökvastýri o.fl. Framdrifinn, raf- magn i öllu. Ekinn 26 þ. km. Verð 530 þ. VW Jetta ’86 Fallegur bill. V. 410 þ. Ford Sierra 2000 ’84 Ekinn 32 þ. V. 450 þ. Audi 100 cc ’84 Gullfallegur. V. 650 þ. Daihatsu Charade TX '86 Nýr, óekinn. V. 320 þ. Audi Coupé CT ’86 Sportbill í sórfl. V. 1 millj. Dodge Aries Station '81 4 cyl. m/öllu. V. 380 þ. BMW 316 4 d. v85 Sem nýr. V. tilboö. Datsun 280 C diesel '82 Fallegur bíll. V. 350 þ. MMC Colt v83 Blár, 5 dyra, ekinn 45 þ. V. 250 þ. M. Benz 230 E V81 Gullfallegur bíll m/öllu. V. 580 þ. Suzuki Fox 4x4 v82 Ekinn 40 þ. km. V. 260 þ. MMC Lancer '86 Ekinn 15 þ. Sjálfsk. V. 440 þ. Toyota Cressida DX '82 Sjálfsk. o.fl. V. 330 þ. Saab Turbo '82 Einn m/öllu. V. 450 þ. Opel Rekord '84 M/sóllúgu o.fl. V. 490 þ. MMC Galant GLS v84 Ekinn 44 þ. V. 380 þ. Mazda 929 Sport '82 2ja dyra sportbíll. V. 380 þ. BMW 318 I '81 Ekinn 67 þ. V. 320 þ. Subaru 1.8 Station '86 Nýr bíll. V. tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.