Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 13

Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 13 Fasteignakaup og framhjáhald Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Skuldafenið — The Money Pit ☆ ☆ Leikstjóri Richard Benjamin. Tónlist Michael Colombier. Kvikmyndataka Gordon Will- is. Framleiðendur Spielberg og co. Aðalleikendur Tom Hanks, Shelley Long, Alex- ander Goudunov, Maureen Stapleton. Bandarísk. Uni- versal 1986. 91 mín. Vandamál og verkir húsbyggj- enda og tilheyrandi sambúðareij- ur eru innihald farsans Skuldafenið. Tom Hanks er lög- fræðingur og Shelley Long fiðlu- leikari sem verða að flytja í skyndi úr íbúð manns hennar fyrrverandi og halda óundirbúin og auralaus út á fasteignamarkaðinn. Hanks fær lán þegar þeim stendur til boða glæsivilla fyrir grunsamlega lítinn pening. Enda reynist villan vera aðeins rétt fyr- ir augað. Það hrynur allt sem hrunið getur og þurfa nú hinir skítblönku húseigendur að endur- byggja slotið með tilheyrandi stríði við iðnaðarmenn o.s.frv. Ekki bætir það sambúðina að frú- in lendir á fylliríi með eigin- manninum fyrrverandi og veit fátt í sinn fagra haus morguninn eftir. Stendur sambúðin á brauð- fótum þegar endurreisninni er lokið. Richard Benjamin, sá ágæti gamanleikari, hefur rejmst lið- tækur leikstjóri og eftir hann liggur ljómandi gamanmynd, My Favorite Year, (þar sem hann nýtur reyndar afburðaleiks Peter O’Toole). Skuldafenið er létt og lagleg afþreying sem á fína spretti en fellur á milli niður í bragðlítið léttmeti. Ber þess merki að vera framleidd sem skyndibiti oní sum- argesti kvikmyndahúsanna vestra, en á þeim árstíma gæti maður hæglega ætlað að Banda- ríkjamenn hlæi að öllu. Hið margvíslega basl hins al- menna húsbyggjanda, hvort sem er í New York eða Njarðvíkunum, er kjörið efni í gamanmynd. Hið furðulega er að vandamálið sem myndin dregur nafn sitt af og á að vera aðalaðhlátursefnið kemur nefnilega lítið upp á yfirborðið. Hanks slær í einum grænum fyrir slotinu og framhaldið er einsog kafli úr ritningunni; með 5 þús. dölum mettar hann alla upp- bygginguna! Leikstjóri og handritshöfundur hafa semsagt valið þann kostinn að láta vaða á súðum. Syndafen- ið er harla yfirborðskennd en hefði með hnitmiðaðara handriti getað orðið eftirminnileg grínmynd. Nýr stjórnandi Tónlist Jón Ásgeirsson Tónleikar sem haldnir voru á vegum Tónlistarfélags Kristkirkju undir yfirskriftinni Töðugjöld, voru haldnir sl. sunnudagskvöld, en þar komu fram ungir tónlistar- menn og fluttu nýja og gamla tónlist. Með unga fólkinu kom fram söngkonan Ragnheiður Guð- mundsdóttir og söng Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. Það sem helst var forvitnilegt við tónleika þessa, var að ungur tón- listarmaður, Hákon Leifsson kom þama fram sem hljómsveitar- stjóri, ekki alskapaður, heldur til að reyna sig áður en hann leggur upp til náms í fræðunum. Hús- fylli var og segir það nokkuð um áhuga fólks fyrir því sem ungir tónlistarmenn eru að bardúsa og svo þegar upp var staðið, voru þessir tónleikar einnig ánægjuleg- ir vegna þess að bæði var flutt góð tónlist og ágætlega vel. Þetta upphlaup unga fólksins er ef til vill ábending um að enn vanti hér á landi kennarastól fyrir stjóm- anda og víst er að baksvið þessara atburða er vitneskja ungu tónlist- armannanna um að enn sé þörf á kunnáttumönnum í hljómsveitar- stjóm. Það er með hljómsveitar- stjóm eins og önnur tónlistarstörf, að á því sviði verður ekki um neinn „standard" að ræða fyrr en um er að velja marga kunnandi á því sviði. Tónleikarnir hófust á Vetramótt eftir Hans Abraham- sen, ekki óáheyrilegu verki, annað verkið, Söngvar fömmanns, eftir Mahler, er undurfalleg tónlist. Margt af því kom vel fram í leik unga fólksins og Ragnheiður Guð- mundsdóttir söng lögin mjög fallega og á sannfærandi máta. Sfðasta verkið var A-dúr klari- nettukonsertinn eftir Mozart. Einleik í verkinu lék Guðni Franz- son og skilaði sínu allvel. Það er augljóst að sem stjómandi er Hákon Leifsson byijandi og því lítið hægt að segja um frammi- stöðu hans. Þar um verður ekkert ráðið fyrr en hann hefur öðlast þjálfun og kunnáttu í greininni. Kunnáttan til að segja fulllærðum hljóðfæraleikurum til, hafa skoð- un á og vita um allt á sviði tónsmíða annarra tónskálda og hafa hæfileika til að blása sam- starfsmönnum í bijóst allt það er varðar fagurfræði, tilfinningalega túlkun og skáldlegt inntak tónlist- arinnar. Allt um það. Hákon Leifsson er á leið til náms erlend- is og honum fylgja góðar óskir og eins og áheyrendur sýndu með því að fjölmenna á tónleikana í Kristkirkju, þá skiptir það þá máli hvaða framtíð unga fóikið í landinu hefur valið sér til að keppa að og skapa sér. Hlíf Signrj ónsdóttir Tónlist Jón Ásgeirsson Hlíf Siguijónsdóttir, fiðluleikari og David Tutt, píanóleikari, opn- uðu tónleika-vertíðina í ár með tónleikum í Norræna húsinu. Á efnisskránni voru verk eftir Schu- bert, Prokofieff, Stravinsky og Brahams, sannkölluð óskaefnis- skrá fyrir hlustendur. D-dúr sónatínan eftir Schubert er yndis- lega falleg tónsmíð, en það var í Fimm lögum, ópus 35, eftir Pró- kofieff sem báðir flytjendur fóru á kostum. Blæbrigðamótunin hjá Tutt var á stundum hreinlega frá- bær. Hlíf hefur til að leggja með sér mjög glæsilegan fiðlutón og hefur vald á sannfærandi leik, frá fíngerðustu tónum upp í þrumandi styrk og þá er tónninn blátt áfram blómstrandi. Sama má segja um flutning beggja flytjendanna í Suite Italienne, eftir Stravinsky. Þar var samleikurinn frábærlega skýr í feikna hratt leikinni taran- tellu og syngjandi fallegum inngangi og reyndar öllu verkinu. í d-moll sónötunni, ópus 108, eft- ir Brahms brá víða fyrir meistara- legum leik, bæði hvað snertir tónmögnun og túlkun fiðluleikar- ans. Hlíf lætur vel að flytja skapmikla og tónþrungna tónlist eins og í fjórða þættinum, þó sá þriðji væri einnig feikna vel leik- inn. Eitthvað mun fiðluleikarinn hafa verið hamlaður af óþægind- um í baki, sem ekki er neitt gamanmál, því fullkomið líkam- legt jafnvægi og heilbrigði er blátt áfram forsenda þess að hljóð- færaleikari geti gengið í gegnum þá líkamlegu og andlegu þolraun, sem það er að skila heilum tónleik- um. Það verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir að Hlíf þyrfti að harka af sér, var leikur hennar samt þrunginn spennu og tón- rænum átökum, er gerðu þessa tónleika mjög ánægjulega. Sam- spil Hlífar og Tutt var frábærlega gott og á augnablikum sérstæðra tóntiltekta, eins og í Brahms og Prokofieff, að ekki sé talað um Stravinsky, þar gat að heyra glæsileg tóntilþrif. þú finnur örugglega flokk við þitt hæfi hjá okkur! Haustnámskeið hefjast 1. sept. UKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR KERFI MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar' fyrir ungar og hressar. NÝ OG GLÆSILEG AÐSTAÐA Suðurver 83730 INNRITUN HAFIN Hraunberg 79988 Ath. vetrar- námskeið hefst 29. september Lokaðir og framhaldsflokkar. Staðfestið pantanir fyrir veturinn. LIKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU fltogttiiMaftfft Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.