Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
Fulltrúar kennarasambandsins kynna álit sitt á tölvum í skólastarfi, frá vinstri: Loftur Magnússon,
Ragna Ólafsdóttir, Valgeir Gestsson, Svanhildur Kaaber og Hanna Kristin Stefánsdóttir.
hjá
Framtíðinni.
20% afsláttur
af öllum
vörum búðarínnar
Nú og á næstunni veröur haldin rýmingarsala
hjá okkur í Framtíðinni - á meðan birgðir endast.
Þetta er gullið tækifæri til að fá sér
ullarvörur, skinnavörur, band og lopa
eða keramik og postulín fyrir gjafverð.
Gríptu gæsina á meðan hún gefst.
Þessi rýmingarsala stendur
aðeins yfir meðan birgðir endast.
Tölvunámsefni:
Kennarar vilja
norrænt samstarf
Kennarasamband íslands vill
að norrænu samstarfi verði
komið á um gerð kennsluefnis
sem byggir á tölvunotkun. Er
varað við ódýru námsefni frá
fjarlægari menningarsvæðum.
Þá vilja kennarar að nám um
og á tölvur verði skyldunáms-
grein í grunnskólum.
Samband norrænna kennara-
samtaka, NLS, hefur ályktað um
tölvur í skólastarfí, og var sú álykt-
un kynnt fjölmiðlum af talsmönn-
um Kennarasambandsins.
Menntamálaráðherra og menning-
armálanefnd Norðurlandaráðs
hefur einnig verið kynnt þessi
ályktun. Þar er fyrst vakin athygli
á að þróunin hefur verið á sama
veg á öllum Norðurlöndunum.
Talsvert hafi verið keypt af vél-
búnaði til skólanna, vegna utanað-
komandi þrýstings, m.a. frá
atvinnulífinu. Þetta skapi hættu á
að kennslufræðilegar ástæður og
þarfír nemenda verði útundan við
mótun námsefnisins.
Jafnframt er vakin áthygli á að
framboð á góðum tölvuforritum til
kennslu er ófullnægjandi, og sé
mest keypt af ódýru efni frá stærri
markaðssvæðum, enskumælandi
löndum og Japan, sem ekki falli
að norrænum áherslum í uppeldis-
og kennslustarfi, sem miði að því
að efla sjálfstæði, þátttöku og
virkni nemenda.
Þennan vanda telja Norrænu
kennarasamtökin að ekki verði við
ráðið nema að til komi samstarf
milli Norðurlandanna um gerð
góðra kennsluforrita. Þannig skap-
ist nógu stór markaður, til að
fjárhagslegur grundvöllur verði
fyrir gerð innlends efnis sem hægt
sé að aðlaga að þörfum einstakra
landa, þar sem skólakerfi og
kennsluhættir séu mjög líkir á
Norðurlöndunum. Til að hægt sé
að framleiða slíkt efni þurfa að
liggja fyrir sameiginlegar kröfur
um gerð efnisins, nk. útboðslýsing,
og hafa kennarasamtökin þegar
hafíð vinnu við að búa slíkar kröf-
ur til.
Starfandi eru nefndir á vegum
norrænu ráðherranefndarinnar að
tölvumálum skólanna, en vakin er
athygli að hún hefur ekki nóg frjár-
ráð til að standa að slíku starfí.
því er hvatt til að opinber stuðning-
ur og hvatning verði veitt til að
fá norræna forritaframleiðendur
til að sinna þessu verkefni.
Á kynningarfundinum kom
einnig fram að kennarar vilja að
nám á og um tölvur verði skyldu-
námsgrein í grunnskólum, svo að
allir fái þessa menntun og ekki
síst til að stúlkur fari meira í tölvu-
nám, en nokkuð hefur borið á því
að litið sé á tölvunám sem stráka-
fag. Valgeir Gestsson formaður
Kennarasambands fslands sagði
að skólinn brygðist því hlutverki
sínu að búa nemenduna undir líf
og starf í síbreytilegu þjóðfélagi,
ef möguleikar tölvunnar verði ekki
nýttir sem skyldi, þar sem tölvur
verði orðnar snar þáttur í h'fí fólks
eftir 10 til 20 ár.
FREEMANSLISTINN fœst elnnig I Bókaverslun Slgfúsar Eymundssonar Austursfrœti 18. Reykjavik.
JÓ takk! Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS
pöntunarlistann T póstkrötu.
Nafn:
Helmili: Staöur:
160 kr.
án
póstburöargjalds
Sendist til: Freemans International
Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfiröi.