Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1918
189. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
Prentsmiðja Morgainblaðsins
V-Þýskaland:
Byrleysa
bagarjafn-
aðarmenn
NQmberg, Vestur-Þýskalandi, AP.
FLOKKSÞING vestur-þýskra
jafnaðarmanna hófst í gær í
Niirnberg með ræðu Willys
Brandt, formanns flokksins og
fyrrum kanslara. Búist er við,
að í dag verði Johannes Rau
samþykktur sem kanslaraefni
en sigurlíkur hans og flokks-
ins í næstu kosningum hafa
dofnað mjög að undanförnu.
Willy Brandt flutti upphafs-
ræðuna á þinginu og gerði harða
hríð að Helmut Kohl, kanslara,
og stjórnarflokkunum, kristileg-
um demókrötum og fijálsum
demókröturn, sem hann kvað of
ósjálfstæða gagnvart Banda-
ríkjastjóm. Hann lagði hins
vegar áherslu á, að það væri
áróður stjómarflokkanna, að
v-þýskir jafnaðarmenn væru
andsnúnir Atlantshafsbandalag-
inu. Hvatti hann að lokum
jafnaðarmenn til að vinna að
sigri flokksins í kosningunum 25.
janúar nk.
Morgunblaðið/Júlíus
Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu
ALDREI hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en á sunnudag- tæplega helmingi fleiri en í fyrra. Þessi mynd var tekin við upphaf
inn. Hlaupið fór fram á götum borgarinnar og luku 960 keppni, hlaupsins í Lækjargötu. (sjánar skýrt frá hlaupinu á íþróttasíðum.
Kamerún:
Flokksstjóm v-þýskra jafnað-
armanna stakk upp á Johannes
Rau sem kanslaraefni fyrr á ár-
inu eftir að hann vann mikinn
sigur í fylkiskosningum í Nord-
rhein-Westfalen. Voru þá allar
kosningaspár hagstæðar honum
og flokknum en nú er farið að
þjóta öðru vísi í fjöllunum. Vin-
sældir Kohls og ríkisstjómarinn-
ar hafa aukist og segja
stjórnmálaskýrendur, að jafnað-
armenn hafi varla fræðilegan
möguleika á að komast tii valda.
Vaxandi óánægju gætir einnig
með Rau innan hans eigin flokks
og fínnst mörgum sem hann sé
ekki nógu harður af sér til að
vera kanslari.
Eitraðar eldfjallagufur
deyða hundruð manna
Yaounde, Kamerún, AP.
1.200 MANNS að minnsta kosti
létust i gær í Vestur-Afríkurík-
inu Kamerún þegar eitraðar
gufur úr gígvatni lagði yfir
landið um kring. Fyrstu fréttir
hermdu að allt að 2.000 manns
hefðu farist en ástandið er frem-
ur óljóst og viðbúið, að tala
látinna eigi eftir að hækka.
„Á þessari stundu er vitað, að
1.200 manns a.m.k. hafa farist,"
sagði Paul Biya, forseti Kamerún,
á fréttamannafundi í gær. Sagði
hann, að sprenging hefði orðið í
fyrrinótt í Nios-gígvatninu, eldfjalli
í Norðvestur-Kamerún, og við það
hefðu eitraðar lofttegundir losnað
úr læðingi. Bárust þær síðan með
vindi yfir nálæg þorp og bæi. Her-
menn búnir gasgrímum fara nú um
mesta hættusvæðið, sem er um 10
Endurfundir Shcharansky-fjölskyldunnar:
„Mér líður vel, ég hef séð son minn“
Vín, AP.
MIKLIR fagnaðarfundir urðu í
gær á flugvellinum í Vín i Aust-
urríki þegar fjölskylda sovéska
andófsmannsins Anatolys
Shcharansky kom þangað frá
Moskvu. „Mér líður vel, ég hef
séð son minn,“ sagði Ida Mil-
grom, móðir Shcharanskys,
þegar hún hafði faðmað hann
að sér, en suma ástvini sína var
Shcharansky að sjá i fyrsta sinn
í niu ár.
Ida Milgrom, Leonid, eidri son-
ur hennar, Raya, kona hans, og
tveir synir þeirra, Alexander og
Boris, komu til Vínar með flugvél
sovéska flugfélagsins Aeroflots
en á Moskvuflugvelli voru þau
kvödd af um 30 manns. Var
kveðjustundin þrungin söknuði en
um leið feginleik yfir að Qölskyld-
an skyldi loksins fá um frjálst
höfuð að strjúka. Anatoly Shchar-
AP/Símamynd
Fjölskylda Shcharansky kom til Vínarborgar frá Moskvu í gær
og hélt þegar áfram til ísrael með EI-Al-flugfélaginu. Myndin
sýnir þau ganga til vélarinnar, Shcharansky og móðir hans, Ida
Milgrom, bróðir hans, Leonid, lengst til hægri, eiginkona Leo-
nids, Raya, og böm þeirra tvö, Boris og Alexander.
ansky var látinn laus úr rússnesku
fangelsi í febrúar sl. og hafði
hann þá verið í fangabúðum í níu
ár. Frelsið fékk hann eftir að vest-
ræn ríki og Sovétríkin náðu
samningum um fangaskipti.
Fjölskylda Shcharanskys
kvaðst himinlifandi yfir að vera
orðin frjáls en vildi bíða með frek-
ari yfirlýsingar þar til komið væri
til Israels, en þangað var förinni
heitið strax í gær. „Við erum
þreytt. Síðustu dagamir í Moskvu
hafa verið erfiðir," sagði Leonid
Shcharansky. Þegar þau fóru frá
Moskvu var ekki slegið slöku við
tollskoðunina og í 45 mínútur leit-
uðu tollverðirnir í farangri fjöl-
skyldunnar, tveimur handtöskum.
Vinir þeirra hrópuðu húrra að leit-
inni lokinni en þegar fólkið ætlaði
um borð var leikurinn endurtek-
inn.
km 2 stórt, og leita að lifandi fólki
og látnu.
I yfirlýsingu stjórnvalda segir,
að eiturgufan hafi verið brenni-
steinsvetni, en kunnur, franskur
eldQallasérfræðingur, Haroun Tazi-
eff, telur líklegra, að um kolsýring
hafi verið að ræða. Árið 1984 fór-
ust 30 manns á þessum slóðum af
völdum eiturgass og var það greint
sem kolsýringur.
Franskir og bandarískir eldQalla-
sérfræðingar eru nú á leið til
Kamerún og hjálpargögn eru farin
að berast hvaðanæva. Shimon Per-
es, forsætisráðherra Israels, kom í
gær í opinbera heimsókn til Kamer-
ún og hafði með sér sveit 15 lækna
og lyf. Hafði heimsókn hans verið
ákveðin áður. Er það fyrsta heim-
sókn ísraelsks forsætisráðherra til
blökkumannaríkis í Afríku í 20 ár.
Sjá „Tvær eitraðar . . .“ábls.22.