Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Gluggað í gömul blöð Gamall Fljótshlíðingur skrifar: í Morgunblaðinu frá 8. desember 1985 er frásögn af Sveini Pálssyni lækni í Vík í Mýrdal og ferð hans yfír þá illræmdu á, Jökulsá á Sól- heimasandi, þeirra erinda að hjálpa konu einni í bamsnauð, en vöxtur og jakaflug var í ánni. Hestur var með í ferðinni er Kópur hét. Þijár vísur eru í pistli blaðsins um lækni og Kóp en fjórðu vísuna þar um lærði ég af Guð- mundi nokkrum umrenningi. Karl þessi fór austan úr Skaftafellssýslu allt suður í Miðnes en að vetri var túrinn aðeins innst í Fljótshlíð. Guðmundur taldi fyrsta erindið þannig, lagt í munn fylgdarmanns: Læknir, nú ég ljæ þér Kóp, láttu hann bara ráða. Þeim sem fljóð og fóstur skóp, fel ég ykkur báða. Þar á eftir koma áður birtar vísun Af eðli göfgu fákur fann, að fæti mátti ei skeika. læknir skyldu verkið vann, verkið mannkærleika. Úr bams og móður bætti hann þraut, Blessun upp því skar hann, önnur laun hann engin hlaut ánægður þó var hann. Þó að lífið liggi á, láta þeir núna bíða í jökulhlaupi Jökulsá og jakaburði ríða. :csgSP5 Nokkrar konur á tíræðisaldri eru ekki jafnánægðar með allar framhaldssögur útvarpsins. í>essir hringdu . Hver gerir við brúður? Kona nokkur hafði samband við Velvakanda og vildi vita hvort einhver tæki að sér viðgerðir á brúðum. Nýja tegund af rjóma á markað Sigrún hringdi: „Vegna allrar þessarar umræðu um mjólkurkvóta og að bændur verði að hella niður mjólk fínnst mér rétt að segja frá mjólkur- afurð sem hægt væri að selja og nýta þannig eilítið meiri mjólk. í Noregi og Svíþjóð, og vafa- laust víðar, fæst rjómategund sem nefnist „römme" og er afar vinsæl þar. Þessi ijómi er herramanns- matur og meðal annars mikið notaður í súpur og grauta. Hann er að vísu eitthvað dýrari en venjulegur ijómi en selst vel fyrir því. Mér þætti tilvalið að seija þenn- an ijóma hérlendis og sjálf vildi ég gjama geta fengið hann ein- hvers staðar. Ég hef rætt við mann hjá Mjólkursamsölunni sem hefur með þessi mál að gera og spurt hann hvort ekki væri ætlunin að setja á markaðinn verulega góðan súran ijóma í líkingu við „römme" og sagði hann það ólíklegt enda væri alltaf viss áhætta að koma með nýja afurð á markað. Þetta finnst mér synd.“ Tveimur BMX- reiðhjólum stolið Ingibjörg Vilhjálmsdóttir hringdi: „Að kvöldi mánudagsins 11. ágúst stálu tveir drengir tveimur BMX-reiðhjólum frá Teigaseli 4. Hjólin eru gul og rauð og eins að öðru leyti en því að annað er með svörtu afturdekki. Hjólin voru í eign tvíburabræðra og er það mjög sárt fyrir þá að tapa hjólun- um. Þeir sem vita hvar hjólin eru niðurkomin eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 75510.“ Of góður klósettpappír Sumarbústaðareigandi hafði samband við Velvakanda og vildi koma þeirri áskorun á framfæri við innflytjendur á klósettpappír að þeir flyttu inn óbleiktan kló- settpappír. Sumarbústaðareig- andinn sagði að venjulegur klósettpappír næði ekki að brotna nægilega fljótt niður og vildi því stífla rotþrær og frárennslisrör. Óbleiktur pappír hefði til skamms tíma fengist hérlendis en virtist nú ófáanlegur. Áður fyrr var lúsin merki hraustleika Stella María hringdi: „Ég varð fremur undrandi þeg- ar ég las bréf konunnar sem vildi fá fræðslu um lús. Þegar ég var að alast upp, en ég er nú á sjötugs- aldri, þótti það bara hraustleika- merki að fá lús þvf lúsin sótti ekki á veika. Það á heldur ekki að vera mik- ið mál að losna við lús. Ég veit til þess að í Ingólfsapóteki er hægt að fá allar nauðsynlegar upplýsingar um hvemig fara á að því og kaupa þau efni sem til þarf.“ Gleraugu fund- ust í Hljóm- skálagarðinum Kona hringdi. Hún hafði fundið gleraugu í hulstri í Hljómskála- garðinum. Hulstrið er merkt Albert T. Eigandi gleraugnanna erbeðinn að hringja í síma 33751. Niðurdrepandi útvarpsefni Nokkrar gamlar konur hringdu: „Við erum héma nokkrar á tíræðisaldri og viljum koma á framfæri bæði þakklæti og að- finnslum. Fyrst er nú að geta þess sem vel er gert og viljum við þakka fyrir upplesturinn á sögunni „Katrín", hún er bæði skemmtileg og vel lesin. Hins vegar erum við ekki alltaf jafn ánægðar með val á sögum. Nú er til dæmis verið að lesa sögu um gamalmenni í útvarpinu og sú er vægast sagt ekki mjög upp- lífgandi. Fyrir utan það að hún er ekki nægilega vel lesin er hún bæði niðurdrepandi og andstyggi- leg. Við getum ekki komist hjá því að velta fyrir okkur hvort eins fari fyrir okkur og aumingjunum í sögunni og það er ekki mjög ánægjuleg tilhugsun. Svona efni er hreint og beint mannskemm- andi. Svo er það sagan um Flamb- arðssetrið. Hún er mjög vel lesin og skemmtileg en hins vegar var tíminn sem henni var úthlutaður illa valinn. Klukkan átta eru ein- mitt fréttimar í sjónvarpinu og þótt það séu nú fréttir í útvarpi meira eða minna allan sólarhring- inn eru sjónvarpsfréttimar nú þær fréttir sem mest er fylgst með.“ IBM System/36 DISPLAYWRITE/36 Displaywrite ritvinnslukerfið er hannað með Displaywriter ritvinnslutölvuna sem fyrirmynd. Þetta kerfi, sem verður notað jafnt á IBM-4300 tölvur, IBM System/36 tölvur og IBM-PC tölvur, er nú tilbúið á S/36. Markmið: Tilgangur þessa námskeiðs ertvíþættur. Annars vegar að þjálfa þátttakendur í notkun Displaywrite/36 og hins vegar að kenna uppsetningu skjala og bréfa með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem DW/36 býður upp á. Efni: Valmyndir S/36 • Skipanir kerfisins • Æfingar • íslenskir staðlar ■ Prentun • Útsending dreifibréfa með tengslum við Query/36 • Tengsl við önnur kerfi. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM tölva sem áhuga hafa á að kynnast þessu nýja kerfi og möguleikum sem það býður upp á. Timi og staður: 1.-4. sept. kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leiöbeinandi: fíagna Siguröardóttir . Guöjohnsen. Hún hefur nýlokiö leiöbeinenda- námskeiöi á vegum IBM I Bretlandi. KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. T.d. spóniagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.