Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
33
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kennarar
Tvo kennara vantar við grunnskólann á Þórs-
höfn. Almenn kennsla og sérgreinar í 1. til
9. bekk. Kennsla hefst 15. sept nk.
Nýtt íbúðarhúsnæði í eigu skólans stendur
til boða.
Upplýsingar gefa Pálmi Ólason í síma 91-
671959 og Dagný Marinósdóttir í síma
96-81166.
Sérverslun með
sælgæti og hnetur
Okkur vantar nú þegar ábyggilega stúlku
ekki yngri en 20 ára sem þarf að geta unnið
sjálfstætt. Um er að ræða 80-100% starf.
Þær sem hafa áhuga komi í verslunina mánu-
dag eða þriðjudag og rabbi við okkur.
ÍYIIXIT
GÓÐGÆTI
Austurstræti 8.
Lagermaður
Óskum að ráða nú þegar ungan og röskan
mann til lagerstarfa.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Verkfræðingar —
byggingatækni-
fræðingar
Keflavíkurbær augl. hér með eftir verkfræð-
ingi eða byggingatæknifræðingi til að veita
forstöðu tæknideild bæjarins. Við óskum
eftir að viðkomandi hafi starfsreynslu og
sýni meðmæli. Við ráðningu eru sett búsetu-
skilyrði í Keflavík. Umsóknarfrestur er til 5.
september 1986. Allar nánari uppl. gefur
bæjarstjórinn í síma 92-1550.
Bæjarstjórinn í Keflavík.
Lausar stöður
Nokkrar stöður lögreglumanna eru lausar til
umsóknar. Umsóknareyðublöð fást hjá
yfirlögregluþjónum og lögreglustjórum um
land allt.
Umsóknir ásamt tilskyldum fylgiskjölum
skulu hafa borist skrifstofu minni eigi síðar
en 15. september nk.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli.
20. ágúst 1986.
Atvinna
Óskum eftir að ráða nokkra duglega og
hrausta menn til framtíðarstarfa. Æskilegt
að umsækjendur hafi bílpróf og séu á aldrin-
um 20-30 ára. Um þrifaleg störf er að ræða.
Byrjunarlaun eru 37.000 á mán.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf skal
skila til augld. Mbl. fyrir 27.8 1986 merkt:
„M - 3152“.
Starfsstúlkur
óskast.
Upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 13
og 16.
Veitingahöllin.
Barnaverndarráð
íslands
vill ráða í stöður sálfræðings og félagsráð-
gjafa. Annað starfið getur verið hlutastarf.
Báðar stöðurnar fela í sér rannsóknir í barna-
verndar- og forsjármálum, ráðgjöf við
barnaverndarnefndir og fræðslu.
Umsóknir skulu sendar á skrifstofu Barna-
verndarráðs að Laugavegi 36 fyrir
1. september nk.
Nánari upplýsingar á skrifstofu ráðsins og í
síma þess 11795 og 621588.
Standsetning
nýrra bíla
Viljum ráða röska, unga menn til standsetn-
ingar nýrra bíla. Ekki yngri en 18 ára. Þurfa
að hafa bílpróf.
Samviskusemi, reglusemi og stundvísi er
áskilin.
Uppl. gefur Hjálmar Sveinsson, verkstjóri.
Sími 695500
IhIHEKLAHF
I Laugavegi 170-172 Simar 21240-28082
. . .. .... . "" " ' . .,.!!!i.n.i,ijip
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
£
1ANDSVIRKJUN
Blönduvirkjun
Útboð á fólkslyftu
Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í fólks-
lyftu í strengja- og lyftugöng Blönduvirkjunar
í samræmi við útboðsgögn 9542.
Um er að ræða 7 manna rafknúna víralyftu,
ásamt fylgibúnaði og er lyftihæð 238 m.
Lyftan og fylgibúnaður skal uppfylla ströng-
ustu öryggiskröfur skv. viðurkenndum stöðl-
um. Jafnframt er óskað eftir viðhaldsþjónustu
á lyftubúnaðinum í 5 ár eftir afhendingu.
Lyftan afhendist uppsett og fullfrágengin í
Blönduvirkjun og skal verkinu lokið 1. ágúst
1989.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík,
frá og með mánudegi 25. ágúst 1986 gegn
3.000.- kr. óafturkræfri greiðslu fyrir fyrsta
eintak og 1.500.- kr. fyrir hvert viðbótarein-
tak.
Tilboðsfrestur er til 30. október 1986.
Reykjavík, 19. ágúst 1986.
Landsvirkjun
Utboð
Fyrir hönd Sæplasts hf., Dalvík, er óskað
eftir tilboðum í að steypa upp og fullgera
að utan og innan verksmiðju- og skrifstofu-
húsnæði við Gunnarsbraut 12 á Dalvík,
ásamt lóðarfrágangi.
Undirstöður hafa þegar verið steyptar og
grunnlagnir utanhúss eru frágengnar. Húsið
er steypt, einangrað að utan og með stál-
klæðningu, um 800 fm og 4100 rúmm að
stærð. Þak er úr límtrésvirki og klætt báru-
stáli.
Verklok eru 18. júni 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá verkfræðiskrif-
stofu Sigurðar Thoroddsen hf., fr.o.m.
mánudeginum 25. ágúst nk. gegn 5000 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 10. sept. nk. kl. 11.
Verkfræðiskrifstofa
Sigurðar Thoroddsen,
Glerárgötu 30,
600 Akureyri.
Múrverk
Óskað er eftir tilboðum í múrhúðun á stiga-
húsi og gólfílögn, ca 800 fm, á Fiskislóð
103-109, Granda. Uppl. og gögn fást hjá
Þorsteini Magnússyni verkfr., Verkfræðistofa
Bergstaðarstræti 13, sími 19940.
Tilboð óskast
í málun og sílanhúðun á
húseigninni Álfheimar 38-42
Tilboð óskast í:
a) Sílanhúðun. Efni og vinna.
b) Málning. Efni og vinna.
Tilboð skilist fyrir 2. sept. til:
a) Ágúst Victorsson, 82413, Álfheimar 38.
b) Gunnar Kristinsson, 686547, Álfheimar 40.
Umsóknir um fjárveitingu úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1987.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík
auglýsir eftir umsóknum um fjárveitingu úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra fyrir árið 1987.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar
að Hátúni 10. Sími 62 13 88. Umsóknir þurfa
að hafa borist Svæðisstjórn fyrir 10 sept. nk.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
i Reyjavík.
*
<
4T