Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1986 Ákæra — áskorun Vitið þið hvað þið gerðuð Grænfriðungar? eftir Játvarð Jökul Júlíusson Ég ákæri ykkur grænfriðunga fyrir afdrifarík afglöp, þegar þið slettuð ykkur fram í selveiðar. Vopnin hafa snúist í höndum ykk- ar. „Góðverk" ykkar hafa snúist upp í illvirki, baeði gagnvart lífsaf- komu fjölda fólks og einnig og ekki síður gagnvart tilveru selanna. Því fyrr sem þið sjáið villu ykkar vegar og því fyrr og rækilegar sem þið snúið við blaðinu, því betra. Þetta skal nú rökstutt að því er ísland varðar. Náttúran í jafnvægi Það er nú einu sinni Iögmál iífkeðjunnar, að ein tegund lífvera lifír á annarrí, veiðir hana sér til matar og annarra nytja. Mennimir eru stórtækastir og hættulegastir, af því þeir em allas staðar á landi og á sjö og hafa brynjað sig gegn öllu sem fækkar þeim. En sumir gæta hófs. Sambúð íslendinga og sela við ísland hefír í flestum aðalatriðum stuðlað að jafnvægi um margar ald- ir. Selimir em veiðidýr, lifa villtir og sjálfala. Þrátt fyrir það hafa bændur við sjávarsíðuna, selabænd- ur kynslóð fram af kynslóð, litið á þá sem nokkurs konar bústofn sinn. Bændumir veiða einungis kópana, ekki fullorðnu selina. Það er ára- tuga og alda reynsla, að víðast hvar er veiðum í hóf stillt og þess gætt að stofninn haldist í horfí til að missa ekki hlunnindin af veiðun- um. Bæði útselur og landselur em átthagabundir. Þeir vitja uppeldis- stöðvanna þegar þeir fæða af sér afkvæmin. Em þannig tengdir landinu. Em fósturböm þess undir forsjón bændanna. Um útselina Útselsurtumar kæpa á haustin. Þær varðveita kópana, „bólselina", fyrir ofan stórstraumsflæðarmál fyrstu vikumar. Þeir vaxa ótrúlega hratt. Verða eins og spikhnettir. Fara svo úr hámm og verða þá til- búnir og tilneyddir að fara í sjóinn og bjarga sér sjálfír. Hægt er að ganga að kópunum á þurru landi á eyjum og háum skeijum. Selabænd- umir drepa aldrei alla kópa alls staðar. Vitandi vits skilja þeir ævin- lega einhveija eftir, helst þá elstu eða yngstu, til að halda stofninum við. Um landselina Landselsurtumar kæpa á vorin á skerjum og töngum við strendur, eyjar og árósa. Þar heita sellátur og em friðuð með lagaboði. Þau em í landareignum einstakra bú- jarða, metin til verðs og eignar. Selabændumir láta sér annt um þessi dýrmætu hlunnindi, náttúm- auðlind sem litlu þarf til að kosta. Kjötið af kópunum er úrvalsmatur. Vorkópaskinnin vom í miklu hærra verði en skinn af haustkópum. Margir telja þau einhveija fegurstu og eftirsóttustu grávöm sem kemur á markað. Vorkópamir em veiddir í net rétt fyrir og eftir að urtumar venja þá af spena. Netin em 14-22- 26 metra löng þau allra lengstu. Þau em lögðu um fjöm. Em fest við land, en liggja út í sjóinn undan vindi þar sem líklegast er að kóp- amir syndi fram með. Sjávarmegin er þungur steinn bundinn í taug út frá botni djúpendans á netinu. Það dregst því lítið saman og helst við botninn. Þegar flæðir, kafna kópamir í netunum, hafí þeir ekki fundist áður. Sætur er sjódauðinn, segir máltækið. Vanalega er vitjað á annarri hverri fjöm þessar 2-3 vikur sem netin liggja. Raunar liggja net aðeins V3-V2 þess tíma á hverjum stað, því margir selabænd- ur leggja aðeins í þriðja part eða helming lagnanna f einu og færa netin stað úr stað. Kópamir eiga því æma möguleika á að sleppa lif- andi. Þeir em friðhelgir eftir að seinasta netið er dregið úr sjó ár- lega. Sögur af atvikum gefa hvað besta innsýn í sambúð selanna og þeirra manna, sem líta á þá sem bústofn og réttháan aðila í ríki náttúmnnar. Fyrsta dæmisaga. Þegar urtumar festast í netum, þá skera bændumir heldur ný net utan af þeim en verða þeim að meini. Þetta vissu 10 og 12 ára bræðumir, sem fundu urtu er hafði dregið net upp á þurrt land. Urtan var grimmdarleg í fyrstu og næsta óárennileg. Þeir sáu ekki ráð til að greiða hana úr. Hníf höfðu þeir ekki til að skera netið. Annar fann langa spýtu og þvingaði hausinn á urtunni til hliðar svo hún biti ekki, á meðan hinn hjó netið í sundur á steini með öðmm steini egghvöss- um. Hegðan urtunnar breyttist meira en orð fá lýst, þegar hún skynjaði að mennimir vom að frelsa hana. Önnur dæmisaga. Eitt haust var ég daglangt á einni kunnustu selveiðijörð á Ströndum, Broddanesi. Þar er þríbýli. Öll bæj- arhúsin standa rétt á sjávarbakkan- um. Örstutt frá landi em sker. Þar Iágu margir vorkópar alsælir í haustblíðunni. Unglingarnir á bæj- unum vom að vinna útivið. Þeir höfðu hjá sér glymjandi útvarps- tækin, stillt á dans- og dægurlög. En í nokkurra tuga metra fjarlægð veltu vorkópamir sér á skerjunum og hlustuðu dáleiddir á tónaflóðið. Þetta vom þeir sem synt höfðu framhjá netunum um vorið og urðu nú til að auka stofninn og end- umýja. Sjálfur horfði ég dolfallinn á þetta einstæða dæmi um samstill- ingu tæknivædds mannlífs og villtr- ar náttúm. Þriðja dæmisaga. í Hindisvík á Vatnsnesi við Hún- aflóa em ein af mörgum sellátmm landsins. Presturinn þar friðaði sel- inn. Fyrirbauð áratugum saman að veiða þar svo mikið sem einn kóp. Sel fjölgaði meira en nokkur vissi. Presturinn varð landsfrægur fyrir. í apríl 1965 fylltist Húnaflói af hafís. Þá má ætla að Hindisvíkur- söfnuðinum til sjávarins hafí þótt þrengjast fyrir dymm. íslenski landselurinn er ekki neinn íshafssel- ur eins og blöðmselurinn eða vöðuselurinn, sem kæpa á hafísn- um. Nú víkur sögunni til Breiða- Qarðar. Þangað kemst ísinn úr Norðuríshafínu ekki. Þar vildi svo til þetta eða þamæsta hafísvor, að tveir nágrannar, gamalreyndir sela- Játvarður Jökull Júlíusson „Sambúð íslendinga og sela við ísland hefir í flestum aðalatriðum stuðlað að jafnvægi um margar aldir. Selirnir eru veiðidýr, lifa villtir o g sjálfala. Þrátt fyrir það hafa bændur við sjávarsíðuna, sela- bændur kynslóð fram af kynslóð, litið á þá sem nokkurn konar bú- stofn sinn. Bændumir veiða einungis kópana, ekki fullorðnu selina.“ bændur í eyjunum, urðu meira en lítið undrandi. þar var allt í einu orðið kvikt af ókunnugum sel í sundum og vogum. Þessir nýju sel- ir vom styggari í fyrstu og höguð sér ólíkt gömlu hagvönu heima- hjörðinni. Og ekki nóg með það. Þegar kópar nýkomnu selanna fóru að veiðast, kom í ljós nýtt litar- mynstur á skinnunum og ólíkt hinu sem fyrir var. Veiðin óx í einu vet- fangi um 60-70 kópa samanlagt árlega á þessum tveimur selajörðum og hélst síðan í því horfí. Af hverju stöfuðu þessir „þjóðflutningar"? Var það ekki af því að orðið var of þröngt um selina í Hindisvík? Tóku tvö hundmð eða fleiri sig upp, héldu hópinn og fluttu milli landsfjórðunga? Þessi getgáta verður hvorki sönnuð eða afsönnuð. Hitt er víst. Þessir gömlu og grandvöm sela- bændur tóku rétt eftir og sögðu satt. Þeir sögðu mér frá reynslu sinni hvor í sínu lagi og bar saman í einu og öllu. í mínum augum sann- ar þetta dæmi gamalt og gott orðtak, byggt á reynslu kynslóð- anna: Þangað sækir veiðin sem hún er vanin. Svo komust þið í spilið Nú má fara fljótt yfír ljóta og þekkta sögu. Þið grænfriðungar, þessir sjálfskipuðu selavinir, fómð að ofsækja kanadíska (og norska) selveiðimenn. Og ekki bara þá, held- ur alla sem bjuggu til, keyptu og notuðu föt úr kópaskinnum. Þið lögðuð undir ykkur heimspressuna, heimsfjölmiðlunina, með öllum hennar áhrifamætti. Þetta gekk svo langt, að hrækt var á konur á göt- um úti, sem sáust í selskinnskápum. Vitanlega var þetta versta tegund af atvinnurógi. Ofsóknir ykkar komu ekki aðeins niður á þeim sem fara á skipum til veiða í hafísnum. Um leið var eyðilögð lífsafkoma fjölda Grænlendinga í heilum byggðum, þar sem fmmstæðar sel- veiðar em næstum eina atvinnan. Um leið var kippt fótum undan Qölda selabænda á íslandi, sem stuðst hafa við selveiðar sem vem- Iegan þátt í afkomu sinni. í báðum þessum löndum hefur fólk neyðst til að flýja fomar byggðir áa sinna fyrir þá sök, að þið eyðilögðuð skinnamarkaðinn. Allt það tjón, öll þau sárindi og hörmungar, em fyr- ir ykkar tilverknað og em á ykkar ábyrgð. Ég særi ykkur grænfrið- unga til ábyrgðar gagnvart sak- lausu og vamarlausu fólki. Og þá varð fjandinn laus Máltækið segir: „í upphafí skyldi endirinn skoða." Annað máltæki segir: „Það kemur fram í seinna verkinu sem gert er í því fyrra." Þið gripuð inn í líf og störf náttúru- bama á Grænlandi og á íslandi, fólks sem lifði í sátt við náttum landsins, hélt henni í jafnvægi eins og gert höfðu forfeður þess á um- Iiðnum öldum og óhrekjandi dæmi sönnuðu. Þið sögðust vera að bjarga lífi selsins, göfugrar skepnu með mannsaugu. Víst em selir bæði vitrir og fag- ureygir. Það vitum við íslenskir selabændur ennþá betur en þið. Já. Þið björguðuð nokkmm árgöngum af kópum svona mikið til. Það dró afar mikið úr kópaveiði eftir að búið var með rógi og illmælum að eyðileggja markað fyrir kópaskinn. Sel fjölgaði við ísland, einkum út- selnum. Ekki leið á löngu uns yfírmenn hraðfrystihúsanna sögðu að hringormum í físki fjölgaði úr hófí fram. Það væri allt því að kenna hvað selum, hýslum hring- orma, íjölgaði við landið. Heimtuðu hástöfum að selunum yrði fækkað, helst útrýmt, til að létta af þeim kostnaði við að tína ormi úr físki. „Drepum selinn strax,“ áður en náttúmverndarmenn vita af, ein- mitt á meðan þeir em uppteknir af að vemda hvali! Svo sagði í for- ystugrein í blaði sjávarútvegsráð- herrans sem nú er. Útvegsmenn og fískverkendur segja líka að selimir éti árlega físk sem svarar ársafla margra togara. Því skuli drepa þá. Árið 1978 eða 1979 skipaði fyrri sjávarútvegsráðherra nefnd nokk- urra yfírmanna í fískiðnaði. Hún heitir hringormanefnd. Hún hefur tekið sér ótakmarkað vald. Hún hefur veitt fé í milljónatali árlega úr rekstrarsjóðum fískiðnaðarins og lagt til höfuðs selum við íslands- strendur. Hún virðir hvorki alda- grónar hefðir og hagsmuni selabænda, né landslög um friðun sellátra og tiltekinna svæða. Hagar sér að því leyti eins og mafía, að láta eins og lög séu ekki til. Útkom- an er alveg eftir því. Dauðasveitir hennar hafa drepið í hrönnum seli á öllum aldri en flæmt aðra á flótta. Sumir bændur, sem veiða kópa til matar af gömlum vana, fá nú ekki nema 'h þeirrar veiði sem var. Það mun sums staðar taka tugi ára að koma stofninum í samt lag, ef þess er þá nokkur von. Útselurinn er þó enn berskjaldaðri fyrir dauðasveit- um hringormamafíunnar. Lifnaðar- hættir hans valda því, „bólselimir" sem áður er lýst. Kópurtumar halda sig í sjónum hið næsta bólunum, þar sem afkvæmi þeirra liggja og þær skríða upp til að gefa þeim að sjúga. Dauðasveitir hringorma- nefndar ganga þar að þeim vísum. Skjóta þær. Drepa síðan kópana og hakka allt með húð og hári til að fóðra loðdýr. Þau loðdýr fæðast, lifa og deyja læst inn í búmm ætt- lið fram af ættlið. Loðskinnaflíkur af þeim lífstíðarföngum koma í stað skinna af veiðidýrum í víðemum frjálsrar náttúm, kópunum. Þið grænfriðungar eigið upptökin að þessari ógeðslegu atburðarás, en skilgetið afsprengi ykkar, hring- ormamafían á íslandi, borgar út verðlaunin, blóðpeninga sem hún leggur til höfuðs selamæðrum við Ísland og sérhverju bami þeirra. Þetta verðið þið að horfast í augu við Þetta er ykkar verk. Afleiðing vanhugsaðrar afskiptasemi ykk- ar. Þetta hafið þið kallað yfir selabændurna og yfir selina sem Mikill flugáhugi í Yestur-Barða- strandarsýslu MIKILL flugáhugi hefur gripið um sig í Vestur-Barðastrandarsýslu. Flugklúbburinn Byr sem var stofnaður í vetur keypti kennsluvél í vor og hefur hún vart haft undan, þar sem 25 nemendur eru að læra að fljúga. Hafsteinn Pálsson flugkennari hefur mest kennt 10 tíma á einum degi og í júlí kenndi hann í 140 klukkustundir. Hafsteinn er nýút- skrifaður flugkennari og er hann yngri en flestir nemendur hans, sem era á aldrinum 20 til 58 ára. Hann sagði að kennslan hefði verið mjög skemmtileg þótt aðstæður væm erfiðar. Hann hefur kennt frá þrem- ur flugvöllum, á Patreksfírði, Tálknafírði og Bíldudal. Flugvélin er geymd í skýli í Tálknafírði, en þar er völlurinn slæmur að sögn Hafsteins, alltof grófur. Aftur á móti sagði hann að þetta væri ein- staklega fallegt svæði að fljúga yfir. Nokkrir nemendur munu vænt- anlega ljúka einflugsprófi í haust, en til þess þurfa þau að fara suður og æfa sig í „umferðinni" við Reykjavík. Sagði Hafsteinn að hóp- urinn væri eiginlega of stór, 15 nemendur væri viðráðanlegt. Haf- steinn keypti kennsluvélina sem er af gerðinni Cessna 152 Aerobat, í Bandaríkjunum í vor. Hún er í eigu hlutafélags sem 25 af 35 meðlimum flugklúbbsins eiga. Kostar hún MArtline bæl 2000M Artllne Bali 2000M Kúlutússpennl með stáloddl sem þollrálaglð. Endlngargóður hversdagspennl sem á engan slnn Ifka. Hægt að velja um 4 lltl. Fæstíflestum bóka- og rltfangaverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.