Morgunblaðið - 26.08.1986, Page 30

Morgunblaðið - 26.08.1986, Page 30
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 „Neyðarkall“ frá Glerárskóla: „Fékk loksins íbúðir fyrir nýju kennarana“ „ÉG VAR orðinn mjög svartsýnn, en mér tókst þó að fá íbúðirnar tvær í síðustu viku sem mig vant- aði fyrir fjóra nýja kennara," sagði Vilberg Alexandersson, skólastjóri Glerárskóla, i samtali við Morgunblaðið. Vilberg sagðist hafa ráðið alls átta nýja kennara við skólann í vetur, alla nýútskrifaða frá Kenn- araháskóla íslands. „Ég var búinn að reyna mikið til að fá leigðar íbúð- ir, en það bar ekki árangur þar til nú. Fjórir nýju kennaranna eru úr Reykjavík og hinir eru úr Njarðvík, Grindavík, Grenivík og úr Mývatns- sveit." Vilberg sagði að laun nýju kennaranna væiu samkvæmt kjara- samningum en þó hefði skólanefnd og bæjaryfirvöld samþykkt að greiddur yrði flutningskostnaður fyrir fólkið, 20.000 krónur fyrir þá sem heimili eiga utan Norðurlands og 12.000 krónur fyrirþá sem koma af Norðurlandi. „Ég tel að afkoma kennara hér og í Reykjavík sé svip- uð, en þó er hitunarkostnaður á Akureyri mikiu hærri en í Reykjavík." Vilberg sagði kennaraskort hafa verið mikinn sl. 10 til 12 ár, en þó hefði árið í fyrra slegið öll met hvað kennaraskort varðar. Tekist hefði þó að smala saman áður en skólastarfið hófst, en útlitið hefði verið öldungis hrikalegt. „Viss hætta fylgir því auðvitað að ráða nýútskrifað fólk til kennarastarfa. Það er með litla starfsreynslu og hugsar sér yfirleitt starfið hér til tilbreytingar í eitt ár eða svo. Kenn- araskipti skapa því vandamál í skólastarfínu og er ég viss um að þessi tíðu skipti eiga eftir að draga dilk á eftir sér þegar fram líða stundir. Mér er því næst að halda að skólamir hér á Akureyri og e.t.v. víðar séu stökkpallar fyrir unga kennara inn í skóla í Reykjavík. Glerárskóli er tiltölulega stór grunnskóli, telur um 600 nemend- ur, þannig að kennarar ættu að eiga góða möguleika á starfi í Reykjavík eftir að hafa verið hér. Hinsvegar reynum við að koma þannig fram við okkar fólk með það fyrir augum að það vilji vera hér á Ákureyri og jafnvel setjast að, en með misjöfnum árangri þó,“ sagði Vilberg. Vilberg sagðist bara eiga eftir að rífa niður auglýsinguna góðu, sem uppi var í kjörbúð KEA á Akur- eyri, en kennaramir væm nú komnir í öruggt húsnæði. JMj ILúOur J^Urco-lrwerfvS ! Yl% .5 ieró^sida 1 o_ v/oru- rócTn-Lr ooldrir riýttis]crL|axSir ^c.rvruxrojr L\ron E-rv. eruvtáx \rcurdj0JT t-VOLr IrverbergjQ- U>úJöLf «3u leLgu- K>cuadLou |ieMu_-fciUcu. AcSrpu u bó^úna- 15. á-aÓAt, fqrLr 2> S’IuAIcmJ'T ® jNi.n.0- 4ró^ l--Tj|rLr Lo-rn.\aui Wjórv. Cj | eróuralcólo- er þoð »v\i,\cLW«^Í YS LbúSu" lóu-ii suo viiT \no-Ls>sujnr_ efck-L kemao-row a-í4u-r. VLrví>ajnm\e^cuá. Kre^eíiLst. veL vrul WoJ-Lo- ^<vrvvbo-n.(iw Sew\ 4\jr^L. VclKe-na K.*>. Morgunblaðið/Skapti Hallprrímsson Skiltið er til vitnis um hve alvarlegur kennaraskorturinn er sem margir dreifbýlisskólar eiga við að etja. Nú hefur samt ræst úr fyrir Akureyringum, svo hægt var að taka skiltið niður. Utimarkaður og uppboð við Reistarárrétt: Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Það var bæði fjölmenni og fjör á útimarkaðnum í Reistarárrétt. Dilkamir í réttinni vom leigðir út, og dugði ekki til því að nokkur sölutjöld vom einnig fyrir utan réttina. óhætt er að segja að verslun hafi verið fjörug og flest það sem á boðstólum var, hafí gengið út. Þá var haldið kröftugt uppboð og uppboðshaldari var Pétur Þórar- insson, sóknarprestur í Möðmvalla- klaustursprestakalli. Hann sagði að menn hefðu verið mjög örlátir í boðum sínum og í hita leiksins boð- ið verð sem teljast mætti langt yfír kostnaðarverði. Hinir ýmsu gripir vom boðnir þarna upp, t.d. gamalt sjónvarjistæki, hrærivél, vegasalt, sem fór a'5.000 krónur, en kostaði í innkaupum 3.800 krónur, og síðast en ekki síst fjallalamb sem fór á tvöföldu kostnaðarverði. Pétur sagði að ungur hljóðfæra- leikari hefði síðan spilað á raf- magnsorgel fyrir markaðsgesti og einnig hefði verið haldin hlutavelta. Um kvöldið var haldinn svokallaður körfudansleikur að Melum í Hörg- árdal þar sem karlmönnum var ætlað að koma með drykkjarföng í körfum sínum og kvenfólki ætlað að koma með meðlæti. Markaðsgestir vom víðsvegar að úr Eyjafírði og kom fólk jafnvel akandi alla leið úr Þingeyjarsýslu með varning sinn. Fjölbreytt vöm- úrval var á markaðnum, blóm, matföng, blóm, búsáhöld og afar vinsælir voru nýir jarðávextir og fersk brauð. Morgunbladið/Hjörtur Gíslason Sr. Pétur Þórarinsson stjórnaði uppboði af mikilli röggsemi, og fór þar margur gripurinn á uppsprengdu verði, þar á meðal þetta vegasalt. Ungmennafélagið leigðu út dilk- ana í réttinni — alls 26 — og sáu síðan sjálf um kaffí- og veitinga- sölu. Dilkarnir vom allir sneisafullir af vömm og þeir sem ekki komust fyrir í dilkunum, settu upp sölutjöld sín og borð fyrir utan réttina en FJÖLDI fólks streymdi á úti- markað við Reistarárrétt við Dalvíkurveg sl. laugardag. Tvö ungmennafélög stóðu að mark- •raðnum, ungmennafélag Möðru- vallasóknar og Skriðuhrepps og er þetta þriðja árið sem slík uppákoma er haldin. Skólanefnd Akureyrar: Þríklofnar í afstöðu sinni um skólasljórastöðu Síðuskóla SKÓLANEFND Akureyrar þriklofnaði í gær í afstöðu sinni um umsækjendur þá er sóttu um embætti skólastjóra í Siðuskóla á Akur- eyri. Skólanefndm er umsagnaraðili, en menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, tekur endanlega ákvörðun um starfsveiting- ,una. Upphaflega sóttu fjórir um skóla- stjórastöðuna, en einn umsækjenda, Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri á Akranesi, dró umsókn sína til baka. Hinir þrír eru: Þórey Eyþórsdóttir, Davíð Óskarsson og Ormarr Snæ- björnsson. Atkvæði í skólanefndinni féllu þannig að Davíð fékk þijú at- kvæði og Þórey eitt, en einn nefndar- manna sat hjá. Atkvæðagreiðslan var leynileg. Skólanefndarfundinn sátu Magnús Aðalbjömsson, vara- formaður, sem situr í nefndinni fyrir hönd Alþýðuflokks, Rafn Hjaltalín og Björg Þórðardóttir, bæði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, Kristín Aðalsteinsdóttir, Alþýðubandalagi, og Steinunn Sigurðardóttir, Fram- sóknarflokki. Davíð hefur starfað við kennslu á Akureyri, verið skólaráðgjafí bæði í menntaskólanum og í verkmennta- skólanum á Akureyri, en sl. tvö ár hefur hann verið við nám í Banda- ríkjunum þar sem hann lauk MA-prófí í ráðgefandi sálarfræði. Þóra útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1965 og frá Kennaraháskóla íslands árið 1969. Auk þess var hún í fjögur ár í kennaraháskóla í Noregi. Hún hef- ur 18 ára kennara- og stjómunar- reynslu að Staðarfelli í Suður-Þing- eyjarsýslu, í Björgvin í Noregi og við þjálfunarskólann á Akureyri. Þóra hefur undanfarið starfað hjá fræðsluskrifstofu Norðurlandsum- dæmis eystra. Eftir atkvæðagreiðsluna lagði Rafn Hjaltalín fram eftirfarandi bók- un: „Samkvæmt framlögðum gögnum um starfsreynslu og mennt- un, tel ég óveijandi að ganga fram hjá Þóreyju Eyþórsdóttur þegar umsagnar er leitað um skipan skóla- stjórastöðu við Síðuskóla. Ég vek Þór og KA leika í kvöld Akureyri. í KVÖLD mætast meis^ara- flokkar Þórs og KA í knatt- spyrnu á aðalleikvanginum og hefst viðureignin klukkan 19. Hér er um að ræða minning- arleik um Óskar Gunnarsson, sem síðustu tíu árin lék með Þór, en lést í vor. Frændsystk- ini Oskars gáfu í sumar bikar í minningu hans og verður leikið um hann í kvöid. jafnframt athygli á því að vel kann svo að vera að jafnréttishugsjónir séu ekki virtar ef gengið er fram hjá þessum umsækjanda við stöðu- veitinguna." Fjallalambið slegið á tvöf öldu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.