Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 SVÖRTU - STÓRU sorpsekkirnir frá Plastprent nýtast þér á marga vegu, á heimilinu, í garöinum, sumarbústaðnum, ferðalaginu. Svörtu plastpokarnir frá Plastprent eru sannkallað þjóðþrifaráð þegar taka þarf til hendinni og sópa út úr hornunum. ÞJOÐÞRIFARAÐ FRA PLASTPRENT Brautryðjandi á sviði pökkunar Plastprent hf. Höföabakka 9,sími 685600 Fást í öllum matvöruverslunum, byggingavöru- verslunum og á bensínstöóvum um allt land. Einfalt og þægilegt statíf fyrir þá sem nota mikið af þeim STÚRA frá Plastprent. Nunnan - afneit- arinn - ofurmennið Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson D. Felicitas Corrigan: The Nun the Infidel the Superman. The remarkable friendships of Dame Laurentia McLachlan with Sydn- ey Cockerell, Bemard Shaw and others. John Murray 1985. Laurentia McLachlan var abbadís í Stanbrook-klaustri í Worcester, sem tilheyrir Benedikts-reglu, en höfuðtilgangur þeirrar reglu er til- beiðsla og bænahald, allt annað starf er aukastarf reglubræðra og systra en þau störf hafa valdið straumhvörfum í aldanna rás, í fræðimennsku, guðfræði og bygg- ingarlist. Það voru Benediktínar sem vemduðu klassískar bókmennt- ir og foma menningararfleifð, þegar upplausn og stjómleysi ríkti í stórum hlutum Evrópu. Cluny og St. Germain-des-Prés vom þýðing- armestu menningarsetur Evrópu í margar aldir. Laurentia gekk ung í klaustur og dvaldi í klaustrí í sjötíu ár, inni- lokuð og afskorín frá heiminum og höfuðiðja hennar og tilgangur var tilbeiðsla, iðkun helgisiða og bæna- hald. Trúariðkun og þær víddir sem em tengdar þeirri innlifun, „hin stöðuga tilraun til þess að nálgast guðdóminn . .. tengir mann ein- staklingum og verkum þeirra nánar en orðið hefði, utan klaustur- múranna“ (Laurentia: 1922) Þá hafði hún verið nunna í 38 ár. Vinir hennar reyndu þetta í fari hennar, hún geislaði af umhyggju fyrir öllum þeim sem til hennar leit- uðu, og meðal þeirra vom hinir ólíklegustu einstaklingar. Meðal hinna fjölmörgu vina Laurentiu vom Sydney Carlyle Cockerell og George Bemard Shaw. Cockerell var meðal kunnustu fræðimanna um miðaldahandrit og listasögu og prentlistarsögu á sinni tíð, hann var náinn samstarfsmaður Williams Morris við Klemscott Press, sem gaf út fegurstar bækur í Englandi á síðasta áratug 19. ald- ar. Fitzwillian-safnið í Cambridge er í sinni núverandi mynd mikið verk Cockerills, en það var upp- haflega stofnað 1816 og er meðal elstu almennings-listasafna Eng- lands. Cockerell var mikill fagurkeri og naut lífsins í ríkum mæli, hann taldi sig heiðinn og lífsmáti hans var algjör andstæða lífsmáta nunn- unnar, sem var innilokuð, en naut lífsins á öðm sviði og öðlaðist meiri lífsfyllingu en sá sem leitaði hennar út um alla heima. Þetta kemur skýrt fram í bréfum Cockerells til Lauren- tiu og einnig þakkklæti hans fyrir viturlegar ráðleggingar og snjallar athugasemdir um hann sjálfan og verk hans. Einlæg vinátta og falslaus trún- aður ríkti með þeim í tæpa hálfa öld en Laurentia lést árið 1953. Bréf Cockerells til Laurentiu em lifandi og skemmtilegt sambland fræðilegra athugana einkum um prentlist, bókaskreytingar og listir ásamt dægurmálefnum. Bréf beggja varðveittust, fyrstu sautján árin sem þau skrifuðust á vissi hvor- ugt um að bæði varðveittu bréfín og þá varð það að samkomulagi með þeim að það þeirra sem lengur lifði skyldi erfa bréfin og hafa full- an ráðstöfunarrétt á þeim. Cock- erell afhenti Stanbrook-klaustri bréfin, bundin í átta bindi, 1954. Þrátt fyrir mismunandi ákoðanir á trúmálum, bar aldrei skugga á vináttu þeirra. Bréf Laurentiu Qalla um lífsmáta nunnunnar og trúar- iðkanir og leiðsögn þess, sem hún taldi að hefði leitt til vináttu þeirra Cockerells, „sem er meðal dýrmæt- ustu gjafa sem Guð hefur veitt mér“. Ahugi Cockerells á trúmálum var einlægur og hann bar djúpa lotningu fyrir skoðunum Laurentiu, þótt hann bæri ekki gæfu til þess að geta tileinkað sér þær. Cockerell og Bemard Shaw voru nánir vinir og það var hann sem kynnti Laurentiu og Shaw. Þar með hófst vinátta, sem reist var á full- kominni einlægni og gagnkvæmri virðingu. Bréf þeirra eru ekki síður skemmtileg en bréf Cockerells og Laurentiu og andríkið og fyndnin er meiri, en það kunni Laurentia vel að meta. Bréf Shaws dagsett í Damaskus 1931 með lýsingum Shaws á landinu helga og svæðun- um þar í kring er ágætt dæmi um stílsnilld höfundar og það kunni Laurentia vel að meta. Hún mat Shaw eins og hann var, fullur af ofsa og hneykslan og fullkomlega sjálfum mér samkvæmur. Bréf þeirra fjalla mikið um trúmál og verk Shaws. Þau ávörpuðu hvort annað með „bróðir" og „systir“. ' Það var ekki ósjaldan að Shaw fór þess á leit við Laurentiu að hún minntist sín í bænum sínum og það gerði hún vissulega. Shaw lést á Allra sálna messu þann 2. nóvem- ber 1950. Sálumessa var sungin allan þann dag í Stanbrook klaustri: Þessi bók er mjög uppbyggileg og þeir sem þar koma við sögu eru allir skemmtilegt og gáfað fólk, fólk andlegrar spektar og aðalper- sónan, nunnan, skemmtilegust allra. Shaw ákvað einhvemtímann, að ef hann ætti eftir að skrifa söng- leik, myndi hann kalla hann: „Káta abbadísin" þá með Laurentiu í huga. Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins foma komin í bókaverslanir á Vestfjörðum Fjallar um tíma- bilið 1867-1920 ísafirði. ANNAÐ bindið af Sögu ísafjarð- ar og Eyrarhrepps hins forna, var kynnt á blaðamannafundi á ísafirði nýlega. Jón Páll Halldórsson formaður Sögufélags ísfirðinga kynnti bók- ina, en hún er rituð af Jóni Þ. Þór sagnfræðingi. Sagði hann að nú væri eitt og hálft ár síðan fyrsta bindið kom út og hefði verið ákveð- ið að leggja áherslu á útkomu þessa bindis á 200 ára afmæli kaupstaðar- ins. Annað bindið nær yfir tímabilið frá 1867—1920 sem er tímabit meiri efnalegra framfara á ísafirði en víðast annarsstaðar þekktist á íslandi á þeim tíma. í bókinni er fjöldi mynda, þar með myndin og kort sem dönsku landmælingamar afhentu landmælingum íslands fyr- ir skömmu og vom gerðar hér á ísafirði á fyrstu ámm aldarinnar. Bókin er nú komin í bókaverslanir á Vestfjörðum, en almenn dreifing hefst á vegum Hins íslenska bók- menntafélags 1. september. Félög- um sögufélagsins er boðin bókin á afsláttarkjömm svo og verður öllum núlifandi íslendingum fæddum á ísafirði á ámnum 1900—1970 boðin bókin með bréfi, en þeir em nú 4.780 bls. Öll vinna við bókina er mjög vönduð, en hún var að mestu unnin hjá Prentstofunni ísrúnu á ísafirði. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.