Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 15

Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 15 þið sögðust vera að bjarga. Setjið ykkur fyrir sjónir hversu geðþekk sú kvikmynd yrði, sem tekin væri af téðu framferði dauðasveita hringormanefndar, beinum árangri ykkar hér á íslandi. Já. Horfíst undanbragðalaust í augu við veru- leikann. Mér verður oft hugsað til kvikmyndar frá áróðursmiðstöð ykkar, sem sýnd var f sjónvarpi. Hún átti að sýna villimennsku sel- veiðimanna á hafísnum við Ný- fundnaland. Þeir drápu kóp og drógu hann til skips. Urtan elti þá á leið, elti afkvæmi sitt eins og hver önnur góð móðir ungs af- kvæmis. En þeir drápu hana ekki, eins og handlangarar ykkar drepa nú urtumar hér við land. Þeim kom það ekki til hugar. Hún átti að lifa og hitta maka sinn. Afla nýtt af- kvæmi á næsta ári, annað hvort nýtt veiðidýr eða dýr til að yngja upp selahjörðina. Eg hefí séð marga urtuna horfa á eftir kópnum sínum dauðum upp á bát. Maður fínnur til með þeim eins og ánum, þegar lömbin eru tekin frá þeim á haustin. En á nýju vori fæðist aftur nýtt líf. Þannig á það að vera. Þannig er eilíf hring- rás lífs og dauða. Ójafn leikur Selabændur á íslandi eiga við ofurefli að etja. Ekki eiga þeir að- gang að áróðursmiðstöðvum utan lands eða innan. Atferli ykkar út- lendra grænfriðunga og íslensku hringormamafíunnar er eins og hver önnur vægðarlaus tangarsókn tvíefldra heija. Islenska hringorma- mafían er það forhert, að hún kunngerir að 2-300 selveiðimenn séu að á hennar vegum. Þar fara skotmenn á hraðbátum á sólbjört- um lognkyrrum sumardögum, til að hópmyrða og útrýma sel á ákveðnum slóðum. Sannnefndar dauðasveitir. íslenski sjávarútvegsráðherrann, (hvalveiðaráðherrann) er alveg á bandi téðrar mafíu. Hann ætlar að koma á nýjum lögum um selveiðar undir yfírstjóm sinni. Þar á að gera þessa eign og forn réttindi bænda að engu. Þar á að afnema öll ákvæði um friðlýst sellátur. Þar verður öll- um íslenskum nkisborgurum heimilað að skjóta seli, allt frá ystu mörkum 200 mílna efnahagslög- sögu og upp að línu í 115 metra fjarlægð frá stórstraumsfjöruborði. Þar með á að löghelga undanfarið framferði hringormamafíunnar. Þá verður öllum selum útrýmt á sum- um svæðum við ísland. Þá lokast hringur þeirrar atburðarrásar sem þið hrunduð af stað með forkastan- legri frekju og fáfræði. Sjáið þið nú hvað þið hafíð gert? íslenskir selabændur hafa efnt til samtaka um að freista þess að veija fom réttindi sín og um leið tilveru selastofnanna og það eðli- lega og nauðsynlega jaftivægi í náttúrunni, sem þið hafíð stefnt í beinan voða. Þeim er mest um- hugað um að markaður og veiðar komist sem fyrst í fyra horf. Enn er óvíst hveiju fámenn og févana samtök þeirra áorka. Þau beijast gegn margföldu ofurefli, bæði hvað varðar áróður og fjár- austur. Þeim veitti ekki af liðsinni sem þið gætuð veitt og engum væri skyldara en ykkur að veita. Þið verðið að viðurkenna mistök ykkar frammi fyrir alheimi, að þið fómð offari gegn kópaveiði. Betra er seint en aldrei að hverfa frá villu síns vegar. Mislagðar hendur Þið grænfriðungar vinnið ómet- anlegt þarfaverk, er þið hindrið að höfín _séu eyðilögð með allskonar eitri. Í þeim efnum eigið þið skilið stuðning hvers heiðvirðs manns og engra frekar en okkar íslendinga. Tilvera okkar byggist á því, framtíð okkar veltur á því, að lífíð í sjónum bíði ekki hnekki. Þetta er jafn víst og hitt, að íslenskir selabændur eiga ærinna harma og hagsmuna að hefna, þar sem eru eyddir og sundraðir sela- stofnar. Þið hefðuð betur látið selveiðimenn óáreitta. Fyrir afleið- ingar þeirrar áreitni verðið þið að bæta á gagngeran og áhrifaríkan hátt eins fljótt og auðið er. Lokaorð Hér með skora ég, höfundur þessarar greinar, á umboðsmann eða umboðsmenn grænfriðunga á íslandi, að senda málflutning minn til aðalstöðva þeirra erlendra sam- taka grænfriðunga, sem mestu ráða og hafa ráðið um að móta stefnu og skipuleggja aðgerðir. Höfundur er bóndi og rithöfund- ur. Morgunblaðið/Þorkell Lendingar æfðar á Patreksfjarðarflugvelli. Þetta er í fyrsta skipti sem flugklúbbur er starfandi á svæðinu og er mikill áhugi á að læra að fljúga, svo að flugkennarinn annar vart eftirspurninni. hingað kominn um eina milljón króna. „Þetta er ofboðslega gaman, maður hefur alltaf haft áhuga á þessu, en aldrei haft tækifæri, fyrr en nú,“ sagði Elín Oddsdóttir frá Patreksfirði, ritari flugklúbbsins, þegar blm. innti hana eftir því hví hún hafi farið að læra flug 56 ára að aldri. Hafsteinn Pálsson flugkennari og einn nemanda hans, Elín Odds- dóttir frá Patreksfirði, við kennsluvélina. Jogging gallar barna allar stærðir Margir litir. Verð 890.- Háskólabolir. Verð 550.- Gallabuxur stærðir 30—36. Verð Kvenbuxur stærðir 25—32. Verð 1050.- íþróttasokkar. Verð 69.- Herrasokkar. Verð 97.- Dömujakkar. Verð 1990.- Lakaléreft. Breidd 240. Verð 222.- Lakaléreft. Breidd 140. Verð 140.- Sængurveraléreft. Breidd 140. Verð 1 Stuttermaherraskyrtur. Verð 750.- Herranáttföt. Verð 750.- Prjónagarn 50 gr.. Verð Prjónagarn 100 gr. Verð Stígvél. Verð 585.- Gúmmfskór. Verð 395.- Þunnir kvenjakkar. Verð Þvottabalar. Verð 100.- Greiðslukortaþjónusta Opið frá 10.00-18.00 Föstudaga 10.00-19.00 Laugardaga 10.00-14.00 Vöruloftið SIGTÚNI 3, SÍMI 83075.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.