Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 46
r* 46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1986 -\ s,Hanr\ var '\ ems-dags verkfell't í dag ert eng\nn -tókr eftir því." áster, ...vorgróður TM Reg. U.S. Pat. Oft,—all rifltits reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate 817 / Þú gfefur mér eld? Tölvan segir þau gleði- tíðindi að væntanleg sé dvergtölva! HÖGNI HREKKVISI Aldrei hefur borgin verið fallegri en nú Við viljum þakka innilega fyr- ir afmælisliátíð Reykjavíkur. Hún var alveg stórkostleg. Hvílíkur dagur, og blessuð borg- in okkar, oft hefi ég séð hana fallega, en aldrei sem nú. Blessuð Reykjavík, Esjan og sundin blá. Og fólkið allt, allir svo góðir og glaðir. Við þökkum ráðamönnum borg- arinnar og öllum þeim sem skipu- lögðu og undirbjuggu þessa yndislegu hátíð. En fyrst og síðast þökkum við Guði fyrir að gefa okk- ur þetta allt, Reykjavík og afmælis- hátíðina, honum sé lof og dýrð. Halldór S. Gröndal Þakkir til Gísla Sigur- björnssonar Fyrir hönd aldraðra í Keflavík, Njarðvík og Grindavík, sem notið hafa mjög ánægjulegrar sumar- dvalar í Hveragerði undanfarin sumur í boði Gísla Sigurbjörnsson- ar, forstjóra Grundar, sendum við undirritaðar honum innilegustu þakkir fyrir hugulsemina í okkar garð. Einnig eru sendar kveðjur og þakkir til hans frábæra starfsfólks. Guðrún Sigurbergsdóttir Jóna Björg Georgsdóttir Hrefna Björnsdóttir Víkverji skrifar Menn skyldu fara varlega í að afgreiða það sem þeim kemur ókunnuglega fyrir sjónir í daglegu máli sem afbökun, útlendar slettur, málvillur eða málrósir eins og hinn nafnlausi Dagfari gerir af miklum íjálgleik og lítilli kunnáttu í Dag- fara þegar hann fjargviðraðist um orð sem íþróttafréttaritari Morgun- blaðsins hafði eftir íslenzkum afreksmanni, bæting, þ.e. hann ætlaði sem sagt að bæta sig, auka við afrek sín og mætti Dagfari einn- ig stefna að því. Þá gæti hann tekið undir með íþróttamanninum og sagt: Lesið nú dálka mína, þér sem ekkert hafið að gera, því að bæting mín í andlegum efnum er mikil. Þegar orðið bæting birtist nokkr- um sinnum á íþróttasíðum Morgun- blaðsins og einnig í stórri fyrirsögn þótti ritstjórum blaðsins sérkenni- lega til orða tekið og töldu ástæðu til að kanna, hvort þama væri óhaf- andi málrós á ferðinni. Þeir gerðu m.a. það sem Dagfari hefði átt að láta sér til hugar koma, þeir leituðu frétta í orðabókum. Þá blasir við þeim orðið bæting, beygt að íslenzk- um hætti og hið prýðilegasta orð og sagt merkja bót á flík. Þar var jafnframt að finna færeyskulegra orð um hið sama efni, þ.e. bæting- ur, hið fyrra kvenkyn en hið síðara kvarlkyn. Hið eina sem íþróttamað- urinn hafði gert í daglegu tungutaki sínu var að auka merkingu orðsins og láta það taka yfir það að bæta sig, gera betur og er að dómi Morg- unblaðsins fullgild íslenzka og rétt notkun orðs í tungu sem er í þróun og breytist að eðlilegum hætti í meðförum manna. Þar með hættu ritstjórar blaðsins að hafa áhyggjur af því hversu ókunnuglega komizt var að orði í blaðinu og létu þar við sitja. Menn skyldu fara hófsamlega í að afgreiða það í daglegu máli sem þeim líkar ekki eða þeir telja mál- rósir, svo að notað sé tungutak sprelligosans í Dagfara. í fornum ritum eru mörg dæmi þess hvernig málið er í þróun og hefur annar ritstjóri blaðsins m.a. bent á slík dæmi í ritgerð um íslenzkt mál í tímariti málfræðinga, Skímu. Þessi mörgu dæmi úr fornsögum okkar ^ýna að margt byijar með öðrum hætti en því lýkur og má þar m.a. nefna notkun orðsins kosning (kosningar) en það orð er karlkyns í Árna sögu biskups og sagt kosn- ingur. Af einhveijum ástæðum hefur Áma saga lifað af þessi 1000 ár, en af einhveijum óskiljanlegum ástæðum veit engin nein deiíi á Dagfara þess tíma. Víkveija hefur borist eftirfar- andi bréf frá Sæmundi Guð- vinssyni, forstöðumanni kynningar- deildar Flugleiða: „í dálkum Víkvetja 20. ágúst, er þess getið að stormasamt sé í flugmálum heims um þessar mund- ir. Fijálsi-æðisvindar í flugmálum berist nú frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hins vegar telur Víkveiji að þessi nýju viðhoif fari að miklu leyti hjá garði Flugleiða. Talsmaður félagsins hafi látið hafa það eftir sér í blaðaviðtali að erlendis verndi flest stjómvöld flugfélög viðkom- andi lands. Talsmaðurinn gefí í skyn að Fiugleiðamenn vilji aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að gera erlend- um félögum erfíðara að keppa við íslensku flugfélögin. Hér er greinilega verið að vitna í frétt í Tímanum fyrir skömmu, þar sem nokkur orð voru höfð eftir mér, í tengslum við hugsanlegt áætlunarflug British Midland hing- að til lands. Eg sagði þar, að áður en þetta flug gæti hafist, þyrftu stjórnvöld að fjalla um málið. Ennfremur sagði ég að flest ríki reyndu að vernda sín flugfélög, og það væri til dæm- is ekki á valdi Flugleiða að ákveða einhliða fargjöld félagsins milli ís- lands og Danmerkur. Hér var ég einfaldlega að greina frá staðreynd- um sem ættu raunar að vera Ijósar öllum þeim sem eitthvað hafa kynnt sér alþjóðasamskipti á sviði áætlun- arflugs. Forráðamenn Flugleiða hafa margoft bent á að loftferðasamn- ingar séu gagnkvæmir og flugfélög í þeim löndum sem Flugleiðir fljúga til, geti hvenær sem er hafið áætl- unarflug til íslands. Flugleiðir eru því í stöðugri samkeppni við erlend flugfélög þótt óbein sé um þesar mundir. Getgátur Víkveija um að Flugleiðamenn vilji aðgerðir stjórn- valda til að vernda félagið gegn erlendri samkeppni eru gjörsamlega út í hött.“ n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.