Morgunblaðið - 26.08.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.08.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGOST 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Auglýsingateiknari aukastörf Laginn og hugmyndaríkur auglýsingateiknari með góða vinnuaðstöðu óskast til að taka að sér margháttuð verkefni fyrir stórt fyrirtæki íferðaþjónustu. Karfistervandaðrar vinnu og að verkefni séu unnin hratt. Góð tímalaun greidd. Uppl. ásamt sýnishornum af verkefnum óskast send til augldeild Mbl. merktar: „Ferðaþjónusta — 0165“. Öllum umsóknum svarað og öll sýnishorn endursend. Félagsmálastjóri Starf félagsmálastjóra hjá Seltjarnarnes- kaupstað er laust til umsóknar. Umsækjend- ur verða að hafa menntun á sviði félagsráð- gjafar eða félagsfræði. Nánari upplýsingar um starfið veita bæjar- stjóri og félagsmálastjóri, bæjarskrifstofun- um, Mýrarhúsaskóla eldri, í síma 612100. Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist bæjarstjóra fyrir 12. september nk. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. Skóladagheimili Starfsfólk óskast á skóladagheimilið að Heiðargerði 38. Um er að ræða heila og hálfa stöðu. Börnin eru á aldrinum 6-10 ára. Upplýsingar á staðnum eða í síma 33805. Kennarar Komið og kennið við Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri í vetur. Ágætur skóli. Fjölbreytileg kennsla. Gott húsnæði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-7640. Heillandi og krefjandi framtíðarstarf í veitingarekstri Eitt af forystufyrirtækjunum í veitingarekstri í höfðuborginni leitar nú að toppmanni til að taka að sér harða og aðhaldssama fjármála- stjórn í ört vaxandi og fjölbreyttum rekstri, með rnjög mikla framtíðarmöguleika. Við leit- um að lifandi og hugmyndaríkum fagmanni til að hafa árvökult eftirlit með öllum þáttum rekstursins frá hráefnisinnkaupum til reikn- ingainnheimtu, launabókhaldi, fjármagnsút- streymi og greiðsluáætlunum vegna fjárfestinga. Viðkomandi þarf að geta unnið í fullum trúnaði með eigendum að mikilvægu uppbyggingarstarfi og býðst á móti örugg og vel launuð framtíðarstaða með möguleik- um á að deila arði. Aðeins eiginhandarumsóknir koma til greina. Umsóknir sendist Mbl. fyrir 25. ágúst merkt: „Toppmaður nr. 1912“. Meinatæknar Á rannsóknadeild Landakotsspítala er laus staða. Upplýsingar gefa yfirlæknir og deildar- meinatæknar. Tæknivörur: sölumaður Öflugt, deildaskipt þjónustufyrirtæki vill ráða sölumann til starfa. Sölumaðurinn kemur til með að sinna sölu- stjórnun og stefnumörkun, daglegri sölu og innlendum og erlendum viðskipta- sambönd- um. Sölumaðurinn þarf að hafa víðtæka og góða reynslu af sölustörfum, stjórnunarhæfileika, geta unnið skipulega og sjálfstætt og eiga gott með samstarf. Tækniþekking æskileg. Gott fyrirtæki með góðum möguleikum fyrir réttan mann. Nánari upplýsingar veitir Holger Torp. Um- sóknir skilist fyrir 1. september nk. Verslunarstörf Vörumarkaðurinn hf. óskar að ráða starfs- fólk í matvörudeildina í versluninni við Eiðistorg. Um er að ræða ýmis störf, m.a. eftirfarandi: — Bakarí, hálfan daginn eftir hádegi. — Grænmetis- og ávaxtaborð, allan dag- inn. — Ostaborð, allan daginn. — Afgreiðsla og uppfylling, heilsdags- og hlutastörf ýmiss konar t.d. á kassa frá 12-16 og frá 16-19 eða eftir nánara sam- komulagi. Nánari upplýsingar um störf þessi og vinnu- tíma veitir Sigurður Tryggvason á staðnum, þar sem einnig liggja frammi umsóknareyðu- © blöð. 1 : Vörumarkaðurinn hf 1 Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi. Bókband Aðstoðarfólk óskast á bókbandsverkstæði okkar. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. Bókfellhf. Skemmuvegi 1-4 Kópavogi. Afgreiðslustarf Starfsmaður óskast sem fyrst til starfa í véla- og varahlutaverslun. Umsóknir sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 29. ágúst nk. merkt: „Röskur — 8063". Rannsóknavinna Á rannsóknastofnun í Reykjavík er laust að- stoðarstarf við blóðrannsóknir. Tilvalið fyrir stúdenta sem áhuga hefðu á námi í meina- tækni eða skyldum greinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á augldeild Mbl. fyrir 1. sept. merktar: „R — 300“. Kvenfataverslun í miðbænum óskar að ráða starfskraft til afgreiðslustarfa strax. Æskilegur aldur 40-60 ára. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 30. ágúst merktar: „Sm - 600“. Hálfs dags starf Stúlka eða kona óskast til starfa við pressun (helst vön). Upplýsingar á staðnum. Efnalaugin Snögg, Suðurveri45-47. Sími 31230. Sölumaður Óskum að ráða vanan sölumann nú þegar. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 29. ágúst merktar: „T - 5694“. Skrifstofustarf Óskum að ráða starfskraft nú þegar. Starfið felst í venjulegum skrifstofustörfum, síma- vörslu og fleiru. Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir 30. ágúst merktar: „B — 5696". Hótel úti á landi Árshótel óskar eftir að ráða hresst og áhuga- samt starfsfólk við framreiðslu og eldhús- störf. Uppl. milli kl. 2—4 og 8—9 miðvikudag á Hótel Hofi, ekki í síma. Heils dags — eða hlutastarf Óskum eftir að ráða starfsfólk í afgreiðslu frá 1. september. Upplýsingar á staðnum í síma 46191. Sólarland. Snyrti- og gjafa- vöruverslun óskar eftir starfskrafti á aldrinum 25-40 ára til framtíðarstarfa. Vinnutími frá kl. 13.00- 18.00. Erum í miðbænum. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 30. ágúst merktar: „OR - 514“. Stýrimann og vélavörð vantar á MB Ófeig frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 98-1874 og 98-1060. íslenskt-franskt eldhús Óskum eftir að ráða bílstjóra í útkeyrslu og sölumennsku hjá matvælafyrirtæki. Þarf að hafa góða framkomu, vera heiðarlegur, reglusamur og hafa einhverja reynslu. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar á staðnum næstu daga milli kl. 13 og 17. Islenskt-franskt eldhús, Völvufelli 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.