Morgunblaðið - 21.09.1986, Síða 68

Morgunblaðið - 21.09.1986, Síða 68
Ríkisstjómir íslands og Bandaríkjanna: Samkomulag hefur tekist um lausn Rainbow-málsins SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna í svonefndu Rainbow-máli. I því er viður- kennd sú meginkrafa íslendinga að íslensk og bandarísk skipafélög skuli njóta jafnræðis í flutningum fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn verður kynntur ríkisstjórn Islands og utanríkismálanefnd á þriðjudag en til þess að hann öðlist endanlegt gildi í Bandaríkjunum þarf öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykkja hann. Þar með yrði ákvæðum bandarískra laga frá 1904 um einka- rétt bandarískra skipa á flutningum fyrir varnarliðið vikið til hliðar að þvi er Island varðar. Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, er nú staddur í New York, þar sem hann ávarp- ar allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna á mánudag. í samtali við Morgunblaðið sagði ráðherr- ann, að sú niðurstaða, sem nú hefði fengist á Rainbow-málinu, væri árangur margra funda og ítarlegra viðræðna við fulltrúa Bandaríkjastjómar. Fyrir hennar hönd hefði það verið Edward , j^perwinski, einn af æðstu mönn- um utanríkisráðuneytisins, sem haft hefði forystu í samningavið- ræðunum. Utanríkisráðherra vildi ekki ræða einstaka þætti samkomu- lagsins á þessu stigi. Hann sagði, að markmið þess væri að íslensk og bandarísk skipafélög sætu við sama borð og gætu gert tilboð í flutninga fyrir vamarliðið. Síðan 1984 hefur bandaríska skipafé- lagið Rainbow Navigation setið eitt af þessum flutningum í skjóli bandarískra einokunarlaga frá 1904 en flutningamir vom í höndum íslendinga síðan 1967. . Bandaríska flotamálaráðu- neytið gaf í júlí út nýja reglugerð fyrir flutninga í þágu sjóhersins, þar sem settar vom skorður við einkarétti bandarískra félaga.. Þeim reglum hefur verið mót- mælt og þær njóta ekki stuðnings á Bandarílgaþingi. Á hinn bóginn sagði Matthías A. Mathiesen að rökstuddar vonir væm um, að þingmenn gerðu sér grein fyrir sérstöðu Islands í þessu máli og það væri yfírlýstur vilji Banda- ríkjastjómar með hinu nýgerða samkomulagi, að sérstaðan yrði viðurkennd af öldungadeildinni. Væri stefnt að því að samningur- inn yrði tekinn á dagskrá í deildinni fyrir þingslit í haust. Ætlunin er að Matthías Á. Mathiesen riti undir samninginn í New York í vikunni, en í fjar- vem hans kynnir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, sam- komulagið í ríkisstjóm og utanríkismálanefnd. Gert er ráð fyrir að George Shultz, utanríkis- ráðherra, skrifí undir samkomu- lagið af hálfu Bandaríkjastjóm- ar. Mor^unlilaðið/Júlíus Átján ára piltur lést af völdum meiðsla er hann hlaut þegar bifreið sem hann ók valt á Kleppsvegi í fyrrinótt. Atján ára piltur lést eftir umferðarslys ÁTJÁN ára piltur lést í gær- morgun af áverkum er hann hlaut í umferðarslysi skömmu fyrir klukkan eitt aðfaranótt gærdagsins. Slysið varð með þeim hætti að tveimur bifreiðum var ekið vestur Kleppsveg í Reykjavík. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að öku- menn bifreiðanna hafí verið í kappakstri og ekið mjög greitt. Við mót Kleppsvegar og Sætúns fór önnur bifreiðin út af veginum og taldi sjónarvottur hana hafa farið átta veltur. Þrír ungir piltar, sem í bifreiðinni voru, köstuðust út úr henni við veltumar. Ökumaðurinn sem lést var átján ára, sem áður sagði, en auk hans voru tveir sext- án ára piltar í bifreiðinni. Annar þeirra er bróðir ökumannsins og slasaðist hann talsvert en er þó ekki í Iífshættu. Hinn farþeginn er ekki mikið siasaður. Ekki er hægt að birta nafn pilts- ins sem Iést að svo stöddu. Morgunblaðið/Júllutí Umferðin i Reykjavik var gifurlega þung á föstudaginn. Hér sést bilafjöldinn á Laugaveginum ofanverðum. Stóraukinn umferðarþungi: Bifreiðum fjölgað tvöfalt á við lands- menn síðustu 10 árin „VIÐ HÖFUM vissulega fundið fyrir stórauknum umferðarþunga hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að á sumum leiðum horfir til vandræða á vissum timum dagsins," sagði Óskar Ólason, yfirlög- regluþjónn í umferðardeild lögreglunnar i Reykjavík, er hann var spurður um fjölgun ökutækja á höfuðborgarsvæðinu að und- anförnu. Það sem af er árinu hafa verið fluttar inn um 8.000 nýjar bifreiðir, eða fleiri en allt árið í fyrra. Síðastliðin 10 ár hefur ökutækjum á landinu fjölgað um rúmlega 46 þúsund á sama tima og landsmönnum hefur fjölgað um tæplega 23 þúsund. Óskar kvaðst hafa tekið saman skýrslu um fjölgun ökutækja síðastliðin 30 ár. Arið 1955 voru ökutæki á öllu landinu tæplega 16 þúsund og allir landsmenn þá tæplega 160 þúsund. Næstu tíu árin fjölgaði íbúum um rúmlega 34 þúsund og ökutækjum um rúmlega 15 þúsund. Á árunum 1965 til 1975 fjölgaði íbúum um 25.275 en ökutækjum um 36.671. Á árunum 1975 -til 1985 varð fjölgun ökutækja hins vegar helm- ingi meiri en fjölgun landsmanna, sem Qölgaði um 22.717 á meðan ökutækjum Qölgaði um 46.054. Óskar Ólason sagði, að 1. jan- úar 1986 hefðu 44.644 vélknúin ökutæki verði skráð í Reykjavík og í nágrannabyggðarlögum, með skrásetningarstöfum Y og G hefðu verið skráð 20.380, eða rúmlega 65 þúsund ökutæki sam- tals á höfuðborgarsvæðinu. íbúar á þessu svæði voru þá 132.334 talsins. Alls voru þá á landinu öllu skráð 117.982 ökutæki og landsmenn allir 241.750, sam- kvæmt upplýsingum Óskars Ólasonar, yfírlögregluþjóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.