Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 68
Ríkisstjómir íslands og Bandaríkjanna: Samkomulag hefur tekist um lausn Rainbow-málsins SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna í svonefndu Rainbow-máli. I því er viður- kennd sú meginkrafa íslendinga að íslensk og bandarísk skipafélög skuli njóta jafnræðis í flutningum fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn verður kynntur ríkisstjórn Islands og utanríkismálanefnd á þriðjudag en til þess að hann öðlist endanlegt gildi í Bandaríkjunum þarf öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykkja hann. Þar með yrði ákvæðum bandarískra laga frá 1904 um einka- rétt bandarískra skipa á flutningum fyrir varnarliðið vikið til hliðar að þvi er Island varðar. Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, er nú staddur í New York, þar sem hann ávarp- ar allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna á mánudag. í samtali við Morgunblaðið sagði ráðherr- ann, að sú niðurstaða, sem nú hefði fengist á Rainbow-málinu, væri árangur margra funda og ítarlegra viðræðna við fulltrúa Bandaríkjastjómar. Fyrir hennar hönd hefði það verið Edward , j^perwinski, einn af æðstu mönn- um utanríkisráðuneytisins, sem haft hefði forystu í samningavið- ræðunum. Utanríkisráðherra vildi ekki ræða einstaka þætti samkomu- lagsins á þessu stigi. Hann sagði, að markmið þess væri að íslensk og bandarísk skipafélög sætu við sama borð og gætu gert tilboð í flutninga fyrir vamarliðið. Síðan 1984 hefur bandaríska skipafé- lagið Rainbow Navigation setið eitt af þessum flutningum í skjóli bandarískra einokunarlaga frá 1904 en flutningamir vom í höndum íslendinga síðan 1967. . Bandaríska flotamálaráðu- neytið gaf í júlí út nýja reglugerð fyrir flutninga í þágu sjóhersins, þar sem settar vom skorður við einkarétti bandarískra félaga.. Þeim reglum hefur verið mót- mælt og þær njóta ekki stuðnings á Bandarílgaþingi. Á hinn bóginn sagði Matthías A. Mathiesen að rökstuddar vonir væm um, að þingmenn gerðu sér grein fyrir sérstöðu Islands í þessu máli og það væri yfírlýstur vilji Banda- ríkjastjómar með hinu nýgerða samkomulagi, að sérstaðan yrði viðurkennd af öldungadeildinni. Væri stefnt að því að samningur- inn yrði tekinn á dagskrá í deildinni fyrir þingslit í haust. Ætlunin er að Matthías Á. Mathiesen riti undir samninginn í New York í vikunni, en í fjar- vem hans kynnir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, sam- komulagið í ríkisstjóm og utanríkismálanefnd. Gert er ráð fyrir að George Shultz, utanríkis- ráðherra, skrifí undir samkomu- lagið af hálfu Bandaríkjastjóm- ar. Mor^unlilaðið/Júlíus Átján ára piltur lést af völdum meiðsla er hann hlaut þegar bifreið sem hann ók valt á Kleppsvegi í fyrrinótt. Atján ára piltur lést eftir umferðarslys ÁTJÁN ára piltur lést í gær- morgun af áverkum er hann hlaut í umferðarslysi skömmu fyrir klukkan eitt aðfaranótt gærdagsins. Slysið varð með þeim hætti að tveimur bifreiðum var ekið vestur Kleppsveg í Reykjavík. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að öku- menn bifreiðanna hafí verið í kappakstri og ekið mjög greitt. Við mót Kleppsvegar og Sætúns fór önnur bifreiðin út af veginum og taldi sjónarvottur hana hafa farið átta veltur. Þrír ungir piltar, sem í bifreiðinni voru, köstuðust út úr henni við veltumar. Ökumaðurinn sem lést var átján ára, sem áður sagði, en auk hans voru tveir sext- án ára piltar í bifreiðinni. Annar þeirra er bróðir ökumannsins og slasaðist hann talsvert en er þó ekki í Iífshættu. Hinn farþeginn er ekki mikið siasaður. Ekki er hægt að birta nafn pilts- ins sem Iést að svo stöddu. Morgunblaðið/Júllutí Umferðin i Reykjavik var gifurlega þung á föstudaginn. Hér sést bilafjöldinn á Laugaveginum ofanverðum. Stóraukinn umferðarþungi: Bifreiðum fjölgað tvöfalt á við lands- menn síðustu 10 árin „VIÐ HÖFUM vissulega fundið fyrir stórauknum umferðarþunga hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að á sumum leiðum horfir til vandræða á vissum timum dagsins," sagði Óskar Ólason, yfirlög- regluþjónn í umferðardeild lögreglunnar i Reykjavík, er hann var spurður um fjölgun ökutækja á höfuðborgarsvæðinu að und- anförnu. Það sem af er árinu hafa verið fluttar inn um 8.000 nýjar bifreiðir, eða fleiri en allt árið í fyrra. Síðastliðin 10 ár hefur ökutækjum á landinu fjölgað um rúmlega 46 þúsund á sama tima og landsmönnum hefur fjölgað um tæplega 23 þúsund. Óskar kvaðst hafa tekið saman skýrslu um fjölgun ökutækja síðastliðin 30 ár. Arið 1955 voru ökutæki á öllu landinu tæplega 16 þúsund og allir landsmenn þá tæplega 160 þúsund. Næstu tíu árin fjölgaði íbúum um rúmlega 34 þúsund og ökutækjum um rúmlega 15 þúsund. Á árunum 1965 til 1975 fjölgaði íbúum um 25.275 en ökutækjum um 36.671. Á árunum 1975 -til 1985 varð fjölgun ökutækja hins vegar helm- ingi meiri en fjölgun landsmanna, sem Qölgaði um 22.717 á meðan ökutækjum Qölgaði um 46.054. Óskar Ólason sagði, að 1. jan- úar 1986 hefðu 44.644 vélknúin ökutæki verði skráð í Reykjavík og í nágrannabyggðarlögum, með skrásetningarstöfum Y og G hefðu verið skráð 20.380, eða rúmlega 65 þúsund ökutæki sam- tals á höfuðborgarsvæðinu. íbúar á þessu svæði voru þá 132.334 talsins. Alls voru þá á landinu öllu skráð 117.982 ökutæki og landsmenn allir 241.750, sam- kvæmt upplýsingum Óskars Ólasonar, yfírlögregluþjóns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.