Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
17
Tillaga Björns Kristleifssonar hlaut 1. verðlaun í samkeppni, er Landsvirkjun efndi til árið 1981 og
er nýlega búið að koma veggskreytingunni fyrir við Sigölduvirkjun.
Listaverk sett upp r
við Sigölduvirkjun
LISTAVERKI hefur verið kom-
ið fyrir við Sigölduvirkjun og
er höfundur þess Björn Krist-
leifsson, arkitekt. Alls bárust
23 tillögur í samkeppni, sem
Landsvirkjun efndi til og var
dómnefnd skipuð þeim Jóhann-
esi Nordal, formanni stjórnar
Landsvirkjunar, sem jafnframt
var formaður dómnefndar,
Guðmundi Kr. Kristinssyni,
arkitekti, og Herði Agústssyni,
listmálara.
Tillögu Bjöms Kristleifssonar
er þannig lýst að efnisval þykir
gott ef þannig er frá álinu gengið
að það veðrist ekki. Myndbygging
heilsteypt og tákngildi verksins
sannfaerandi. Formstef er einfalt
og tengir vel saman hinar þijár
einingar veggjarins.
Foreldrasamtökín „Vímulaus æska“ stofnuð:
„Mikil velvild í
garð samtakanna“
- segir Bogi Arnar Finnbogason, form. undirbúningsnefndar
FORELDRASAMTOKIN
„Vímulaus æska“ voru form-
lega stofnuð í Háskólabíói
sl. laugardag að viðstöddum
hátt í 500 manns. Forseti
íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, var heiðursgest-
ur fundarins. Bogi Arnar
Finnbogason, formaður
undirbúningsnefndar, sagð-
ist í samtali við Morgun-
blaðið vera mjög ánægður
með fundinn og velviid alla
í garð samtakanna.
„Dómsmálaráðherra, Jón Helgason,
sat stofnfundinn með okkur, sté í
ræðustól og- fagnaði stofriun sam-
takanna. Eg er viss um að bæði
heilbrigðisráðherra og mennta-
málaráðherra hefðu einnig setið
fundinn hefðu þau ekki þurft að
sinna öðrum málum þá stundina___
Dómsmálaráðherra hafði samband
við okkur fyrir stuttu og bauð okk-
ur velkomna í samstarf. Þá hafði
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, samband við mig og
sagðist vera tilbúinn til að gera allt
sem i sínu valdi stæði til að vemda
Leif Birgander, formaður namtaka foreldra á Norðurlöndum gegn
vímuefnum, og Bogi Arnar Finnbogason, formaður undirbúnings-
nefnar, á stofnfundi samtakanna „Vímulaus æska“ i Háskólabíói sl.
laugardag
íslenskan æskulýð gegn vá eitur-
lyfja. Landlæknir, Ólafur Ólafsson,
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var heiðursgestur fundar-
sat einn af undirbúningsfundum
okkar og lít ég svo á að heilbrigðis-
ráðuneytið sé hlynnt starfsemi
samtakanna."
Leif Birgander, formaður sam-
taka foreldra á Norðurlöndum gegn
vímuefnum, flutti okkur kveðju
Norðurlandasamtakanna á fundin-
um og bauð íslendinga velkomna
til samstarfs innan þeirra. Bogi
Amar sagði að áhuginn væri næg-
ur, en þó ætti það eftir að koma f
ljós hvort við hefðum efni á því að
taka þátt í slíku samstarfi eða ekki.
Mikið starf á sér stað víða erlendis
í samtökum sem þessum. Fyrsta
alþjóðlega ráðstefnan á vegum
Sameinuðu Þjóðanna var haldin í
Stokkhólmi í byijun mánaðarins og
verður önnur slík ráðstefna haldin
að ári í Vínarborg. Þar voru saman-
komnir 200 fulltrúar frá 60 löndum
víðsvegar um heiminn.
Öllum þeim sem heimsöttu mig, sendu mér
heillaóskir og gjafir á sextugsafmœli mínu 16.
september sl. sendi ég bestu þakkir og góÖar
óskir.
Svavar Stefánsson,
Bakkavör 9.
/iGLinGR/KOLinn
heldur námskeið til undirbúnings
eftirtöldum prófum sem hefjast:
25/9, 30 tonna skipstjórnarpróf og
23/10, hafsiglingar skútuskipstjórapróf (Yacht-
master Offshore).
Námsefni: Siglingafræði, sjómennska, veður-
fræði.
Inntökuskilyrði: 30 tonna próf.
Kennsla í meðferð seglbáta og notkun siglinga-
tækjaferfram næsta sumará nýrri skútu skólans.
Upplýsingar og innritun í síma 31092.
Siglingaskólinn
Meðiimur í alþjóðasam-
bandi siglingaskóla