Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir Fræðslufundur um haustlauka Veist þú hvað ræktun haustlauka er ótrúlega auðveld og ánægjuleg? Blómaval efnir nú til fræðslufunda um haustlauka. Flutt verða erindi, sýndar myndir og leiðbeiningum dreift. Öllum heimill ókeypis aðgangur. 1. fræðslufundurinn verður nk. fimmtudag 25. september kl. 20.00. Hafsteinn Hafliöason, Birgir Einarsson, Ásdis Ragnarsdóttir, LáraJónsdóttir, garðyrkjufræðingur. garðyrkjufræðingur. garðyrkjufræðingur. garðyrkjufræðingur. Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR Viðjugerði Faxaskjól fH^rsntikliikih Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfóum Moggans! Ótti við hryðjuverk íFrakklandi Mikill ótti við hryðjuverk hefur gripið um sig í Frakklandi að undanförnu. Hafa yfirvöld gripið til margskonar ráðstaf- ana til þess að stemma stigu við þeim og sést hér dæmi um það. Franskir hermenn og lögregluþjónar leita hér í bifreiðum að einhvetju, sem gæti leitt til handtöku ódæðismannanna, en í sprengjutilræðunum undanfarnar vikur hafa tvöhundruð manns særst og látnir fylla nær tuginn. Hryðjuverkasamtök þau, sem lýst hafa yfir ábyrgð sinni á tilræðunum hafa kraf- ist lausnar mannsins á litlu myndinni, en hann heitir Gíeorges Ibrahim Abdallah og er talinn leiðtogi samtakanna. Hann situr í frönsku fangelsi. AP/SImamynd Bæjaraland; Bjórdrykkja, pylsuát og söngur á októberhátíð Frá Berg^jótu Fríðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Mílnchen. SÍÐUSTU helgi hófst í MUnchen hin viðfræga októberhátíð, en hún er að mestu leyti helguð bjórdrykkju, pylsuáti og söng. Gífurlegt fjölmenni er á hátiðinni hvaðanæva að úr heiminum. Athygli vakti að nú var óáfengur bjór fyrst á boðstólum hátiðarinnar. HIN ÁRLEGA „bjórhátíð“ Bæjara, ástandi og þar sem eins var ástatt Oktoberfest, hófst með pomp og pragt hér í Munchen um helgina. A sunnudag söfnuðust um 200.000 manns saman í blíðskaparveðri í miðbæ borgarinnar, en um hana fór hefðbundin skrúðganga hátíðarinn- ar. Um sjö þúsund manns á öllum aldri tóku þátt í skrúðgöngunni, en í henni voru fulltrúar marga Evr- ópuríkja, sem og hinna ýmissu héraða Bæjaralands. Var göngufólk klætt glitofnum skrautklæðnaði og lék á margvísleg hljóðfæri. Skrúð- gangan hélt sem leið lá í gegnum miðbæinn og að aðalhátíðasvæðinu. Þegar á sunnudagskvöldið hafði rúmlega ein milljón manns sótt hátíðina, sem er sú 152. í röðinni og höfðu gestimir þá drukkið um 900.000 krúsir af bjór. í fyrsta sinn f sögu októberhátíðarinnar, er nú boðinn óáfengur bjór. Svo virðist sem þessi nýjung ætli að vekja meiri hrifningu en áætlað var, því að á sunnudagskvöld höfðu selst um 30.000 krúsir af óáfengum bjór. Ekki höfðu allir eirð í sér til að bíða þess að hátíðin hæfíst, því 400 Ný-Sjálendingar „þjófstörtuðu" svo rækilega fyrir helgi, að fréttnæmt þótti í suðurhluta Sambandslýðveld- isins. Ný-Sjálendingamir, sem vom á ferð um Þýskaland í langferðabif- reiðum, íjölmennntu á fímmtudag á krá eina, skammt undan Múnch- en. Er þangað var komið hófu þeir sleitulausa bjórdrykkju, allir sem einn, bílstjóramir sjö síst undan- þegnir. Eftir því sem meiri bjór var innbyrtur ágerðist hávaðinn og Iæt- in í gestunum og var loks vom þeir orðnir svo ölvi að í óefni stefndi. Sá kráareigandinn sér þann kost vænstan að kalla til verði laganna, svo koma mætti hinum fyrirferðar- miklu gestum út. Lögreglan komst fljótt að því að bflstjóramir sjö vora í lítt ökufæra fyrir hinum 400 var lögreglan til- neydd til þess að aka Ný-Sjálend- ingunum á tjaldstæði þeirra hér í Munchen. Má segja sem svo að Ný-Sjálendingamir hafi verið að „hita upp" fyrir hátíðina og má þvf ætla að þeir séu til í slaginn! Veðrið hefur svo sannarlega leik- ið við hátíðargesti, glampandi sólskin og molla dag eftir dag. Vonandi er að blíðviðrið haldist nokkm lengur, en hátíðin mun standa tvær vikur enn. Austur-Þj óðverjar flýja í kúlnaregni Mllnchen, AP. TVEIR austur-þýskir landamæraverðir og tvö austur-þýsk ungmenni sluppu til Vestur-Þýskaland í gær. Fjórmenningamir flúðu ekki saman og hlupu tveir síðastnefndir yfir einskis manns landið, sem skilur að Vestur-Þýskaland og Tékkoslóvakíu, í kúlnaregni frá landa- mæravörðum. Ungmennin fóm yfír landamæri Vestur-Þýskalands og Tékkoslóv- akíu á sama stað og tékkneskir landamæraverðir skutu vestur- þýskan landamæravörð, sem var á skemmtigöngu, til bana Þýska- landsmegin landamæranna í síðustu viku. Tékkamir ætluðu að stöðva pólskan flóttamann. Pólverjinn komst undan heill á húfi. í höfuðstöðvum bæversku lög- reglunnar í Múnchen var sagt að austur-þýsku landamæraverðimir tveir, sem báðir em um tvítugt, hefðu flúið til Vestur-Þýskalands seint á mánudagskvöld. Þeir hefðu verið klæddir einkennisbúningum og vopnaðir sovéskum Kalashnikov vélbyssum. Ekki var nánar greint frá flótta landamæravarðanna af öryggis- ástæðum. Lögregluþjónn í Múnchen sagði að tékkneskir landamæraverðir hefðu hafíð skothríð er þeir sáu til tveggja manna á hlaupum við landamæragirðingu við landamærin skammt frá vestur-þýska bænum Tirschenreuth. Mennimir sluppu báðir ómeiddir. Að sögn lögreglunnar em mennim- ir báðir 22 ára gamlir og iðnaðar- Kjarnorkuver rís í nágrenni Hong Kong Peking, AP. KÍNVERJAR hafa skrifað undir samning við eitt breskt fyrirtæki og tvö frönsk um útvegun tækja- búnaðs í umdeilt kjarnorkuver i nágrenni Hong Kong. SamningUrinn hljóðar upp á 1,375 milljarða Bandaríkjadala. Samningaviðræður hafa verið í gangi í átta ár. íbúar Hong Kong borgar hafa lýst sig andvíga bygg- ingu kiamorkuversins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.