Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Bókasamband íslands: Fjölmennt þing um framtíð bókarinnar BÓKAÞING hins nýstofnaða Bókasambands íslands var haldið á Hotel Loftleiðum í gær. Tæp tylft fyrirlesara fjölluðu um mál- efni bókarinnar á þinginu, en einkunarorð þess voru “Bóka- þjóð á krossgötum.“ Ólafur Ragnarsson, formaður sam- bandsins, setti þingið. „Fleira keppir nú um athygli fólks og frístundir en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ólafur í ávarpi sínu. „Við þurfum að gera upp við okkur hvaða afstöðu við ætlum að taka til bókanna, hvaða sess við viljum skipa þeim í þjóðfélagi okkar á komandi árum. Þetta er megin- viðfangsefni Bókaþingsins." Um 200 manns sóttu þingið, sem var öllum opið. Á máli fyrirlesara mátti heyra að flölgun flölmiðla veldur bókamönn- um nokkrum áhyggjum. Þeir voru þó sammála um að reynsla annara þjóða benti til þess að í barátta bókarinnar við aðra miðla yrði að- eins til að varpa skýrara ljósi á sérstöðu hennar. Bókin byði upp á kosti sem ekki væri hægt að líkja eftir. Á þinginu var rætt um gam- alt baráttumál, sem er niðurfelling söluskatts af bókum. Töldu sumir að ef verð bóka yrði lækkað með þessum hætti, myndi sala aukast. Aðrir bentu á að óvíst væri að verð bóka hefði bein áhrif á söluna, og hvort útgefendum væri ekki óbeinn hagur í því að litið væri á bókina sem dýran grip. Kristján Jóhannson, forstjóri Al- menna bókafélagsins, sagði í erindi sfnu að bókin ætti í harðri sam- keppni við aðrar tegundir íjömiðlun- ar og afþreyingar. Sagði hann að á hveiju ári væri Reykvíkingum boðið upp á 130 málverkasýningar, 240 tónleika, 220 bíómyndir og um 50 leikhúsverk. Nýjir titlar á mynd- bandaleigum eru á bilinu 700-1000. Þá taldist Kristjáni til að dagblöð, tímarit og fréttabréf útgefín á ís- landi væru um 200. Kristján sagði að sennilega yrði þróunin sú að bókin myndi hafa Morpirblaðið/Einar Falur “Þjóð sem lengi hefur verið nefnd bókaþjóð stendur nú á krossgötum" sagði Ólafur Ragn- arsson, formaður Bokasambands íslands, í ávarpsorðum sínum VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Við norðurströnd landsins er dálítill lægð- arhryggur sem þokast í austur, en langt suðvestur í hafi er 995 millibara víðáttumikil lægð, sem þokast í norður. SPÁ: Suðaustan gola eða kaldi (3—5 vindstig) og sumsstaðar dá- lítil rigning á suðvestanverðu landinu, en hæg norðlæg átt, þurrt og víða bjart veður á norður- og austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Suðlæg átt og fremur hlýtt. Skýjað og víða dálítil rigning á sunnanverðu landinu en þurrt og sum staðar léttskýjað fyrir norðan. TÁKN: Heiðskírt a <h Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —{. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veAur Akureyri 7 skýjað Reykjavik 7 akúr Bergen 10 skýjað Helsinki 10 skýjað Kaupmannah. 11 súld Narssarssuaq 1 léttskýjað Nuuk 2 skýjað Oaló 11 léttskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 9 rignlng Algarve 28 heiðskfrt Amsterdam 18 mistur Aþena 2S rigning Barcelona 27 léttslcýjað Berlfn 1S skýjað Chicago 19 þokumóða Glasgow 16 skýjað Feneyjar 24 heiðskfrt Frankfurt 18 léttskýjað Hamborg 1S skýjáð Jan Mayen 1 snjóél Las Patmas 28 léttskýjað London 19 mistur Los Angeles 15 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Madrid 17 skúr Malaga 29 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Miaml 25 skruggur Montreal 14 rigning Nice 24 hálfskýjað NewYork 18 þokumóða Parfs 15 skýjað Róm 25 léttskýjað Vfn 20 skýjað Washington 19 þokumóða Winnipeg 7 reykur samflot með öðrum tegundum miðl- unar í ríkara mæli. Þannig gæti útgáfa bókar haldist í hendur við Qölföldun hljóð- og myndbanda, eða tölvuforrita, um sama efni. Einnig taldi hann líklegt að sérhæfíng myndi aukast í útgáfu. Um leið yrði samprenti beitt í ríkara mæli. Hörður Bergmann Qallaði um niðurfellingu söluskatts af bókum. “Mér dettur ekki í hug að halda því fram að hægt sé að bæta algjör- lega úr gloppum f íslenskri bókaút- gáfu og styrkja myndarlega þann menningargrundvöll sem hvílir á bókum með þvf einu að fella niður söluskatt" sagði Hörður. “Fleira þarf til - en ég fullyrði hins vegar að engin önnur Ieið yrði fljótfamari að því marki." Hörður sagði að í engu öðru landi væri lagður jafn hár söluskattur á bækur. Veiga- mestu rökin væru þó þau að sölu- skattur væri ekki lagður á blöð og tímarit. Þau stjómvöld sem sam- þykktu þetta, gætu ekki á sama tíma skattlagt bækur. Önnur erindi á Bókaþinginu fjöl- luðu m.a. um áhrif tölvutækninnar á ritstörf og útgáfu. Salvör Giss- urardóttir kynnti nýjar leiðir við útgáfu bóka, og þann hugbúnað sem höfundar geta notað við ritsmíðar. Magnús Einar Sigurðs- son fjallaði einnig um innreið nýrrar tækni í prentiðnaðinum og hvatti til þess að menn ræddu þau félags- legu áhrif sem hún hefur. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir vék talinu að þeirri spumingu hvort „bókaþjóðin“ lesi nóg - og svaraði henni neitandi. „Það er ekki sama að eiga bók og lesa bók“ sagði Aðalheiður. „Bók þarf að lesa, ræða og lesa upp aftur. Góð bók er eins og góð kjötsúpa. Betri upphituð !“. Síðar spurði Aðalheiður: „En eru dagar bókarinnar senn taldir ? Ég trúi því ekki. Bók hefur vissa töfra. Að vonast eftir henni, handQatla hana, lesa hana, eiga hana upp í hillu...við getum ekki afsalað okkur því.“ Undir lok þingsins sté Ólafur í pontu.dró saman umræðuefni dags- ins og ræddi um hvaða leiðir væm sambandinu færar. Að hans mati virtist svo að menn væru bjartsýnir um hag bókarinnar og teldu enga ástæðu til þess að örvænta. Lögð var fram tillaga stjómar Bókasam- bandsins um stefnuyfírlýsingu þess en fundarmenn urðu sammmála um að hana bæri að vinna betur. Henni var því vísað aftur til stjómar. Hreindýravertíð lokið: Um 400 dýr felld Hreindýraveiðitímabili er nú ný- lokið og munu hafa veiðst u.þ.b. 400 dýr. Alls var 32 hreppum á Austfjörðum, allt frá Langanesi suður í Homafjörð, úthlutaður veiðikvóti, samtals 700 dýr. Veiðitímabilið hófst 1. ágúst og því lauk 15. september. Hæstu veiði- kvótum, 66 dýrum, var úthlutað til Norðfjarðarhrepps og Helgustaða- hrepps, þá kom Borgarfjarðar- hreppur eystri með 60 dýr, Fljótsdalshreppur og Jökuldals- hreppur með 50 dýr hvor og Hjaltastaðahreppur með 32 dýr. I öllum þessum hreppum tókst að veiða upp í kvóta en í öðrum náðist aftur á móti lítið sem ekkert T.d. fékkst ekkert dýr í Egilsstaðahreppi og í Breiðdalshrepp tvö dýr, en hvorum hreppi fyrir sig var úthlutað 18 dýrum. Hvert kg mun vera selt til veit- ingahúsa á u.þ.b. 600 krónur og á það við um hrygg eða læri, en bóg- ar em ódýrari. Madonna enn efst á Bylgjunni Vinsældarlisti Bylgjunnar var valinn í gær og á hann við vik- una 23. til 29. september. Tvö efstu sætin em þau sömu og síðast. Madonna hafnaði aftur í fyrsta sæti og lagið Holiday Rap lenti í öðra sæti. Þá komu tvö ný lög inn á listann, annað með Eurythmics og hitt með Huey Lewis and the News. 1 (1) Laisla Bonita.Madonna 2 (2) Holiday Rap..N.C. Miker G. og Deejay Swen 3 (4) Braggablús...Bubbi Mort- hens 4 (13) We don’t have to....... Jermaine Stewart 5 (-) Thom in my sight.....Eu- rythmics 6 (8) So Macho....Sinitta 7 (17) Ég vil fá hana strax.... Greifamir 8 (6) Human....Human Legue 9 (-) Stuck with you.....Huey Lewis and the News 10 (3) Dancing on the ceiling..... Lionel Richie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.