Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 © 1986 Universal Press Syndicate „Eg slciL cJckit hvemig pú hefur lyát á, pe,ssnn\ ósk.öpum-" %■ Ast er... ... að leika miðað við getu hennar. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndlcate Hvað ertu að gera þarna niðri, maður? HÖGNI HREKKVÍSI „ þeSSI 5PKA07A KAMN AB> OFtSAKA etN KE'WMILESAR AUICAv'ERJCAMIK •" Öhugnanleg dýrkun á Picasso-list Páll H. Araason skrifar: Undanfamar vikur og mánuði hafa fjölmiðlamir keppst við að kynna okkur mikið af list, svo sem myndlist og tónlist, vafalaust til að göfga listasmekk okkar. En ég, óskólagenginn, alþýðuskijóður, hef jrfirleitt ekki getað notið þeirrar upplyftingar sem þar hefur verið í boði. Ahrifin á mig beinast að mest- um hluta niður á við. Sú skilgrein- ing á list, sem mér finnst sönnust, se fólgin í þessari einföldu setn- ingu:„Listamaður er sá, sem skapar það sem er fagurt". Ohugnanlegust finnst mér dýrkunin á Picasso-list- inni, sem að lang mestum hluta kemur fram í afmyndunum á nátt- úmlegri, guðlegri fegurðarsköpun. Eftir eina kynningarstund fjölmiðla á þessu sviði kom þetta erindi í hug mér: Guðs einföld sköpun, fjölskrýdd jörð og friður slíkt færir hveijum aðdáanda ljós. Hve langt kann að draga lista- matið niður, að lofa taumlaust skrípi Picassos? Og er ekki hljómsveitarglamrið löngu farið að tröllríða menningar- starfsemi fjölmiðlanna, svo maður verður stundum að forða sér eða slökkva á tækjunum til að halda ró sinni og heimilisfriði í lagi. Hinn ágæta 200 ára afmælisfagnað okk- ar ástkæru borgar hefði, að mínu mati, þó mátt bæta með því að skjóta inn í hljómlistina stuttum frásögnum úr sjálfstæðisbarátt- unni, eða flutningi snjallra kvæða þar að lútandi, svo sem um för Skúla er í „fjórtánda sinni frægan bar - festar - um hafið svanur". Eða kvæðin hans Jóns forseta, er heyrast nú langtum sjaldnar en í gamla daga. „Þagnið dægurþras og rígur", þau orð eiga við enn og „þú komst á tímum myrkravalds og voðans". I þessu sambandi vil ég þakka Velvakanda fyrir birtingu kvæðisins „Sveinn Pálsson og Kóp- ur, Ofær sýnist áin mér“. Það er þjóðhollustuverk að halda slíkum þjóðlífskjömum á lofti. Eg enda línumar með því að minna á síðasta erindið í kvæði Hannesar Hafstein: „Strikum yfir stóru orðin. - Burt með holu hismis- orðin - hrokareiging, froðuspenn- ing. - Burt með raga skríldóms- skjallið - skiljum heimsins sönnu menning". Ætli það sé ekki einmitt agnarlítið af „froðuspenningi" í sumum þáttum menningar okkar t.d. hljómlistinni. Yíkverji skrifar IVelvakanda í síðustu viku birtist bréf eftir Jón Á. Gissurarson, fyrrum skólastjóra í Reykjavík, þar sem hann ræðir um mikilvægi þess, að skólar hefji markvissa baráttu fyrir bættri umgengni ungmenna. Hann segist hafa litla von um hug- arfarsbreytingu hjá efri bekkingum, en um yngstu árganganna segir hann: „í nám þeirra ætti að skjóta inn þætti - ekki svo veigalitlum - um sambúð manns við borg. Náms- gagnastofnun (orðskrípi með endemum) ætti að hafa á boðstólum fjölþætt myndefni, t.d. götur og torg í sínum besta og versta ham, annars vegar hrein og snyrtileg og svo þakin bréfsnifsum og óþverra. Þættir gætu sýnt krakka nota nær- tækar ruslageymslur og aðra sem skeyttu því engu. Gera mætti nám þetta spennandi, efna til ritgerða- samkeppni, vettvangsgöngu og fleira í þeim dúr. Smám saman mundi þeim lærast það að hvorki kostar fé né fyrirhöfn að ganga snyrtilega um borg sína.“ Telur hinn reyndi skólamaður, að takist að kenna yngstu nemend- unum snyrtimennski muni Reykjavík heilsa nýrri öld sem fög- ur borg með hrein torg. XXX m leið og þessi orð Jóns Á. Gissurarsonar eru áréttuð má minna á frásögn hér í blaðinu á föstudaginn, þar sem lýst er ánægjulegu frumkvæði kennara í Hlíðaskóla, sem fóru með nemendur sína í helgarferð inn í Landmanna- laugar, þar sem þeir hreinsuðu til í sjálfboðavinnu undir stjóm land- varða. Aðdraganda ferðarinnar lýsir Þóra Þórarinsdóttir, kennari, meðal annars með þessum orðum: „Mikil var gleði og þakklæti nem- enda okkar þegar við sögðum þeim frá fyrirhugaðri ferð. Við tókum það skýrt fram, að þetta væri sjálf- boðaliðaferð og því skyldu þeir aðeins fara sem væru boðnir og búnir að vinna fyrir ferðinni. Nátt- úruvemdarráð ætlaði að borga fyrir þá rútugjöld og Ferðafélag Islands að gefa þeim eftir skálagjöld, ef þeir væm fúsir til að vinna fyrir þá í staðinn. Nemendur vom ekki lengi að gangast undir þessi skilyrði, enda vita þeir, að útvistin og sam- veran veita mikia gleði og ekki minnkar ánægjan ef þeir gera gagn.“ Þóra Þórarinsdóttir segir, að i ferðinni hafi nemendur kynnst landinu á nýjan hátt og áttað sig á því, hve mörg verk er að vinna til fjalla og hve mörg þeirra em vegna slæmrar umgengni okkar sjálfra. Þá hafi landverðir talið, að koma unglinganna og vinna þeirra hafi sparað þeim allt að fimmtán daga verk. XXX Ferð á borð við þá, sem hér er lýst, er ekki unnt að fara nema með unglinga; yngstu nemendumir þurfa því að kynnast mikilvægi umhverfisverndar með öðmm hætti. í því efni hlýtur hugmynd Jóns Á. Gissurarsonar að komp. til álita. Auðvelt ætti að vera að sýna skólabörnum það með myndum, hve hverfi eru fljót að breyta um svip, eftir að geiigið er frá lóðum um- hverfis nýbyggingar. Til dæmis mætti taka nýja Borgarleikhúsið og þau stakkaskipti, sem urðu í kringum það, áður en tæknisýning borgarinnar hófst. Þá væri ekki úr vegi að fara með skólafólk í skoðun- arferð á Ártúnshöfðann og sýna því, hve misjafnlega eigendur húsa og fyrirtækja þar hirða í kringum sig. Þannig mætti áfram teljá dæm- inn úr næsta nágrenni allra, hvar sem er á landinu. Það er ekki að- eins í höfuðborginni, sem nauðsyn- legt er að gæta snyrtimennsku heldur í bæjum um iand allt. Hvem- ig væri, að Samband íslenskra sveitarfélaga efndi til landskeppni um snyrtilegasta sveitarfélagið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.