Morgunblaðið - 24.09.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.09.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 25 QkutQcm frá LANCIA TÍSKUBÍLLINN í ÁR! Porto Empedocle, Sikiley, AP. VOPNAÐIR rnenn réðust inn á kaffihús á suðurströnd Sikileyjar og réðu sex manns af dögum. Talið er að um hefndarmorð og undirheimadeilur hafi verið að ræða því þrir hinna myrtu voru með óhreina sakarskrá og taldir eiga aðild að mafíunni. Að sögn vitna réðust fimm vopn- aðir menn inn á kaffihúsið Roma í Porto Empedocle á Sikiley og hófu mikla skothríð. Augnabliki síðar komu þeir á harða hlaupum út, stukku inn í tvo bfla og óku á mikl- um hraða í átt til \ borgarinnar Agrigento. Sexmenningamir sem biðu bana voru Giuseppe Grassonelli og sonur hans Luigi, einnig Giovanni Mallia, Alfonso Tuttolomondo og Salvatore Morreale. Sjötti maðurinn, Filippo Gebbia, lézt af sárum sínum stuttu eftir árásina. Tveir til viðbótar særðust. Að sögn lögreglu virðist sem taka hafi átt Grassonelli-feðgana og Mallia af lífi. Þeir sátu saman við borð og snæddu ijómaís. Þeir hafa komizt í kast við lögin og eru tald- ir félagar í mafíunni. Atvikið átti sér stað á sunnudag. Jóhannes Páll páfi annar for- dæmdi mafíuna í ræðu í gær og sagði hana alvarlegasta siðferðis- vandamál Sikileyjar. Hann sagði undirheimamenn hins vegar í mikl- um minnihluta, þar sem flestir íbúamir væm vingjamlegir og sið- samir og þráðu bæði frið og réttlæti. Það er bjart framundan hjá kaupendum smábíla, því nú er kominn á markaðinn stórskemmtilegur lítill bíll, sem á ekkert sameiginlegt með öðrum smábílum nema stærðina. SKUTLAN er framleidd af hinum þekktu LANCIA verksmiðjum, sem hingað til hafa einbeitt sér að framleiðslu stórra og vandaðra luxusbíla og sportbíla. Hún er 5 manna „lítil að utan — en stór að innan“ og býður upp á áður óþekkt þægindi og íburð í bílum af þessari stærð. SKUTLAN er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. SKUTLAN kostar frá aðeins 288.000 krónum. gengisskr. 2.9.86 BILABORG HF Smiðshöfða 23sími 6812 99 Alm. auglst./SÍA á kaffihúsi Ingvar Carlsson Utanríkisráðherrar með Reagan Jón Asgeir Sigurösson/Símamynd Ronald Reagan hitti utanríkisráðherra vest- rænna ríkja eftir að hann flutti ræðu sína á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þessi mynd var tekin á fundinum. Hann sátu (f.v.) William Hayden, Ástralíu, Ronald Reag- an, George Shultz, Carrington lávarður, framkvæmdastjóri NATO, Leo Tinderman, Belgíu, Uffe Ellemann-Jensen, Danmörku, Hans Dietrich Genscher, Vestur-Þýskalandi, Matthías Á. Mathiesen, Ada Tadashikuranari, Japan, og Hans vanden Broek, Belgiu. fær aukna vernd Frá Erik Liden, fréttaritara Morgun bladsins í Stokkhólmi. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hefur afráðið að flytja úr einbýlishúsi sínu suð- ur af Stokkhólmi í hús nærri konungshöliinni. Sænska lög- reglan fór þessa á leit við Carlsson og telur að þannig verði unnt að tryggja öryggi hans. Unnið er að því að herða allar reglur varðandi öryggi hátt- settra sænskra embættismanna. Þegar Olof Palme var myrtur voru lífverðir ekki með í för. Hins vegar fylgdu tveir lífverðir jafnan Thorbjöm Fálldin þegar hann gekk til vinnu á morgnana. Þrír menn gæta jafnan Ingvars Carlsson og er gæslan hert til muna þegar hann kemur fram við opinber tækifæri. Húsið, sem Carlsson og fjöl- skylda hans munu búa í, er eign sænsku konungsfjölskyldunnar. Nú er unnið að því að endurnýja það og verður fullkomnum viðvömnar- búnaði komið fyrir auk þess sem lögreglumenn munu standa vaktir við húsið allan sólarhringinn. Sovéskir spellvirkjar æfa í Austur-Þýskalandi Hamborg, AP. SOVÉSKI herinn hefur nú á að skipa um niutíu sérfræðingum í að fremja spellvirki. Menn þessir hafa verið þjálfaðir til að sprengja upp mikilvæg mann- virki í Vestur-Þýskalandi dul- búnir sem embættismenn Atlantshafsbandalagsins, að þvi er segir í vestur-þýska blaðinu Welt am Sonntag um helgina. í blaðinu er haft eftir ónafn- greindum vestrænum leyniþjón- ustumanni að fyrst hafi sést til Mafíumorð á Sikiley: Sex dóu í skothríð þessara sveita spellvirkja við æfíng- ar í Austur-Þýskalandi í febrúar 1985. Sovétmennimir vom þá klæddir vestur-þýskum einkennis- búningum. Segir í blaðinu að sovéski herfor- inginn Valeiy A. Belikov, yfirmaður sovéska heraflans í Austur-Þýska- landi, hafi yfirstjóm yfir þessum sérsveitum. Wemer Widder, talsmaður vest- ur-þýska vamarmálaráðuneytisins, hefiir staðfest að til séu sveitir sové- sökra spellvirkja og hver helstu markmið þeirra séu. En hann neit- aði að segja til um Qölda spellvirkja eða hveijar áætlanir þeirra væm, en frá því var greint í Welt am Sonntag. Hann vildi ekki láta uppi hvað vestrænir aðiljar hyggjast gera til að veijast umræddum árás- arsveitum. í blaðinu var vitnað um heimildir frá ónefndri leyniþjónustu og sagt að félagar í spellvirkjasveitunum laumist reglulega inn í Vestur- Þýskaland til að kynna sér aðstæð- ur og njósna. Aftur á móti myndu félagar í sveitunum laumast frá Austur- Þýskalandi til Vestur-Þýskalands og annarra aðildarríkja NATO dul- búnir sem vísindamenn og kaupa- héðnar ef hemaðarumsvif færðust í aukana fyrir einhveijar sakir. Sagði að spellvirkjamir, klæddir eins og almennir borgarar eða starfsmenn NATO, myndu fremja hermdarverk og sprengja sprengjur til að skapa glundroða innan banda- lagsins í nokkrar vikur ef ófriðar- blikur væm á lofti og búist við að stríð brytist út. Aðgerðum sérsveitanna yrði beint að flugvöllum, höfnum, lestar- stöðvum, brúm og öðmm mann- virkjum í fullkomnu flutningakerfi Vestur-Þjóðveija, að því er segir í Welt am Sonntag. Stendur í blaðinu að einnig sé líklegt að gerð verði árás á sjón- varps- og útvarpsstöðvar, kjam- orkuver og vopnaverksmiðjur. Spellvirkjamir em að auki þjálf- aðir til að ræna yfirmönnum NÁTO og pynta þá til að fá upplýsingar um vamaráætlanir vestrænna ríkja, segir í Hamborgarblaðinu. Viðræður um Suður-Afríku: Tambo ræð- ir við Howe og Crocker London, Jóhannesarborg, AP. OLIVER Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins, ANC, hitti Geof- frey Howe, utanríkisráðherra Breta, og Chester Crocker, að- stoðarutanrikisráðherra Banda- ríkjanna, sem fer með málefni Afríku, um helgina. Eru þeir æðstu embættismenn viðkom- andi ríkja er ræða við forsvars- mann ANC. • Talsmaður ANC, Frene Ginwala, sagði að ræðst hefði verið við í hreinskilni og báðir aðilar hefðu látið í ljósi sínar skoðanir á ástand- inu í Suður-Afríku og leiðum til lausnar vandanum þar. Viðræður Tambos og Howes stóðu í tvær stundir. Þar ítrekaði Howe fyrri yfírlýsingar stjómar sinnar um nauðsyn afnáms aðskiln- aðarstefnunnar eftir friðsamlegum leiðum. Er Howe fór til Afríku í júlímánuði sl. neitaði Tambo að ræða við hann. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fara í næsta mánuði til 8 Afríku- landa, þ. á m. Suður-Afríku, til viðræðna við ráðamenn. Ríkis- stjómir Bandaríkjanna og Bret- lands hafa verið andsnúnar refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku- stjóm og sagst vilja stuðla að afnámi aðskilnaðarstefnunnar eftir samningaleiðum. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, hefiir sagt að Reagan Bandaríkjaforseti muni beita neitunarvaldi gegn samþykkt- um fulltrúadeildarinnar um refsiað- gerðir gegn stjóminni í Pretóríu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.