Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Hvers vegiia flytur fólk suður? eftir Björn Dagbjartsson Því er nú mjög haldið á lofti af framsóknarmönnum og Alþýðu- bandalagsfólki að það sé óbúandi á íslandi utan Reykjavíkursvæðisins. Helstu ráð sem þessir menn sjá eru að það þurfi meira opinbert fé til að steypa upp hús úti á landi t.d. fyrir skóla og heilsugæslu, aðra atvinnustarfsemi svo og íbúðir. Auk þess eigi að taka einhveijar opin- berar þjónustustofnanir og dreifa með valdi um landið. Þetta vilja framsóknarmenn sem lengst af hafa stjórnað „byggðaráðuneytun- um“ í 15 ár gera að sínu kosninga- máli! Það hefur komið fram í fyrri greinum um þetta efni og skal hér ítrekað að þetta eru fyrirfram von- lausar aðferðir til að stöðva flutning fólks frá afskekktari héruðum í þéttbýlið. Barátta með þessum vopnum er dæmd til að tapast eins og dæmin sanna. Margir nýir og fullkomnir skólar standa nú hálftómir. Læknar og hjúkrunarfólk fæst ekki alltaf þó að lúxusíbúðir og góð starfsaðstaða sé i boði. Ptjónastofur gefast upp á rekstri þó að þær séu í nýju og næstum fríu húsnæði. Glæsileg íbúðarhús til sjávar og sveita eru næstum því verðlaus af því að eng- inn er kaupandinn. Það mistókst um árið að flytja Skógrækt ríkisins þangað sem skógurinn er og nýi skógræktar- stjórinn átti þá heima. Það var fellt með atkvæðum landsbyggðarþing- manna að flytja Byggðastofnun til Akureyrar. Vinnustaðurinn Reykjavík Allir heilvita menn hljóta að sjá að það er heimskulegt að nota þessi baráttumál, sem mistekist hafa all- an framsóknaráratuginn, til að reyjia að breyta byggðaþróuninni. Eg held því fram að hvorki hinar svokölluðu félagslegu aðstæður né heldur menningar- og skemmtanalíf höfuðborgarsvæðisins valdi því fyrst og fremst að fólk flyst þang- að. Eg held að það séu tylliástæður svo sem eins og að fólk þurfi að flytja vegna skólagöngu bama. Engan þekki ég a.m.k. sem flutt hefur til útlanda til að gæta barna sinna í námi, og_ ætti það þó að vera meiri þörf. Eg álít að frum- skilyrði þess að fólk setjist að á höfuðborgarsvæðinu sé að næg og góð atvinna (tekjumöguleik- ar) er þar yfirleitt í boði. Allar tylliástæður munu léttvægar ef atvinnuskilyrðin eru ekki upp- fyllt. Að sjálfsögðu vil ég ekki gera lítið úr því að til sé fólk sem þarf að leita sér eða sínum lækninga eða sérfræðiaðstoðar um lengri eða skemmri tíma en þau tilfelli valda ekki byggðaröskun. Það er vinnu- staðurinn Reykjavík sem ræður úrslitum. Nú er það staðreynd að það er yfirleitt næg atvinna úti á landi. Það sárvantar vinnuafl víðast hvar, sums staðar tímabundið, sums stað- ar allan ársins hring. Það kom nýlega fram að hver atvinnuleysingi á íslandi ætti að jafnaði kost á þrem störfum á landsvísu og ársgrund- velli. En auglýsingar blaðanna bera það með sér að fjölbreytni starfanna sem í boði eru er mest „fýrir sunn- an“, launin eru síst lakari þar og sögusagnir um yfirboð, gylla fyrir fólki tekjumöguleikana. Stærsti vinnuveit- andinn: Ríkið Það sést líka á auglýsingum að hjá opinberum stofnunum eru stöð- ugt mörg störf laus. Þrátt fyrir sífellt harðnandi samkeppni og þrátt fyrir lægri launataxta hjá hinu opinbera virðist alltaf takast að manna þessar stöður. Það er ekk- ert leyndarmál lengur að flestar ef ekki allar opinberar stofnanir yfirborga fólk, að vísu mismun- andi mikið, sumar nokkra út- valda, sumar allt starfsliðið með ómældri yfirvinnu, lestrartím- um, bílastyrkjum, helgarútköll- um, bakvöktum o.s.frv. Þessi þróun skapar fleiri alvarleg Björn Dagbjartsson „Ég- held því fram að hvorki hinar svokölluðu félagslegu aðstæður né heldur menningar- og skemmtanalíf höfuð- borgarsvæðisins valdi því fyrst og fremst að fólk flyst þangað. Ég held að það séu tylli- ástæður svo sem eins og að fólk þurfi að flytja vegna skóla- göngu barna.“ vandamál en byggðaröskunina. Hún skapar þenslu á vinnumarkaði og verðbólguhættu. Hún veldur halla á ríkissjóði og eykur skatt- heimtu. Hún veldur úlfúð á vinnu- stöðum og milli vinnustaða með því að enginn trúir öðrum varðandi kaup og kjör. Sífelld fjölgun opinberra starfs- manna magnar vandann enn. Ríkið verður að hætta rekstri ýmissa þeirra fyrirtækja og stofnana sem það er nú með á sínum snærum því að alltaf bætist eitthvað nýtt við. Því er ríkið að reka ferðaskrifstofu, innflutnings- og heildverslun, arki- tektastofu, útgerð vöruflutninga- skipa? Af hveiju eru Fiskifélag Islands og Búnaðarfélag íslands ríkisfyrirtæki en ekki Félag íslenskra iðnrekenda? Hvers vegna kaupir ríkið verkfræðiþjónustu og rekstrarráðgjöf af einkafyrirtækj- um en rekur svo ráðgjafa- og verkfræðistofur fyrir atvinnuvegina og kallar rannsóknastofnanir? Það mætti spyija margra fleiri spum- inga og benda á ríkisrekstur, sem betur væri kominn á aðrar hendur. Byggðamál númer eitt nú er fækkun ríkisstarf smanna í Reykjavík Því skal hér hiklaust haldið fram að starfsmönnum mætti fækka um hundruð ef ekki þúsund vegna ríkis- rekstrar sem hyrfi án þess að þjóðfélagið eða þegnarnir biðu hið minnsta tjón af. Það er auðvitað ljóst að margir „þrándar eru í götu“ þess að draga úr ríkisrekstri. Starfsmenn vilja sjaldnast hverfa af ríkisjötunni þó svo að kaupið sé lágt þar, eða er það? Þeir sem not- ið hafa niðurgreiddrar ríkisþjón- ustu, t.d. atvinnufyrirtæki eða skattgreiðendur, og hæst formæla ríkisbákninu, rísa öndverðir ef minnka á ríkisþjónustu við þá sjálfa. Verst er það þó þegar stjómvöld og ráðherrar vilja ríghalda í ríkis- fyrirtækin af einhveijum undarleg- um ástæðum. Dæmi um þessa „þránda" verða rakin síðar. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Hvers vegna er kaþólska kirkjan ekki aðili að Alkirkjuráðinu? — eftir Jan Habets Ef til vill kunna ýmsir að undr- ast það að kaþólska kirkjan sé ekki aðili að Alkirkjuráði. Þess vegna getur verið gagnlegt að reyna að svara því. Þegar ég geri það, er ég ekki að tjá opinbera skoðun kirkj- unnar, heldur einkaskoðun mína, enda styðst ég ekki við nein skjöl og hef ekki framkvæmt neinar sér- stakar rannsóknir á þessu máli. Ég held að ástæðumar séu tvær, önnur guðfræðileg og hin tæknileg. Guðfræðileg ástæðan er sú að kaþólska kirkjan lýtur einni yfir- stjóm. Jesús fékk postulunum, og þó einkum Pétri, sem grundvelli kirkju sinnar, það hlutverk að skíra og kenna og hann hét því að hann mundi vera með þeim allt til enda veraldar (Matt. 28, 20). Postulamir hlutu auðvitað að deyja og þess vegna hlýtur Jesús „Ef kaþólska kirkjan, sem hefur yfir 800 milljónir meðlima, ætti að taka lýðræðislegan þátt í Alkirkjuráði, ætti hún að hafa tvöfalt fleiri fulltrúa en hinar kirkjurnar 303 ...“ að hafa átt við það hann mundi einnig verða með eftirkomendum þeirra. Suma þeira höfðu postulam- ir þegar valið, svo sem þá Títus og Tímóteus. Og hvers konar vald áttu þeir að hafa á hendi? Jesús útskýr- ir það, t.d. segir hann að sá sem vilji verða fyrstur, eigi að gerast þjón hinna, og síðan þvoði hann fætur postulanna. Þetta merkir ekki að þeir hafi ekki rétt og skyldu til að kenna rétta trú og hafi til þess fullt vald. Jesús sagði: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig og sá sem yður hafnar, hafnar mér“ (Lúk. 10, 16). Pétur neytir valds síns á fyrsta kirkjuþinginu í Jerúsalem til að kveða upp úrskurð í mikilvægu máli: Hvort umskera þurfí heiðna menn sem tekið hafi kristna trú. Páll postuli leggur einnig áherslu á vald sitt (Gal. 1, 8—9). Heilagur Ágústínus viðurkenndi einnig þetta vald kaþólsku kirkj- unnar: „Ég mundi ekki fallast á áreiðanleika Biblíunnar ef kirkjan mælti ekki þannig fyrir." Við getum áfram tekið sömu afstöðu og sagt að kaþólska kirkjan haldi því fram að hún sé eina kirkjan sem Jesús Kristur hafi stofnað beint. Við vit- um að orþodoxa kirkjan og kaþ- ólska kirkjan voru fyrst ein og sama kirkjan og kaþólska kirkjan viður- kennir hina sem systurkirkju sína og milli þeirra ríkir réttur til gagn- kvæmrar bergingar (orþodoxir og kaþólskir mega ganga til altaris hveijir hjá öðrum). Margar þær kirkjur sem að Al- kirkjuráði standa hafa ekkert kennsluvald. Þess vegna segir W.A. Visser’t Hooft í tímaritinu „The Ecumenical Review" (apríl 1986, bls. 187): „Kirkjufélög sem eru á viðræðustigi við rómversk-kaþólsku kirkjuna og hvort við annað, verða því að ákveða, hvernig eigi að þróa hugmynd um kennsluvald sem geri þeim fært að taka skýrt fram, hvetju þau trúi nú á dögum." Al- kirkjuráðið viðurkennir að það hafi ekki fengið neitt kennsluvald frá neinum. Það er mannleg, lýðræðis- leg samtök sem miða að því að styðja kristnar kirkjur til að öðlast þá einingu sem Jesús vill að ríki (Jóh. 17, 11, 20-22). Hin ástæðan er tæknilegs eðlis. Alkirkjuráðið er lýðræðislega skip- að, að svo miklu leyti sem ég skil það rétt. Þar eru ekki jafnir á met- unum, t.d. 70 milljónir lúterskra (Lutheran World 1977) og einhver smákirkjan með 25.000 meðlimi. Ef kaþólska kirkjan, sem hefur yfir 800 milljónir meðlima, ætti að taka lýðræðislegan þátt í Alkirkjuráði, ætti hún að hafa tvöfalt fleiri fulí- trúa en hinar kirkjurnar 303 (1982) sem standa að Alkirkjuráði og hafa aðeins 400 milljónir samanlagt. Mér virðist slík stærðarhlutföll vera tæknilega óaðgengileg fyrir Al- kirkjuráð. Engu að síður hefur kaþólska kirkjan samvinnu við 12 guðfræð- inga í Trúar- og skipulagsmála- nefnd Alkirkjuráðs og tekur auk þess eins mikinn þátt og hún getur í öllum öðrum skipulagsþáttum Al- kirkjuráðs, án þess að vera opinber aðili að því, eins og ég hef reynt að útskýra. Við skulum vona að próf. dr. Einar Sigurbjömsson, sem nú er meðlimur Alkirkjuráðs, geti gert sem mest fyrir einingu kirkn- anna. Höfundur er kaþólskur prestur t Stykkishólmi. .yeriu & föstu we/'öGIIESIÆIEE'’ Thorsmans « Naalatappinn frá Thorsmans meft skrúfu- hausnum er notaður vi6 ísetmngu a hurðum og þegar festa skal hillum og milliveggjagrindum. Thorsmans vörur til festingar fást í sérverslunum ásamt leiðbeiningarbæklingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.