Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 v 1 j [t'" \ ' ~ M K ' ' í zEÍi Ki't, ] Munaðarfullar Myndlist Bragi Ásgeirsson Eftir sumarstarfið og ýmsar hressilegar upphengingar á verk- um fjölmargra listamanna, sem Gallerí Borg hefur nú á lager, hefur það aftur almenna sýning- arstarfsemi sína. Þetta er hárrétt þróun að mínu mati og mjög í anda þess, sem gerist víða um Evrópu, en þar opna mörg gall- eríinn dyr sínar sama dag að hausti, og er þá mikið um dýrðir og sérstaklega vandað til veitinga. Listamenn hittast þá aftur eftir að hafa margir hveijir verið í sum- arhúsum upp til sveita eða á ferðalögum víða um heim og er þá glatt á hjalla. Eg upplifði eina slíka uppá- komu í Dússeldorf fyrir nokkrum árum og gleymi henni seint. Sér- stök stórveisla var í listahöll borgarinnar og í hveiju einasta galleríi, sem litið var inn í, var uppábúið og glatt fólk að heils- ast, knúsast og kyssast . .. Það er Harpa Bjömsdóttir sem ríður á vaðið með fyrstu einkasýningu haustsins í húsa- kynnunum. Svo sem segir þá er Harpa af árgangi 1955 og hefur lokið námi í MHÍ. Hún dvaldi í Höfn á sl. ári og hélt þar eina sýningu í Gallerí Gerly. Hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Harpa vinnur jöfnum höndum í málverki og grafík og efniviður hennar eru ýmiss konar táknmyndir af fuglum, fiskum og mannskepnunni, af tvíeðli, ást- arbríma og afl skáldskaparins. Myndir Hörðu hafa tekið allmikl- um stakkaskiptum frá því að hún sýndi í „flotta galleríinu" á Vest- urgötunni fyrir tæpu ári. Formin eru stærri og heilli, en samt hefur hún í engu glatað þeim ferskleika sem einkennt hafa myndir henn- ar. Og það segir sig sjálft að það tekur langan tíma að beisla slíka óhefta sköpunargleði, sem lista- konan virðist búa yfir í ríkum mæli og gera það á þann hátt að tjákrafturinn eflist og styrkist. Þetta hefur Hörpu tekist um margt, en segja verður að um sumt eru sumar nýjustu myndir hennar full skreytikenndar (dek- oratívar). Minna að nokkru á skreytingar á leirmuni, einföld, létt og fín strik og stórar form- blakkir, gædd miklum yndis- þokka, en skilja ekki mikið eftir sig, en sem gott er að hafa í ná- grenni sínu. Sumar myndir Hörpu minna og á ýmislegt úr nýbylgjumálverkinu og hér nær hún að hemja það undir sinn létta og leikandi stíl. Ég vil hér nefna nokkrar myndir myndir sem sérstaklega höfuðu til mín fyrir stermmningarríkan tjákraft, „Afbrýðisama augað“ (2), „Án titils" (9) og „Án titils" (10). Hins vegar kunni ég miklu síður við myndir líkt og „Án titils" (14) og „Án titils" (15) vegna þess að báðar virka þær of skreytikenndar og eru ekki nægilega markvissr í formrænni byggingu og skera sig að því leyti úr öðrum myndum á sýningunni. Grafík Hörpu á sýn- ingunni eru saga út af fyrir sig og mjög svo frábrugðnar máluðu verkunum. í þeim er rík, mettuð og fíngerð stemmning sem stað- festir að Harpa býr yfir ágætum „artistískum" hæfileikum, svo sem ég hef skilgreint þetta hugtak í blaðinu áður. Þessa hæfileika hefur Harpa í svo ríkum mæli að fágætt er meðal íslenzkra grafík- era og mætti hún gjaman leggja meiri rækt við þá hlið. Að vísu koma þeir einnig fram í máluðu myndum hennar, en á annan hátt og þá meira á yfirborðinu. I grafíkinni eru þeir dýpri og þótt sviðið sé hér nokkuð einhæft, þá finn ég í þeim öllum meiri list- ræna lifun. Harpa má una vel við þann árangur sem hún hefur náð frá síðustu sýningu og ljóst er, að hún er á miðju þroskaskeiði og hefur alla burði til að bæta mikið við sig í náinni framtíð. Líkið sem lifnaði Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Kjartan Árnason: Dagbók Lasarusar. Brot úr glötuðu handriti. Örlagið 1986. Kjartan Ámason skiptir bók sinni í marga kafla og kemur Lasarus alls staðar við sögu í nafngiftum kaflanna, samanber Lasarus við sjálfan sig, Lasarus ræðir skáldskap og Lasams um ýmis málefni. Bókin er sem slík nokkuð vel upp byggð og höfundurinn kemst oft Tónlistargagnrýni leiðrétt í GAGNRÝNI Jóns Ásgeirsson- ar í Morgunblaðinu I gær um Sinfóníuhljómsveit æskunnar féllu niður nokkrar setningar. Lesendur eru beðnir afsökunar á því og verður hér á eftir birt- ur sá kafli greinarinnar í heild sem brenglaðist: Béla Bartók sagði eitt sinn, að er hann tók til við að semja, hafi honum orðið ljóst að sköpun tón- listar yrði að vera helguð „bræðralagshyggð meðal manna", annars væri hún í raun erindisleysa. Það sem liggur að baki orðum þessum, er sú stað- reynd, að tónlist er eitthvert sterkasta afl til að stofna til sam- virkni manna á meðal, svo vel má sjá í dag, bæði á sviði skemmtitónlistar og alvarlegrar. Þessi samvirkjandi kraftur þarf auðvitað að vera helgaður mann- bætandi markmiðum, annars er hætta á að hið uppvakta afl fjöld- ans geti eitrast og umsnúist í afskræmingu. Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar er lýsandi dæmi um það hversu stórbrotin sú mannfylking getur orðið, þegar vel tekst til í vefnaði örlaganom- anna. Þama gat að heyra hetjuóð eftir Wagner, byggðan á stórbrot- inni örlagasögu Niflunga, tón- fagran leik í fiðlukonsert eftir Haydn og stórbrotið og persónu- legt tónaljóð eftir Schostakovich, flutt af íslenskum ungmennum undir stjóm bandaríska fiðluleik- arans og stjómandans, Marks E. Reedman. Þetta var því mikil og stórkostleg veisla. Jón Ásgeirsson hnyttilega að orði og yrkir stöku sinnum laglega. Eitt besta ljóðið er þó ekki eftir hann sjálfan, heldur Norðmanninn Jan Erik Vold og gegnir hlutverki einkunnarorða: drápen henger der ikke Kjartan Ámason er gárungi í ljóðagerð og iðkar ekki mjög alvöm- gefinn skáldskap nema í skjóli gamanseminnar. Svona er til dæm- is ljóðið í miklum hita: Og loftið so þykkt að í hvert sinn sem það gengur frammúr öndunarfærunum er það afsteypa af lungunum ... orðin so þunn að þau bera engan vott um hugsun. Kjartan Ámason leikur sér að orðum og hugmyndum í Dagbók Lasarusar, hefur endaskipti á kunn- uglegum hlutum og er með ýmsar fijálslegar útleggingar gamals og nýs texta. Málfar er yfirleitt vandað og dregur dám af talmáli. Nýjar bækur frá Norsk Gyldendal Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Line Baugstö: Reise i gult lys. Útg. Gyldendal Norsk Forlag 1986. MORGUNBLAÐINU hefur borizt nokkrar nýútkomnar bækur Norsk Gyldendals og verður þriggja getið hér og væntanlega fleiri síðar. Ferð í gulu ljósi fékk viðurkenn- ingu í samkeppni sem forlagið efndi til á sl. ári meðal kvenna. Line Baugstö er tuttugu og fimm ára gömul, starfar við blaða- mennsku. Þetta er fyrsta bók hennar. Ferð í gulu ljósi er að form- inu til skáldsaga, þar segir frá fimm evrópskum ungmennum, sem eru á flakki og flandri um Suður Afríku. Þau eira hvergi og eru rekin áfram af einhverri innri ókyrrð á nýjaii SCOBIE er aðalpersónan í einni af þekktari skáldsögum Grahams Greene. Þar segir frá brezkum lög- regluforingja sem á í ástarævintýri meðan eiginkona hans er í burtu. Þegar hún kemur heim aftur frem- ur hann sjálfsmorð þar sem hann hafði gengið til altaris án þess að skrifta. I þessari bók eru tvær langar smásögur og í annarri þeirra er aðalpersónan einmitt ákaflega upp- tekin af hugtakinu dauðasynd. Einnig er hann áfram um að velta því fyrir sér af hveiju Graham Greene hefur aldrei fengið Bók- menntaverðlaun Nóbels. Ögn hljómar þetta nú fáránlega, en er ekki eins fáránlegt og maður skyldi halda. Og Áge Rönning er flínkur höfundur sem kann að segja sögu og form smásögunnar virðist eiga og nýjan stað og loks liggja leiðir þeirra saman, þegar þau fara í ferð upp Amazonfljótið. Sú ferð er ákaf- lega nærri því að verða að martröð og hið ævintýralega og undursam- lega — töfrar fljótsins óg allt það — er hvergi nærri. Line Baugstö lýsir þessum ungmennum á ansi skemmtilegan og nýstárlegan hátt, í raun og veru eru þau ekki þátttak- endur í heiminum, þau notfæra sér heiminn og hvert annað án þess að vera fær um að gefa af sjálfu sér. Og það sem meira er þau hafa ein- hvers staðar á leiðinni misst hæfi- leikann til að njóta. Þetta er um margt óvenjuleg bók, listilega gerð og forvitnilegt verður að fylgjast með því sem þessi stúlka sendir frá sér á næstunni. Áge Rönning: Husker du Scobie Útg. 1986. Kjartan Ámason í viðleitninni til að vera fyndinn tekst honum oft að villa um fyrir lesandanum, láta eins og ekkert sé sagt í alvöru. En það er nú síður en svo. Margt kemur upp um skop- fuglinn. Til dæmis eftirfarandi texti, að mínu viti góður: Þarsem snjóhvítan skjöldinn ber við himin undir brennandi sól verður birtan sem milljón sólir skíni; soldið einsog þessi jökull ert þú bjartur en kaldur. (Skilningur) við hann bærilega. Fyrri sagan Member of the Club gerist í Man- illa á Filippseyjum, dramatisk saga og ákaflega myndræn og áhrifa- mikil. Seinni sagan gerist í Algarve og Lissabon. Aðalpersónan er sennilega sú sama í báðum sögum. Norðmenn segja býsna góðir með sig, að Rönning sem er nú liðlega sextugur að aldri, sé mesti heims- borgarinn í hópi norskra rithöfunda og það má sjálfsagt til sanns vegar færa í þessari bók, að hann er ákaf- lega vel að sér, að því er bezt verður séð um staðhætti. Hvort þanka- gangur hans er heimsborgaralegri en gengur og gerist áttaði ég mig ekki á eftir þessari einu bók. Hann hefur fengið ýmiss konar viður- kenningu fyrir ritstörf sín seinni árin. Hann hefur einkum skrifað skáldsögur, og sent frá sér nokkur smásagnasöfn. Á undan Husker du Scobie kom Et Satans Spill, smá- sögur fyrir tveimur árum. Anker Rogstad: Ærens pris, skáldsaga. Útg. 1986. HJÓN um sextugt, hann Norðmað- ur og heitir Morten og hún Marion ensk að uppruna eru að undirbúa ferðalag til systra hennar í Eng- landi. Þau rifja upp gamlar endur- minningar sínar og þá kemur upp í hugann sá atburður, þegar þau fundu enska heiðursmerkið ... skrítnar aðstæður þá og furðufugl- ar, mennimir sem virtust hafa tapað því. Marion og Morten ákveða að taka heiðursmerkið með sér og reyna að koma því til skila þótt langt sé um liðið. Og þar með fer að færast fjör í leikinn. Einhverjir komast fljótlega á snoðir um að þau hjónin eru að spyrja óþægilegra spurninga — sem þau gera sér enga grein fyrir að séu óþægilegar. Og snuðra. Án þess að þau viti að þau séu að snuðra. En svo fer að renna upp fyrir þeim Ijós og þá láta þau sig ekki muna um að fara í hlut- verk leynilögregluhjónanna af hinni mestu útsjónarsemi. Og leysa málin að lokum og verður það að teljast vel af sér vikið því að mikil eru málin og flókin. Bráðskemmtileg, hnyttin og læsi- leg bók. Hjónin eru ljómandi persónur af hálfu höfundar. Hins vegar er seinni hlutinn í það lang- dregnasta, svona unz kemur að lokakaflanum. En þetta er mesta sómaafþreying.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.