Morgunblaðið - 24.09.1986, Síða 52

Morgunblaðið - 24.09.1986, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Luton dæmt frá keppni: Stórfurðuleg ákvörðun - segja forráðamenn Luton sem reynt hafa að koma í veg fyrir óeirðir á leikjum sínum Frá Bob Hennessy, fróttarítara Morgunblaðsins á EnglandK ÞAÐ virðist allt ætla að verða vit- laust í Englandi vegna ákvörðun- ar stjórnar deildarbikarsins hér í landi að dæma Luton Town úr keppninni vegna þess að þeir meina öðrum en sínum fasta gestum að mæta á heimaleiki sína. Síðdegis í gær sagðist Margaret Thatcher hafa miklar áhyggjur af þessu máli þannig að ekki er ólíklegt að þetta verði pólitískt mál áður en yfir lýkur. Luton hefur tilkynnt að þeir ætli að kæra stjórn deildarbikar- keppninnarfyrir þetta bann og það verður því fróðlegt að sjá hvernig málinu lyktar þegar dómstólar hafa fjallað urp það. í gær greiddu forráðamenn bik- arkeppninnar Cardiff 25.000 punda skaðabætur þar sem liðiö verður af tveimur leikjum í bikar- keppninni og ættu þessir fjármunir að koma sér vel fyrir félagið sem leikur í 4. deild. „Þetta er fáránleg ákvörðun hjá stjórninni og sérstaklega þegar haft er í huga að við erum eina félagið sem gripið hefur almenni- lega í taumana til þess að koma í veg fyrir óeirðir á vellinum hjá okk- ur. Fyrir það er okkur refsað á slíkan hátt," sagði forráðamaður Luton Town í gær og dagblöðin hafa greinilega snúist á sveif með Luton því í fyrirsögnum í gær mátti lesa: „Sjálfsmark hjá deildinni" og var þá átt við að þessar ráðstafan- ir þeirra skytu dálftið skökku við þar sem félög væru hvött til að gera eitthvað vegna óláta og síðan væri þeim sem gerðu eitthvað refsað fyrir það. Michel sér leikinn Landsliðsþjálfari Frakka, Henri Michel, verður meðal áhorfenda á landsleik íslands og Sovétríkjanna sem verður f dag á Laugardalsvelli. Frakkar og Sovétmenn leika í Evrópukeppninni 11. október og því hefur Michel mikinn áhuga á að sjá Sovétríkin leika áður en til þess kemur. Golfmót hjá eldri kylfingum FYRSTA golfmótið, sem Land- samband eldri kylfinga hefur Uppskeruhátíð hjá Víkingum KNATTSPYRNUDEILD Víkings heldur uppskeruhátíð f Réttar- hoftsskólanum annað kvöld, ^ fimmtudag, klukkan 20. Árangur yngri flokka Víkings var mjög góður f sumar og þá sérstaklega hjá yngsta flokknum, en a-lið sjötta flokks var nánast ósigrandi á sumrinu. Árangur flokka félags- ins verður rakinn á uppskeruhá- tíðinni, verðlaun afhent og veitingar. Foreldrar og eldri Víkingar eru sérstaklega vel- komnir á uppskeruhátfðina. staðið að, fór fram á Grafarholts- velli snemma f september og þótti takast svo vel, að nú hefur verið ákveðið að halda annað slfkt mót, og fer það fram á Nes- vellinum næstkomandi sunnu- dag, 28. sept. Keppt verður bæði í karlaflokki (yfir 55 ára) og kvennaflokki (yfir 50 ára). Ræst verður út frá kl. 9—11. Þátttaka verður takmörkuð vegna stærðar vallarins og komast þeir þá að, sem fyrstir skrá sig. Skráning verður í síma 61-19-30 eftir kl. 15 á miðvikudag. ii ífirn i rna í ‘í f; Morgunblaðiö/Einar Falur # Ómar Torfason er hór í baráttu vió Atla Eövaldsson fyrirlióa íslenska landsliósins í knattspyrnu sem mætir Sovétmönnum í kvöld klukkan 17.30 á Laugardalsvelli. Ómar hefur haft f mörgu að snúast undan- farnar vikur með landsliðinu og félagsliði sínu í Sviss og það þurfti meðal annars að sauma saman á honum augabrúnina eftir síðasta Evrópuleik og voru saumarnir teknir úr hér heima á mánudaginn. Saumur tekinn úr Ómari ÓMAR Torfason mun líklega hefja leikinn gegn Sovétmönnum í dag á Laugardalsvelli. Hann fékk mikinn skurð á vinstri augabrún í leik með Luzern fyrir skömmu en hann hefur þó leikið með liðinu síðan og er til í slaginn gegn Sovétríkjunum í dag. „Þetta er allt í lagi núna en skurðurinn var ansi Ijótur fyrst," sagði Ómar og vildi ekki gera mik- ið úr meiðslum sínum. Saumarnir voru teknir úr honum á mánudaginn hér heima og það virtist allt vera í góöu lagi á æfing- unni í gærmorgun í Mosfellsveit- inni. Víst er þó um að hann fær ör á augabrúnina en menn kippa sér ekki upp við svoleiðis smáatriði. Forsalan ídag FORSALA aðgöngumiða á lands- leik íslands og Sovétríkjanna sem hefst í dag klukkan 17.30 á Laug- ardalsvelli verður f Austurstræti frá kl. 12—15 í dag og hún hefst einnig á Laugardalsvellinum í dag kl. 12. Fyrir þá sem ætla á völlinn er alveg sjálfsagt að vera í fyrra fall- inu við að kaupa miða því það getur verið mjög þreytandi að bíða í biðröð við miöasöluna þegar leik- urinn er byrjaður og menn heyra hvatningarhróp þeirra sem komnir eru inn. Allir kaupi því miða sem fyrst til að koma í veg fyrir örtröð kl. 17 í dag. íslenski getraunaseðillinn: Spáð íleiki helgarinnar Á LAUGARDAGINN verða leikirn- ir f 6. leikviku íslenskra getrauna og er ekki úr vegi að Irta nánar á leikina á getraunaseðlinum. Coventry-Watford 1 Bæði liðin hafa unnið þrjá leiki til þessa, en Coventry hefur aðeins tapað einum leik. Coventry hefur 1X2 I 1 C 9 r s > Q Tfminn c c ? 1 w 3 s* o 1 1 i «9 3 cc Bytgjan Sunday Mirror Sunday People News of the Worid Sunday Telegraph Sunday Express SAMTALS 1 X 2 Coventry — Watford 1 2 2 X X X 1 1 1 1 1 1 7 3 2 Luton — Man. City 1 1 2 1 1 1 1 - - - - - 6 0 1 Man. Utd. — Chelsea 1 1 X 1 1 1 X - - - - - 5 2 0 Norwich — Newcastle X 1 1 1 1 1 1 - - - - - 6 1 0 Nott’m Forest — Arsenal X 1 1 1 1 2 1 - - - - - 5 1 1 Oxford — Chartton 2 1 2 X X X 2 1 X 1 1 X 4 5 3 QPR — Leicester 1 1 X X 1 1 1 1 1 1 1 1 10 2 0 Sheff. Wed - West Ham X X 2 2 2 X 2 X X X X 2 0 7 5 Tottenham - Everton 1 X 2 2 1 2 2 2 2 X X 2 2 3 7 Wimbledon — Southampton 2 2 2 X X 2 X 1 X 1 1 1 4 4 4 Birmingham — Ipswich 1 X X 2 1 X 1 X X X 1 2 4 6 2 Sunderland — Stoke 1 1 2 1 1 1 1 1 1 1 X 1 10 1 1 einkum gengið vel á heimavelli, er í hópi efstu liða, og hefur harma að hefna, því Watford vann á High- field Road í fyrra. Heimasigur í jöfnum leik. Luton-Man. C. 1 Gervigrasvöllurinn hefur reynst Luton vel og í fyrra vann liöið Manchester City 2:1. City er auk þess án framkvæmdastjóra og því er spáin heimasigur. Man. Utd.-Chelsea 1 Chelsea vann 2:1 á Old Trafford í fyrra og árið þar áður fór 1:1. Ekkert hefur gengið hjá stjörnuliði United í ár, en staðan hjá Chelsea er lítið skárri. Heimasigur. Norwich-Newcastle X Norwich hefur aðeins tapað ein- um leik og er í þriöja sæti, en Newcastle hefur unnið einn og er í þriðja neðsta. Heimasigur líkleg- ur, en við spáum óvæntu jafntefli. Nott. For.-Arsenal X Táningarnir hjá Forest eru í efsta sæti, en Arsenal er um miðja deild. Leikmenn Forest hafa skor- að flest mörk í deildinni til þessa og komið mjög á.óvart. Þeir halda því áfram á faugardaginn en ná aðeins jafntefli. Oxford-Charlton 2 Leikmenn beggja liða hafa lítið skorað af mörkum á þessu tíma- bili, enda bæöi liðin í neðri hluta deildarinnar. Charlton vinnur sinn annan sigur í jöfnum leik. QPR-Leicester 1 Leicester hefur ekki gengið vel á gervigrasinu hjá QPR og á því verður engin breyting á laugardag- inn. Heimasigur. Sheff. Wed.-West Ham X Sheffield hefur ekki enn tapað heima, og þó kraftur sé í leikmönn- um West Ham, nægir hann ekki til sigurs. í fyrra fór 2:2 og á laugar- daginn verður aftur jafntefli. Tott’ham-Everton 1 Undanfarin þrjú ár hefur Ever- ton unnið með einu marki á White Hart Lane. En meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Everton og heimaliðið vinnur því sinn annan heimasigur. Wimbledon-South’pton 2 Wimbledon kom verulega á óvart í fyrstu leikjunum og var í efsta sæti um tíma, en leikmenn liðsins eru aftur að koma niður á jörðina. Southampton hefur ekki fengið stig á útivelli, en krækir í þrjú á laugardaginn. Birm’ham-lpswich 1 Birmingham er taplaust heima, en þó liðin séu áþekk, ræður heimavöllurinn úrslitum. Heima- sigur í baráttuleik í 2. deild. Sunderl.-Stoke 1 Sunderland hefur haft tak á Stoke undanfarin tvö ár og sleppir því ekki um helgina. Stoke er í þriðja neðsta sæti 2. deildar og tapar fjórða útileiknum í röð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.