Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
45
dregna, þó svo hún hafí oft haft
sínar ástæður til þess í baráttunni
fyrir rétti sínum í þjóðfélagi okkar.
A síðastliðnu voru lauk hún svo
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð og var það henni
mikil lyftistöng. Var þá eins og hún
hefði sannað það fyrir sjálfri sér
að allir vegir væru henni færir þrátt
fyrir fötlunina. Ekkert gat stöðvað
hana nú. Svo dró það nú ekki úr
ánægju hennar þegar skólinn færði
henni að gjöf tölvu ásamt öllum
fylgihlutum, hún bókstaflega geisl-
aði af fögnuði þegar hún sagði mér
frá því. Allt var svo bjart framund-
an hjá henni.
Svo fyrir um það bil mánuði síðan
kom hún til mín og sagði að hún
væri búin að fá íbúð hjá Sjálfs-
björg, íbúð sem veitti henni tæki-
færi til að búa innan um fólk með
sama baráttumál í brjósti og hún,
það að vera viðurkenndur á vinnu-
markaðnum sem fullgildur starfs-
kraftur. Þrátt fyrir ungan aldur
hafði hún unnið ötullega að málefn-
um fatlaðra, en barátta okkar
mannanna fyrir líflnu er mis erfið
og oft kemur endirinn þegar hans
er síst vænst og svo var það nú.
Ég votta fjölskyldu Kristínar
mína dýpstu samúð og vona að guð
gefi þeim styrk á þessari sorgar-
stundu.
Ragnhildur Bender
Ein úr hópi stúdenta frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð í vor sem
leið, Kristín Halldórsdóttir, er í dag
borin til moldar.
Okkur kennurum er líkt farið og
foreldrum er tengjast þeim bömum
sínum nánustum böndum sem
mestrar aðhlynningar þarfnast.
Kristfn bjó við verulega líkamlega
fötlun og fékk í skólanum talsverða
umhyggju umfram flesta aðra nem-
endur. Hér þroskaðist hún og tók
góðum framfömm í námi, sem hún
stundaði við erfíðar aðstæður. Ég
hef fáa stúdenta brautskráð með
meira stolti.
Við sviplegt fráfall Kristínar
Halldórsdóttur sendi ég fyrir hönd
starfsfólks og nemenda Menntaskól-
ans við Hamrahlíð aðstandendum
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Ömólfur Thorlacius
Nú er stórt skarð komið í vina-
hópinn og við kveðjum með trega
kæra vinkonu.
Við sem störfuðum að æskulýðs-
málum innan félags okkar dáðumst
oft að því hversu virkan þátt Stína
tók í starfí okkar og þá sjáldan
hana vantaði var nærveru hennar
saknað. Stína var mjög áhugasöm
og alltaf uppfull af hugmyndum,
þó stundum hafi verið deilt um leið-
ir.
Þó svo við í nefndinni höfum
þekkt hana mislengi, sumir frá því
í bamæsku og aðrir skemur, þá
tókst henni að vinna sér stóran
sess í hugum okkar allra og minn-
ingin um elsku Stínu mun ávallt
lifa í hjörtum okkar.
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar dýpstu sambúð.
Æskulýðsnefnd Sjálfsbjargar
í Reykjavík,
Þorbera, Jón, Sævar,
Haukur og Berglind.
Þegar þeir atburðir eiga sér stað,
sem á óvæntan og skyndilegan hátt
kippa manni af braut hversdags-
leikans verður maður oft ráðþrota
og sleginn. Þannig var okkur félög-
um Kristínar innanbijósts er við
fréttum andlát hennar. Kristín var
áköf og ötul baráttumanneskja og
vaxandi f starfí innan samtaka okk-
ar. Hún átti sæti í æskulýðsnefnd
Sjálfsbjarar l.s.f. frá stofnun hennar
vorið 1984. Þáttur hennar í starfí
nefndarinnar var stór og oftar en
ekki var hún helsti hvatamaðurinn
að því að nefndin beitti sér fyrir
ákveðnum verkefnum. Fráfall
hennar er því ekki aðeins okkur
félögum hennar mikið áfall, heldur
er einnig skarð fyrir skildi f barátt-
unni fyrir réttindum ungs fatlaðs
fólks. Það er þvf með sorg og eftir-
sjá í huga sem við kveðjum í dag
vin okkar og félaga Kristínu Hall-
dórsdóttur. Fjölskyldu hennar og
ættingjum vottum við okkar inni-
legustu samúð, megi guð vera með
þeim og henni.
Æskulýðsnefnd Sjálfsbjargar.
Landssamband fatlaðra,
Ásgeir Sigurðsson,
Jóliann Pétur Sveinsson.
Húmslæðu vefur um haf og láð
helköld örlaganótt.
Vindar gnauða við gættir og ljóra
til griða fær enginn sótt.
Leiðin, vinur, er lokuð til baka,
Láttu útfallið við þér taka.
I ævilokin fæst engu breytt.
Haustblaðið fellur 'haf tímans,
hljótt og eitt.
Svo orti Þórarinn frá Steintúni.
Okkur fannst þetta kvæði við hæfi,
nú þegar afabarnið hans, hún
Kristín í Fossvoginum, er til moldar
borin.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja manneskju, er var sem per-
sónugervingur lífsviljans. Hún átti
við líkamlega fötlun að stríða, en
sýndi okkur hinum, sem höfum fulla
líkamsgetu, hvers mannshugurinn
er megnugur og hver reisn hans
getur orðið.
Kristín stundaði nám í Öldunga-
deild Menntaskólans við Hamrahlíð
síðustu árin og naut þess vel. Hún
kom stundum við hjá okkur á leið-
inni heim úr skólanum og áttum
við þá góðar og skapandi viðræður,
sem örvuðu til frekari íhugunar.
Við vorum auðvitað stolt af því
þegar hún lauk námi sínu við
Hamrahlíðarskólann með sérstök-
um glæsibrag og hlökkuðum til að
fylgjast með ferli hennar í Háskól-
anum, sem hún innritaði sig í, nú
í sumar. En minnisstæðust verður
Kristín okkur sem málsvari þeirra,
sem eiga undir högg að sækja. Hún
var virk í félagsmálum og barðist
ötullega fyrir réttindamálum fatl-
aðra.
Við sjáum Kristínu fyrir okkur
innan um gróðurinn og dýrin í for-
eldrahúsum í Fossvoginum, þar sem
hún undi sér best. Megi minningin
um góða stúlku verða ástvinum
hennar til huggunar.
Fjölskyldan Fossvogsbletti 2.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Vald. Briem
Síðastliðið vor útskrifuðust úr
öldungadeild MH 43 nemendur.
Vissum áfanga var náð. Ánægjan
var mikil sem skein úr andlitum
okkar nýstudentanna þennan dag,
en líklega var hún hvað mest hjá
Kristínu Halldórsdóttur sem nú er
kvödd hinstu kveðju.
Menntaskólinn við Hamrahlíð er
flölmennur skóli og þar sem hann
býður ekki upp á hið hefðbundna
bekkjakerfi kynnast nemendur
síður. En því var ekki þannig farið
með Kristínu. Allir þekktu hana og
alls staðar mætti henni hlýja, vinar-
hugur og skilningur. Hún var virt
og metin jafnt meðal kennara sem
nemenda.
Þrátt fyrir fötlun sína fór hún í
gegnum námið með sóma án þess
að missa móðinn við erfíðleika sem
mörgum hefði þótt óyfirstíganlegir.
Unun var að sjá hversu dugleg hún
var og naut þess að læra. Kennar-
amir sáu fljótt að þarna var
nemandi méð sterkan vilja og að-
dáunarvert var að fylgjast með
góðu samstarfí þeirra og Kristínar.
Kristfn var ávallt hlý, notaleg og
kát. Hún kallaði fram allt það besta
hjá þeim sem hún kynntist og ein-
mitt vegna þess var það okkur
góður skóli að fá að njóta nærveru
hennar. Kristínu leið vel í skólanum
og við skólasystkini hennar fundum
hvemig sjálfstraustið óx og allir
hennar bestu kostir döfnuðu í nám-
inu. Við urðum því ekki undrandi
þegar það spurðist að Kristín hugði
á framhaldsnám, en hún hafði þeg-
ar látið innrita sig í sálarfræði við
Háskóla fslands.
Um leið og við kveðjum þessa
duglegu, stoltu skólasystur með
söknuði sendum við fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Samstúdentar
öldungadeildar MH
Þetta er málið
Æskilegur
, dagskammtur:
perlur á da9
LYSI