Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 29 3r rlyndi isráðherra, ðu þjóðanna fyrir löngu komist á það stig, að erfítt er að leggja trúnað á þau rök að aukinn vígbúnaður geti enn auk- ið á öryggi þeirra. Hitt er mun líklegra, að samræmd afvopnun sé eina leiðin til aukins öryggis. Á því sviði verða menn þó að gæta þess, að hvert skref dragi úr óvissu. Það væri til einskis að fækka birgðum kjamavopna ef á sama tíma hæfist skefjalaust kapphlaup á sviði hefð- bundins vígbúnaðar. Fullkomið eftirlit með framkvæmd afvopnunar og samkomulag risaveldanna eru forsendur árangurs á þessu sviði. Innan Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem fjallar um framkvæmd Helsinki- samþykktarinnar frá 1975, vekur væntanleg niðurstaða Stokkhólms- fundar um traustvekjandi ráðstaf- anir bjartsýni um árangur á Vínarfundinum, þar sem allir þætt- ir samþykktarinnar verða til meðferðar. í Stokkhólmi er búist við samkomulagi um víðtækari til- kynningarskyldu og eftirlit með heræfingum en áður. Nokkur árangur hefur einnig orðið í viðræð- um Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um samdrátt herafla í Mið-Evrópu þótt herslu- muninn vanti enn. Fregnir hafa borist af tilslökunum í viðræðum risaveldanna í Genf um niðurskurð kjamavopna. í viðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna er vonast eftir einhveiju samkomulagi um efna- vopn. Síður hefur miðað á öðrum vett- vangi tilrauna til að bæta samskipti austurs og vesturs. Fundinum í Bem, þar sem fjallað var um ferða- Matthías Á. Mathiesen flytur ræðu sina við upphaf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. frelsi og sameiningu fjölskyldna, lauk í vor án nokkurrar niðurstöðu. Sömu sögu var að segja af fundin- um, sem haldinn var í Ottawa í fyrra um mannréttindi. Á þessu sviði er því enn gjá milli ríkja aust- urs og vesturs. Brú yfir þessa gjá verður aldrei gerð nema virðing fyrir mannréttindum verði aukin í þeim ríkjum, sem enn hafa ekki staðið við fyrirheit Helsinki-sam- þykktarinnar. Víða eru ófríðarbál Þrátt fyrir þau jákvæðu atriði, sem ég hef vitnað til, fer því fjarri að ástand heimsmála sé viðunandi. Sem fulltrúi eyríkis í miðju Atlants- hafi get ég t.d. ekki látið hjá líða að lýsa áhyggjum mínum af þeirri ógnun, sem felst í gífurlegri flota- uppbyggingu Sovétmanna og áframhaldandi vígbúnaði þeirra á Kola-skaga. Ríkjum á þessu svæði er það mikið kappsmál, að þessari þróun verði snúið við. Það væri til lítils unnið ef árang- ur á tilteknum sviðum viðræðna um afvopnun leiddi til hemaðarkapp- hlaups í hafinu eða í geimnum. í þessu efni kemur það öðru fremur í hlut risaveldanna að halda aftur af sér. Ekki með því að fórna sonum sínum, eins og Seifur gerði í sög- unni, heldur einmitt til að koma í veg fyrir sonarmissi. Á öðrum stöðum er myndin einn- ig ófögur. í Afghanistan geisar enn ófriður og innrásarherir eru í Kamp- útseu. Ofriðarbál brennur í Mið- Austurlöndum, þar sem endir borgarstríðsins í Líbanon og stríðs írana og íraka er hvergi í sjón- máli. Ofriðvænlega horfír víða, bæði í Afríku og einnig Suður- Ameríku. Straumar flóttamanna Iiggja frá þessum spennusvæðum og á tímum aukinna tengsla þjóða heims vex hættan á því, að stað- bundin átök leiði til stigmögnunar með ægilegum afleiðingum. Slík hætta vofir nú yfir Suður-Afríku. Þar í landi er að finna stjómvöld, sem bijóta allar venjur og alla siði um samskipti valdhafa við almenna borgara. Það sem gerir aðskilnaðarkerfíð í Suður-Afríku einkar ógeðfellt er, að það er bundið í stjómlög; Að stjómskipunin gerir ráð fyrir því að önnur lög gildi um hvíta menn en svarta, en einn kjmþáttur njóti ' frelsis á kostnað annars. Enda þótt fyrirkomulagið um aðskilnað kynþátta sé ógeðfellt og hvetji til öflugrar mótspymu sið- aðra þjóða, er hinu ekki að leyna, að mannréttindi em víðar fótum troðin og em þau mannréttindabrot ekki síður tilefni kröftugra mót- mæla. Mannréttindi verða alls staðar að aukast þar sem þeim er nú ábótavant. Ég vil minnast á aðra tegund glæps, sem þjóðir heims verða að sameinast gegn. Hér á ég við al- þjóðleg hryðjuverk, þar sem hópar öfgamanna reyna að knýja hugðar- efni sín fram með glæpsamlegu atferli. Oftast verða saklaus fóm- arlömb fyrir barðinu á slíkum voðaverkum. Engin ríkisstjóm, engin þjóð getur verið þekkt fyrir slíkt framferði ef hún vill njóta virð- ingar annarra og rækja skyldur sínar við samfélag þjóðanna. Þeir sem nú hafa óhreint mjöl í pokanum verða að sjá sig um hönd og það án tafar. Að sama skapi er nauðsyn- legt að ýtrustu hagsýni sé gætt í starfí samtakanna. í sambandi við starf samtakanna vil ég leggja áherslu á nauðsyn þess að efla þann þátt starfseminn- ar sem lýtur að friðargæslu og afvopnunarmálum. í því efni hafa íslendingar ásamt öðmm Norður- landaþjóðum staðið að tillögum, sem myndu leiða til framfara ef framkvæmdar yrðu. Sameinuðu þjóðunum yrði með þessu móti gert kleift að rækja hlut- verk sitt til fulls. Tilgangurinn er að hlúa að þeim meiði, sem samtök- in em, og efla þannig þroskann í alþjóðlegum samskiptum. Tryggjum friðinn Ég hóf mál mitt með tilvitnun í grískar fombókmenntir þar sem ég fernn dæmi mikils skilnings á því undirstöðuatriði, að voldugir aðilar verði einnig að fara eftir settum reglum vilji þeir tryggja friðinn. Sameinuðu þjóðimar em sá vett- vangur, sem við höfum til að smíða slíkar reglur er gildi fyrir okkur öll. Framtíð mannkynsins krefst þess af okkar kynslóð, að við nýtum þennan vettvang. Ég get ekki látið hjá líða í lok máls míns, að vísa til bókmennta minnar eigin þjóðar, þar sem einnig er að finna skýr dæmi um skilning á þeirri staðreynd, að skynsamlegar reglur, og virðingu fyrir þeim, þarf til að tryggja fríðinn. Þannig segir í Brennu-Njáls sögu, einu fræg- asta riti íslendinga frá 13. öld, að með lögum skuli land byggja en ólögum eyða. Á enn öðmm stað segir að slíti menn í sundur lögin slíti þeir friðinn. Þetta á ekki síður við um samskipti þjóða en einstakl- inga; við byggjum þennan heim með rétti, en eyðum honum með órétti. vél sinni við engu minni hrifningu. Gestum flugdagsins var sfðan boðið uppá kaffi og pönnukökur í Flug- stöðinni. Vesturflug kynnti kennsluflug og um 10 manns sýndu því áhuga. Guðmundur Alfreðsson sagði að mikill áhugi væri á fluginu í Eyjum. Flugkennsla hefur verið stunduð stöðugt í heilt ár og í febrúarmán- uði sl. luku 14 manns bóklegu einkaflugmannsprófi. í sumar luku síðan 6 fullu einkaflugmannsprófí og skammt er í að 6 í viðbót ljúki prófi. Nú em fjórar flugvélar í eigu Eyjamanna, flugklúbburinn á eina, tvær em í sameign nokkurra ein- staklinga og þá fjórðu á Valur Andersen. Félagar í Flugklúbbi Vestmannaeyja em nú að reisa flugskýli sem rúmar fjórar vélar og á því að vera lokið fyrir veturinn. Þess má geta í lokin að á þessu ári era liðin 40 ár frá því Vést- mannaeyjaflugvöllur var tekinn í notkun, austur-vestur brautin sem þá var um 800 metrar. Síðan hefur stöðugt verið unnið að stækkun vallaríns og bættum búnaði. Braut- imar em nú tvær, austur-vestur braut og norður-suður braut, og vantar aðeins að malbika þær. Ný flugstöð og nýr flugtum hafa risið og nú er unnið við að setja upp ný aðflugs- og brautarljós á austur- vestur brautina. Ifyrstu átta mánuði ársins féll flug aðeins niður í 18 daga vegna veðurs. Þessa mánuði var fjöldi far- þega í farþegaflugi 41.596 og em þá ekki taldir með farþegar sem komu með einkaflugvélum. Lend- ingar á flugvellinum á sama tíma vom 3.311. -hkj. Ólafur G. Einarsson, form. þingfl. Sjálfstæðisflokksins: Vegna frétta af fundi þing- flokks og miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins um kjördag Ýmsir Qölmiðlar höfðu sam- band við mig sl. mánudag til þess að spyija frétta af sameigin- legum fundi þingflokks og miðstjómar Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn var. Ég sagði engar stórfréttir að hafa frá þessum fundi, við hefðum rætt aðallega fj árlagaundirbúning, svo og væntanlegar Alþingis- kosningar. Reyndar hefði í því sambandi komið fram í umræðum, að stefna bæri að kosningum fyrir 23. apríl nk., en þann dag rennur umboð núverandi þingmanna út, enda þá liðin 4 ár frá síðustu Alþingiskosningum. Engin álykt- un var gerð. Hins vegar túlka ég umræðuna með þessum hætti vegna þess, að enginn fundar- manna lét í ljós þá skoðun, að kjósa skyldi í júní, en slíkt mun hægt að gera, ef þing er rofið í apríl, þ.e. fyrir 23. aprfl. Þá hefj- ast lögboðnir frestir, þ.e. fram- boðsfrestur, frestur til að leggja fram kjörskrá, kærufrestur o.þ.h., sem þá þýðir að kosið yrði í júní. Ef þessi háttur er við hafður er ekkert Alþingi frá 23. apríl, til kjördags í júní, engir Alþingis- menn með umboð frá þjóðinni. Þetta getur auðvitað gengið, en samræmist ekki skoðunum mínum á þingræðinu, og ég held ekki skoðunum annarra þing- manna Sjálfstæðisflokksins. En sumir aðrir vilja sitja meðan sætt er (og jafnvel svolítið leng- ur). Sú staða gæti komið upp, að ástæða væri til að kalla saman Alþingi á tímabilinu 23. apríl til kjördags í júní. En það væri ekki hægt vegna þess, að enginn maður hefði umboð til að sitja á Alþingi, og forseti íslands hefði engan til að kalla til þings. Þessi em atriðin, sem móta þá skoðun að kjósa skuli fyrir 23. apríl. Alþingi yrði þá rofíð frá þeim sama degi og nýtt þing er kjörið. Því má hins vegar slíta fyrr, t.d. í mars, en það er ekki nauðsynlegt. Alþingi getur setið að störfum alveg til kjördags. Það er hins vegar ekki líklegt, vegna þess hversu margir núver- andi þingmanna verða í kjöri við næstu kosningar. Þeir þurfa tíma í kjördæmum sinum til að heyja kosndingabaráttuna. Ég sé haft eftir Páli Péturs- syni, formanni þingflokks Framsóknar, að ekkert liggi á að ákveða kjördag fyrr en eftir jól. Þetta er alveg rétt hjá Páli, enda er hann glöggur maður. Sjálfstæðismenn voru heldur ekki að ákveða Igördag og hafa ekki til þess einir vald. Hér var aðeins verið að taka af skarið með það atriði, að kos- ið skyldi áðdur en umboð Ólafur G. Einarsson núverandi alþingismanna rynni út. Höfundur er formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.